Þjóðviljinn - 07.04.1981, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. april 1981
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ótgefandi: Utgáfufélat' Þjóðviljans.
Kramkvæmdastjóri: E-öur Bergmann.
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson.
Umsjónarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaðamenn: Alíheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
iþróttafréttamaður: Ingóllur Hannesson.
Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröar^on.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6,
Iteykjavik, sími 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf..
Tölvan og tœknin
1 þágu hverra?
• Ráðstefna Alþýðusambands íslands um tölvumál
sem haldin var nú um helgina var hin merkasta. Það er
fátt mikilvægara fyrir verkalýðshreyfinguna en að búa
sig sem best í stakk til að mæta þeim gífurlegu breyt-
ingum sem verða í atvinnulíf inu á næstu árum af völdum
tölvuvæðingar, nýrrartækni og sjálfvirkni.
• Tilkoma örtölvunnar hefur þegar leitt til atvinnu-
byltingar í iðnvæddum ríkjum. Störfin hafa tekið
stakkaskiptum og þeim fylgir oft mikið andlegt álag um
leið og fólk einangrast á vinnustaðnum. Jaf nf ramt hef-
ur atvinnuleysi aukist. Flest iðnfyrirtæki geta stóraukið
framleiðslu sína þótt starfsliði fækki. Jafnvel heilar
starfsstéttir verða óþarfar vegna nýrrar tækni. Það er
Ijóst að þessi þróun mun halda áfram með vaxandi
hraða.
• Þess vegna er eðlilega spurt: Leiðir þessi nýja bylt-
ing í atvinnulífinu til þess að mikill fjöldi vinnufærra
manna verði atvinnulaus, en aðeins nokkrir útvaldir fái
vinnu — eða geta verkalýðssamtökin haft áhrif á og
stjórnað þróuninni þannig að tæknibyltingin leiði til
styttri vinnutíma, jafnrar skiptingar vinnunnar og um
leið aukinna tekna. Um þetta verða hörð pólitfsk átök.
Krafa verkafólks hlýtur að vera sú að afrakstur nýrrar
tækni komi öllum til góða. Aukin framleiðni skili sér til
allra jafntog leiði til aukins frítíma. Að mannleg niður-
læging atvinnuleysisog ótta um f ramtíðina verði af máð.
9 Tölvuvæðing og sjálfvirkni hefur þegar haldið inn-
reið sina í íslenskt atvinnulíf. Reynslan hef ur því miður
sýnt að verkafólk hér á landi hefur í fæstum tilfellum
verið með í ráðum og áhrifa þess lítið gætt við skipulags-
breytingar í fyrirtækjunum. Það er alltof algengt að
tölvur séu fyrst og fremst notaðar í þeim tilgangi að
fylgjast náið með afköstum hvers verkamanns eða
vinnuhóps.
• Hér verður að innleiða nýjar starfsvenjur. Það dett-
ur víst fáum í hug að standa gegn því að taka upp tækni-
nýjungar í atvinnurekstri. En þaðer lágmarksskilyrði að
verkafólk sé með í ráðum og ný tækni og framleiðni-
aukning verði i þágu f jöldans.
• Á ráðstefnu Alþýðusambandsins sagði Asmundur
Stefánsson, forseti ASI, í ræðusinni:
• ,,Tölvutæknin getur orðið til f arsældar ef verkalýðs-
samtökin beita sér á réttan hátt og ná að beina þróuninni
i réttan farveg. Við verðum að tryggja samtökunum og
starfsfólki fyrirtækjanna íhlutunarrétt og undirbúa okk-
jr öll undir að nota okkur aðstöðuna og hagnýta tölvu-
/æðinguna í okkar þágu, þannig að yfirsýn og áhrif á
vinnustaðnum aukist, vinnuaðstaðan batni, heiIsuspiII-
andi og þrúgandi störfum fækki og mannlífið
blómstri."
• Hér er hægt að taka undir hvert orð. Og það ber sér-
staklega að þakka það f rumkvæði sem Alþýðusamband-
iðhef ur tekið með þessari ráðstefnu um tölvumálin. Þar
kom ma. fram að á Norðurlöndunum er þegar í gildi lög-
gjöf og samningar sem tryggja verkafólki verulegan
rétt viðhvers kyns breytingar á vinnustaðnum og skipu-
lagningu vinnunnar. í rammasamningi norska alþýðu-
sambandsins og vinnuveitendasambandsins um tölvu-
kerfi frá árinu 1978 er td. sérstaklega kveðið á um að
tölvukerfi séu ekki aðeins metin út frá tæknilegum og
fjárhagslegum viðhorfum, heldur einnig félagslegum
viðmiðunum.
• Félagsmálaráðherra sagði í ræðu á ráðstefnunni að
án tafar bæri að taka upp viðræður milli verkalýðshreyf-
ingar, atvinnurekenda og stjórnvalda um tölvumálin í
þeim tilgangi að gera samning um tölvunotkun og skipu-
lagsbreytingar í atvinnulíf inu. Það má ekki dragast að
ganga í það verkef ni og setja um leið löggjöf sem tryggi
áhrif verkafólksá stjórnun fyrirtækjanna og rétt til end-
urmenntunar, vegna breytinga á eðli starfa, án tekju-
skerðingar.
