Þjóðviljinn - 06.05.1981, Side 5

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Side 5
Miftvikudagur 6. mai 1981 þjöÐVILJINN — SIÐA 5 FRETTASKÝRING Undarlegar kosning- ar i Suður- Afríku Þjóðernissinnar héldu velli þótt það kvarnaðist úr flokki þeirra A miðvikudaginn var fóru fram kosningar til þings hvitra manna i Suður-Afriku. Þær breyttu ekki miklu: Þjóðernis- sinnaflokkur Botha forsætis- ráðherra fékk 83 þingsæti af þeim 105 sem um var kosið í ein- menningskjördæmum. Keppi- nautur Botha um það hægrá fylgi, sem harðsviraðtast er Her- stige Nasionale Parti, jók veru- lega fylgi sitt, en komst ekki á þing. Stjórnarandstöðuflokkur- inn PFP, sem stefnir að afnámi kynþáttastefnu Þjóðernissinna vann og á, bætti við sig tveim þingsætum. Þetta voru undarlegar kosn- ingar. Þjóðernissinnaflokkur P.W. Botha hefur gert á undan- förnum árum nokkrar tilslakan- ir á kynþáttaaðskilnaðarstefn- unni, og varðar þar mestu, að svartir menn hafa nú aðgang að íleiri störfum en áður, og þeir hafa rétt til að stofna verkalýðs- félög. Þessar tilslakanir hefur stjórn Suður-Afriku auglýst óspart, ekki sist til að hressa uppá orðstir sinn erlendis. En i kosningaslagnum þögðu Þjóðernissinnar sem mesí þeir máttu um þetta. Þeir otuðu hinsvegar ófeimnir i áróðurs- bæklingum að þeim 2 miljónum hvitra manna sem atkvæðisrétt hafa, staðreyndum, sem annars er reynt að fela.Vitið þið.segir i einum kosningabæklingi, að hvitir menn i Suöur-Afriku eiga 1,7 miljónir bila en allir hinir 366 þúsundir? Bæklingurinn hrósaði stjórn Þjóðernissinna (sem hafa farið með völd i landinu siðan 1948) fyrir það að niu sinnum meira fé væri varið til að mennta hvitt barn en svart, og að svartur maður með eitt eða fleiri börn á framfæri borgi meiri skatt en hvitur maður með sömu tekjur. Verri en vondir Þessi áróður átti að svara ásökunum frá hinum ,,for- hertu” i Hestige Nasionale Parti, en flokkur Botha óttaðist að nú tækist þvi liði að komast á þing eftir 12 ára tilraunir. HNP vill ekki hverfa frá apartheid- stefnunni i neinu. Fiokkurinn sakar stjórn Botha um að hal'a svikiðhvita verkamenn með þvi að opna fleiri starfsgreinar svörtum mönnum (það kom að sjálfsögðu ekki til af góðu. held- ur af þvi, að hvitir menn eignast færri börn en áður og hvitt vinnuafl nægir enn siður en áður tilaðreka áfram efnahagslifið). HNP vill og nota kornsölu til annarra Afrikurikja til að kúga þau til að hætta öllum stuðningi við frelsishreyfingar svartra manna — og ráðast á þau með Botha; reyndi að sannfæra kjósendur um að hann væri engu lakari fasisti en hinir. vopnavaldi el kornsölubann ekki dugar. Óvissa Botha hefur nú sloppið við að heyra þennan boðskap i þingsöl- um. Hitt er svo annaö mál, að hann hefur ekki fengist til að gefa neitt upp um það, hvort hann ætlar að reyna að frysta ástandið i kynþáttamálum eins og það er, eða reyna að sneiða hjá þeirri allsherjar uppreisn svartra sem hann óttast, með þvi að halda lengra inn á tilslakanabraut. Fleiri likur eru á þvi að hann reyni að halda i óbreytt ástand og ber þar margt til — meðal annars það, að stjórn Reagans Bandarikja- forseta helur sýnt það i ýmsu, að þótt hún gjaldi varaþjónustu mannréttindakröfum þeldökkra Suður-Afrikumanna, þá er hún fyrst og fremst reiðubúin til að sýna hinni hvitu kynþáttakúg- unarstjórn „sanngirni”. Hvaða