Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 24
mmi/mt Aöalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Fimmtudagur 16. aprll 1981. 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná f afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Ávöxtun skyldusparnaðar frá 1. júlí s.l.: 8 miliarðar gkr. í verotryggingu Hagstæðasta sparnaðarformið í dag Frá þvi nýju HúsnæOisIögin tóku gildi, 1. júll 1980, hefur Bygg- ingasjóður rikisins greitt átta miljarða gamalla króna I verð- tryggingu á þeim 38 þúsund skyldusparnaðarreikningum ungmenna, sem sjóðurinn hefur I vörslu sinni. Hér er um gifurlega breytingu að ræða frá þvl sem áður var og er skyldusparnaður- inn nú hagkvæmasta sparnaðar- formið: betra en bankainnlán og jafnvel steinsteypa, sem löngum hefur þótt gulls Igildi hér á landi. Hinn 2. febrúar s.l. gaf Svavar Gestsson, félagsmálaráöherra út Hvað þýða nýju lögin um skyldusparnað? Full verð- reglugerð um skyldusparnað ungmenna og er skyldu- sparnaðurinn samkvæmt henni verðtryggður aö fullu og ber 2% vexti. Verðbætur eru reiknaðar mánaöarlega á innistæðuna og þeim bætt við hana, þannig að i næsta mánuði reiknast verðbætur á verðbætta innistæðu. 1 gamla kerfinu voru veröbætur hins veg- ar aöeins reiknaðar einu sinni á ári, f febrúar, og þær geymdar á sérstökum biðreikningi, þ.e. ekki lagðar við innistæöuna. Á blaðamannafundi með félagsmálaráðherra, fulltrúa Húsnæöisstofnunar og Veödeildar Landsbankans sátu I gær var nýja reglugerðin kynnt. Hún miöast við gildistöku laganna 1. júll á siðasta ári og auk ákvæða um verðtrygginguna hafa verið gerðar nokkrar breytingar varð- andi undanþágur frá skyldu- sparnaði. Meðal nýmæla þar má nefna að fólk i sambúð fær undan- þágu ef það hefur búiö saman i a.m.k. eitt ár eða hefur fyrir barni að sjá. Þá eru útlendingar meö tlmabundið atvinnuleyfi undanþegnir skyldusparnaðin- um. Hinn 1. april s.l. voru 128 miljónir nýkróna inni á skyldu- sparnaðarreikningum og allar eldri verðbætur á þeim námu þá 29,3 miljónum nýkróna. A þeim 15 mánuðum sem lögin hafa veriö f gildi hafa hins vegar 79,5 miljónir nýkróna fariö f veröbætur á þess- um sömu reikningum eða riflega tvöföld sú upphæð sem reikningarnir höfðu safnað á sig í eldra kerfinu gegnum árin. A fundinum kom fram að gerö hefur verið tillaga um að sameina innheimtu orlofsfjár og skyldu- sparnaðar og myndi Póstgfró- þjónustan þá annast hvort tveggja. Hefur það augljósa kosti i för með sér bæði fyrir launþega og launagreiðendur. 1 aprfllok fá allir eigendur skyldusparnaðarreikninga sent yfirlit um reikningsstöðu sfna. —A1 Hvað sem Ilður þjóðarreynslu af duttlungaveðri um páska kom- ast tugir þúsunda á hreyfingu þegar svo margir frfdagar fara f hönd: hér er Htill þverskurður af þeim her á Reykjarvfkurflug- velli í gær (ljsm. gel) Víða landburður við Suðurströndina síðustu tvær vikur: Vertíðinni bjargað trygging og 2% vextir Trúlega munu nú „spari- merkjagiftingar” leggjast af með tilkomu verðtryggingar og góðrar ávöxtunar skylduspar.naðs ung- menna nema neyöin reki menn til. 15%in sem I skyldusparnaðinn fara fuðra nú ekki lengur upp á verðbólgubálinu heldur bera þau 2% vcxti og eru vcrðtryggð aö fullu. Fyrir einstaklinginn skiptir þetta gífurlegu máli eins og cftir- farandi dæmi sýnir. Hér er um þriggja ára gamlan Framhald á 21 siðu. Vetrarvertlð hefur veriö af- spyrnu léleg um allt land þrjá fyrstu mánuðina, en nú tvær sfð- ustu vikurnar hefur afli glæðst mikið við Suöurströndina svo kalla má landburö af fiski sums- staðar og hafa þessar tvær vikur hreinlega bjargað vertföinni. Við höfðum samband við nokkrar verstöðvar og var htjóöið mis- jafnt i mönnum. Höfn i Hornafirði Öskar Valdimarsson á hafnar- voginni i Höfn sagði að vertiðin hefði verið hinn mesti ræfill þar til i byrjun aprfl aö afli hefði glæðst verulega. Sagði hann að eftir þessa miklu hrotu undanfar- iö væri kominn meiri afli á land i Höfn en á sama tima i fyrra. Nefndi hann sem dæmi um slæma byrjun á vertiðinni að fyrstu 3 mánuðina varð heildaraflinn 4.963,5 lestir en heildaraflinn I gær var kominn i 8.577 lestir. Semsagt 3.500 lestir á tveimur vikum. Aflahæsti báturinn i Höfn er Hvanney meö 697,5 lestir. Vestmannaeyjar Landburöur hefur verið á fiski i Eyjum siðustu dagana og að sögn Torfa Haraldssonar á annarri hafnarvigtinni hefur afli netabáta komist í 72 tonn I róðri. Hinn 31. mars var heildaraflinn f Eyjum 4 þúsund lestum minni en á sama tfma I fyrra en eftir þessa hrotu nú er hann orðinn svipaöur og á sama tima i fyrra. Fyrstu 3 mán- uðirnir einkenndust af aflaleysi þá sjaldan gaf á sjó. Suðurey er aflahæst i Vestmannaeyjum með 1075 lestir en Þórunn Sveinsdóttir er með 1010 lestir. Sandgerði Að sögn Sigurðar Bjarnasonar i Sandgerði hefur þessi vertíð verið meö lakasta móti. ógæftir og litill afli þá gefur. Siðustu dagana hef- ur afli heldur veriö að glæðast en samt vantar á aö afli nú sé jafn mikill og á sama tima i fyrra. Hinn 31. mars sl. vantaði 1.000 lestir uppá að afli væri jafn mikill og i fyrra. Aflahæsti bátur f Sand- gerði er Arney með 720 lestir. Ólafsvik Kristján Helgason hafnarvörð- ur i ólafsvfk sagði vertiðina ömurlega. 1 fyrra voru komnar um 10 þúsund lestir á land um þetta leyti en nú 7492 lestir og þó hefur einn togari bæst i flotann frá I fyrra. Gæftir hafa verið lélegar og litill afli þegar gefiö hefur og sagði Kristján að afla- hrotan undanfarið hefði alveg farið framhjá ólafsvikurbátum nema helst f gær, þá hefði aðeins lifnað yfir veiðinni. Aflahæsti bát- Framhald á bls. 21 ÞÚ GETUR GJÖRBREYÍT ÚTLITI HEIMILISINS MEÐ NOKKRUM LÍTRUM AF KÓPAL Fáðu þér Kópal litakort í næstu málningarbúð. Veldu síðan fallega liti í rólegheitum heima í stofu. Þú ert enga stund að velja liti, sem fara vel við teppin, húsgögnin og gluggatjöldin. Það er alveg ótrúlegt hvað fáeinir lítrar af Kópal geta breytt miklu. Komdu fjölskyldu þinni á óvart - málaðu fyrir helgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.