Þjóðviljinn - 07.04.1981, Side 5
Þriðjudagur 7. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Fréttaskýring
Forseta-
kosningar
í Frakklandi:
Kommúnistar gegn
sósíalistum
svarar þá með því, að sá
þrautsegi fallkandidat
Mitterand komist fyrr
eða síðar ekki hjá þvi að
gera bandalag við
kommúnista.
Og Marchais, formaður
kommiinista, tekur reyndar i
sama streng þegar hann er að
gera Mitterand erfitt fyrir: þú
verður að stjörna með okkur
eða ekki. Og þar er komið að
þeirri afstöðu franska kommún-
istaflokksins, að hann
kýs heldur að hægriöflin sigri i
forsetakosningunum en að
sósialistinn Mitterand fari með
sigur — m.a. vegna þess að þá
yrðu kommúnistar kannski
neyddir til einhverskonar
stjórnardbyrgðar — um leið og
vegur sósialista á vinstri armi
franskra stjórnmála hefði auk-
ist verulega.
Vinstriraunir
Kommúnistaflokkurinn
franski hefur lengst af verið all-
einangraður — og ekki aðeins
vegna þess, að kalt strið og
aðrar skyldar aðstæður fældu
frá honum bandamenn, heldur
og vegna þess, að hann hefur
viljað leggja mikla rækt við þá
sjálfsmynd sina, aðhann sé eina
pólitiska aflið sem skipti
franskan verkalýð verulegu
máli. Timabil vinstrabanda-
lagsins við sósialista og róttæka
á árunum 1972—78 var fráhvarf
frá fyrri stefnu. En þegar
kommúnistar hófu á ný harðar
árásir á sósialista rétt fyrir sið-
ustu forsetakosningar og gáfu
þeim að sök að þeir hefðu svikið
vinstrasamstarfið, þá var allt
komið á sinn stað aftur. Og að
undanförnu hafa þeir lagt á það
áherslu, að það breytiengu fyrir
franska verkamann hvort for-
setinn heiti Giscard eða
Mitterand — en slik afstaða er i
raun jafngild þvi að Giscard sé
óskað sigurs. Þvi Mitterand
mun aldrei fá sigrað i seinni
umferð kosninganna, þegar
kosið er um þá tvo frambjóð-
endur, sem mestu fylgi hafa
safnað i hinni fyrri, nema að at-
kvæði kommúnista skili sér þá
með honum.
Stefna kommúnista
Formaður flokksins Mar-
chais, sem er um leið forseta-
frambjóðandi hans, hefur i ný-
legu sjónvarpsviðtali dregið upp
stefnu flokksins með svofelldum
hætti:
1) Það er aðeins sterkur
kommúnistaflokkur sem getur
hindrað Mitterand i þvi að
reyna að stjórna með borgara-
flokkunum.
(Með öðrum orðum : það er sá
stuðningur sem Marchais fær i
fyrri umferð sem sker út um
það hvort flokkur hans er
„sterkur” — og þau úrslit skera
úr um það, hvaðflokkurinn ráð-
leggur stuðningsmönnum sinum
að gera i seinni umferð.)
2) Ef Mitterand sigrar munu
kommúnistar aðeins styðja
stjörn sem þeir sjálfir eiga sæti
i.
3) Ef að Mitterand sigrar mun
á eftir fara verkfallaalda til að
fylgja fram réttmætum kröfum
verkamanna.
Þessi málflutningur gerir
Mitterand mjög erfitt fyrir.
Samkvæmt nýlegum skoðana-
könnunum hefur Giscard
nokkra forystu i fylgi fram yfir
sósialistaforingjann, en ekki
meiri en svo, að hún bendir til
þess að Giscard fengi 51% at-
kvæða i seinni umferð en
Mitterand 49%. 1 slagnum um
þessi 2—3% miðjuatkvæða
kemur krafan um kommúnista-
ráðherra og boðun verkfalla sér
afar illa fyrir Mitterand, eins og
augljóst má vera.
Fylgistap?
Enað því ér varðar styrkleika
kommúnistaflokksins þá hefur
Jean Ellenstein: óánægja
verkamanna á sér rödd i flokkn-
um.
hann komið sér i kreppu sem
meðal annars kemur fram i þvi,
að skoðanakannanir gefa Mar-
chais ekki nema 15—17% at-
kvæða i fyrri umferð kosning-
anna, enda þótt flokkur hans
hafi lengi getað gengið að um
það bil 20% atkvæða visum.
