Þjóðviljinn - 03.04.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.04.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. aprll, 1981 ÞJóDVILJINN — SIÐA 3 Opln ráð- stefna um skotveiðar Opin ráðstefna um skotveiðar verður haldin í tengslum við aðal- fund Skotveiðifélags islands á Hotel Esju laugardaginn 4. april nk. og er öllum áhugamönnum boðin þátttaka. Aðalfundurinn er fyrir hádegi, en ráöstefnan hefst kl. 13 með framsöguerindum Vilhjálms Lúðvikssonar verkfræðings, sem fjallar um „Siðfræði veiðimanns- ins og Jóns Ármanns Héöinssonar fv. alþm. um „Stöðu umræðu um skotveiðimál”.«Siðan verða kaffi- veitingar og almennar umræður. Verksmiðjusala Opið í dag kl. 9-6 og á morgun kl. 9-4 Buxur á alla fjöl- skylduna á verksmið j uverði Prófessor Lennart Krook segir um áhrif mengunar frá Álverinu í Straumsvík Skipholti 3, 2. hæð Hann telur einnig að þrátt fyrir hreinsitækin verði mengun yfir hættumörkum.” Gera þarf heilsufarskönnun En hvað með áhrif á mannfólkið? „Flúor er frumueitur og hefur einkum áhrif á blóðmyndunar- Stundakennarar á verkfallsvakt Almennt samúðarverkfall stúdenta ? Stundakennarar við Háskólann hafa nú komið á verkfallsvakt og er hún i Félagsheimili stúdenta við Hringbraut. Þátttaka i verk- fallinu er mikil og alger i heim- speki- og félagsfræðideild, og verða stundakennarar varir við mikinn stuðning stúdenta við málstað sinn, sagði Helga Kress i samtali við Þjv. i gær. Verkfallsvaktin er opin kl. 10— 17 og hefur sima 28699. Hún miðl- ar upplýsingum um stöðu verk- fallsins. Vaktmenn hvetja stúd- enta og stundakennara að hafa samband við sig um verkfallsbrot og fleira sem verkfallið varðar. Það er og tekið við framlögum i verkfallssjóð, sem búið er að stofna. Hljótt var á göngum Háskólans i gærmorgun enda þátttaka i verkfallinu mikil. Deildafélög stúdenta hafa verið að funda um málin og verða stundakennarar varir við drjúgan stuðning við málstað sinn, sem fyrr segir. Bú- ist var við þvi að stúdentar efni til allsherjar samúðarverkfalls i skólanum á þriðjudag. —áb Háðstefna læknadeildar Há- skóla tslands um menntun lækna hófst í hátíðarsal lláskólans I gærmorgun. Forseti læknadeild- ar Vikingur Arnórsson setti ráð- stefnuna, en síðan fluttu ávörp Guðmundur Magnússon háskóla- rektor, Ingvar Gislason mennta- málaráðherra og Svavar Gests- son heilbrigðisráðherra. Háskólarektor sagði að þessi ráðstefna væri upphaf hátiðar- halda i tilefni 70 ára afmælis skól- ans og siðbúin minning þess að rúm 100 ár væru liðin frá þvi að skipuleg kennsla hófst i læknis- fræði i Læknaskólanum árið 1876. Þá sagði rektor það dæmigert fyrir þróun læknadeildar að fyrst eftir að H.l. tók til starfa var kennt i alþingishúsinu, siðan i einni kennslustofu i Háskólanum en nú væri svo komið að það yrði að leggja heilt bió undir kennsl- una (Tjarnarbió). Menntamálaráðherra árnaði deildinni heilla og sagði að kennsla i læknisfræði hér á landi nyti alþjóðlegrar viðurkenningar. Hann vék siðan máli sinu að endurreisn Nesstofu og lýsti fylgi sinu við þá hugmynd dr. Jóns Steffensens að koma þar upp minja- og rannsóknarstöð i heil- brigðisfræðum. Svavar Gestsson ræddi einkum um samvinnu heilbrigðisyfir- valda og læknadeildar sem væri ábótavant og sagði að þau viðhorf virtust vera rikjandi að ungir læknar þyrftu ekki að kynna sér neitt um stjórnun og mótun heil- brigðisstefnu i landinu. Engin staða væri i heilbrigðisráðuneyt- inu sem bundin væri kennslu- skyldu, en það hlyti að vera æski- legast að menntun lækna væri samskipa þróun i heilbrigðismál- um. Svavar beindi þeim tilmæl- um til læknadeildar að hugleiða þetta atriði, það hlyti að vera hlutverk deildarinnar að mennta lækna til starfa i islenska heil- brigðiskerfinu, það hlyti að koma i þeirra hlut að hafa forystu um mótun stefnu i heilbrigðismálum Að loknum ávörpum hófst ráð stefnan sjálf með erindi dr. Jóns Steffensen um þróun lækna menntunar hér á landi fram ti: 1970. Jón rakti sögu læknakennsli allt frá þvi að Bjarni Pálssor fyrsti landlæknirinn fékk leyfi tf að mennta „kirurga” og þar tf læknadeildin tók að vaxa hröðum skrefum um 1970. Mörg erindi og almennar umræður voru á dag skrá i gær, en áfram verður hald ið i dag og munu þá m.a. erlendii gestir flytja erindi. Morgunkaffi Rauðsokka:________ Málefni einstæðra foreldra Morgunkaffi Rauðsokka á laugardag verður að þessu sinni helgað málefnum ein- stæðra foreldra. