Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 16. april 1981. ÞJÓDVILJINN — StÐA 23 Skákþing fslands: Guðmundur og Elvar unnu Fyrsta umferðin á Skákþingi íslands, landsliðsflokki, var tefld að hótel Esju i fyrra- kvöld. Ingvar Gislason, menntamálaráðherra, lék fyrsta leiknum fyrir Jóhann Hjartarson, sem nýlega náði fyrri hluta alþjóðlegs meistara. Crslit i fyrstu umferð urðu þessi: Guðmundur Sigurjónsson vann Braga Kristjánsson, Elvar Guðmundsson vann Jóhann Þóri Jónsson, jafntefli gerðu Jón L. Arnason og Ingi R. Jóhannsson, Jóhann Hjartarson og Asgeir Þór Arnason, Karl Guðmundsson og Björn Þorsteinsson, en skák þeirra Helga Ólafssonar og Jó- hannesar Gisla Jónssonar fór i bið og hefur Helgi betri stöðu. Ingvar Gislason lék fyrsta leiknum fyir Jóhann Hjartarson, tslandsmeistara 1980. Ljósm: -eik MINNING Guðbjörn Jakobsson F. 29. apríl 1894 — D. 6. apríl 1981 Krossuð í gær Forseti íslands sæmdi I gær eftirtalda islenska rikisborgara riddarakrossi hinnar islensku fálkaorðu: Adolf J.E. Petersen, verk- stjóra, fyrir félagsmálastörf, Einvarð Hallvarðsson, fv. starfs- mannastjóra Landsbanka Is- lands, fyrir embættisstörf, Elsu E. Guðjónsson, safnvörð, fyrir rannsóknarstörf i textilfræðum, Gisla Andrésson, hreppstjóra, Hálsi I Kjós, fyrir félagsmála- störf, Gisla Konráðsson, fram- kvæmdastjóra Otgerðarfélags Akureyringa hf. fyrir störf aö sjávarútvegsmálum, Sigurð Demetz Franzson, söngkennara fyrir störf aö tónlistarmálum og Sigurveigu Siguröardóttur, Sel- fossi, fyrir félagsmálastörf. Viija neytendur páskalömb? Þann 6. april sl. var 47 „páska- lömbum” slátrað hjá Sláturfélagi Suöurlands. Af þessum skrokkum voru 35 sendir til Danmerkur þar sem þeir verða seidir hjá versl- unarhringum Irma nú I páskavik- unni. Láta mun nærri að fjórfalt verð fáist fyrir þessa skrokka miðað viö þaö verö, sem greitt hefur verið fyrir fryst dilkakjöt I Dan- mörku að undanförnu. Tólf skrokkar hafa veriö settir i verslanir i Reykjavik, til reynslu, 7 i Glæsibæ og 5 i Viöi. Verðið er 40% hærra en á frystu dilkakjöti frá þvi I haust. Meðalfallþungi dilkanna var rétt um 8,5 kg. — mhg Sextán komið út Út er komiö 2. tbl. unglinga- blaðsins 16. Likt og 1. tbl. er það sneisafullt af fjölbreyttu efni. Af föstum þáttum má nefna: gælu- dýraþátt, popp, ljósmyndaskól- ann, plötudóma, kynfræðslu, snyrtingu & framkomu og tækni & visindi. Nokkrir þættir hafa bæst viö frá þvi siðast. Má þar nefna: smásögu, kvikmyndaþátt, penna- vinadálk, persónuleikakönnun, hljómtækjaþátt lesendabréfadálk og poppgetrauna. 1 poppþættinum er reyndar einnig nokkurs konar getraun, eða kannski öllu heldur verðlaunakeppni. Þar er lesend- um boðið að útskýra hinar skyndilegu vinsældir Bubba Morthens. Hvers vegna Bubbi er tekinn fram yfir gömlu poppar- ana og Fræbbblana o.s.frv. Að þessu sinni er forsfðuviðtalið viö Kjartan Ragnarsson (Gretti). Kjartan var eitt sinn i popphljómsveit og i viðtalinu rifjar hann upp það tfmabil, gerir samburð á þvi og poppmúsik dagsins i dag og segir skoðanir sinar á „unglingavandamálinu”. Að s jálfsögðu ber ieiklistina lika á góma. Af ööru efni i þessu 2. tbl. 16 má nefna: úttekt á afbrotum ungl- inga, umfjöllun um bilprófið, við- tal við aðstandendur leikritsins „Pæld’i’ði” o.fl. Auglýsingum i blaöinu hefur fjölgaö litillega. Sú aukning