Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJJNN Fimmtudagur 16. apríl 1981. KÆRLEIKSHEIMILIÐ Lilli tæmdi öll veskin sem eru á rúminu þínu. Kemur til greina Gisli Björgvinsson, Þrastahlíð í Breiðdal eystra sendi okkur nýlega eftirfarandi vísu og segir hana hafa orðið„til út af tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur um jafnréttismál": Við járnsmíðar konum eg jafnréttis ann og jarðýtustörf inþeim síst vil eg meina. Ef sveitina vantaði sæðingamann sýnist mér Jóhanna koma til greina. — mhg Manuela byrjaði — og endar lika vinsæl kiassisk kvöld f veit- ingahúsinu Hliðarenda. Helgi gegn lesendum Jæja, lesendur góðir, þá eru páskarnir gengnir i garð, og ættuð þiö að hafa góðan tima til að skoða stöðuna. Meirihlutinn valdi 7... —d7-d6 og Helgi svarar með 8. g2-g3og þá er staðan svona: ■■UMI ■ 111 |i|l Þiðhringið svo á þriðjudaginn eftir páska milli kl. 9 og 18. —eik— Hhðarendi: Síðasta klassíska kvöldið Sfðasta klassiska tónlistar- kvöldið að sinni veröur á Hliöarenda á annan i páskum og lýkur þá þessari vetrardagskrá: sá listamaður sem byrjaði, Manuela Wiesler. Næsta vetur hyggjast svo forráðamenn Hliðarenda taka upp þráðinn að nýju. Þessi böm..... Kennarinn kemur inn i stof- una og spyr: — A einhver hér þennan vettling? Palli: Hann er einsog minn, en það getur ekki verö hann, þvi ég er biiinn að týna honum. vSdtalSd Spjallað við ungan mann um fyrstu ljóðabókina Maður á ekki að vantreysta andanum Sigmundur Ernir Rúnarsson kom frá Menntaskólanum á Akureyri hingað á blaðið I starfskynningu og svo kom það á daginn að hann er skáld, mannskrattinn. 1 fyrra gaf hann sjálfur út Ijóðabók sem heitir Kringumstæöur og félagi hans, Kristinn Eirikur Ilrafnsson jók hana myndum. Það hefur veriö sagt að um flest hafi verið ort og um margt vel. Hvað kemur til aö enn risa upp ungir menn, hver um annan þveran og smiöa lýóð og kæra sig kollótta um það farg sem á þeim hvilir frá feðrunum? — Ég veit það ekki. Ég er að reyna að gera mér grein fyrir kringumstæðum mannlifsins, fyrir hlutskipti mannsins. Og þegar ég get stuðst viö hugdettu um einhverja likingu sem er áreiðanlega frá mér sjálfum, þá finnst mér ekki hvila á mér neitt farg þegar ég skrifa. Stundum hefi ég sagt fólki sem hefur ekki mikla reynslu i nútímaljóðum aö skoöa óljóð Jóhannesar úr Kötlum. Ég hefi lesið þau oft, og ég get ekki neitað þvi, að stundum finnast mér þau svo snjöll, að ekki verði um bætt og kannski óþarft að vera að sýsla þetta. En sem betur fer verður ljóðalindin aldrei þurrausin. Þegar ég var að þessu bardúsi minu las ég mér til skemmtunar Orðabók Menningarsjóðs og hafði m ikið gott af, þvi málforöi minnar kynslóðar er kannski ekki beysinn. Þarna var ég Sigmundur Ernir: Það var hollt að lesa orðabókina... minntur á mörg ágæt en sjald- heyrð orð, gagnsæ og skemmti- leg. Hitt getur svo verið vanda- samt að nota þau rétt núna. — Mér hefur sýnst að þln kyn- sldö ljóðasmiða sé sú fyrsta sem ekkistundar hreinlifi i málfari? — Ég er ekki með á þeim báti. Mér finnst það skylda hvers manns sem er að gaufa við þetta, aö gera þaö upp við sig hvort hann er að yrkja islensk ljðð eður ei. Þetta er eins og i tónlist: það er hollast að fylgja eftirþeirri stefnu sem var tekin en ekki setja allt i einn graut. Ég sé engan tilgang með að blanda erlendu slangi inn i is- lensk ljóö. Við eigum orð yfir þetta allt. ' — Hvernig undirtektir fær nú fyrsta ljóðakver nitján ára manns? — Þær komu mér á óvart. Bókin seldist vel. Hún var gefin út I 500 eintökum, og fyrstu vik- una fóru 200. Nú á ég bara 30—40 eftir. Svo hefur bókin verið skoðuö i kennslu á Samvinnu- skólanum i Bifröst... Allt fram streymir. Sig- mundur Ernir sagðist hafa verið nokkuö skammaður fyrir æfingar meö orðaleiki sem eru alláberandi i bókinni og væri hann nú hættur þeim. Ef ég, sagöi hann, ætti að nefna ljóö i bókinni sem ég er tiltölulega sáttur viö miðað við það sem ég er að gera núna, þá væru það helst tvö; annað heitir I nætur- hclunni, hitt heitir Hugmynd. Það ber nafn með rentu, sagði hann, ég fékk hana skyndilega og kom henni á blað um leið, og hún breyttist ekki upp frá þvi. Kannski fer best á þvi að maður sé ekki að tortryggja andann, þegar hann kemur i heimsókn með þessum hætti. Hugmynd er svona: segjum sem svo að þú sért skrúfa sem þú og kannski ert hefurðu þá aldrei hugleitt hve illa þú ert snittaður og skrúfgangurinn illa tilhafður (ég tala nú ekki um forskrúfaður) og hversu skrýtið það sé að skrúfjárn skuli yfirleitt vera til.... / áb. Mvndir frá Kúbu 1 Ásmundarsal I Asmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir sýning á ljósmynd- um, veggspjöldum og eftirprentunum frá Kúbu. Vináttufélag Islands og Kúbu stendur að sýningunni, en hún er hingað komin fyr- ir tilstilli kúbönsku stofnunarinnar ICAP, sem sér um vináttutengsl Kúbumanna viö aðrar þjóðir. Sýningin er qpin kl. 16—22 daglega til 20. april, að undanskildum föstudeginum langa og páskadegi. Alltaf er sagan að endurtaka sig: Aður en haninn hafði galað þrisvar hafði Albert af- neitað flugstöövarbyggingunni sinni tvisvar... ✓ v M álshátturinn í dag kemur frá Bandaríkjunum: Traust á guöi — staðgreiðsia fyrir alla aðra. < Q o Ph Þér hafið lika verið barn, herra dómari, og ættuð að vitaað þvi nær skólanum sem maður kemur þvi C [þyngri veröa skrefin.J ----£) i ( Skórnir verða í þungir sem blý, herra dómari. J\ © f Þessvegna varpaði ég sprengjunni á hann. Ég þoli ekki við. En hann getur veriö rólegur — ég þori aldrei að gera það. TS~ O

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.