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður kemur og segir frá félaginu, baráttu þess gegnum árin og helstu málum sem nú eru á döfinni. Þess er skemmst að minnast að nefnd um skatta- mál einstæðra foreldra skil- aði nýlega áliti og eins hafa ný barnalög verið samþykkt, sem snerta rétt bæði barna og foreldra. Allir eru vel- komnir i kaffið sem hefst kl. 12 á hádegi og er i Sokkholti, Skólavörðustig 12. — ká Árbæingar funda um nýja borgar- skipulagið Framfarafélag Seláss- og Arbæjarhverfa boðar til fundar meðal ibúa þessara hverfa laugardaginn 4. april n.k. kl. 14.00 i samkomusal Arbæjarskóla. Aðal um- ræðuefni fundarins verður hugmynd Borgarskipulags Reykjavikur um að nýta landræmuna milli Bæjar- hálss og Hraunbæjar að nokkru leiti fyrir atvinnu- húsnæði, eins og fram kemur i tillögu að aðalskipulagi Reykjavikur, sem nú er til umfjöllunar hjá borgar- stjórn. Sjúkar kindur og skemmd tré munum kanna fullyrðingar hans segir Hrafn Friðriksson Upplýsingar Lennarts Krook frá Cornellháskolanum i Banda- rikjunum um flúormengun frá Al- verinu i Straumsvik og kjúklinga- skaða af hennar völdum hafa að vonum vakið mikla athygli. Þjóð- viljinn sneri sér af þessu tilefni til Hrafns Friðrikssonar forstöðu- manns Heilbrigðiseftirlits rikis- ins til að fá álit hans á fullyrðing- um prófessorsins. — „Hann hefur haldið fund með okkur hér og sýndi okkur niður- stöður rannsókna sinna. Hann segir að heildarmengun frá Al- verinu islenska sé tvö og hálft tonn á sólarhring. Ekki fengið við- vörun frá flúornefnd Við höfum ekki aðstöðu til að meta fullyrðingar hans, en flúor- nefndin, sem skipuð er fulltrúum islenskra stjórnvalda og Alvers- ins, og á að fylgjast með flúor- mengun i gróðri og vatni hefur ekki komið á framfæri við okkur neinni viðvörun um hættu. Fram hefur komið hjá þeim að mengun- in sé 12—14 kg. af flúor pr. fram- leitt tonn á ári. Með þeim hreinsi- útbúnaði sem við höfum krafist, og átti að vera kominn upp s.l. haust, en verður vonandi kominn upp fyrir áramót, átti mengun að minnka niður i 1. kg.. Við höfum i þessu efni treyst á útreikninga verkfræðinga. Mengunarhættumörk álvera allt of há Prófessor Krook heldur þvi fram að þau hættumörk sem not- uð séu varðandi flúormengun séu miklu hærri en þau ættu að vera skv. rannsóknum hans. Ef t.d. nautgripir borði meira en 6 mgr. af flúor pr. kiló af grasi skaðist þeir, en viðmiðunartala nú er 40 mgr. pr. kiló. Krook fullyrðir að hafa séð sýktar kindur af völdum flúoreitrunar i grennd Alversins i Straumsvik og einnig skemmd barrtré. frumur og getur þannig leitt til blóðleysis hjá ungbörnum. Einnig hefur það áhrif á beinvöxt að áliti Krook. Það fer nú fram á hans vegum athugun á heilsufari ibúa i grennd við álver i Cornwall Is- land i New York undir stjórn heimsþekkts fræðimanns, Dr. Selicoff. Einnig fer slik rannsókn fram i Kanada. Þessu viljum við fylgjast með og heilbrigðisyfir- völd hér þurfa að láta hugsanleg áhrif flúoreitrunar á fólk til sin taka. Við i heilbrigðiseftirlitinu mun- um reyna að kanna fullyrðingar prófessorsins eins rækilega og okkur er kleift. Hann segir t.d. að mengunarhættumörkin vegna andrúmslofts i vinnusölum álvera séu hærri en leyfilegt ætti að vera og þvi hætta á að starfsmenn biði heilsutjón eftir nokkurra ára samfellt starf.” Þjóðviljinn reyndi að ná i Pétur Sigurjónsson og Pál S. Pálsson dýralækni, sem sæti eiga i flúor- nefndinni, en tókst ekki. Bö Kókasvning i tengslum við ráðstefnu læknadeildar framan við hátíðar- salinn. Bækurnar fást i Bóksölu stúdenta. Ljósm.: gel. Afmælisráðstefna læknadeildar Lækna fyrir íslenska heilbrigðiskeriið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.