skeröir þó ekki lesefnið þvi siðum blaðsins var bara fjölgaö i staö- inn! 16 er þvi oröiö 56 bls, en kostar aðeins 18 kr. Hann var fæddur i Hvolsseli i Saurbæ. Þá bjuggu þar foreldrar hans, Jakob Sigurðsson og Halldóra Guðmundsdóttir, við mikla fátækt. Þau áttu fleiri börn: Aöalstein, Jóhannes, Jakobinu og Guðrúnu. Þau systkyni eru nú öll dáin nema Jakobina. Fyrri kona Guðbjörns hét Felldis Felixdóttir. Þau áttu fjögur börn: Jón, Huldu, Fjólu og Óskar. — Þau hjónin skildu. Seinni kona Guðbjörns var Ceselia Jónsdóttir biskups Helga- sonar. Þau áttu einn son, Jón að nafni, er nú býr að Lindarhvoli. Guðbjörn bjó á Máskeldu frá 1917—1935. Siðar flutti hann til Reykjavikur og var þar við innheimtustörf i mörg ár. En þráin til sveitarinnar kallaöi. Hann var þá orðinn 60 ára að aldri. Var honum ráðlagt að fara ekki en hann fór samt. Hann fór þá þegar upp að Lækjarkoti i Barnaskemmtun á Seydisfirdi á sunnudag Kvenfélagiö Kvik á Seyðis- firði, gengst fyrir barna- skemmtun á sumardaginn fyrsta, þar sem sýndur verður ævintýra- leikurinn Þyrnirós i útfærslu Margrétar óskarsdóttir leik- stjóra, en hún hefur unnið undan- farnar vikur að uppfærslu á leik- ritinu „Stalln.er ekki hér” eftir Véstein Lúöviksson hjá Leik- félagi Seyðisfjaröar. I sýningunni á Þyrnirós taka þátt 20 börn og unglingar. Plata með lögum Árna Björnssonar Ót er komin hljómplata meö lögum eftir Arna Björnsson. A annari hlið hennar eru fimm göngulög flutt af Lúðrasveitinni Svani undir stjórn Sæbjörns Jóns- sonar en á hinni hlið plötunnar eru fimm danslög eftir Arna i út- setningu Eyþórs Þorlákssonar, leikin af „Big-bandi” Svansins. Ótgefandi er Arni Björnsson og Lúörasveitin Svanur. Þverárhlið, er hann siöar kallaði Lindarhvol, og byrjaði þegar að reisa þar fjós og súrheysturn ásamt ibiiðarhúsi, sem er með stærstu og vönduðustu ibúöarhús- um i sveit. A þessum tima, þegar hann var að byggja þarna, veikt- ist hann. Var hann þá oft að vinna þarna lasinn, og siðan hafði hann jafnan meiri og minni þrautir i bakinu, og fóru þær stöðugt vaxandi. Guðbjörn var með greindustu mönnum, sem ég hef þekkt. Oft ræddum við saman fram á miðjar nætur, þegar ég kom til hans að Lindarhvoli. En nú er hann horf- inn minn gamli tryggi vinur, sem ég sakna og mun lengi minnast. Lék þér jafnan bros um brár, byrgður inni hugur, þd þig sviöi þin i sár, það var mikill dugur. J.A. Jóh. Asgeirsson MINNING Jón Benediktsson Fœddur: 1912. Dáinn: 1981 Ég minnist þess, frændi minn, fyrst er fundumst við hnokkinn og þú. Hve frábær var frásagnarlist, hve falslaus var gleði og trú á landið og líf vorrar þjóðar. Svo Ijúft er um minningar góðar. Með reisn barstu höfuðið hátt, og höfðinglegt fas man ég enn. Sem vitni um karlmennsku og mátt og mildi og hlýju í senn. Sem merki um manndóm og þor er merlar um sérhvert þitt spor. Og drenglyndið, hugarró heið, þau hlutu að vera í för. Og glettnin brá bjarma á leið. og beitt gátu verið þín svör. Þú elskaðir börn jafnt sem blóm, þú barst með þér vordægra óm. Með klökkva nú kveðjum við þig. Þar karlmenni æðrulaust fór. Þú horskur gekkst hamingjustig, i hættum og erfiði stór. Og björt eins og bjartasta lín og blessuð sé minningin þín. Með saknaðar- og samúðarkveðjum frá systur og mági. Helgi Seljan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.