Þjóðviljinn - 03.04.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. aprll, 1981
DJÚBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
(Jtgefandi: Utgáfuíélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: K öur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Auglvsingastjóri: Þorgeir Óiafsson.
Umsjónarmaður sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alíheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
íþróttafréttamaöur: lngoltur Hannesson.
Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon.
(Jtlit og hönnun: Guöjon Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson.
Ljósm.vndir: Kinar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglvsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðar^on.
Afgreiðsla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Fökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
(Jtkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6.
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Maðurinn og morðið
• í fyrrakvöld sýndi fréttastofa íslenska sjónvarpsins
okkur myndir af morðárás á Ronald Reagan, forseta
Bandaríkjanna. Skothríðin dundi og öryggisverðir og að-
stoðarmenn lágu í blóði sínu.
• Fréttastofa íslenska sjónvarpsins taldi ekki nóg að
sýna þennan atburð einu sinni í f réttatímanum, heldur
aftur og aftur og frá ýmsum sjónarhornum, — og loks
var þessi myndasýning kórónuð með því að sýna atburð-
inn einu sinni enn og þá mun hægar en á eðlilegum hraða,
svo að ekkert færi nú milli mála.
• Bandaríkjaforseti slapp að þessu sinni með lífi frá
morðárásinni þótt hann fengi kúlu í brjóstið, en sjálfsagt
hefði ekki þótt minni matur í að sýna myndina aftur á
bak og áf ram og með ýmsum hraðastillingum, ef morð-
árásin hefði heppnast.
• Víst er það mikil frétt fyrir alla heimsbyggðina,
þegar enn einu sinni er gerð morðárás á mann sem
. skipar sæti forseta Bandaríkjanna. En okkur kemur hins
vegar ekki hið minnsta við hvaða svipbrigði forseti
Bandaríkjanna sýnir, þegar hann fær kúlu í brjóstið.
• Tækni kvikmyndanna, f jarskipta og f jölmiðlunar er
mikil og merkileg og hana má nota á margan veg. En
við leyf um okkur að spyrja: Hvaða losti er það sem knýr
fréttastof u íslenska sjónvarpsins til að sýna morðárás á
erlendan þjóðhöfðingja upp aftur og aftur í sama
fréttatíma, og með breytilegum hraða, ýmist hratt eða
hægt?
• Eru takmörkin hvergi í þessum efnum? Eiga þeir
sem halda á kvikmyndavélunum og stýra f jölmiðluninni
allan rétt, en sá sem fær kúluna í brjóstið engan?
• Á maður sem I iggur i blóði sínu eftir morðárás ekki
þann rétt að kvikmyndavélarnar láti hann í f riði? Á ekki
jafnvel forseti Bandaríkjanna þann rétt? — Eiga allar
mannlegar athafnir í lífi og dauða að gerast fyrir
framan alltsjáandi auga kvikmyndavélarinnar, sem
engum svipbrigðum leynir? — Hvernig verður að lifa í
slíkum heimi, þegar alíir geta horft á alla dag og nótt, í
lífi og dauða?
• Nei, hér er ástæða til að staldra við. Við ætlum okkur
ekki að kenna Bandaríkjamönnum hvernig bregðast
skuli við forsetamorði eða öðrum morðum á vettvangi
f jölmiðlunar. Þeir hafa sina hætti og sína reynslu. — En
viðætlumsttil þess að íslenska sjónvarpið láti sér a.m.k.
duga eina hraðastillingu við morðsýningar hvort sem
þjóðhöfðingjar eða múgamenn eiga í hlut. k.
Páfagaukar
• Morgunblaðið birtir í gær ræðu, sem Geir Hallgríms-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins flutti þann 30. mars
s.l.
• I ræðu sinni lætur Geir Hallgrímsson í Ijós miklar
áhyggjur yfir því að svo kunni að fara, að Bandaríkja-
menn fái ekki allar sínar óskir uppfylltar hvað varðar
hernaðarumsvif hér á landi vegna þátttöku Alþýðu-
bandalagsins í ríkisstjórn.
• Það virðist aldrei hvarf la að Geir Hallgrímssyni og
sálufélögum hans að yfirleitt sé hugsanlegt, að Banda-
ríkjamenn gangi lengra en góðu hófi gegnir í óskum og
kröfum um hernaðaraðstöðu hér á landi. Svo einfaldir
eru þeir í sinni þjónustu.
