Þjóðviljinn - 03.04.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.04.1981, Blaðsíða 7
Stundakennarar: Hverjar eru kröfumar? ..Það er kaldhæðnislegt að standa i verkfalliog sjá svo flagg- að við Háskólann, eins og ekkert hafi i skorist” varð einum stunda- kennara við H.t. að orði i gær- morgun. t hátiðarsalnum hélt læknadeild upp á 70 ára afmæli sitt. en i öðrum deildum skólans héldu stundakennarar áfram að skipuleggja verkfallið. Hverjar eru kröfur stunda- kennara og hvað er i húfi? Stundakennarar eru 52% af kennurum skólans, en kenna mis- munandi mikið. Sumir eru i annarri vinnu, aörir hafa kennsluna sem sitt lifibrauð. Kröfur stundakennaranna eru einkum þær, að samningsréttur Samtaka stundakennara verði viðurkenndur. Að stunda- kennararhafi sömu möguleika og fastráðnir til að hækka i launa- flokkum vegna starfsaldurs. Að Háskólinn leggi stundakennurum til aðstöðu til undirbúnings Stúdentaráð H.í. Lýslr Stúdentaráð H.t. samþýkkti á fundi sinum 30. mars ályktun til stuðnings stundakennurum i skólanum. Alyktunin er svo- hljóðandi: „Verkfall stundakennara við H.t. sem nú vofir yfir er bein af- leiðing af stefnu yfirvalda i mál- efnum H.I. þrátt fyrir fjöigun stúdenta frá 1972—1980 um 40% hefur föstum kennurum fjölgað á sama tíma um aðeins 14%, en stundakennurum hins vegar um 130%. Beiðnum deilda skólans um nýjar fastar stöður hefur að jafnaði verið hafnað, oftsinnis jafnvel af yfirstjórn H.í. Aukinni kennslu- þörf hefur þvi verið mætt með si- aukinni stundakennslu. Hæfni stundakennara til starfsins er ekki tryggð, og þeim er engin að- staða veitt til undirbúnings kennslu eða til rannsókna. SHl skorar á yfirvöld skólans og viðkomandi ráðuneyti að breyta stefnu sinni i fjármálum skólans sérstaklega hvað varðar veitingu nýrra: kennslustaða. Ennfremur skorar SHl á yfir- völd að bæta stórlega aðstæður stundakennara og verða strax við mjög svo hóflegum og sann- gjörnum kröfum þeirra. Verkfall stundakennara á þessum tima árs bitnar mjög á megin þorra stúdenta, þar sem óðum styttist i próf. SHl hvetur þó i ljósi ofan- ritaðs til stuðnings allra stúdenta við aðgerðir stundakennara." Alyktunin var samþykkt sam- hljóða. Stuðningur nemenda í málvísindum Hinn fyrsta aprll héldu nem- endur i almennum málvisindum við Háskóla Islands fjölmennan fund, þar sem samþykkt var að styðja stundakennara i kjarabar- áttu þeirri, sem þeir eiga nú i. Þvi skora nemendur á yfirvöld að ganga að sanngjörnum kröfum þeirra. Verkfallsaðgerðir stunda- kennara eru stúdentum mjög i óhag, þar sem kennsla i greininni er, og hefur verið undanfarin ár, að verulegu leyti i höndum þeirra. Betri kjör stundakennara og aðstaða til rannsókna og undirbúningsvinnu eru þeim, og þar með stúdentum, bráðnauð- synleg eins og málum er háttað nú. Nemendur i almennum málvis- indum samþykktu einnig einróma á fundinum að mæta ekki i kennslustundir hjá föstum kennurum til að itreka þessa áskorun. kennslu og viðtala við nemendur. Að öðrum kosti fái stunda- kennarar greitt fyrir framlag eigin aðstöðu. Að stundakennarar fái greitt fyrir yfirvinnu sem unn- in er að ósk Háskólans og að þeir fái greitt fyrir undirbúning nýrra námskeiða. Þannig hljóma helstu kröfurnar, en þvi má svo bæta við að stundakennarar hafa engin áhrif á stjórn skólans, þeir fá ekkert greitt fyrir rannsóknir, hafa engin laun i jólafrii, páska- frii og sumarfrii, hafa enga að- stöðu til rannsókna, og þaö sem mestu varðar þeir njóta ekki at- vinnuöryggis. Timakaup miðast við laun lektora og er nú kr. 44.53. Þar við bætist álag, eftir þvi hvort um er að ræða rikisstarfsmann eður ei. —ká Og Steinblómið Verkfræði- og raunvísindadeild Kynning á kennslu og rannsóknum Næstkomandi sunnu- dag fer fram kynning á starfsemi Verkfræði- og raunvisindadeildar Há- skólans. Hefst hún kl. 10 árdegis i anddyri Há- skólabiós, með kynningu á kennslu og rannsókn- arstarfsemi. Verður þar veitt yfirlit yfir helstu námsgreinar og ýmis rannsóknaverk- efni, sem kynnt verða á vinnustöðum deildar- innar. Þá verður þar og að fá upplýsingar um helstu störf i ýmsum greinum. Kynningin hefst með kvik- myndasýningu i Verkfræðahúsi, VR-II, stofu 158 kl. 10.30. Er myndin um jarðskjálfta og áhrif þeirra á mannvirki. Kl. 11 verða gjörningar efnafræðings, VR-II, stofa 157 og kl. 11.30 er kvik- myndasýning i