Kreppan kemur fram i þvi, að
allmargir hafa sagt sig úr
flokknum, bæði vegna þess að
þeir eru óánægðir með hinn ein-
dregna fjandskap forystunnar i
garö sósialista (en árum saman
rak flokkurinn þann áróður, að
aðeins sameinaðir gætu
franskir vinstrimenn náð ár-
angri) — og svo hefur það vakið
ugg ' margra að Marchais og
hans menn hafa tekið með sin-
um hætti undir ýmsa fordóma i
garð erlendra farandverka-
manna á atkvæðaveiðum sinum
nú. Forysta kommúnista hafði
fyrir nokkrum árum heitið þvi,
að hún mundi að sinu leyti ekki
gripa til brottrekstra gegn and-
ófsmönnum i flokknum, en við
þau fyrirheit hefur heldur ekki
verið staðið.
Tryggð verkamanna
Einn þeirra manna sem rek-
inn hefur verið úr kommúnista-
flokknum er Jean Ellenstein,
sérfræðingur i sögu Sovétrikj-
anna og áður varaformaður
Rannsóknastofnunar i marx-
isma. Ellenstein telur að
flokkurinn, sem nú hefur gert
hann brottrækan, vilji ekki
komast til valda, vegna þess að
hann hafi komið sér tiltölulega
þægilega fyrir i andstöðuhlut-
verki og getiekki gert á sjálfum
sér þær breytingar sem duga til
að fara með nýtt hlutverk. 1 ný-
legri bók sem Ellenstein hefur
gefið út og heitir „Ils vous trom-
pent, Camarades”(Þeir blekkja
ykkur, félagar) reynir hann svo
meðal annars að svara þeirri
spurningu, hvernig á þvi standi
að verkamenn haldi áfram að
kjósa flokk, sem býr um margt
við litt hæfa forystu og þröngar
kreddur. Ellenstein segir:
„Þrátt fyrir alla galla heldur
Kommúnistaflokkurinn áfram
að vera málpipa verkamanna,
básúna þeirra óánægðu. Verka-
mennirnir kjósa ekki til að
flokkurinn stjórni landinu
heldur til að leggja áherslu á
kröfur um betri lifskjör. Þeir
eru hvorki marxistar né
kommúnistar, en þeir kjósa ■
þann flokk sem mun verja hags- I
muni þeirra. Hér er ekki spurt
"um að fara með vald heldur að
láta i ljós ákveðið hugar-
ástand...”
Sósialistaflokkurinn franski
er nokkuð öðruvisi samsettur en
kommúnistaflokkuri nn-, þar
kennir fleiri grasa; það sem
sameinar menn um hann er ekki
eins ljóst. En ef hann i fyrri um-
ferð forsetakosninga nú reynist
hafa aukið á það forskot fram
yfir kommúnistaflokkinn, sem
hann fékk i siðustu kosningum,
þá gætiþaðm.a. þýtt, að verka-
menn sem i raun gera það sjald-
an upp við sig, hvort þeir heldur
eru kommúnistar eða t.a.m.
sósialistar, en leita fyrst og
siðast að öflugum verkalýð-
Hokki sér til trausts og
halds — að þeir hafi I allveru-
legum mæli skipt um flokk.
áb.
Það er kosningaslagur í
Frakklandi. Andstæð-
ingar Giscards forseta
velta honum óspart upp
úr demöntum sem Bo-
kassa Miðaf ríkukeisari
gaf honum. Mitterand,
frambjóðandi sósialista,
hnykkir á með því að
saka Giscard um vald-
hroka og svo það, að hann
hafi verið i vafasömu
snatti fyrir Brésjnéf
Sovétforseta í fyrra
skömmu eftir innrásina í
Afganistan. Giscard
Mitterand og Marchais á dögum vinstrabandalags: þá dugði ekkert til hagsbóta annað en sameining
vinstri manna — nú er Giscard í raun tekinn fram yfir sósfalistann.
Áttræður í dag
Ingvar
verkamaður
Attræður er I dag Ingvar
Brynjólfsson verkamaður, til
heimilis að Lönguhlið 19 hér i
borg.