• Við verðum hér á landi að koma í veg fyrir þau slys
sem orðið hafa af völdum örtölvubyltingarinnar í öðrum
löndurrven stjórna f yrirtækjunum þess í stað með hags-
muni f jöldans að leiðarljósi. Við verðum að hafa vilja og
getu til að nýta hugvit og vélbúnað í þágu hinna vinnandi
manna. f þessu efni verða verkalýðssamtökin að hafa
frumkvæði og forystu. Ráðstefna ASf um tölvumálin er
því sérstaktfagnaðarefni. —Bó.
klippt.
a
Skoðanakúgun
frá vinstri?
Eins og menn vita er ekkert
algengara en ab nafnkenndir
dálkasmiöir eða huldumenn séu
aö kvarta yfir þvi i hægriblöð-
um, aö vinstrivillur hafi breiðst
úr háskólanum út um allan fjöl-
miðlaheiminn og haldi þaðan
uppi einskonar skoðanakúgun,
sem bitni á ærlegri ihaldssemi
hins þögla meirihluta. Þær
áhyggjur af málfrelsi sem þess-
ir aðilar þykjast hafa eru einatt
næsta undarlegar: i raun fela
þær oftast I sér kröfu um rit-
skoöun.
Þessi skrif eru algeng jafnt
hér á landi sem i grannlöndum.
Morgunblaöiö var ekki alls fyr-
ir löngu aö bera af sér óánægju
sem ritstjórar höfðu bersýni-
lega fengiö að kenna á, og sýnist
hafa stafað af þvi einkum, að
blaðiö heföi ekki nóga ritskoðun
á ýmislegt efni sem lýtur að
sundrungunni i Sjálfstæöis-
flokknum. En oftar er, sem fyrr
segir, talið, aö vinstrivillur geri
sig mjög dirgar og beðið um
kylfur til aö berja þær niður.
Um þá hluti fjallar Olof Lager-
crantz, sem lengi var ritstjóri
sænska stórblaðsins Dagens
Nyheter og haföi mikil áhrif á
ritstjórnarstefnu sænskra
blaða. Tilefniö var grein sem
birtist i hægriblaðinu Svenska
Dagbladet, þar sem Lager-
crantz var sakaður um að hafa á
sinni tiö kerfisbundið hafnað
greinum sem honum voru ekki
að skapi, til þess aö láta allskon-
ar heilaspuna ( og vinstrivill-
ur), sem hann sjálfur aöhylltist
hafa forgang á þvi borgaralega
en frjálslynda blaði, Dagens
Nyheter, sem hann stjórnaöi.
orkusprengjur, hann trúði heitt
á kosti markaðslögmála, á það
að Bandarikin væru sverð og
skjöldur lýðræðis, hann var
heitur fjandmaöur sósialisma
og grimmur andkommúnisti —
þá skilja menn lika á hvaða
sviðum það var sem umræðan i
Dagens Nyheter var mjög ein-
hliöa. Og þegar viö (nýju rit-
stjórarnir) reyndum að stækka
umræöurammann, þá varð þaö
svo I reynd, að fyrst og fremst
var „opnaö til vinstri”.
ösköp skeö: stórblað er þung
skúta sem snarast ekki af leið
sinni. : „Við sem stýrðum blaö-
inu reyndum að átta okkur sem
bestvið máttum iheimi sem var
i örri breytingu, en það var ekki
um neina stefnubreytingu að
ræða. Það nærtækasta var að
koma sér undan einföldunum,
dómhörku, grunnmúraðri sjálf-
umgleði og skorti á umburðar-
lyndi”. Samt sem áður var i
blööum sem voru lengra til
hægri og viðar haldiö uppi mikl-
Svint juvar, doktriner,
tidninffspolitik s,=í&is
M. i metod tiil trots.
Nár jag 1960 tillsammans med Sven-Erik Larsson blev DN:s
cheíredaktör var min första átgárd att láta de principer för
debalten som jag hávdat under Tingsten gálla.”
Olof Lagercrantz, i dag 70 ár, bemöter hár den kritik som
framfördes nyligen mot honom i Svenska Dagbladet, dár det
bl a pástods att Lagercrantz syn pá yttranderátten gav upphov
till taiesátt som ”bara en ásikt i taget fár plats i ett litet land”
eller "Lagercrantzdoktrinen”.
Herbert Tinqstcn. onskaile debamnlágp ffír tidningens egen hnje (Hagar Olsson. r
sknrn mot utombomben.)
Iaits FnrseiL en nnnn ■• •< > </< •>/ xnm hjalpte uss sc tad som skedde i Vietnam. Pe
imprenhsnsk i Victniim;":' nk s,un lethi ■ tillen aktion worn DX-bolc; rs sture's
des .... . .........
