Þjóðviljinn - 23.04.1981, Síða 12

Þjóðviljinn - 23.04.1981, Síða 12
Kimmtudagur 23. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 12 SÍDA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 23. april 1981 Kaupmannahöfn býöur upp á ótal möguleika fyrir feröamenn og suma þeirra hafa Islendingar ekki upp- götvaö nema i litlum mæli enn. Hversu margir hafa t.d. heimsótt Konunglegu postulfnsverksmiðjuna í Smalla- gade? Þangað var íslenskum blaðamönnum á ferð i Danmörku boðið n. febrúar s.l. og er skemmst frá þvi að segja að þaö er eins og að ganga inn í gamalt ævintýri að skoða þennan risastóra handverksstað með 200 ára gamla hefð að baki. Den Kgl. Porcelainsfabrik er heims- fræg á sínu sviði og postulínið sem hún framleiðir eftir- sött um víða veröld. Nægir þar að minna á Flora Danica stelliðsem þykir með afbrigðum fagurt, en er reyndar ekki á færi nema fárra að eignast, vegna þess hve dýrt þaðer. Þaðer því ekta yfirstéttapostulín. Danskt stórveldis- ævintvri Ivan VVciss er nú ein skærasta stjarnaii meðal listamanna i Kon- un; legu postulínsverksm iðjiu-n;. — Ilann var i mörg ár í Japan og náöi þá valdi á ýmsum japönskum postulinsgerðarað- ferðum sem voru aö deyja út. Fram á 18. öld einoiuðu Kinverjar listina að búa til postu- lín eins og það best gerðist og það var einhver dýrasta vara sem hægt var að kaupa i Evrópu. Evrópubúar reyndu allt hvað af tók að fletta ofan af leyndarmálum Kinverja og hefja sjálfir framleiðslu á jafngóðu postulíni. 1 Danmörku var það apótekari að nafni Frantz Heinrich Miiller, sem gekk fram fyrir skjöldu í tilraunummeð ekta hart postulin, sérstaklega hið blá-hvita sem Kinverjar voru frægirfyrir. Hann var svo heppinn að fá Júliönu Mariu ekkjudrottningu i Dan- mörku i' lið með sér, en hún hafði mikinn áhuga á verslun og list- um. Og árið 1775 var Konunglega postulinsverksmiðjan stofnuð og átti konungsfjölskyldan sjálf helming hlutabréfa. Júliana Maria stakk sjálf upp á merki verksmiðjunnar og er það enn á hverjum hlut sem hún framleiðir. Það eru þrjárbláar öldulinur sem eiga að tákna sjóleiðirnar sem umlykja Danaveldi: Eyrarsund, Stóra- og Litla-belti. Fyrsta stellið sem framleitt var i „Den Kongelige” var Det Musselmalede Stel eða Mussel- malet og ennþá er þaö söluhæst allra stella sem verksmiðjan framleiðir. Skreytingin er undir miklum áhrifum frá Kina, stilfært biómamunstur. A siðustu öld starfaði ungur arkitekt við „Den Kongelige” að nafni Arnold Krog og hann umskapaði þetta gamla munstur og öðlaðist það þá heimsfrægð og er talið sér-danskt um viða veröld. Nú starfa að staöaldri á 4. hundrað málara við aö mála Musselmalet eitt og hefur munstrið verið yfirfært á lampa, textilvörur, skartgripi og margt fleira. Eins og áður sagði er hið svokallaða Flora Dancia-stell eitt hið sérstakasta sem til er. Það var upphaflega pantað árið 1789 af þáverandi krónprins Dana, Friðrik , og átti það að vera gjöf til Katrinar miklu af Rússlandi. Hún dó samt áður en gjöfin var fullkomnuð en það tók 13 ár og hafnaði Flora Dancia þvi hjá dönsku hirðinni, og er þar nú not- uð viö hátiðleg tækifæri. Upphaf- lega voru 1800 munir i stellinu en nú eru um 1500 eftir, ýmist varðveittir i Rosenborgarhöll eða