stefnu réttindabarátta svartra manna mun taka á næstunni er erfitt aö spá. Helen Suzman, helsti talsmaður hins hvita umbótaflokks PFP sagði nýlega, að Suður-Afrikumenn gætu margt lært af þróun mála i Póllandi og þeim gifurlegu áhrifum sem nýju verkalýðs- samtökin þar hefðu haft. Hún spáði þvi, að með sama hætti mundu svartir menn notfæra sér verkalýðsfélög sin og vax- andi efnahagslegt vald til þess að ná pólitiskum völdum. Ávitar Reagan Desmond Tutu biskup, yfir- maður kirkjuráðs Suður-Afriku og sjálfur svertingi, hefur látið i ljós miklar áhyggjur af daðri Reaganstjórnarinnar við ráða- menn Suður-Afriku. Hann sagði i nýlegu viðtali við Newsweek, að þetta mundi draga kjark úr þeim Suður-Alrikumönnum sem reyndu að koma á breytingum með friðsamlegum hætti. „Þegar leiðtogi hins frjálsa heims”, sagði biskupinn, „gerir þessa hluti, þá er þess enginn kostur að breyta kerfinu frið- samlega. Þá verður ofbeldi sá eini kostur sem okkur er eftir skilinn. Og með þvi að það er óiiklegt að við fáum vopn frá Vesturlöndum, þá þýðir stefna Reagansþaðaö verið er að færa okkur svertingja kommúnistum á silfurfati". áb tók saman. Áætlun um 30 kjamorku- vopnalaus ríki í Evrópu Kjarnorkuvopnalaust svæði frá Nordkap til Miðjarðarhafs beggja vegna svokallaðs járn- tjalds milli austurs og vesturs, svæði sem spannar 30 Evrópuríki og meira en 400 miljónir manna. Þetta er áætlun sem kynnt var i fyrri viku i Brussel af hópi þekktra manna frá sex löndum, Belgiu Hol- landi, Póllandi, Ung- verjalandi, Finnlandi og ítalíu. Það er áttræður belgiskur stjórnmálamaður úr röðum sósialista, Albert de Smaele, fyrrum fjármálaráöherra, sem hefur átt frumkvæðið að gerð sllkrar áætlunar. Hann hefur ferðast um Evrópu mánuðum saman til aö kynna hugmyndir sinar og vekja áhuga á þeim. Tilgangur De Smaeles er að safna nöfnum meðal áhrifa- manna i stjórnmálum, kirkju og menntastofnunum til stuðnings við áætlun sina sem hann siöan vill leggja fyrir öryggismálaráð- stefnu Evrópurikja i Madrid. Ef að hugmynd þessi ekki fær æskilegar viðtökur á þeirri ráðstefnu er það ætlun þeirra sem að henni standa að reyna að hafa áhrif á stjórnvöld i hverju landi eftir venjulegum þingleiðum. Nafnalistar komu fram frá þrem löndum um leið og áætlunin varkynnt: frá Póllandi, Belgiu og Italiu, og innan fárra daga bætast við listar frá þeim þrem löndum Albert de Smaele hefur frum- kvæði um gerð þessarar áætlunar. öðrum sem fyrr voru nefnd. A þriggja landa listanum eru 11 nöfn stjórnmálamanna, kirkju- höfðingja, blaðamannna, visinda- manna og rithöfunda. Aætlunin gerir ráö fyrir þvi að i áföngum fari fram kjarnorku- afvopnun i þeim 30 löndum sem um er að ræða — en það eru öll þau Evrópulönd sem ekki hafa smiðaö sér eigin kjarnorkuvopn — ellefu Natóriki, sex Varsjár- bandalagsriki og þrettán utan hernaðarbandalaga. I fyrsta áfanga ætti aö frysta allar framkvæmdir sem snerta kjarnorkuvigbúnað. 