Þjóðviljinn - 20.03.1981, Síða 16

Þjóðviljinn - 20.03.1981, Síða 16
DWÐVIUINN Föstudagur 20. mars 1981. Nýr ís aö myndast fyrir norðan land Undanfarnar vikur hefur haf- isinn milli Islands og Grænlands haldist nálægt meðallagi. Isjaðarinn hefur verið nálægt landgrunnsbrún út af Vest- fjörðum Islandsmegin við mið- linu. Þetta kemur fram i frétt frá hafisrannsóknanefnd i gær. Þar segir einnig að vegna þess mikla kuldasem hefur verið rikj- andi i norðan áttinni að undan- förnu hafi átt sér stað nokkur nýmyndun iss. Sovéskt rann- sóknaskip sem statt var um 75 sjómilur norður af Kolbeinsey til kynnti á miðvikudag um isrek sem þakti 4—6/10 hafsyfirborðs. Var þar um nýmyndaðan is að ræða. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði i gær að hann vildi ekki spá þvi að svo stöddu hvað þetta þyddi. Heldur er að draga úr hæðinni yfir Grænlandi en hún getur þó orðið við lýði nokkra daga enn. Spáð er svipuðu frosti næstu daga og það gæti þýtt að stórt svæði á Islandshafi legði til- tölulega fljótt. Það ræðst svo af þvi hve frostið verður langvar- andi og hvaðan vindar blása hvort is tekur að reka upp að ströndum Islands. Loðna út af Breiðafirði gæti verið frá aðalgöngunni fyrir sunnan land segir Hjálmar Vilhjálmsson Sjómenn á Snæfellsnesi telja sig hafa orðið vara við loðnu á miðum báta af nesinu, en það var um siðustu helgi og siðan hefur ekki gefið á sjó. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur sagöist bara hafa heyrt um þetta eins og aðrir i fréttum, en ekki hafa séð nein . sýni af þessari loðnu. Og áður en hann segði neitt um málið vildi hannsjá þessa loðnu. Þó gat hann þess,aðhugsanlegtværi aö þarna væri á ferð torfa úr aðal göngunni fyrir sunnan land. Það væri ekki óalgengt að loðna úr þeirri göngu kæmi á þessar slóðir til að hrygna. —S.dór Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I áfgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 Tómas Arnason ávarpar kaupmenn: Viðramman reip aðdraga ef gefa á álagninguna frjálsa. Mynd: Ella Viöskiptaráðherra á þingi Kaupmannasamtakanna: „Er fylgjandí fiuJlu álagningarfrelsi” En ýmsir aöilar berjast gegn því A aðaifundi Kaupmannasam- taka islands i gær lýsti Tómas Arnason viðskiptaráöherra sig fylgjandi fullu álagningarfrelsi á allar vörur. Taldi hann, að þannig yrði best tryggt hið þriþætta hlut- verk versiunarinnar: að tryggja góða vöru, góða þjónustu og sann- gjarnt verð. Þungur róður yrði þó að hrinda slíkri stefnu i fram- kvæmd innan rikisstjórarinnar, áieit Tómas. Þetta kom fram i svari við- skiptaráðherra viö fyrirspurn- um þingfulltrúa að loknu ávarpi. Hann hóf mál sitt með þvi að segja frá þvi að hann hefði komið til Sovétríkjanna á siðast liðnu sumri i fyrsta sinn, hefði það veriö lærdómsrik för og heim kominn hefði hann betur en nokkru sinni fyrr gert sér grein fyrir þýöingu smásöluverslunar- innar, svo snar þáttur sem hún væri i öllu þjóölifi. Tómas ræddi siöan efnahags- mál vitt og breytt. Hann sagði að þótt efnahagsmál yllu Islend- ingum þrálátum höfðuverk, þá væru ýmsir þættir þeirra mála i góðu horfi. Hann taldi fyrst upp það sem vel færi og nefndi þar rikisfjármál, en þar hefðu orðið umskipti áriö 1979 en þá hefði rikið i fyrsta sinn síöan 1972. átt tekjuafgang hjá Seðlabankanum og heföi svo haldist siðasta ár. Utanrikisverslunin hefði staðið Iðunn sendir frá sér nýjar bœkur Bókaútgáfunni dreit't á árið Bókaútgáfan Iðunn ætlar að gera tilraun nú á vormánuðum til að dreifa útgáfu bóka á fieiri mánuði en hingað til og rjúfa ein- okun jólabókaflóðsins. Eftir næstu mánaðamót eru væntanlegar nokkrar bækur eftir islenska og erlenda höfunda. Þar er fyrst að telja barnabók eftir Véstein Lúðviksson sem heitir Sólarbliöan. Hún inniheldur