Kristjánsborgarhöll. Hver einasti hlutur i Floru Danciu er formaöur, skorinn og málaöur i höndunum og eru plönturnar málaðar frihendis eft- ir teikningum úr hinu mikia grasafræðiriti Floru Dancia sem kom út á árunum 1761—1883. Þar eru ekki aðeins danskar plöntur heldur einnig islenskar og græn- lenskar. Blómin eru máluð af einum listamanni en gullskreytingar gerðar af öðrum og merkja þeir báðir hlutinn með sinu fangamarki. Den Kongelige Procelainsfabr- ik er með tilraunastofur á sinum snærum og þar fá listamenn að prófa sig áfram með ýmsar nýjungar. Við fengum t.d. um daginn að heimsækja tvo af fær- ustu listamönnunum, sem nú hafa vinnustofur i verksmiðjunum. Þaö eru þau Anne Marie Trolle (f. 1944) sem hefur fengið mörg verðlaun fyrir sin persónulegu og einföldu form og Ivan Weiss (f. 1946) sem bjó i mörg ár i Japan og tileinkaði sér þar japanskar aðferöir viö postulinsgerð sem cúveg voru að deyja út og er nú talinn einhver flinkasti lista- maöur i heimi i hinni japönsku postulinshefð. Hér verður ekki fjölyrt frekar um hina margvislegu framleiðslu „Den Kongelige” en sjón er sögu rikari. 1 verksmiðjunum er safn og sýningarsalur sem opin eru almenningi og i verslunar- og sýningarsölum við Amagertorg rétt við Strikið er margt forvitni- legt að sjá. _ GKr Musselmalet þykir dansk- ara en allt sem danskt er þó aö hugmyndin sé upp- haflega ættuö frá Kína. Þetta er eins konar ein- kennismunstur Konung- legu postulínsverksmiöj- unnar og hefur verið fram- leitt þar frá upphafi fyrir rúmum 200 árum. Og hver kannast ekki viö stellið frá gömlum postulins- og blúnduheimilum á islandi. Heimsókn í Konunglegu postulíns- verksmiðjuna í Kaup- mannahöfn Flora Danica þykir finast stella í heimi hér. Hver hlutur er form- aöur, skorinn og málaöur i hönd- unum. Á stellinu finnast allar danskar blómategundir og hvert blóm er teiknað frihendis. Lik- lega eru þau ekki ýkja mörg heimilin hérlendis sem geta státaðaf Floru Danicu. „Den Kgl. Porcelainsfabrik" hefur verslun og sýningarsali I þessu for- láta, gamla liúsi I miðborg Kaupmannahafnar. Það er frá árinu 1616 og stendur við Amagertorg. Postulinsstell eftir Anne Marie Trolle frá árinu 1970 Unnið við gerð tarinu I Floru Danicu-stilnum. á dagskrá En svo kom blessuð hlákan um mánaðamótin mars-apríl og bræddi í einu vetfangi burt klakann af túnum. Þetta var miljónahláka fyrir íslenska bændur Eftirmæli vetrar Við sumarkomuna þykir hlýða að horfa til baka til liðins vetrar og jafnvel skrifa um hann eftir- mæli eins og hér er gerð tilraun til. Með siðustu vikum hefir þessi veturkvatt tslendinga með bliðu- brosi. Þaö hefur verið mikil hláka i april og veðriö yfir páskahelgina var a.m.k. sums staðar á landinu eins og maöur imyndar sér það viö Miöjaröarhaf. Liklega nægir þessi bliöviöris- kafli ekki til þess aö kominn verði sauögróöur um sumarmál, en i minu ungdæmi töldu menn það merki um gott vor. Það var á fjórða áratugnum, sem liklega hefur verið hlýjasti áratugur frá þvi á söguöld á tslandi. En þessi vetur var nú allharöur i sumum landshlutum að minnsta kosti. Hann var talsvert kaldur og mjög snjóþungur sunnanlands, en aftur snjóléttur a.m.k. noröan- og austanlands, nema stuttur kafli i mars. Þetta er þó