Þjóðviljinn - 23.04.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 23.04.1981, Page 6
II SH) \ — l>JoDVU.Jl\.\ Fimmtudagur 23. april 1981 70 ára á morgun: Sigursveinn D. Kristinsson Olalsíjörður heliir löngum verið frægari tyrir sægarpa þa <>’• hildi háðu við Ægi úti viO ystu höf heldur en fyrir þá menningar írömuði, er hann heiur átt og gefið lslandi — og átti hann þa samt góða. En \ iöast mun þó hafa fariðfrægö þess agæta sonar þess stórfenglega fjaröar. sem sjállur gat ei gengið, — eða eins og hinn forni ritsnillingur Þjoöviljans, Jón okkar Bjarnason, oröaöi fyrirsögnina i grein um meistar- ann Sigursvein D. Kristinsson: „Maðunnn sem getur allt nema gengiö". Sósialistisk verkaiyöshreyfing Islands þakkar honum nú á sjötugsafmælinu. eigi aöeins lyrir að vera, ásamt ágætum félögum, brautryðjandi um myndun þess verkalyösfélags, sem nú fer brátt að veröa hálfrar aidar gamalt, og þess sósialistafelags, er stoínaö var nokkru eltir stofnun Sósialistaflokksins. Sigursveinn var eigi aðeins ritari beggja þess- ara félaga, heldur og eldhuginn, er magnaði aðra til átakanna á erfiðustu timunum. En liann lét ekki þar við standa. Meðan hann vann sjáifur verk sin til liísíram- færis: bókhald, kennslu og hvers konar önnur störl. — þá opnaöir þú risandi verkalýöshreylingu sýn tíl æðra heuns listanna við hlið baráttuskáldanna okkar. - \ iö barattukvæðin samdir þú sniildarlög, sem gefa ljóöunum vængi. gera þau eigi að- eins aö almenníngseign, iieldur og sameiginlegri herhvöt, þegar af þrótti er tekiö a. Lpp úr erfiöum jarövegi allt frá Sigluiirði til 1-teykjavikur skapaöir þú alþýðutónskóla, þar sem móguleikinn varð til aögera skapandi tónlistina að sameign og samnautn alþýöu en eigi aðeins sórgrein útvaldra. Söngurinn svall oft forðum daga og hitaði fátæku tólki um hjartaræturnar, er lög Hallgrims Jakobssonar við ijóö Jóns Hafns- sonar o.fl. ristu kúgurum nið. Hjóðfrelsishreyíing lslendinga elskar lögin þin, er þú helur ort viö „Fylgd" Guömundar Böö- varssonaro.fi. og Island þarfnast þess að þau hljómi af enn meiri krafti en nokkru sinni lyrr — i Keflavikurgöngum, 30. mars m inningardögum og annars staðar, - þvi oft var þörf en nú er nauðsyn, er voldugasta herveldi heims býst til aö lórna vopnlaus- ustu þjóð veraldar á altari græögi sinnar og valdagirni. Sú þjóð sem enn á islenskt hjarta — og eigi kaiið — þakkar þér lögin — listina — lifs- og bar- áttuhvatninguna, þvi lif hennar liggur nú við aö grætt sé kalið eftir áratuga álagastrið hins is- kalda, erlenda peninga- valds — og þjóð vor vakni öil tii lrelsisbaráttunnar, sóknar og sig- urs. Megi þinn sjötugi æskueldur endast þér sem lengst þjóð vorri til hvatningar og dáöa! Einar Olgeirsson • Þaö var glaður hópur af ungu fólki sem safnaðist saman á kvöldin i húsinu Garðshorni á Ólafsfirði þá tvo vetrarparta sem ég var þar viðloða hjá Sigursveini og Ólu. Þetta unga fólk átti það sam- eiginlegt að það var allt að læra einhverja músik hjá Sigursveini. A kvöldin komu svo allir saman til að hlusta á gamla kassa- grammófóninn. Þarna hlustuðum við i fyrsta sinn á