Ingvar er borgfirskrar ættar,
Brynjólfsson
en hefur búið i Reykjavik hálfa
ævina. Ingvar á að baki mikinn
starfsferil og langan; hann vann
mikið viö smiðar og svo viö höfn-
ina. Nú eru þau Auður Amfinns-
dóttir, sem verið hefur honum
ágætur förunautur, tvö ein eftir I
heimili. En Ingvar hefur komið
sér upp stofu til smiða heim^ þvi
ekki vill hann verk fella, þótt
hann sé hættur að vinna úti.
Ingvar prýða margir þeir
mannkostir sem eru aðalsmerki
mætra manna, ,hvar i stétt sem
þeir standa; drengur góöur, sem
aldrei skuldar neinum neitt.
Við árnum Ingvari allra heilla.
V.
Olíuvinnsla
Norðmanna
minnkar
Norðmenn hafa óvænt orðiö
fyrir miklum samdærtti I oliu-
vinnslu á Ekofisksvæðinu i
Norðursjó. 1 fyrra fengu þeir af
svæðinu að meðaltali 400 þúsund
tunnur af oliu á dag, en i ár er
ekki gcrt ráð fyrir þvi að þeir fái
meira en 320 þúsund tunnur.
Þetta þýðir tekjutap sem nemur
sex miljörðum norskra króna i ár.
Gert er ráð fyrir að I ár náist 16
miljónir smálesta af oliu, en það
er um 20% minna en i fyrra.
Ekofisksvæðið hefur verið taliö
illútreiknanlegt og áttu menn þvi
á ýmsu von. Nú er undirbúningur
hafinn að þvi að dæla vatni niður i
oliulögin undir hafsbotni til að
þrýsta oliunni upp og ætti þetta að
geta bætt nýtingu þeirra um 50%.
(Norinform).
Erindi
um
plöntuvef
og plöntu-
frumur
I kvöld, þriöjudaginn 7. aprfl
heldur Sigurgeir Ólafsson erindi á
vegum Liffræðifél ags lslands,
sem hann nefnir „Ræktun á
plöntufrumum og plöntuvef”.
Erindið sem er öllum opið verður
haldið i stofu 158 I húsi verkfræöi-
og raunvisindadeildar, Hjaröar-
haga 2—4, og hefst kl. 20.30.
Ræktun á einstökum plöntu-
hlutum, vefjum og frumum hefur
hagnýtt gildi á ýmsum sviöum og
má þar nefna lífefnafræði, erfða-
fræði, plöntukynbætur og plöntu-
heilbrigði. Slikræktun hefur m.a.
verið notuö við lyfjaframleiðslu
og framleiðslu á ýmsum öðrum
efnasamböndum úr plöntum, við
að flýta fjölgun á kynbættum
plöntueinstaklingum og við aö
losa plöntur við sjúkdóma, sem
ekki var áður gerlegt. Hjá
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins hefur þessari tækni verið
beitt i fyrsta sinn hér á landi við
að fá fram 100% heilbrigöar og
smitfriar kartöfluplöntur og er
það liður i að bæta heilbrigði i
ræktun á islensku kartöfluútsæði.
1 erindinu verður einkum fjall-
að um þýðingu ræktunar
einstakra plöntuhluta fyrir
rannsóknir á plöntusjúkdómum
og aðgerðir til að auka plöntu-
heilbrigði.
Sagnfræði-
nemar styðja
kennara
Félagsfundur sagnfræöinema
sem haldinn var i Arnagarði 3.
aprii lýsti eindregnum stuðningi
við hverjar þær aðgerðir stunda-
kennara við Ht sem miða að þvi
að bæt'a aðstöðu þeirra til rann-
sókna og kennslu og auka áhrif
þeirra á stjórnsýslu skólans.
1 ályktun fundarins segir að
réttindabarátta stundakennara
sé sanngjörn og sjálfsögð og
stúdentar standi einhuga að baki
þeirra. Þá er bent á að þar sem
kennsla í mörgum greinum heim-
spekideildar sé að mestu leyti i
höndum stundakennara sé það
alvarlegt ef vinnustöðvun dregst
á langinn.
Krafðist fundurinn þess að full-
trúar ri dsvaldsins gangi þegar til
samninga og til ítrekunar þeirri
samþykkt að stúdentar i sagn-
fræði sæki ekki tima hjá föstum
kennurum þar til deilan hefur
verið leyst. Meginorsök þess
ófremdarástands sem nú rikir
telur fundurinn vera tregðu
stjórnvalda undanfarin ár til að
fjölga föstum stöðum kennara við
Hl.