1 öðrum ætti aö skapa tryggingar fyrir þvi aö ekki verði skotiö kjarnorkuvopn- um á eða frá landi innan svæðis- ins. 1 þriðja áfanga ætti að taka öll erlend kjarnorkuvopn af svæðinu — sem og önnur erlend vopn hefðbundin. f Tillaga Þjódveldismanna: Fœreyingar segi upp samningnum við Þjóðveldishókkurinn I Fær- Ieyjum, sem hefur fullt sjálf- stæðieyjanna á stefnuskrá sinni ■ hefur lagt fram á lögþinginu Ifrumvarp um nýjan áfanga I sjálfstæðismálunum, sem miða einkum við að losna undan ýms- ■ um hæpnum uppákomum sem rtengjast aðild Danmerkur að Efnahagsbandalaginu, en Fær- eyjar eru ekki meö I EBE. Blaöiö 14. september gerir grein fyrir þessum tillögum nú fyrir skemmstu. Þar er i fyrsta lagi gert ráð fyrir þvi að sér- stakur færeyskur ríkisborgara- réttur sé upp tekinn — og er látið aö því liggja aö þar með gæti krókur komiö á móti bragði þeirra danskra EBE-manna, sem notfæröu sér jafnrétti viö Færeyinga á eyjunum til um- svifa I atvinnulifi þar. Nátengt þessari tillögu er svo það, að Færeyingar fái sér- stakan passa og að færeyska veröi eina viöurkennda tungu- máliö 1 öllum almennum við- skiptum i landinu. Þá vilja Þjóöveldismenn aö Færeyingar taki utanrikismálin I sinar hendur, þvi aö dönsk utanrikisstefna sé nú i rikum mæli löguð að þörfum Efna- hagsbandalagsins og þvl mjög óhentug Færeyingum. Þá er lagt til i frumvarpinu að sagt verði upp rammasamningi tsland og fjölþjóða- fyrirtæki Elias Davlðsson mun flytja er- indi um Island og fjölþjóöafyrir- tæki i Gagnfræðaskólanum á Höfn i Hornafiröi á morgun, 7. mal, kl. 20.30. Mun hann m.a. fjalla um upp- byggingu og starfshætti fjöl- þjóöafyrirtækja, pólitiskt vald þeirra (m.a. áhrif á lýöræði, efnahagslegt sjálfstæði rikja, þjóðlega menningu o.fl.) og stærsta erlenda félagið á tslandi. Alusuisse. Drepur hann þar meöal annars á umfang og rekstur ISAL, starfshætti, súráls- málið og spurninguna um þjóð- nýtingu. Eftir erindið verða almennar umræður og kaffi sötrað. Skýrslur, bækur, og timarit tengd efni erindisins munu liggja frammi til kynningar. Kjell Bækkelund með Sinfón- íu sveitinni Norski pianóieikarinn Kjeli Bækkelund leikur með Sinfóniu- hljómsveit tslands á tónleikum hennar annað kvöld, en þá verður flutt sama efnisskrá og hljóm- sveitin leikur á tóniistarhátiðinni i Wiesbaden i Þýskaiandi 15. mai nk. Kjell Bækkelund þarf vart aö kynna svo oft sem hann hefur leikiö hérlendis auk þess sem til hans hefur heyrst i útvarpi og sjónvarpi og hann hefur unnið til fjölda verðlauna viða um lönd. önnur verk á efnisskránni eru Minni tslands eftir Jón Leifs og Sinfónia i d-moll eftir Cesar Frank. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat. Sá rétti Maron Hér i Þjóðviljanum birtist i gær litil afmælisfrétt vegna sjötugs- afmælis Marons Björnssonar i Sandgerði þann dag. Sá böggull fylgdi skammrifi að fréttinni fylgdi mynd af allt öðrum manni. Ekki má minna vera en við biöjum Maron afsökunar á þess- um leiðu mistökum cg skal þaö gert hér með. 1 dag fylgir mynd af Maron sjálfum. Maron Björnsson var um langt árabil formaöur Verkalýðs- og sjómannafélags Miðneshrepps, og á að baki mikið starf i verka- lýöshreyfingunni. Umboösmaður Þjóöviljans var Maron lika lengi og sendum við honum góöar afmæliskveðjur meö þökk fyrir liðsinni fyrr og siöar. Hér eftir mun myndin af Maren veröa geymd i sérstöku hólfi á Þjóöviljanum svo komandi kyn- slóðir ruglist ekki i þvl, hver sá rétti Maron var.( I EBE Í • þeim sc .i ? a. -eyingar gerðu við Efnahays-'£ndala6ið árið 1977, og er sú röksemd til færð, að EBE hafi ekki staðiö við þennan I samning að sinu leyti og standi hann i vegi fyrir þeirri nýtingu fiskimiöa sem Færeyingar keppa að. -áb |

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.