allar sinfóniur Beethovens og margt annaö úr tónbókmenntunum. Ég er ekki frá þvi að þessar kvöldstundir með Sigursveini sitji lengur i huganum en margt ann- að. Þetta var ungt fólk á rómantiskum aldri og ef mig mis- minnir ekki þá kviknuöu ýmsar tilfinningar i ungum hjörtum á þessum tima. En sá sem þetta skrifar hefur haft miklu meiri kynni af Sigur- sveini en þessa vetrarparta á ÓÍafsfirði. Þegar Sigursveinn lamaðist 13 ára gamall eða fljótlega eftir það kom hann heim til foreldra minna á Krakavöllum i Fljótum og dvaldi þar meira og minna til fullorðinsára. Vegna þessa eru kynni min af manni I hjólastól jafngömul fyrstu skynjun minni. Mér hefur veriö sagt frá þvi þegarSigursveinn satúti i garði á Krakavöllum og hafði ofanaf fyrir mér ungum með þvi að senda mig eftir einni og einni hreðku i beðiö. Þegar mér óx fiskur úm hrygg fór ég hins vegar að bera Sigursvein og gerði þaö allar götur þangað tii minn eigin hryggur fór að veröa dyntóttur. Sem slikur fylgdarmaöur Sigursveins fór ekki hjá þvi að maður kynntist og fylgdist með þvi andrúmslofti sem jafnan rikti þar sem Sigursveinn fór. A þess- um tima voru allir hlutir ekki lit- greindir eins og siðar varð siður. 1 pólitikinni var til að mynda rauði liturinn rauður en ekki eitthvað annað. Og þessi litur hefur ekki dofnað neitt siðar i huga Sigur- sveins. A heimili þeirra Ólu og Sigur- sveins rikti slik gestrisni og rikir enn, að varla finnast hliðstæður og kalla þó tslendingar ekki allt ömmu sina i þeim efnum. En það var alltaf tvöföld veisla. Allir fóru einnig andlega mettir frá veislu- borðinu. A heimili Sigursveins og ólu held ég að ég hafi séð allflesta róttæka listamenn i Reykjavik. Sigursveinn stundaöi nám i Tónlistarskólanum og fór siðan til framhaldsnáms i Þýskalandi. Einnig dvaldi hann i Danmörku. Menn geta rétt imyndað sér hve auðvelt það hafi veriö fyrir mann i hjólastól aö fara á þessum tima einn til ókunnra landa þar sem hann þekkti ekki neitt til. En þetta sýndi ekki annað en það að orðiö hindrun var ekki til i orðabók hans. Sigursveinn er einn hinna mörgu af þeirri kynslóð sem alla tið hefur verið reiðubúinn að fórna öllu fyrir hugsjónir sósialismans. I köldu striði urðu róttækir lista- og menntamenn að leggja borgaralega framtið sina og frama á borö með sér i þessa baráttu. Aldrei hefur Sigursveinn hikað við að færa þessar fórnir. Sigursveinn er sjötugur á morgun og i tilefni þess held ég að viö sem seinna vorum á ferðinni ættum að hugleiöa það i alvöru, hvað við eigum honum og hans kynslóð rauðliðanna mikiö aö þakka. Hrafn Sæmundsson • Orðsending um Sigursvein Hvergi kynnist maöur mönnum betur en i kammermúsik. Ég kynntist Sigursveini D. Kristins- syni i kvartett þegar ég var 14 ára. Viö komum saman til að ,,lesa i gegn” Haydn og Mozart og Scubert, fjórir strákar á öllum aldri, ég, tveir drykkfelldir ekkjumenn og Sigursveinn. Ekki hefur það nú verið merkileg spilamennska fyrir utanaðkom- andi. En hún var minn lifgjafi. Liklega hefur Sigursveinn þá ver- ið i kontrapúnktinum og general- bassa hjá Obba. I öllu falli var hann óþreytandi að fræða mann um slika hluti, Var þá þegar þungt haldinn af kennarabakteriunni. Seint gleymast held ég ábending- ar hans um spennandi rómantik- I ina hjá Mozart og napólitönsku FE RÐAVINNINGAR 300 utanferðir á tíu þúsund hver Auk þess 11 vinningar til íbúða- og húseignakaupa á 150.000.