ekki mikil harka miðað við lýsingar frá fyrri tim- um, einkanlega niunda áratug siðustu aldar. Samt var þetta nægilega harður vetur til að minna okkur á, að á tslandi getur veriö allra veöra von. Þannig hefur hann sýnt okkur eitt mesta stórviðri um langt skeið með þeim ósköpum, er fylgja. Og þetta hefur verið sjóslysa- vetur. Ægir konungur tekur enn sinn toll. Engin tækni sér við ógnarkrafti hans. Það má minna okkur tslendinga á, að sjómenn- irnir kaupa frelsi þaö, sem vinnan á hafinu er þeim, með þvi að leggja sig i lifshættu ár og siö. Þetta á auðvitað fyrst og fremst við um þá, sem róa á hinum minni skipum. Þaö kom hins vegar enginn haffs að landi á þessum vetri. Kannski má þakka það veðrinu mikla 17. febrúar, sem hrakti is- röndina langt út á haf, en hún var þá komin iskyggilega nærri landi. Með þvi hefir þetta stórviðri kannski gert betur en bæta skað- ann er það olli á landi. Haíisinn er nefnilega mikill ógnvaldur og örlagavaldur um veðurfar á landi okkar, ef hann leggst að. Þá tengir hann tsland hinu græn- lenska meginlandi, — framlengir það út i Atlantshaf og leggur hjúp heimskautaloftslags yfir Island. Við fengum aö kenna smjörþefinn af þessu á Norður- og Austurlandi 1965 og 1968 og viö köllum timann þessi ár framyfir 1970 „litlu isöld- ina”. Þó var hún barnaleikur miöað við isaár ýmis fyrr á tim- um, þegar hann lá framundir höfuðdag við land. Auðvitaö veröa bændur fyrir búsifjum á svo snjóþungum vetri, sem varö á Suðurlandi, en þeir áttu þó nóg hey, sem forverar þeirra áttu oftast litil. Ég held þessar búsifjar felist mest i trufl- unum á samgöngum á landi. Þær eru kannski dýrastar fyrir þjóö- félagið I heild, sem borgar megnið af snjómokstri, þótt bændur taki þátt i honum viöa á hinum fáfarnari vegum. Nú á allra síðustu árum hefir sú breyting oröið i sveitum, aö veg- um er haldiö opnum, hvaö sem tautar og raular. Viö, sem höfum alið mestan aldur okkar i sveit, munum timana tvenna ekki slður i þessu efni en öðrum. Þjóöfélag okkar er ekki lengur sjálfs- bjargarsamfélag, heldur er þaö illu heilli oröiö verkaskiptingar- þjóðfélag. Fólkiö á jöröinni er orðiö of margt fyrir sjálfsbjargar þjóðfélög. Jafnvel hinar af- skekktustu sveitir á tslandi eru orðnar háöar stöðugum sam- göngum við kaupstað. Samgöngur verða að vera, hvað sem tautar og raular; það veröur að moka, þvi að annars 1) kemst mjólkin ekki i mjólkur- búin. 2) fær fólkið ekki búðarvarning- inn vikulega sem nú er lágmark. 3) komast börnin ekki i skólann, þar eð heimavistarskólar eru lika að leggjast af (ég held illu heilli). Truflanir sem snjórinn veldur á samgöngum eru óþægindi og kostnaöur, sem liggur augljós á ytra boröi. En snjórinn lumar á hættum sem liggja ekki I augum uppi. Núna i vetur ógnaði hann meö svellalögum svo hætta var á að nokkur hluti af túnum landsins yrði ónýtur, er aprilsólin hefði brætt burt kiakann. Þaö leit sem sagt út fyrir gifurlegt kal, sem heföi kostaö bændur óhemju fjár- muni i uppskerumissi og siðan basl og kostnaö við endurræktun. En svo kom blessuö hlákan um mánaðamótin mars-april og bræddi i einu vetfangi burt Iriak- ann af túnum, sem sólin heföi verið að mjatla burt á mörgum vikum og skilið et'tir sem opið sár. Þetta var