nokkrar smásögur glænýjar af nálinni hans Vésteins. Þá koma einnig út smásögur eftir Steinunni Sigurðardóttur sem nefnast: Sögur til næsta bæjar. Steinunn hefur hingað tii aðeins sent frá sér ljóðabækur og verður forvitnilegt að sjá hvernig henni semur við smásagnaformið. Ein- ar Már Guðmundsson sendir frá sér nýja ljóðabók: Róbinson Krúsó snýr aftur.en á siðasta ári gaf Einar sjálfur út fyrstu tvær ljóðabækur sinar. Astarsaga aldarinnar eftir finnsku skáldkonuna Mörtu Tikkainen kemur nú loks á mark- að i þýðingu Kristinar Bjarna- dóttur. Marta fékk bókmennta- verðlaun kvenna árið 1978, þegar konur vildu minna á að bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs höfðu ætið farið til karl- manna. Þá var safnað saman álitlegri peningaupphæð i verð- laun og veitt Mörtu fyrir þessa bók, en árið eftir sá Norðurlanda- ráð sóma sinn i að veita Söru Lid- mann verðlaunin svo að ekki hef- ur oröið framhald á sérstökum kvennaverðlaunum. Slöasta bókin sem Iðunn gefur út að þessu sinni er eftir þann al- kunna Alister McLean, og með honum I för er John Dennis, hún nefnistá islensku: Svik að leiðar- lokum. —ká sig vel, þjóðarframleiösla aukist og staðan i peningamálum styrkst, innlán hefðu orðið 5-10% hærri hjá bönkunum en útlánin. Þá nefndi hann einnig það að full atvinna hefði haldist, atvinna hefði verið svo mikil að það hefði kallað á stöðuga þenslu. Þá sagði Tómas að fjárfesting hefði verið nálægt þvi sem hæfilegt mætti kallast eða 27% af þjóðartekjum. Agaleysi og þrýstihópar Þá vék Tómas að þvi sem miður færi i efnahagslifi Islend- inga og nefndi fyrst verðbólguna. Sagðist hann hafa haldið margar ræður um þá leiðu bólgu en þær yrðu seint of margar. Kvaðst Tómas þeirrar skoðunar að leiðandi menn i opinberu lifi ættu að nota hvert tækifæri til að vekja athygli á þvi hver skaðvaldur hún væri i þjóðiifinu. Þá sagöi Tómas aö afkoma, fyrirtækja væri langt i frá nægi- lega góö og taldi þá skoðun of út- breidda "Sö það væri i lagi að fyrirtæki beröust i bökkum. Tvennt taldi Tómas enn upp af hinu illa, en það var agaleysið i þjóöfélaginu og uppivöðslusemi þrýstihópa. „Við erum agalaus þjóð”, sagði Tómas og lýsti eftir meiri aga á öllum sviöum þjóð- lifsins. Þá sagöi hann þrýsti- hópana stóra, stælta og marga og mætti vart svo hreyfa við máli að ekki væri sprottinn upp þrýstu- hópur. „Þrýstihóparnir valda þvi að það er látið eftir þeim”, sagði Tómas en sagði aö þrýstihópar væru óhjákvæmilegir I okkar þjóðfélagskerfi. Stundum væru þeir llka til góðs eins og t.d. hefði sannast I Póllandi. Fylgja þarf eftir áramóta- aðgerðum Tómas sagði hækkanir grunn- kaups á siðasta ári hafa komið I veg fyrir að árangur hefði náðst þá i baráttunni við verðbólguna. Hann taldi aögerðirnar um siðustu áramót spor i rétta átt en þær myndu þó ekki ná tilgangi sinum nema aðrar aðgerðir fylgdu I kjölfarið. Hann gerði ekki nána grein fyrir þvi hvaða að- gerðir hann væri þá með i huga, en sagði að skilyrði fyrir árangri væri þjóðarsamstaða, þrýsti- hópar yrðu aö lækka seglin, þá ætti hann ekki einungis við launa- fólk, heldur einnig þa sem stöðugt kreföust aukinna framkvæmda. Hækkun vörubirgða Tómas sagði að, hann teldi stórt skref stigið meö samþykkt verðlagsráös frá 3. des. s.l. aö hækka mætti vörur á lager til samræmis viö gildandi verðlag á hverjum tíma. Loks las hann upp samþykkt ríkisstjórarinnar frá i gærmorgun, þess efnis að inn- flytjandi mætti hækka álagningu ef hann felldi niður umboðslaun erlendis og sýndi fram a lækkun vöruverðs. ,/Ákveðnir aðilar" á móti Að lokinni framsögu Tómasar svaraði hann fyrirspurnum. Harðindahljóð var i þingheimi sem liki ástandinu I verslunar- málum nú viö það sem gerist i Sovét eða það sem rikti hér á timum