• Meðan Geir Hallgrímsson var hér f.prsætisráðherra
var m.a. samþykkt að byggja á Kefíavíkurflugvelli
nýjar sprengjugeymslur og jarðstöð f yrir gerf ihnefti. Þá
var einnig samþykkt að hér yrðu staðsettar þær flug-
vélar Bandaríkjahers, sem veigamestu hlutverki gegna í
kjarnorkuhernaði. Geir Hallgrímsson taldi ekki einu
sinni ástæðu til að skýra þjóðinni frá þessum ákvörðun-
um. Þarna voru skref stigin að því marki að gera her-
stöðina í Keflavík að einni mikilvægustu stjórnstöð
Bandarríkjahers í kjarnorkustyrjöld. Og nú hefur Geir
mestar áhyggjur af því að Alþýðubandalaginu kunni að
takast að stöðva frekari þróun í þessa átt.
• Hann talar um aðallir„sannir lýðræðissinnar" þurf i
að taka höndum saman um að ef la enn vígbúnað á Mið-
nesheiði.
• Er ekki kominn tími til að menn skoði hug sinn í
þessum efnum, hvar í flokki sem þeir standa og spyrji
einföldustu spurninga, en hætti að selja bandarískum
herforingjum sjálfdæmi? k.
klrippt I
I L
Unun engri lik
Þaö er margt skrýtiö i leiö-
urunum, sagBi kerlingin. I
fyrradag mátti lesa þetta i for-
ystugrein Vísis:
„Bandariskt þjóBfélag er um
margt einstakt. Þar blómstrar
menningar- og listallf, menntun
gerist ekki betri annars staBar
og tæknin er hvergi meiri. Vel-
sæld og auölegB er meiri og al-
mennari en i öörum löndum.
Bandarikjamenn eru frjálsir og
eölilegir og sú athafnaþrá og
kraftur sem svifur þar yfir
vötnunum, er engu likur. Þar
eru lýöræöislegar leikreglur i
hávegum haföar jafnvel svo aö
Evrópumönnum blöskrar.
Frelsi til tjáningar og frum-
kvæöis á sér engin takmörk eins
og best kom fram i Watergate -
málinu”.
Hér er boriö svo grimmilega
lof á bandariskt þjóöfélag aö
mann gæti jafnvel grunaö aö
undir niðri leyndist einhver
andstyggöarpúki sem væri aö
gera tilraunir meö stilbrögö
háösins. Svo er þó ekki: ritstjóri
Vfsis mun heldur aldrei skopast
aö Bandarikjunum; hvar væri
hann þá staddur I heiminum?
Undarlegt
samhengi
Þaö er nefnilega þaö. Þaö sem
undarlegast er viö þessa lof-
gjörö er tilefni hennar. Og þab
er sú fregn, aö forseta Banda-
rikjanna var sýnt banatilræöi.
Þessi undarlegu tengsli milli
fyrirvaralausrar lofgjöröar (vel
á minnst: hvaöa Evrópumönn-
um blöskrar hve mikiölýöræði
er i Bandaríkjunum? Það væri
gaman aö sjá upp i þá
fugla), —já, milli fyrirvara-
lausrar lofgjöröar og atburöar
sem Bandarikjamenn eru
sjálfir manna fyrstir til ab beita
til sjálfsgagnrýni, skýrast
nokkuö slðar i leiðaranurn.
Leiðarahöfundur vikur aö þvi,
að byssueign sé hættulega al-
menn i Bandarikjunum og þar
séu of margir „geöklofar,
glæpamenn og gikkbráöir vesa-
lingar” eins og tilræöismaður-
inn ungi, sem I leiöinni er
sagöur „fórnardýr hins banda-
riska þjóðfélags”. En um leið og
hin skelfilegu og eiginlega hálf-
kommúnisku orð „fórnardýr
bandarisks þjóöfélags” hafa
skroppið úr penna ritstjórans,
áttar hann sig, eins og vera ber,
á þvi að hann er kominn inn á
næsta hættulega braut. Og hann
brýnir fyrir löndum sinum, aö
svona megi þeir eiginlega ekki
hugsa. Hann segir:
„Það er ekki á valdi okkar ís-
lendinga aö dæma Bandarikin
sem gott eöa slæmt þjóðfélag.
LEkkert þjóöskipulag eöa þjóö-
félagskerfi er algott, ekki
heldur þaö islenska. Við skjót-
um ekki á þjóöhöfðingja okkar,
en er ekki óöaveröbólga og lifs-
þægindakapphlaup aö gera alla
menn ruglaöa og ráövillta?”
Borgaraleg
trúarþörf
Tarna var skrýtin þula. Þaö
er áreiöanlega alveg óþarfi hjá
Visisritstjóra að minna íslend-
inga á áviröingar okkar eigin
samfélags. En hvernig i ósköp-
unum hann vill smiöa sér þá
niöurstööu af alþekktum ófull-
komleik mannlegra félaga, aö
enginn geti fellt dóma um
bandariskt þjóöfélag?
Er þetta einhver þungbær
vanmetakennd gagnvart Stóra
bróbur?