Jarðfræðahúsi, mynd frá Kröflueldum o.fl. Kl. 13.00flytur Helgi Björnsson, jöklafræðingur, fyrirlestur i Jarðfræðahúsi um þykktarmæl- ingar á jöklum. Samtimis fer fram i Verkfræðahúsi, VR-II, stofa 158, kvikmyndasýning um straumafræði o.fl. Kl. 13.30 koma aftur gjörningar efnafræðings, VR-II, stofa 157. Kl. 14.00 — 15.45 fer fram i Háskólabiói kynning á nokkrum rannsóknaverkefnum. Hefst hún með ávarpi rekstors, Guðmundar Magnússonar, próf. en siðan flytja stutta fyrirlestra: Ragnar próf. Ingimarsson, deildarforseti, sem kynnir starfsemi Verkfræði- og raunvisindadeildar. Sigurður próf. Þórarinsson ræðir um upp- blástur i ljósi öskulagarann- sókna. Björn Kristinsson, próf. fjallar um innlendan rafiðnað. Dr. Leó Kristjánsson talar um notkun segulmælinga við jarö- fræðikortalagningu á íslandi. Jónas Eliasson, próí., talar um orkubúskap, dr. Þórður Jónsson um skammtasviðsfræði, Unn- steinn Stefánsson, próf., um varmahag og efnabúskap Olafs- fjarðarvatns, Valdimar K. Jóns- son próf. um nýtingu lághitaorku til rafmagnsframleiðslu og Hörður próf. Kristinsson um gróðurá beitarfriðuðum svæðum. Kl. 16.00 verður kvikmynda- sýning i Jarðfræðahúsi og sam- timis gjörningar efnafræðings, VR-II, stofa 157. Kl. 16.30 flytur dr. Reynir Axelsson fyrirlestur um „reglu- lega hluti”, VR-II, stofa 157, og á sama tima talar Gylíi Már Guðbergsson, dósent, um fjar- könnun. Er það i Jarðfræðahúsi. Kl. 17.00 verður svo kvikmynda- sýning i Verkfræðahúsi, VR-II, stofa 158. Verðu þar endurtekiö sumt af þvi, sem áður var sýnt. Fáanleg verða kort af svæðinu og vinnustöðum deildarinnar. Sýnd verður aðstaða til kennslu og verklegrar þjálfunar, gestir fá sjálfir að gera ýmsar tilraunir og kynnast tölvum og öðrum tækjum. Strætisvagnaíerðir verða milli Háskólabiós og Lif- fræðistofnunar við Grensásveg Föstudagur 3. april,.1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Stein blóm sœl- keralínan Ný framleidsla frá Glit h/f Keramikverkstæðið Glit hí'. er nú að hefja framleiðslu á nýjum vörum. Annars vegar er um að ræða veggskildi og ker sem hlotið hafa heitið Steinblóm og hins vegar verða framleidd alls konar ilát undir hitt og þetta, sælkeralinan svokallaða. Steinblómin eru þannig gerð að villt islensk blóm og grös eru tind, þau eru pressúð i steineínagler- unga og oxiðliti. Siðan eru jurt- irnar felldar inn i blautan eða ný- renndan leirinn. Munirnir eru siðan brenndir i steinleirsofni við 1240—1300 gráðu hita. Við brennsluna eyðast jurtirnar og öll venjuleg efni, en glerungarnir grópa út frá sér mynd og linur grasanna. Það eru þau Þór Sveinsson leir- kerasmiður og Eydis Guömunds- dóttir myndlistarkona sem unnið hafa að þessu verkefni sem verið hefur i undirbúningi i nokkur ár. Sælkeralinan er hugsuð bæði til nytja og skrauts, á krukkunum getur að lita alls kyns áletranir allt frá kryddum til Þingeysks lofts og Alla-balla. Krúsir undir hveiti, sykur og aðrar nauð- synjar eru miðaðar við þær pakkningar sem eru á markaði hér. Framleiðsla Glits er i þann mund að komast á markað og nú þegar hefur komið fram áhugi á þessum vörum erlendis frá. —ká 12. Stúdentar selja veitingar á fjórum stöðum: i anddyri Háskólabiós, VR-Il, Jarðlræða- húsi og Liffræðastofnun. Aðgang- ur að kynningunni er ókeypis. Að þvi er íorstöðumenn kynn- ingarinnar tjáðu fréttamönnum er tilgangurinn með henni einkum sá, að gefa almenningi kost á að kynnast þeirri starf- semi, sem deildin hefur með höndum, bæði kennslu og rann- sóknum. Ætti það aö vera öllum gagnlegt, ekki sist þeim, sem nú stunda nám á ÍVamhaldsskóla- stigi og hyggja siðan á háskóla- nám. Mun margur fara fróöari heim af þessari kynningu en hann kom. —mhg VIÐ STÆKKUM MATVÖRU- MARKAÐINN Nýr og stærri Matvörumarkaður á 50% stærri gólffleti en áður. Stóraukið kælirými fyrir ferskar kjötvörur og meira vöruúrvai á flestum sviðum. Tvöfalt fleiri afgreiðsluborð þýðir skjótari og betri afgreiðslu. í tilefni stækkunarinnar bjóðum við sérstakt PÁSKATILBOÐ Páskaegg með 20% afslætli VIÐ BJÓÐUM ALLAR VÖRUR _______A MARKAÐSVERÐI___________ FÖSTUDAGSKYNNING: i dag kl. 2—8 kynnum við hangikjötið góða frá Akureyri og Borgarnesi ásamt íslenskum flatkökum og gæðasmjöri. Opið til kl. 10 i kvöld og til hádegis á morgun. MAT V ORUMARK AÐUR Hringbraut 121 s. 10600/28602

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.