Þjóðviljinn - 06.05.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 6. mai 1981 / Olafur Ragnar Grímsson um lögin um verðlagsaöhald Afskipti ríkisstjórnarinnar af verðlagsmálum minnkuð Efnahagsfrumvarp rfkis- stjórnarinnar veitir fyrirtækjum, markaösöflum og veröiagsyfir- völdum meira frjálsræöi viö veröákvaröanir en rikt hefur til þessa og afskipti rikisstjórnar af verölagsmálum eru minnkuð, sagöi Ólafur Ragnar Grimsson, form. fjárhags- og viöskipta- nefndar efri deiidar Aiþingis, I umræöunum um efnahags- frumvarp rikisstjórnarinnar s.l. fimmtudagskvöld. Hér á eftir fara kaflar úr ræöu Ólafs Ragnars: Það hefur aðeins verið vikið hér i ummælum hv. þm. Eyjólfs Konráðs Jónssonar að ummæl- um, sem prófessor Jónatan Þór- þingsjá mundsson viðhaföi á sameigin- legum fundum þessara nefnda um stjórnarskrárbrot, sem fælist I þessum lögum. Ég held að viö, sem vorum staddir á þessum fundi, munum lengi minnast þeirra oröaskipta, þegar fyrrv. prófessor i lögfræði, dr. Gunnar Thoroddsen og núv. prófessor Jónatan Þórmundsson, skiptust á lagaskýringum og ég verö nú að segja með allri virðingu fyrir prófessor Jónatan, að mér fannst nú dr Gunnari fyrrv prófessor og núv. hæstv. forsætisráöherra veita mun betur I þeim lagaskýr- ingum. Hins vegar er rétt, að það komi hér fram fyrst á annað borð er verið að vitna hér i þennan fund og mér finnst nú leitt, að hv. -þm. Éyjólfur Konráö Jónsson skyldi ekki gera það, þegar prófessor Jónatan Þórmundsson var siðan spurður aö þvi hvort Tíminn í dag Nýtt útlit — Nýtt efni Nýr Timi Timinn er örugglega i takt við þig. Hefurðu séð hann eftir breytinguna? Er Timaskortur vandamál hjá þér? t>að leysirðu með þvi að gerast áskrifandi að Tímanum. síminn er 86300 Ertu orðinn áskrifandi? Náðu þér i eintak Nýr og betri Timi á næsta blaðsölustað Tíminn i nýjum búningi Áskriftarsíminn 86300 þau ummæli, sem hv.þm. Geir Hallgrimsson hefur viðhaft um þessi lög, eða það frv. til laga, sem hér er til umræðu muni leiða til lögreglurikis, þá tók prófessor Jónatan Þórmundsson algerlega af skarið með það, að þessi um- mæli hv. þm. Geirs Hallgrims- sonar gætu á engan hátt staðist og var það rojög ánægjulegt að þeir voru samála um þaö, bæði núv. og fyrrv. prófessorar á nefndarfund- inum, aö þessi ummæli hv. þm. Geirs Hallgrimssonar gætu á engan hátt staðist. Ég ætla nú ekki að blanda mér inn I þær deilur, sem hér fóru fram milli hv. þm. Eyjólfs Konráðs Jónssonar og forsætis- ráðherra, en hitt vona ég þó, að menn virði, sem almennt eru fylgandi þeirri efnahagsstefnu, sem hv. þm. Eyjólfur K. Jónsson hefur fylgt, að i 1. gr. þessa frv. er fyrirtækjum, markaösöflum og verðlagsyfirvöldum veitt meira frjálsræöi við verðákvarðanir en rikt hefur til þessa. Hingað til hef- ur það verið vaninn, aö ákvarðan- iraf þessu tagi væru bornar undir rikisstjórn hver og ein og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins hefur t.d. haft þau ummæli að slikt kerfi sé eins kon- ar ráðstjórn i verðlagsmyndun. En með þessu frv. er vikiö frá þessu kerfi. Afskipti rikisstj. af verðlagsmálum eru minnkuö, sem því nemur að i staö einstakra afskipta áður af sérhverri veröákvörðun er nú tekin upp almenn regla, sem fyrirtækjum og verölagsyfirvöldum veröur siöan veitt svigrúm til þess að fara eftir. Og ég held, að það sé þess vegna fyllilega alveg i