einokunarverslunar Dana. Of langt mál er aö rekja mál manna hér en helst brann mönnum I huga álagningarmál, þóknun verslunar fyrir innheimtu • söluskatts og loks hvenær rikis- stjórnin ætlaði að setja i gildi áðurnefnda ályktun verðlags- ráðs. Tómas kvaöst oft hafa lýst vilja sinum um fullt álagningarfrelsi, en þungur róður yrði að hrinda þessu I framkvæmd, ákveðnir aðiiar innan rikisstjórarinnar og i þjóðfélaginu væru þessu andsnúnir. Hann lýsti sig einnig samþykkan þvi að kaupmenn fengju þóknum fyrir innheimtu störf sin fyrir rikissjóð. Varðandi Framhald á bls. 13 1980 gífurlegt samdráttarár hjá Flugleiðum: Starfsfólki fækkaði um fjórðung Yfir 40% fcerri farþegar í A tlantshafsflugi A siðasta ári fækkaði starfsfólki Flugleiða um 24.3% miðað við ár- ið á undan eða úr 1480 starfs- mönnum árið 1979 i 1120 við árs- lok 1980. Hlutfallslega mest fækkun varð meðal starfsmanna Flugleiða erlendis úr 399 I 191, en hér heima fækkaði starfsmönnum úr 1981 i 928. Farþegafjöldi i Atlantshafs- flugi félagsins á milli tveggja sið- ustu ára dróst saman um nærri 42% eða úr 258,671 i 150,369. I heild fækkaði farþegum i millilanda- flugi félagsins um 28%. Þeir voru 420,077 árið 1979 en einungis 302,631 á siðasta ári. 1 innanlandsflugi var mun minni samdráttur i farþegaf jölda eða 7,1% en þar fækkaði farþeg- um milli ára um nærri 17 þús. Samkvæmt upplýsingum Leifs Magnussonar framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum, á félagiö nú sam- tals 11 flugvélar eða jafnmargar og við árslok 1979, en hins vegar hefur sætafjöldinn minnkað úr 1370 sætum i 1162 sæti. Þar munar mestu um söluna á DC-10-30 þotunni en hún tók 380 farþega. Flugleiðir eiga nú 3 DC-8-63 vélar þar af ein eingöngu i fraktflutningum. Þá eignaðist félagið B-727-200 vél þegar DC-10 þotan var seld og ennþá á félagið tvær B-727-100 vélar en önnur þeirra hefur verið um nokkurt skeið á söluskrá. Þá eiga Flugleiðir nú 5 Fokker Friendship vélar þar af eina F-27-500 og fjórar F-27-200, en þrjár F-27-100 fiugvélar voru seldar á síðasta ári. -lg Útibússtjóri Útvegsbankans í Eyjum: Engar fyrir- skipanir gefið en ég hef bent útgerðarmönnum og skip- stjórum á hvar hæsta verðið fæst og hvaða verksmiðjur gera fyrstar upp Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj- anum i gær, skýrir blaðið „Aust- urland” frá þvi 12.mars sl. að úti bússtjóri Útvegsbankans i Vest- mannaeyjum hefði komið i tal- stöð og sagt ákveðnum bátum úr Vestmannaeyjum að landa á Eskifirði. Útibústjórinn heitir Vilhjálmur Bjarnason ogtókhann við þessari stöðu um sl. áramót. 1 heldur kaldranalegu samtali við Þjóð- viljann I gær sagði hann fyrst að þetta væri mál sem hann vildi ekki ræða og svaraði þvi engu þar um. Þjóðviljanum kæmi málið ekki við og hefði engan rétt á að yfirheyra sig um eitt eða neitt. Eftir aðeins lengra samtai m.a. um mannvonsku Bjarna Þórðar- sonar ritstjóra Austurlands, kom að þvi að útibústjórinn sagðist aldrei hafa talað við skipstjórnar- menn i talstöð og fyrirskipað þeim aö landa á Eskifirði. — Hitt er annað mál að ég hef bent skipstjórnarmönnum óg eig- endum bátanna á hvað verk- smiðjur greiða hæsta verðið fyrir loðnuna og hverjar þeirra eru fyrstar til að gera upp reikninga og tel mig gera þeim greiða með þvi móti sagði Vilhjálmur. Um þau ummæli Lúðviks Jósepssonár formanns bankaráðs Landsbankans i Þjóðviljanum i gær að hann teldi ástæðu til að kanna hvort það væri rétt að úti- bústjórinn væri að skipta sér af hvar skip lönduðu, sagði Vil- hjálmur að þetta væri eins og þegar Rússar og Kinverjar voru að skammast forðum daga og skömmuðu þá Albani. Þarna væri um að ræða rig á milli Neskaup- staðar og Eskifjarðar. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.