Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 4
. 4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. apríl 1981 DJÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ótgefandi: Utgáfulélag Þjóöviljans. Frainkvæmdastjóri: E'öur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraidsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. Iþróttafréttamaöur: lngollur Hannesson. Þingfréttaritari: Uorsteinn Magnússon. Utlit og hönnun: Guðjon Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. l.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröar^on. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, simi 8 18 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Fyrsta, annaö og þriöja fall • I þriðja sinn féll flugstöðvarhöllin við atkvæða- greiðslu í neðri deild Alþingis í gær og var það fall mest. • Við skulum vona að öll sú háværa umræða sem f ram hef ur farið undanfarna daga um höllina, sem rísa átti á Kef lavíkurflugvelll verði m.a. til þess að minna menn rækilega á það hversu hörmulega f lugvellir okkar úti um allt land eru búnir, og hvað mikið þar skortir á um öryggisbúnað. • Það er grátbroslegt til þess að vita að nær helmingur alþingismanna skuli ólmir vilja byggja nú þegar á Keflavíkurflugvelli höll, sem gert er ráð fyrir að kosti um þrettán sinnum hærri upphæð en nemur öllu því fé sem varið er í ár til uppbyggingar allra annarra flug- valla f landinu.— Væri ekki nær lagi að byrja á uppbygg- ingu f lugvallanna vítt um landið til að tryggja viðunandi innanlandssamgöngur og byggja þá svolitla höll á Kef la- víkurflugvelli í síðari lotu? • Annars hefðu menn getað sparað sér öll þessi sprett- hlaupog langhlaup um sali Alþingis vegna flugstöðvar- draumsins. I stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um það að „áætlanir um flugstöð á Kef lavíkurf lugvelli verði endurskoðaðar og ekki ráðist í framkvæmdir við hana nema með samkomulagi allrar ríkisst jórnarinnar." • Þettagetur ekki Ijósara verið, enda hefur Ólafur Jó- hannesson, utanríkisráðherra margofttekið það fram á opinberum vettvangi að þetta samkomulag verði að sjálfsöðu virt. • Það er því sýnd veiði en ekki gef in f yrir stjórnarand- stæðinga, þóttólafur Jóhannesson æsi upp í þeim sultinn meðþvf aðgreiða atkvæði með heimildartillögu sem fyr- irfram var vitað að ekki næði fram að ganga. Ólafur hef ur sjálfsagt gaman af að sýna að hann sé maður til að standa einn, — líka innan Framsóknarflokksins. • Haf i einhverjir hins vegar talið að þetta f lugstöðvar- þvarg væri einhvers konar prófraun fyrir ríkisstjórnina, þá stóðst hún þá raun með mikilli prýði, þrátt fyrir ein- leik Ólafs Jóhannessonar. — Vopnin snerust í höndum foringja stjórnarandstöðunnar og upphlaup þeirra varð til þess eins að varpa skýrara Ijósi en áður á samheldni stuðningsmanna stjórnarinnar. Að vísu greiddi Eggert Haukdal atkvæði með stjórnarandstæðingum við báðar atkvæðagreiðslurnar í neðri deild um f lugstöðvarmálið og Albert Guðmundsson við aðra atkvæðagreiðsluna, en þeir hafa nú aldrei skuldbundið sig til að styðja ríkis- stjórnina í hverju máll, þótt þeir hafi talað um að verja hana vantrausti, ef á þarf að halda. