Þjóðviljinn - 03.04.1981, Blaðsíða 15
Hríngið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrífið Þjóðviljanum
frá
lesendum
Athugasemd við ummæli
um leiðtoga Albaníu
Það er ekki oft hægt að lesa á
siðum Þjóðviljans um Albanlu.
En það kemur þó einstöku sinn-
um fyrir og þá yfirleitt í svipuö-
um dúr og i „klippt og skorið”
hjá Arn» Bergmann, þriðjudag-
inn 24. mars siðastliöinn. i stutti
máli, blað, sem kallar sig „Mál-
gagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis” reyn-
ir að hæðast að og gera litið úr
föðurlandi verkalýðsins og ein-
um af leiðtogum þess.
Ég sé mér ekki fært að keppa
við Árna á hans heimavelli,
þ.e.a.s. með „fyndni”, útúr-
snúningum og hálfum sannleik,
og mun ég þvi snúa mér beint að
efninu.
Arni gerir þvi skóna að fræði-
legar deilur séu ævinlega karp
sérvitringa um keisarans
skegg, háð eins og iþrótt i þeim
tilgangi að hreykja sér á kostn-
að andstæðingsins. Raunin er
hins vegar sú, að frá upphafi
sósialiskrar hreyfingar hefur
gengið yfir hana hver holskeflan
á fætur annarri af borgaralegri
hugmyndafræði og hentistefnu,
sem rænir marxismann inntaki
sinu, og ævinlega hafa þeir sem
varið hafa marxismann verið
nefndir sérvitringar, ein-
angrunarsinnar og þar fram
eftir götunum. Arni segir að
Enver Hoxha hafi tiltölulega
einfalda heimsmynd og lætur
fylgja tilvitnun, sem segir i
rauninni ekkert um það, þvi þó
að Enver hafi skrifað eina bók
um Stalin, snúast ekki öll poli-
tisk mál um hann. Þeir sem lesa
rit Envers Hoxha og reyndar
Enver Hoxha, leiðtogi Albaniu
fleiri albanskra leiðtoga geta
hins vegar séð að heimssýn
þeirra er mjög margslungin og
hlutlæg og umfram allt
byltingarsinnuð.
Timinn hefur leitt i ljós að lið-
hlaup Krúsjofs & co var ekki
einvörðungu á fræðilega sviðinu
heldur tortimdu þeir sósial-
ismanum innan frá eins og segir
i tilvitnun Arna Bergmanns, og
Albania stóð eftir sem eina
bakíand sósialismans. Ef við lit-
um til dæmis rétt sem
snöggvast á þróunina i Sovét-
rikjunum, þá ganga þar millj-
ónir manna atvinnulausar. Vald
einstakra fyrirtækja yfir fjár-
magninu og fjárfestingum eykst
stöðugt. Hluti einkarekstrar i
landbúnaði fer vaxandi. Landið
er stórkostlega háð öðrum lönd-
um efnahagslega, og er ekki
einu sinni lengur sjálfu sér nógt
um matvæli. Sovétrikin arð-
ræna aðrar þjóðir og brjðta
jafnvel undir sig með hervaldi.
Þokkalegur sósialismi það. Þaö
ætti þvi að vera ljóst að deilur
albanskra flokksins við endur-
skoðunarsinna voru ekki um
keisarans skegg heldur um inn-
tak sósíalismans.
Hvers vegna skyldi Þjóðvilj-
inn reyna að gera litiö úr Enver
Hoxha þá sjaldan hann minnist
á hann? Er hann kannski
hræddur um að stefna hans sé
hættulegt fordæmi þeim, sem
efast um að Alþýöubandalagið
sé málsvari sósialisma verka-
lýðshreyfingar og þjóðfrelsis?
Ég hef hingað til nær eingöngu
heyrt framsóknarmenn hrósa
sér af „miðjuhnoði”, en það
virðist nú vera eina von Alþýðu-
bandalagsins til að vera ekki
likt við Indriða G. Þorsteinsson
og aöra öfgamenn til hægri. Nú
þegar aðeins eru nokkrir mán-
uðir sfðan Alþýðubandalagið
framkvæmdi enn eitt kauprán
frá verkalýð þessa lands og svik
þess i herstöðvamálinu verða æ
ljósari, óar þvi við aö i hinum
enda Evrópu skuli vera þjóðar-
leiðtogi, sem er sannur fulltrúi
verkalýðsins og sósialismans,
og þjóð sem ver frelsi sitt og
sjálfstæði með oddi og egg og
sýnir fram á aö smáþjóðir geta
varið sig fyrir ásælni stórveld-
anna, þjóð, sem heldur hátt á
lofti þeim fána, sem Alþýðu-
bandalagið hefur fyrir löngu
kastað.
Reykjavik 26/3 1981
Þorvaldur Þorvaldsson
Barnahornid
Herra sterkur
Þið þekkið’ auðvitað öll herramennina góðu, sem
voru í sjónvarpinu. Einn þeirra er herra Sterkur, sem
við sjáum hér á myndinni. Hann er ógurlega sterkur
af því hann er alltaf að æfai lyftingar. Myndina teikn-
aði Hilmar/5 ára.