Harður
| hægrikarl
• Þegar Olof Lagercrantz gerð-
Iist menningarritstjóri Dagens
Nyheter áriö 1950 var Herbert
Tingsten aðalritstjóri. Þeim
Ienti oft saman, vegna hinnar
hörðu hægristefnu sem Herbert
Tingsten fylgdi eftir I sinum rit-
stjórastóli. Tingsten vildi yfir-
leitt alls ekki taka við greinum
sem væri andsnúnar nokkrum
grundvallarsjónarmiöum hans
(eða blaðsins eins og hann hafði
mótað það), og ef slikt væri
gert, þá ætti að mæta slikum
greinum með hörku af hálfu rit-
stjórnarinnar sama dag eða
þann næsta.
Að opna
umræðuna
Lagercrantz haföi hinsvegar
I það sjónarmiö, aö Dagens Ny-
I heter hefði, vegna mikillar út-
■. breiðslu og vegna þess að ýmis
I smærri blöö voru þá að leggja
I upp laupana vegna fátæktar,
I ýmsum skyldum að gegna
• gagnvart „öörum” sjónarmiö-
I um. Það ætti ekki að reka svo
I takmarkaða umræðu i blaðinu,
I og ekki reyna að rota þá fáu sem
* inni fengu meö önnur sjónarmið
I meö heiftarlegum gagnárásum
j — þeir fastráðnu ábyrgðarmenn
I blaösins hefðu meira en nóg
1 vald fyrir.
I Siöan tók Lagercrantz ásamt
I Sven-Erik Larsson við Dagens
I Nyheter árið 1960, og breytti þá
I’ um ritstjórnaraðferðir. En eins
og hann segir: „Ef menn minn-
ast þess hver var stefna Ting-
• stens: að Sviþjóð ætti aö ganga i
I Nató, verða sér úti um kjarn-
Sárt vein
Og hvaö gerðist þá? Olof
Lagercrantz rifjar það upp I
stuttu máli hverskonar greinar
það voru, sem nú gátu — við hlið
annarra — komist inn í Dagens
Nyheter: þar var efast um að
markaösöflin gætu leyst hung-
urvandann i heiminum, sett i
fyrsta sinn spurningarmerki við
stefnu israelskra stjórnvalda i
Palestinumálum, dregiö i efa að
þaö væri alltaf hægt að treysta
Bandarikjunum i mannrétt-
indamálum, endurskoðaðar
fastar staðhæfingar um einhliða
árásarhyggju fyrst Sovétmanna
og svo Kinverja. Og svo komu
skýrslur fréttaritara blaðsins
frá Vietnam, sem opnuöu augu
manna fyrir nýjum sannindum.
Voru borgaralegir vinir frelsis-
ins fegnir þessu aukna mál-,
frelsi? ó ekkí. Olof Lagercrantz 1
segir:
„Nú var rekið upp sárt vein
um aö Dagens Nyheter hefði
tekið upp skoöanaeinokun og að
vinir lýðræðisins væru þar for-
smáðir. Menn voru svo vanir
þvi að ráða öllu, að minnsta tist
sem var þeim andsnúið virkaði
sem sá lúðrablástur sem steypti
múrum Jerikóborgar”.
Reynt að reka
ritstjórana
Semsagt: þeir eru rnargir
Svarthausarnir. Olof Lager-
crantz leggur einmitt áherslu á
að það höföu svo sem engin
I
um kveinstöfum um vinstrifor- I
skrúfun Dagens Nyheter. Ekki I
nóg með það. Það vantaði held- 1
ur ekki áhrifamenn I stjórn
blaðsins sem vildu snúa aftur til
hinnar einstrengingslegu stefnu
Tingstens. Til dæmis var gerð
alvarlega tilraun til að steypa
þeim Lagercrantz og Larsson úr
ritstjórastólum eftir að þeir 1
birtu greinaflokk I blaðinu um I
Vietnamstriöið eftir hinn I
heimskunna þýsk-sænska rit- I
höfund Peter Weiss. >
Burt !
með asnana!
Lagercrantz telur sig geta •
horft um öxl meö góðri sam- I
visku og hafi svo farið i reynd, I
að sænsk stórblöð hafi siðan |
orðiö opnari en áður og um *
margt tekiö upp hans afstöðu til I
aðsends efnis. En hann er, nota I
bene, ekki á þvi að ritstjórar |
eigi að birta hvaö sem er. Um •
þá hluti segir hann i lok greinar I
sinnar:
„Stjórn blaðs veröur aö sjálf- |
sögðu stöðugt aö hafna greinum •
sem henni finnast rökleysur eða I
byggöar á grófri einföldun. Slik I
hegðun kemur ekki umburöar- |
lyndi eða skorti á því við, heldur ■
fellur hún undir heilsugæslu. Ef I
að ég hefi á ævinni aöhyllst I
nokkra kenningu, þá ér best að |
kenna hana við ódauðlega ■
frænku Davids Copperfields. |
Betsy Trotwood-kenningin er I
þá I þvi fólgin, að það á alltaf aö |
reka burt asnana!”. ■
_»9 slcorið