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina hafa því ekkert breyst og reyndar hefur Albert Guðmundsson margítrekað það síðustu daga að hann muni verja ríkisstjórnina falli, nema hann sjái aðra betri á næsta leyti!! — Og þar stendur hnífurinn í kúnni. k. Greiðslubyröi • I kringum alþingiskosningarnar í desember 1979 var mikið um það rætt að ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar, sem þá hafði nýlega yfirgefið stjórnarráðið, hafi veriðað sökkva landinuá bólakaf íerlendar skuldir. • Nú liggur hins vegar fyrir, að greiðslubyrði af er- lendum lánum reyndist lægri á árinu 1979 heidur en um mörg ár þar á undan, eða 12,8% af útflutningstekjum. Við vekjum athygli á að nú er því spáð af Seðlabankan- um, að greiðslubyrðin af erlendum skuldum haf i á árinu 1980 hækkað nokkuð og numið 14,2% af útf lutningstekj- um það ár. En hér er einnig á það að líta að um þetta leyti í fyrra þá spáði Seðlabankinn að greiðslubyrðin 1979 hefði líka verið 14,2% af útflutningstekjum, en við nán- ari skoðun lækkaði bara sú tala niður í 12,8%, eins og áð- ur sagði! • Skyldi fara svo einnig nú? I þessum ef num er reyndar einnig á það að líta, að á árinu 1980 jókst f jármunamyndun hér á landi um f ull 8% að raungildi, m.a. vegna 40% magnaukningar við raf- orkuframkvæmdir, og getur sú eignamyndun að sjálf- sögðu réttlætt nokkra skuldasöfnun á móti, — a.m.k. frekar en erlend lántaka til hallarbyggingar á Kefla- víkurf lugvel li. k. k|jppi> þegar slíkir möguleikar eru á döfinni. Gleðitið A geimferðaöld Um þessar mundir eru tuttugu ár siðan geimferðir hóf- Iust: Júri Gagarin fór i fyrstu ferö og það var.mikill fögnuöur meðal landa hans og reyndar viðar — það voru höfð stór orö Ium að ný öld væri hafin, um sigra mannsandans og þar fram eftir götum. Siðan þá hafa vissulega gerst Imörg ánægjuleg tiðindi i sögu geimferða — mundu flestir til nefna fyrstu ferö manna til tunglsins eða þá þær ótrúlegu Imyndir frá Satúrnusi og Júpi- ter, sem Bandarlkjamenn eru enn aö vinna úr. Geimferöir hafa að visu ekki fært mann- Ifólkiö svo neinu nemi nær göml- um og nýjum vonum um að hægt verði að „heyra” nýjar raddir i geimnum, ná sambandi Ivið áður óþekkt vitsmunalif. Við erum einir sem fyrr. En vita- skuld hefur þróun geimferöa um leið þýtt margskonar framfarir Ii fjarskiptum, i veöurfræði, i leit að dýrmætum jarðefnum, I smátölvutækni, i liffræði og svo mætti lengi telja. herforingja En það hangir miklu fleira á spýtunni. James van Allen heit- ir einn af eldri höfðingjum geimrannsókna i Bandarikjun- um. Hann hefur komist svo að oröi um geimferjuáætlunina, „hernaðarleg nýting geimferj- unnar veröur rikjandi en litil not verða af henni til almennra þarfa... NASA ^Bandariska geimferðastofnunin) verður tröökuð til bana af varnarmála- ráöuneytinu, og hversvegna ættum viö þá ekki að.vera ær- legir og kalla áætlunina hernaöarlega?”. Vist er að bandariskir herfor- ingjar eru afar hrifnir af þeim möguleikum á að ná verulegu hernaðarlegu forskoti I geimn- um, sem geimferjan færir þeim. Um þetta segir á þessa leiö i Dagens Nyheter: Pentagon mun senda á loft meö geimferjunni fjarskipta- hnetti og hreinræktaða njósna- hnetti. Um leiö hefur varnar- málaráðuneytiö byrjað á smiði Stjömustríð Til eru þeir sem telja það beinlinis jákvætt að flytja vig- búnaðarkapphlaupiö út i geim- inn. Einn þeirra er Daniel Gra- ham hershöföingi, sem fyrrum var yfirmaður leyniþjónustu