Gátur
1. Hvaða hestur hefur
aldrei verið folald?
2. I hvaða boga þarf
engar örvar?
3. Af hverju grána höfuð-
hárin á undan skegginu?
4. Hvað er það sem
hefur verið til frá því
heimurinn varð til, en er
þó ekki eldra en 4 vikna?
5. Af hverju fljúga fugl-
arnir til suðrænna landa?
Spaug
— Hvað er það sem er
svart og sendur á einni
löpp úti í eyðimörk?
— ?
— Einfættur svert
ingi! En hvað er svart og
stendur á tveimur fótum
úti f eyðimörk?
— Svertingi.
— Nei, tveir einfættir
svertingjar. En hvað er
svart og stendur á
þremur fótum úti í eyði-
mörk?^
— Þrír einfættir svert-
ingjar!
— Nei, bjáninn
þinn— það er flygill!
Brúðu
vísur
Sofðu litla brúðan mín
sofðu, dillidó.
Égskal sauma þér silkikjól
og silf urbrydda skó.
Blunda þú nú, brúðan mín,
brátt leggst nóttin á,
en í draumalandinu
er ótal margtaðsjá.
Þar dansa lítil brúðubörn
og bregða sér á leik,
og fallegustu leikföngin
þau fara öll á kreik.
Sofðu, litla brúðan mín,
sofðu, korriró.
A morgun færðu fötin ný
og fína silfurskó.
Ma r g r ét
Jónsdóttir.
Föstudagur 3. april, 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Úr föstudagsmyndinni Mánudagur
Mánudagur
Ný frönsk sjónvarpsmynd,
„Mánudagur" (Lundi) kemur
á skjáinn i kvöld. Leikstjóri er
Edmond Sechan og aðalleik-
cndur eru Bernard le Coq,
Francoise Dornet og Pierre
Etaix.
Viðfangsefnið er ekki nýtt af
nálinni, en hefur jafnan þótt
dularfullt og spennandi:
minnisleysi. Maður nokkur
■tf b Sjónvarp
Ty.kl. 22.30
vaknar upp minnislaus á bekk
i Paris einn góðan mánudags-
morgun. Einsog gefur aö
skilja fer hann strax á stúfana
að leita að sinni týndu fortið.
Af gömlum blöðum
Skeggi Asbjarnarson sér um
þáttinn „Ég man það enn” i
morgunútvarpinu i dag, og
liafði þetta um efni hans að
segja:
— Ariö 1905 stofnuðu konur i
S-Þingeyjarsýslu félag sem
siðar hlaut nafnið Kvenfélaga-
samband Suður-Þingeyinga.
Markmið. félagsins var að
vinna að félags- og menn-
ingarmálum, m.a. með þvi að
stofna húsmæðraskóla.
Árið 1975, á 70 ára afmæli
sambandsins, gáfu félags-
konur út afmælisritið „Daga-
mun”. Meginefni þess rits er
tekið úr handskrifuðum blöð-
um sem félagskonur gáfu út i
•Útvarp
kl. 11.00
rúman aldarfjórðung, eða til
1931. Efni þessara blaða er.
mjög fjölbreytt. Þarna eru
bæði ljóð og laust mál og lýsa
ritsmiðarnar miklum áhuga á
menntum og öörum framför-
um. Úr þessum gömlu blöð-
um, sem félagskonur nefndu
„Framtiöina” les nú Iðunn
Steinsdóttir fáeinar greinar.
Þá verða sungin nokkur lög,
og eru það einkum Norðlend-
ingar sem syngja.
Verkfall stunda-
kennara
glæpir í
USA
I ljósi banatilræðisins við
Reagan verður i Fréttaspegli i
kvöld fjallað um glæpi og of-
beldi i Bandarikjunum. Bogi
Agústsson sér um erlenda hlið
spegilsins og sýnir m.a. kvik-
myndir frá Reagan-tilræð-
inu.
Þá sagðist Bogi mundu
fjalla um nýgert samkomulag
milli pólsku stjórnarinnar og
Einingar, sem báðir aðilar eru
óánægðir meö að þvi er virð-
ist, enda uppi klofningur og
deilur bæði i Einingu og pólska
kommúnistaflokknum. Efna-
hagsástandið i Póllandi kemur
einnig við sögu.
Þá verður fjallað um
drykkjuskap i Frakklandi,
sem ku óviða vera meiri.
i-D', Sjónvarp
O kl. 21.20
Af innlendum vettvangi tek-
ur Guðjón Einarsson fyrir
verkfall stundakennara við
Háskólann og fær þar álit
Guömundar Magnússonar
rektors og Stefáns Jóh. Stef-
ánssonar form. Stúdentaráðs,
en ræðir siðan málin i sjón-
varpssal við fulltrúa stunda-
kennara og fjármálaráðu-
neytisins.
Einnig talar hann við Garð-
ar Valdimarsson skattrann-
sóknarstjóra um sötuskatt-
svik.