EBa birtist i þessari undar-
legu ritsmið, sem tengir saman
grátklökkva, andúö á gagnrýni
á Bandarikin og rómantiska lof-
gjörö um þau einhver merkileg
trúarþörf? Þörf fyrir einhvers-
konar sældarból á jöröu, sem
menn geymi á bak viö vitund
sina öllum stundum og láti
verða sér til huggunar I rugli og
ráövillu daganna? Með öörum
oröum: hin borgaralega trúar-
þörf fyrir Bandarikin, sem
klæöast hvitum kyrtli frelsis i
vondslegum heimi og leiöa þig
um lifsins táradal, þar sem fullt
er af flokksbrotum og kommún-
istum.
Hljóö úr kjallara
Svo merkilega vill til, að
sama dag tók Svarthöföi VIsis
undir sllka skýringu á geðs-
hræringum ritstjóra sins i kjall-
ara sinum. Honum er sýnilega
brugöiö lika, en hann reynir að
harka af sér, hefur enda skráp
þykkan á viö hvern krókódil.
Fyrst reynir hann að hugga sig
stundarkorn viö það, aö utan-
rikisráöherra Reagans hafi lýst
þvi yfir, aö Rússinn sjálfur væri
potturinn og og pannan i aö
þjálfa hryöjuverkamenn.
(Leynfþjónustan CIA hefur
reyndar lýst slikar staöhæf-
ingar mjög hæpnar og yfir-
borðskenndar, en það er önnur
saga). Nema hvaö: þetta verður
Svarthöföa heldur skammgóður
vermir, þvi ekki tekst með
neinu móti aö lita tilræðismann-
inn Hincklay rauðan, ekki einu I
sinni bleikan. Þá verður Svart- *
höfða næstfyrir aö sleppa lausri
smástund gremju sinni I garö
Bandarikjanna fyrir þeirra
byssuæöi og byssusýki sem
hann kallar svo. ABalástæöan er
sú, aö honum finnst Bandarikin
falla i veröi fyrir bragöiö. Þau
• hafa svikið, brugöist trausti
sjálfs Svarthöföa I hans póli-
tiska erfiði. Þvi skal þeim refs-
aö meö nokkrum glannalegum
skeytum um „forsetaskyttiri”
og annaö þessháttar. En undir
lokin kemur svo hin sanna geðs-
hræring fram, og þar sameinast
ritstjórinn og skithæll hans i
ljúfri angurværö: „Engott væri
ef einhvers staöar fyndist þjóö
sem gæti borið hreinan skjöld á
þeirri vargöld sem rikir”.
Æi já, mikil mæða er þetta.
Hvar er I heimi hæli tryggt?
áb
•9 skorrid
erlendar
bækur
The Gnostic Gospels.
Elaine Pagels. Weidenfeld ant
Nicolson 1980.
Gnostisismi hefur veriö mörg-
um forvitnilegur og eftir að Nag
Hammadi textarnir fundust
(kenndir við fundarstaöinn), hafa
sumar kenningar gnostikera
skýrst nokkuð. Af þessum textum
má sjá aökenningarþeirra stinga
mjög i stúf viö kenningar kirkj-
unnar, en þaö var reyndar áöur
vitaö, sbr, deilurit kirkjufeöra.
í þessari bók sinni endursegir
höfundurinn inntak helstu kenn-
inga gnostikera og þá meö hliö-
sjón af Nag Hammadi textunum.
Höfundur telur textana vera frá
svipuöum timum og Nýja Testa-
mentið og i þeim koma við sögu
margir þeirra, sem fjallað er um i
testamentinu og svipuöum at-
buröum lýst. Frumkirkjan var
fjarri þvi aö vera ein heild, eins
og höfundur segir,.en þaö er ekki
nýr fróöleikur. Kenningargnostik-
eranna stönguöust mjög á viö
kenningar þær sem siöar mótuöu
allt kenningakerfi kirkjunnar t.d.
um upprisuna og um tengsl sálar
og lfkama og nærveru Guös viö
viss tækifæri. Afstaöa kristinna
mystikera var allt önnur en sá
flótti til guösins og algjör afneitun
likama og'heims, sem einkenndi
kenningar gnostikera. Kirkjan
varö samfélagsstofnun öörum
þræöi, hún var i heiminum, og
sagan var ákyeöin, heimurinn
skyldi fullkomnast, gnostfker-
arnir héldu fram aöskilnaði lik-
ama og sálar og heimsflóttinn
samkvæmt kenningum þeirra
minnir nokkuö á afstööu vissra
austrænna trúarbragöa.
Þaö var þvi ekki að undra að
kirkjufeðurnir snerust harkalega
gegn þessum kenningum, sem
stönguöust svo mjög viö þeirra
skilning á inntaki kristins dóms.
Harnach lýsir gnostikisma sem
hálfgerðum orðaleik, þar sem
reynt er aö finna auöveldustu
lausnina á þverstæöum og undr-
Framhald á bls. 13