bandariska hersins, DIA. Hann hefur m.a. tekið svo til oröa, að með vigbúnaði I geimnum megi draga úr uppsöfnun nýrra og nýrra árásarvopna á jörðu niðri. Hann hefur einnig leikið sér við þá hugmynd, að meðan skotist er á úti i geimnum séu menn þó ekki að sprengja sjálfa jþrðina i tætlur! Með öörum oröum: stjörnustrið i staðinn fyrir jarðarstrið. Skammgóður vermir Hætt er við aö veruleikinn verði öllu skuggalegri. Vonir risanna um tæknilega yfirburöi i vigbúnaði hafa alltaf reynst skammgóður vermir: nýjar tegundir tækja og vopna kalla sem fyrr á nýjan „varnar- búnað” og það kapphlaup sem nú er hafið i geimnum mun svelgja í sig glfurleg verömæti, Geimferjan En geimferöirnar hafa um I’ leið verið saga kapphlaups milli risaveldanna sem höfðu um þær frumkvæði. Og eins og menn vita, þá hefur slikt kapphlaup Ijafnan mjög alvarlegar hernaðarlegar hliðar. Og það er þvi ekki nema eölilegt að um ■ leið og menn láta uppi áhuga Ieða fögnuð yfir þeim nýja áfanga i geimferðum sem bandariska geimferjan Kólum- • bia er, þá heyrast viðvörunar- Iraddir, meöal annars frá sam- tökum bandariskra visinda- manna um aö þessi áfangi sé ■ um leiö stórt stökk i hervæðingu Igeimsins. Kólumbla er, eins og menn vita, einskonar blanda af flug- i vél og geimfari, ferjan getur Ilent, þaö er hægt aö nota hana margsinnis, hún stóreykur möguleika á aö flytja ýmisleg > rannsóknartæki út i geiminn og Ijafnvel vissa tegund af fram- leiðslu, sem tekst þá best, ef aö við nýtur þyngdarleysis i ' geimnum. Þaðerekkinema von I aö imyndunaraflið fari á kreik eigin geimferju. A Vandenberg- flugstöðinni i Kaliforniu er veriö aö byggja hernaöarlega hlið- stæöu við Kennedygeimferða- stöðina á Canaveral höföa. Þaöan verður mögulegt aö senda á loft geimferjur á brautu yfir pólunum, sem hefur mikla hernaðarlega þýöingu með þvi aö frá slikri braut er flogiö yfir hverjum bletti á jöröu. Frá slikri brautu er hægt að „dekka” öll Sovétrikin á fáum dögum. Geimferjuáætlunin mun einn- ig gefa hernum möguleika á að koma upp mannlausum geim- stööum, sem búnar eru laser- geislavopnum eða öðrum flókn- um vopnabúnaði. Einnig er talið aö geimferjan gefi Banda- rikjunum möguleika á aö mæta iiættunni frá þeim „dauöageim- förum” sem Bandarikjamenn segja Sovétrikin vera að smiða til að leita uppi og eyðileggja venjuleg gervitungl og þar með fjarskiptakerfi Pentagon”. án þess að nokkur sé að bættari. úryggi jarðarbúa mun ekki aukast. A upphafsárum geim- ferða höföu njósnahnettir meö nokkrum hætti jákvæð áhrif — þeir bjuggu i haginn fyrir aö samiö yröi um takmarkanir á vigbúnaöi, blátt áfram vegna þess aö þeir auðvelduðu eftirlit með mannvirkjagerö og her- flutningum andstæðingsins. Nú er hinsvegar farið að kvarta yfir þvi, að herstjórnarmiöstöövar séu blátt áfram ofhlaðnar upp- lýsingum frá njósnahnöttum — upplýsingastreymið veröi við spennuaðstæður blátt áfram óviöráöanlegt og auk-in hætta á að mistök verði i túlkun upp- lýsinga, eins og þegar hefur gerst nokkrum sinnum. Og menn gleymi þvi heldur ekki, aö hervæðing geimsins herðir enn frekar en orðið er á þvi aö af- drifarikar ákvaröanir um her- mál séu teknar i mesta flýti: þaö gefast færri og færri sekúndur til að meta það hvort árás er á leiöinni eða ekki. —áb •9 skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.