-, 250.000,- og 700.000,- krónur. Fullfrágenginn sumarbústað- ur, 100 bílar og fjöldi húsbún- aðarvinninga. LGUNOG RHÆKKUN VINNINGA Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Miði er möguleiki kadensana hjá Schubert. Maður hafði þá og kannski oft síöan til- hneigingu að fljöta hugsunarlitið i músikinni. Ekkert svoleiðis hjá Sigursveini. Hann vildi komast að kjarna málsins. Fyrir honum var nefnilega jafnvægið i asymmetrisku formi Haydns enn ein sönnun fagnaðarerindis Marxismans, modúlasjónir hjá Brahms, spegilmynd stéttabar- áttunnar. Þaö var skritiö að heyra músikina frá þessum vinkli. Mikil uppgötvun. Nokkrum mánuðum seinna frétti ég á kommakaffinu að Sigursveinn væri búinn að stofna Söngfélag verkalýðsins. Ég man aö ég þvældist heim til hans með óla Jens og Gisla Halldórssyni og þar sat snillingurinn að stensla fyrir kórinn. Það voru baráttu- söngvar i brauðstritinu og móti hernum, gottef Fylgd var þá ekki i buröarliðnum. öðlingurinn Geir bakari kom svo með krúska og kál, þvi eitthvað varð meistarinn að nærast, þrátt fyrir hugsjónirn- ar. Og hollt skyldi það vera. Ekkert eitur hér. Svo var farið að tala um Beethoven. Alltaf var Sigursveinn að fræða. Og hann fræðir enn, búinn að byggja upp stærstu músik- menntastofnun landsins frá grunni: Tónskólann, tónmennta- stofnun alþýðunnar. En hann er lika alltaf að kompónera og mikiö- þótti mér vænt um að heyra svit- una hans hjá sinfóniunni um dag- inn. Það er baráttumúsik i besta skilningi, pottþétt i forminu og einlæg i hjartanu. Gott væri að fá meira af sliku. Nú er hann sjötugur kallinn og við óskum honum margra kvartettdaga og kvintsöngva. Baráttukveðjur. Leifur Þórarinsson. • Sigursveinn sjötiu ára. Þegar ég hugsa um hann og sé fyrir mér leiftrið i augum hans, áhug- ann i svip hans og heyri röddina veitist mér erfitt að átta mig á þvi að árin frá þvi ég sá hann fyrst heima hjá honum á óðinsgötunni séu orðin 23, og að hann sé að komast á hinn opinbera eftir- launaaldur. Starf Sigursveins að málefnum fatlaðra er mikið. Fyrir forgöngu hans var fyrsta Sjálfsbjargar- félagið stofnað á Siglufirði 9. júni 1958. Sama áriö haföi hann for- göngu um stofnun Sjálfsbjargar- félaga i Reykjavik, á Akureyri og á tsafiröi. Hann var fyrsti for- maður Sjálfsbjargar félags fatl- aðra i Reykjavik og hefur lengst af átt sæti i stjórn landssam- bandsins og er nú varaformaöur þess. Af eigin reynslu þekkir Sigur- sveinn kjör fatlaðra og hversu erfitt það oft er fyrir fatlaða að fá tækifæri til þess að sýna getu sina. Sigursveinn er hugsjónamaður, en jafnframt skeleggur baráttu- maður. Þaö hefur verið ómentalegt fyrir okkur að fá að vinna meö honum að málefnum fatlaðra og njóta þekkingar hans. Hann er aldrei meö neina hálfvelgju eöa að hugsa um eigin hag, heldur hvað heildinni kemur