Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. aprll 1981. FERÐA- TRYGGIIMG ÁBYRGÐAR Sameinar 7 tryggingaþætti í eina tryggingu með það fyrir augum, að ferðafólk fái sem fullkomnasta tryggingavernd gegn vægu gjaldi: • ferðaslys • læknis- og ferðakostnaður • farangur • ferðarof • ferðaskaðabótaskylda • skaðabótaábyrgð • réttarvernd Auk þess nýtur þú SOS-þjónustu. SOS— international veitir ferðamönnum, sem lenda í slysi eða alvarlegum veikindum alla nauðsynlega hjálp og þjónustu og greiðir allan kostnað. Kynntu þér kjörin! BIIMDIIMDI BORGAR SIG. ÁBYRODP TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Umboðsfélag ANSVAR INTERNATIONAL LTD. Lágmúla5-t05 Reykíavík-sími 8 35 33 TUkynnlng um lóðahreínsun í Reykjavík vorið 1981 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu- gerðar, er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sinum hreinum og þrifalegum og að sjá um að lok séu á sorpilátum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sinum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið þvi eigi siðar en 14. mai n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun, eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það i sima 18000 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tima sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00—21.00 Á helgidögum frá kl. 10.00—18.00 Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera i umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja i rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á þvi, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði i borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir i þvi efni. Gatnamálastjórinn i Reykjavik. Hreinsunardeild. Sýning á sovéskum bókum, plakötum, fri- merkjum og hljómplötum i MÍR-salnum, Lindargötu 48, 2. hæð (inngangur frá Frakkastig), er opin daglega kl. 14—19. Kvikmyndasýningar flesta daga kl. 17. Aðgangur ókeypis. Guðriin Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulags skýrir tillögu að nýju aðalskipulagi Austursvæöa fyrirborgarfulltrúum IHöfða s.I. föstudag. Ljósm. — gel. Nýtt aöalskipulag austursvœða: Tillögurnar á sýningu I borgarráði s.l. föstudag var breytingatillögum meiri- og minnihluta við nýtt aðalskipulag austursvæða visað til borgar- stjórnar og á sumardaginn fyrsta verður opnuð sýning fyrir al- menning á tillögunum á Kjar- valsstöðum. BUast má við að borgarstjórn fjalli um aðalskipu- lagið um næstu mánaðamót en s.l. föstudag var I Höfða haldinn sérstakur kynningarfundur um skipulagið fyrir aðal- og vara- borgarfulltrila. Meirihluti borgarráðs hefur eins og skýrt hefur verið frá i Þjóðviljanum gert nokkrar breyt- ingar við aðalskipulagstillögu Borgarskipulags. M.a. hefur meirihlutinn hafnað hugmyndum um breytta legu golfvallarins, Fjórða Núttúruvernd- arþing í næstu viku: Nýtt frum- varp til laga um náttúru- vernd lagt fram Fjórða Náttúruverndarþing tslands verður haldiö 21. til 23. apríl að Hótel Loftleiðum I Heykjavik. A þinginu eiga sæti kjörnir fulltrúar allra náttúru- v e r n d a r n e f n da landsins, Náttúruverndarsamtaka og fjöl- margra annarra félaga auk full- trúa þingflokkanna og embættis- manna, cða hátt i hundrað manns. Þingið verður sett kl. 16, þriðju- daginn 21. apríl en að þvi loknu er ávarp menntamálaráðherra, ræða formanns Náttúruverndar- ráðs, Eyþórs Einarssonar og skýrsla framkvæmdastjóra, Arna Reynissonar, um störf ráðsins. Miðvikudaginn 22. april hefst þinghald kl. 9 og fylgir Páll Lin- dal nýju frumvarpi til laga um náttúruvernd úr hlaði, en frum- varpið er samið að tilhlutan 3ja Náttúruverndarþings 1978. Þá verða flutt þrjú erindi: Hjálmar R. Bárðarson fjallar um „Heildarstjórn umhverfismála”, Þorleifur Einarsson um „Um- hverfisáhrif mannyirkja” og Elin Pálmadóttir um „Náttúruvernd í þéttbýli.” Þá verða lagðar fram tillögur og loks frjálsar umræður um náttúruverndarmál. Eftir há- degi eru nefndastörf en fimmtu- daginn 23. april (á sumardaginn fyrsta) verða kosningar til Nátt- úruverndarráðs sem 7 menn skipa, afgreiðsla mála og til- lagna. —AI ákveðið að við deiliskipulagningu i Selási skuli tekið tillit til hesta- manna og að atvinnulóðir þar nýtist undir þjónustu við þá. Enn- fremur að stofnbraut, sem Borg- arskipulag gerði tillögu um milli Arbæjarhverfis og Breiðholts við Vatnsveitubrú verði felld niður en i hennar stað komi tengibraut. Minnihluti borgarráðs hefur hins vegar hafnað byggð norðan Rauðavatns og finnur henni allt til foráttu, m.a. vegna jarð- sprungna, veðurfars og kostnað- arútreininga borgarverkfræð- ings, sem fullyrNr að byggðin þar yrði mun dýrari en Borgarskipu- lag telur. Hins vegar hefur minni- hlutinn ekki bent á neinn annan valkost. —AI Lausar stöður lækna við heilsugæslustöðvar Eftirfarandi stöður heilsugæslulækna eru lausar til umsóknar frá og með þartil- greindum tima: 1. Ein staða læknis við heilsugæslustöðina á Sauðárkróki (H2) frá og með 1. ágúst 1981. 2. Ein staða læknis við heilsugæslustöðina á Akureyri (H2) frá og með 1. júni 1982. 3. Ein staða læknis við heilsugæslustöðina á Vopnafirði (Hl) frá og með 1. septem- ber 1981. 4. önnur staða læknis við heilsugæslustöð- ina á Höfn i Hornafirði (H2) frá 1. september 1981. 5. Ein staða læknis við heilsugæslustöð- ina Asparfelli 12, Reykjavik frá og með 1. júli 1981. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 15. mai 1981. Æskilegt er að umsækjendur hafi sér- fræðiviðurkenningu eða reynslu i heim- ilislækningum. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 15. april 1981. FLUGLEIDIR AÖalfundur Flugleíða 24. apríl Aðalfundur Flugleiða fyrir árið 1980 verð- ur haldinn i Kristalssal Hótels Loftleiða föstudaginn 24. april og hefst kl. 09:30 ár- degis. Afhending aðgöngumiða og atkvæðaseðla er hafin. Þar sem margir fri- og helgidag- ar eru framundan er ákveðið að afgreiðsla atkvæðaseðla og aðgöngumiða verðiopin laugardaginn 18. april i aðalskrifstofu Flugleiða. Afgreiðslan verður opin kl. 09:00 til 17 00 og er á fyrstu hæð til hægri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.