Þjóðviljinn - 23.04.1981, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 23.04.1981, Qupperneq 14
II SID.V — l>JODVII.JINN Fimmtudagur 23. april 1981 Þcssir tvrir strákar úr Snælandsskóla i Kópavogi ætla að taka þátt i ökukrppni kussabila, sem verftur á skemmtuninni á sumardaginn fyrsta i Kópavogi. Sumardags- hátíð í Kópavogi Kópavogsbúar efna afi venju til hátiftahalda á suniardaginn fyrsta. en nú verður dagskráin nieð nokkuð öðrum hætti en áður hefur verð. Foreldrafélög Þing- hólsskóla og Snælandsskóla i Kópavogi munu að þessu sinni sjá um hátiðahöl d dagsins. sem miinu fara fram á tþróttavellin- um við Fifuhvammsveg. Sumardagshátiðin hefst á þvi að skrúðganga með Skólahljóm- sveit Kópavogs i broddi fylkingar mun leggja af stað frá Vighóla- skóla kl. 13.30 og verður gengið út Digranesveg og siðan niður Voga- tungu, þar sem börn úr Vestur- bænum geta komið til móts við gönguna. Afram verður siðan haldið niður á iþróttavöllinn, en þar hefjast skemmtiatriði um klukkan 14.00. Þar verður m .a. til skemmtunar leikur Skólahljóm- sveitar Kópavogs, börn úr skóianum flytja ýmis skemmti- atriði og haldin verður kassabila- keppni og geta allir krakkar, sem eiga kassabi'la og vilja vera með tekið þátt ihenni. Einnig má geta þess að félagar úr Gusti verða með hesta á staðnum og geta krakkarnirfengiðað bregða sér á bak hestum. Svo verður sælgæti,is og flögg til sölu á vellinum. Allra síðasta auka- sýning á PældTðí Allra siðasta aukasvning á leikritinu Pæld’i’ði verður i Alþýðu- leikhúsinu á sumardaginn fyrsta kl. 20.30. Leikritið hefur vakið mikla athygli og umtal og hlaut á sínum tíma góða dóma fyrir elskulega en tæpitungulausa umfjöllun um hin viðkvæmu kynferðis- m ál. Leikhópurinn hefur farið viða með Pæld’i’ði, en nú eru hafnar æf- ingar á barnaleikritinu „Sterkari en Superman” eftir Roy Kift. Frumsvning er áætluð næsta haust. Strengjasveit TR St rengjasveit Tónlistarskólans i Reykjavik heldur tónleika i sal Menntaskólans v/Hamrahlið á morgun, föstudag kl. 8.30 siðdegis. Stjórnandi er Mark Reedman. A efnisskrá eru eftirtalin verk: Concerto Grosso eftir Vivaldi, einleikarar Auður Hafsteinsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir, Concerto Grosso eftir Ernest Bloch og Die Verklarte Nachtop. áeftiry Amold Schonberg. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þærspila á textilsýningunni i dag: Laufey, Júliana. Helga og Nora. Tónleikar í Norræna húsinu Leikið á sembal og gítar Þóra Johansen og Wim Hoogewerf halda tvenna tónleika i Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta og miðvikudaginn 29. aprfl. Þóra leikur á sembal, en hún hefur undanfarin ár verið i framhaldsnámi I pianó og semballeik. Wim Hoogewerf er Þóra Johansen og Wim Hoogewerf. Hollendingur og hefur lokið einleikaraprófi á gitar. A efnisskrá þeirra Þóru og Wim eru verk eftir Vivaldi Jónas Tómasson, Manuel Ponce, Goffredo Petrassi, Villa-Lobos, Gerard van Wolferen og Atla Heimi Sveins- son. A siðari tónleikunum leikur Wim Hoogewerf einn og flytur þá verk m.a. eftir J.S. Bach, Turina, Albeniz og Villa-Lobos. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Myndin var tekin á tónleikum í Keflavík 7. april s.l. útgáfu á nýrri tveggja laga hljómplötu Þeys, sem kemur einmitt Ut þennan sama dag, — á afmæli Valdimars Nabokov ffg Shirley litlu Temple. „Exítens- íalísk andahygð” 1 kvöld heldur hljómsveitin Þeyr hljómleika á Hótel Borg og kynnir þar ,,E xistensialiska andahygð”, sem þeir segja vera nýja heimspekikenningu, runna undan þeirra eigin rifjum. i til- kvnningu frá hljómsvcitinni segir ennfremur: „Existentíalisk Andahygð” gengur að sjálfsögðu út frá þeirri frumforsendu tilvistar- heimspekinnar að Guð er ekki til, en ÞEYRhefur nú i gegnum notkun ..Lifsorku-innleiðslu”, — það er hagrænni notkun á sam- dulvitundmannkyns, fundiðleið til að láta menn sæta sameigin- legriábyrgð: Skapa nýjan Guð! Þess er vænst að sem fæstir iáti sig vanta á þennan stórat- burð. Munið: aðeins þetta eina tækifæri! Hljómleikarnir verða á Hótel Borg og haldast i hendur við Sumri fagnað í Hamrahlíðarskóla Kór Menntaskólans við llamrahlið heldur sumargleði i dag. sumardaginn fyrsta, i Menntaskólanum við Hamra- hlið. Opið hús verður i skólanum fyrir borgarbúa þar scm boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði og veitingar gegn vægu verði. Sumargleðin fer fram með þeim hætti að Hamrahliðarkór- inn syngur mismunandi efnis- skrá kl. 2, 4 og 6. Sungnir verða madrigalar, islensk lög, þjóð- lög, tónsmiðar eftir kunnustu meistarana, negrasálmar og sitthvað fleira. Hver konsert tekur innan við iklukkutima i Hátiðarsal Hamrahliðarskól- ans. Þá verða ýmis létt atriði i til- efni dagsins, Kórfélagar selja veitingar og á milli konserta kórsins verða skemmtiatriði eins og hljóðfæraleikur, ljóða- upplestur, þjóðlagatónlist, hlutavelta, einn handlaginn kór- félagi mun klippa gesti, töfra- brögð og spilabrögð og blóma- sölustúlkurfara um. Það verður sem sagt sitt litið af hverju tii þess að lifga upp á mannlifið og tilveruna i sumarbyrjun. Tónleikar á textílsýningu Klukkan 15 i dag, sumardaginn fyrsta, verða fluttir strengja- kvartettar á sýningu Tcxtflfélagsins i Listaskála alþýðu, Grcnsásvegi Iti. Þar koma fram hljóðfæraleikararnir Laufey Sigurðardóttir, Júliana Kjartansdóttir, Heiga Þórarinsdóttir og Nora Kornblueh. Sýningu Textilfélagsins lýkur á sunnudagskvöld. Sumardagskaffi Fóstrufélag Islands heldur hina árlegu kaffisölu sina á Hótel Loft- leiðum I dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14—17. Leikaðstaða fyrir börnin. Messías endur- fluttur Vegna mikillar aðsóknar að tónleikum Kórs Langholtskirkju fyrir páska hefur veriö ákveðið aö halda enn eina tónleika i Fossvogskirkju annað kvöld, föstudag kl. 20. Kórinn flytur öratoríuna Messias eftir H’ándel Handel. Miðar verða seldir við innganginn. Einsöngvarar með kórnum verða þau EUn Sigurvinsdóttir, Rut L. Magnússon, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson, auk þriggja félaga úr kórnum, þeirra Ragnheiðar Fjeldsted, Signýjar Sæmundsdóttur og Viðars Gunnarssonar. Undirleik annast 25 félagar úr Sinfóniuhljómsveit Islands, en Martin Hunger Friðriksson leikur á orgel og Helga Ingólfs- dóttir á sembal. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er Jón Stefánsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.