best. Samstarf samtaka fatlaöra og verkalýðshreyfingarinnar er hon- um mikið áhugamál og að þvi vinnur hann nú ásamt fleirum. Ég er viss um að besta afmælis- gjöf sem hann gæti hugsað sér væri að þaö samstarf sem nú er hafiö, meö þessum aðilum, bæri rikulegan ávöxt. Viö Sjálfsbjargarfélagar þökk- um Sigursveini forgöngu hans og heillarik störf að málefnum fatlaðs fólks. Við vonum að fatlað fólk megi njóta starfskrafta hans áfram. A meðan fólk eins og Sigursveinn er til, þá þurfum við ekki að óttast um að markmið samtaka okkar gleymist. Sigursveinn, bestu hamingju- óskir á sjötiu ára afmælinu og bestu framtiðaróskir til þin og Ólafar konu þinnar. TheodórA. Jónsson Sigursveinn D. Kristinsson skólastjóri og tónskáld er sjötugur i dag. Af þvi tilefni langar mig að senda honum nokkur orö sem þakklætisvott fyrir langa og góða viökynningu. Atvik hafa legið þannig að viö höfum átt samstarf i all mörg ár eöa I áratugi, að málefnum Tón- skóla Sigursveins D. Kristins- sonar, en stofnun og rekstur þess skóla er fyrst og fremst verk afmælisbarnsins, og ég er þess fullviss aö sá þáttur ævistarfs hans muni teljast til meiri háttar afreka i tónlistarmálum okkar þjóöar. Hér verður ekki rakin löng saga af baráttu Sigursveins fyrir tónmenntamálum, en þar hefur hann beitt orku sinni af eðlislægri fórnfýsi og dugnaði, og starfsdagurinn mun ekki alltaf mældur I vinnustundum heldur þvi vinnuþreki sem tiltækt er hverju sinni. Arangur erfiðisins hef- ur heldur ekki látið á sér standa. Starfsemi skólans iiefur eflst með árunum og gegnir mikilvægu hlutverki til aukinna tómennta með þjóðinni. En starf Sigursveins aö tónlistarmálum hefur ekki verið bundið viö skóla- málin ein. Má þar til nefna að hann hefur samiö mörg tónverk stór og smá, en stundirnar til þeirra verkefna hafa vafalaust orðið færri og stopulli en hann hefði óskað. Ég hefi nefnt hér störf Sigur- sveins aö skólamálum vegna þess að mér eru þau helst kunnug, en störf hans að félagsmálum eru einnig alþekkt bæði hjá verka- lýðshreyfingunni og Sjálfsbjörg. Það sem hér hefur verið taliö af störfum Sigursveins er þó ekki ástæðan til þess að ég sendi þessa afmæliskveðju heldur hitt aö ég' vil nota tækifæriö til þess að koma á framfæri þakklæti fyrir löng og góö kynni af manni með svo lifandi áhuga á lifinu i kring- um sig. Lifandi áhuga á framvindu hinna félagslegu- og menningarlegu þátta mannlifs- ins, og ótrauðan vilja til að takast á við verkefni, sem miöa að þvi að þoka áleiöis málum er styrkjal félagsleg bönd milli manna, efla samvinnu þeirra og viljastyrk. En Sigursveinn er ekki maöur einsamall. 1 öllu hans amstri við óþjál og erfið störf og lifsskilyröi hefur eiginkonan Ólöf Þorláks- dóttir, listmálari, staðiö viö hlið hans sem staöfastur vörður og heilladis. Sigursveinn er i dag jafn brenn- andi i andanum sem fyrr i baráttunni fyrir þeim málum sem hann hefur helgaö langa starfs- ævi, og ég óska honum og konu hans góös starfsþreks um ókomin ár og langra lifdaga. Guðni Guðnason Blikkiðjan Ásgarði 7< Garöabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.