Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 15. apríl 1981 / I tilefni af aldarafmæli Jónasar / Tómassonar tónskálds á Isafirði: Sunnukóriim með hljóm leika í Alþýðuhúsinu t fyrrad., þ. 13. april voru 100 ár liðin frá fæðingu Jónasar Tómas- sonar, tónskálds og söngstjóra á tsafirði. I tiiefni af aldarafmælinu efnir Sunnukórinn til hljómleika i Alþýðulcikhúsinu á Isafirði i dag, 15. april, og verða þar eingöngu flutt verk eftir Jónas Tómasson, en söngstjóri kórsins nú er sonar- sonur hans, Jónas yngri Tómas- son, tónlistarkennari á tsafirði. Kórinn fær til liðs við sig ágæta listamenn. Sigurður Björnsson óperusöngvari syngur lög úr lagaflokknum Strengleikar við ljóð Guðmundar Guðmundssonar og Ingvar Jónasson sonur tón- skáldsins kemur frá Sviþjóð og leikur einleik á viólu, en undir- leikari á pianó er Sigriður Ragn- arsdóttir. Þá mun Karlakór lsafjarðar einnig koma fram á hijómleikun- um, en hann hefur nú ný-hafið starf á ný eftir all-langt hlé. Stjórnandi hans er Kjartan Sigur- jónsson. Afmælistónleikarnir verða að- eins þetta eina skipti, miðviku- daginn 15. april, i Alþýðuhúsinu Isafirði. Jónas Tómasson stundaði margvisleg tónlistarstörf og kennslu á Isafirði um langan ald- ur, þó aldrei væri það hans aðal- starf. Var meðal stofnenda bæði Karlakórs Isafjarðar og Sunnu- kórsins og stjórnaði þeim kórum báðum I áratugi. Hann var aðal- hvatamaður að stofnun Tónlistar- skóla Isafjarðar árið 1948 er hann fékk Ragnar H. Ragnar til Isa- fjarðar vestan frá Bandarikjun- um til að stjórna Tónlistarskóla á Isafirði með þeim árangri sem al- þekkt er. Jónas var organisti i Isafjarðarkirkju i meir en 50 ár og á áttræðisafmæli hans 1961 kaus bæjarstjórn Isafjarðar hann fyrsta heiðursborgara Isaf jarðar. Sunnukórinn á tsafirði. t fremstu röð situr stjórnandi kórsins, Jónas Tómasson yngri. Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta i Reykjavik aðstöðugjald á ár- inu 1981 samkvæmt heimild i V. kafla laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um að- stöðugjald. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: A) 0.33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla. B) 0.65% af rekstri verslunarskipa og fiskiðnaði. C) 1.00% af hvers konar iönaöi öðrum. D) 1.30% af öðrum atvinnurekstri. Prentun og útgáfa dagblaða skal þó vera undanþegin aðstöðugjaldi. Aðstöðugjaldsskyldir aðilar skulu skila skattstjóra sér- stakri greinargerð um aöstööugjaldsskyldan rekstrar- kostnað i þvi formi sem rikisskattstjóri ákveður. Greinar- gerð þessari skal skila meö skattframtali framtalsskyldra aðila samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt, en þeir, sem undanþegnir eru þeirri framtalsskyldu skulu fyrir 31. mai n.k. skila greinargerð þessari ásamt ársreikningi til skattstjóra i þvi umdæmi þar sem þeir eiga lögheimili. Reykjavik, 9. april 1981 Skattstjórinn I Reykjavik. Tollvörugeymslan h/f Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. verður haldinn fimmtudaginn 30. april 1981, kl. 17.00 á Hótel Heklu Rauðarárstig 18, 105 Reykjavik. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin Fyrstu ibúar húss einstæöra foreldra, Hrönn llauksdóttir og Hlynur Kristinsson. Ljósm: Ella. Hús einstæðra foreldra Fyrstu íbúarnir fluttir imi Félag einstæðra foreldra er nú að taka i notkun húsið að Skelja- braut 6, en þar verður bráðabirgðahúsnæði fyrir þá einstæðu for- eldra sem einhverra hluta vegna eiga ekki i neitt hús að venda. Ekki er vitað til að slik hús séu rekin erlendis og er hér um brautryðjanda- starf að ræða. Húsið að Skeljanesi var keypt 1976 og var peningum safnað með ýmsu móti, jafnframt þvi sem stuðningur fékkst frá borgaryfir- völdum og Húsnæðismálastjórn. Húsið var innréttað að nýju, þar erunú 6 ibúðir og fjögur herbergi i risi. lbúarnir fá aðeins að búa i húsinu takmarkaðan tima, eða sex mánuði meðan leitað er lausna á húsnæðisvanda þeirra. Aðrar reglur gilda þó um náms- mennþeir fá ibúð i allt að tvö ár. Gert er ráð fyrir talsverðum samgangi i húsinu; setustofur eru á hæðunum og sameiginleg böð, og áætlað er að koma upp aðstöðu fyrir börn i kjallaranum. Þegar húsið var formlega tekið i notkun sl. föstudag flutti formaður Félags einstæðra for- eldra Svavar Sigmundsson orða- bókarritstjóri ávarp og Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður lýsti húsinu og hvernig að breytingum var staðið. Fyrstu ibúarnir eru þegar flutt- ir inn og fengu gestir að skoða ibúðirnarsem virðast hinar þægi- legustu. Að sögn Svavars Sig- mundssonar er þörfin á sliku bráðabirgðahúsnæði mikil, enda leiguhúsnæði af skornum skammti, en reynslan mun leiða i ljós hvernig til tekst. —ká Svavar Sigmundsson formaöur Félags einstæöra foreldra og Jóhanna Kristjónsdóttir fyrrum form, I annarri setustofunni i húsi einstæöra foreldra. Ljósm: Ella. Þarft framtak apótekara: Upplýsingabæklingur um lyf Upplýsingar til almennings um lyf og meöferö þeirra hafa veriö frekar af skornum skammti til þessa. Aö visu eru lyf, sem ætluö eru til sölu án lyfseöils, árituö þeim varnaöar- og leiöbeiningar- oröum, sem viö eiga hverju sinni og læknar segja fyrir i hverju ein- stöku tilviki um notkun lyfja, sem afgreidd eru samkvæmt lyfseöli. Apótekarafélag Islands hefur nú hafiö útgáfu á upplýsinga- bæklingum fyrir almenning um lyf, sem afgreidd eru án lyfseðils. Þrir slikir bæklingar eru fullgerð- ir og fjalla þeir um eftirtalda lyfjaflokka: Verkjastillandi lyf, sýrubindandi lyf og lyf við hægöa- tregðu. Auk þess eru affan á hverjum bæklingi almenn heil- ræði um meðferð lyfja. Bækling- ana má fá i öllum apótekum landsins. Hlynur heitir hann og býr meö mömmu sinni að Skeljanesi 6 þar sem Félag einstæðra for- eldra leigir út ibúðir fyrir fólk I húsnæðishraki. Ljósm: Ella. / Islensk fyrirtæki 1981 komin út Uppsláttarbókin tslensk fyrir- tæki 1981 er komin út, sú ellefta í röðinni. Hefur bókin nú að geyma ýtarlegri og meiri upplýsingar en áður um islensk fyrirtæki, félög og stofnanir. I bókinni er að finna nöfn starf- andi fyrirtækja, stofnár þeirra, heimilisfang, sima, nafnnúmer, söluskattsnúmer, telexnúmer, starfssvið, stjórn, helstu starfs- menn, starf smannaf jölda, um- boð, þjónustu og framleiðslu. Einnig eru upplýsingar um sveitarfélög, stofnanir og félög, sendiráð ásamt fjölda annarra upplýsinga. tslensk fyrirtæki skiptist niður i meginkaflana: Fyrirtækjaskrá, Vöru- og þjónustuskrá, Umboða- skrá og Skipaskrá. Þá er kaflinn Iceland to-day (Hints to businessmen) með upplýsingum fyrir erlenda kaupsýslumenn um viðskiptamál á Islandi, um is- lenskar Utflutningsvörur og is- lenska Utflytjendur. Auk þessa er i bókinni dagbók með upplýsing- um um fjölmargar viðskiptasýn- ingar erlendis. Islensk fyrirtæki er unnin i samstarfi við stjórnendur fyrir- tækjanna sem skráð eru i fyrir- tækjaskrá. Ritstjóri bókarinnar er Martha Eiriksdóttir en umsjón með vinnslu hennar hafði Erla Einarsdóttir. Bókin er i vönduöu bandi, 880 blaðsiður að stærð. Umsjónarmenn bókarinnar ,,ts- lensk fyrirtæki 1981” Erla Einarsdóttir og Martha Eiriks- ddttir, ritstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.