miljónahláka fyrir islenska bændur. Oft hefir nú hlákan komið þeim til hjálpar, þegar verst leit út. Og það geröi hún I þetta sinn. En minnumst þess, að marga vetur á fyrri tið kom hlákan ekki. Kannski er kal i túnum einn mesti ógnvaldur náttúrunnar, sem vofir yfir bændum á Islandi i dag, af þvi aö öll heyöflun fer fram á ræktuöu landi, sem er við- kvæmara en gömlu túnin voru og úthaginn. Enn eru notaðir er- lendir grasstofnar, sem að visu eru valdir i seinni tið, en voru fluttir inn eftir lögmáli tilviljunar 1—2 fyrstu áratugina eftir striö. Nú hefir það gerst, aö isíensk grasrækt er innan seilingar. Með þvi væri stórt framfaraspor stigið i islenskum landbúnaði. Aöur en skilist er við kaliö i tún- um: Raunveruleg orsök hins svo- nefnda köfnunarkals hefir fram að þessu verið óhekkt. Um daginn kom einn af hinum ungu búvis- indamönnum okkar heim frá vetrardvöl i Kanada, þar sem hann fékkst við rannsóknir á kali og fann orsök þess. Þetta er Bjarni Guðleifsson, sem aö undanförnu hefir veriö til- raunastjóri að Mööruvölium i Hörgárdal. Hann fékk raunar kaliö sem prófverkefni á Asi i Noregi, og gat sér fyrir mjög góðan orðstir. Viöskulum vona aö uppgötvun Bjarna Guöleifssonar veröi upphafiö að endalokum kalsins á Islandi, þvi það hefir löngum verið forsenda þess að lækna sjúkdóm að þekkja eðli hans. Kannski verður þessi vetur lengst i minnum hafður vegna þiúrrar einkennilegu uppákomu, að skortur varö á raforku i land- inu. Ef dæma ætti eftir ýmsum is- lenskum dagblöðum og bergmáli þeirra úr munni margra manna, er þessi orkuskortur að kenna orkuráöherranum, Hjörieifi Gutt- ormssyni. Hvaö sem þessu blaöamold- viðri liöur, þá eru náttúruöfl enn aö verki. Þaö rignir stundum of litiö á tslandi eða það rignir á skökkum stöðum og skökkum tima. Hluturinn er sá, aö það vantar ekki uppsett afl i islensk- um rafstöðvum fyrir núverandi markað. Hins vegar rennur vatnið ekki inn á túrbinurnar eins og best hentar. Raforkukerfi okkar vantar virkj- un, sem hefir næga miðlun til þess að geta skilaö straumi aö vetrinum, þegar nær allar virkj- anir okkar, sem fyrir eru, fá ekki vatn til þess að geta skilað fullum afköstum. Hjörleifur Guttormsson, sem er vandvirkari en sennilega nokkur annar islenskur stjórnmála- maöur, veit þetta og vill ráða bót á en fær lítt frið til fyrir látum úr öllum áttum. Hann hefur dæmi fyrri ára um flaustrið og flum- bruganginn I ákvöröunum um fjölmargar rafstöðvar og af þvi súpum viö seyöiö á þessum vetri. Aðferð Hjörleifs er ekki að taka ógrundaðar flaustursákvaröanir. Ef honum gefst tóm til að undir- búa vel næstu rafstöðvabygg- ingar, verður honum þakkað siðar, þótt ýmsir telji sig kallaða til að skamma hann þessa stund- ina. Hér hefir aðeins veriö drepið á nokkra þætti náttúrufars á liön- um vetri, sem áhrif hafa á is- lenskt mannlif. Eg held þaö sé nauðsynlegt að geyma vel i minni að hin skáldlega og óútreiknan- lega veðrátta er sterkust þessara þátta. Viö vonumst eftir góðu sumri. Þaö væri mikils um vert fyrir allt lif i landinu, aö fá annaö gott sumar i röö, sem nær til landsins alls. Það er enn betra en fá þau á stangli innan um hin köldu og saggasömu sumrin.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.