anda þessarar nýju aðferðar, sem lagt er til i þessu frv. að verði lögfest sem hæstv. forsætisráðherra hér áðan gefur ekki yfirlýsingar um það, hvaða fyrirtæki ættu ekki að fá hækkanir i samræmi við þær tölur sem ákveðnar verða i verðmiöuninni vegna þess að með Ólafur Ragnar Grimsson. þessu frv. er rikisstj. aö afsala sér þvi valdi, sem hún hefur haft til þessa og sú ákvöröun hæstv. forsætisráðherra aö veita ekki þau svör, sem hv. þm. Eyjólfur K. Jónsson óskaöi eftir hér, er þess vegna fyllilega i samræmi við þann anda, sem I þessari frvgr. er, aö það verður ekki lengur i verkahring ráðh. að gefa slikar yfirlýsingar um einstök fyrirtæki, heldur verður það i höndum verð- lagsyfirvalda. Og það væru meiri pólitisk afskipti af verðákvörðun I landinu en farið er fram á i þessu frv., ef einhverjir ráðh. færu nú að gefa slikar yfirlýsingar. Það getur vel veriö, að ég og þm. Alþb. vildu kannske, að stjórnmálamenn hefðu þau völd, sem mér fannst hv. þm. Eyjólfur K. Jónsson vera að óska eftir hér áðai^en i frv. er beinlinis lagt til, að það verði horfið frá þvi kerfi, sem hér hefur rikt og rlkisstj. fari ekki lengur að blanda sér inn i einstakar verðákvaröanir einstakra fyrirtækja, heldur setji almenna reglu sem verölagsyfir- völdum og fyrirtækjunum sjálf- um verður siðan falið að framkvæma. Ég er ekki viss um, að þessi skilningur hafi komið nægilega vel fram i umr. um þetta frv., en ég vona þó, að það verði mönnum nokkuð til skýr- ingar á þvi að hér er horfið frá þeim rikulegu, pólitisku afskipt- um af verölagsákvöröunum einstakra fyrirtækja, sem tiökast hafa, bæði I þessari rikisstj. og öörum og yfirlýsingar einstakra ráðh. um verðviömiö einstakra vörutegunda eða fyrirtækja sér- staklega er ekki i samræmi við anda þess frv., sem hér er lagt til að verði samþykkt. — þig Innanhússátök í þingsölum Frosið fyrir skilningar- vitin á Eykon? — spurði forsætisráðherra Snörp orðaskipti urðu milli Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S) og Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra í umræðum um efnahags- málafrumvarp rikisstjórnarinnar er það var til afgreiðslu I efri deild Alþingis s.l. fimmtudags- kvöld. Orðaskiptin eru lýsandi fyrir þau vigaferli sem eiga sér stað innan Sjálfstæðisflokksins og endurspegla þá gagnkvæmu and- tíð og jafnvel fyrirlitningu scm hinir striðandi armar hafa á hvor öðrum. Eyjólfur Konráð krafði for- sætisráðherra svara er hann mælti fyrir nefndaráliti ihalds- mannanna i' fjárhags- og við- skiptanefnd, um hvaða fyrirtæki það væru i landinu sem þyrftu meira en 8% hækkun, en hin al- menna stefna rikisstjórnarinnar er að leyfa ekki meira en 8—10% hækkun á vöru og þjónustu nú. Gunnar Thoroddsen sagði i svari si'nu, að spurning þing- mannsins væri næsta furðuleg og væri hann alveg undrandi á að þingmaöurinn leyföi sér að bera fram svona vitlausa fyrirspurn. Hvernig dytti honum i hug að maður gæti farið að telja upp öll þau fyrirtæki i landinu sem þyrftu meir en 8% hækkun áður en það væri metið af réttum verðlags- yfirvöldum. Verðlagsyfi rvöld yrðu að meta og skoða hvert ein- stakt fyrirtæki og athuga sjálf hve hækkunarþörf in væri mikil og væri þvf hrein fjarstæða að bera fram svona fyrirspurn. Gunnar Thoroddsen sagði jafn- framt, að þessi þingmaður (Eykon) væri einhver furðuleg- asti þingmaður sem hann hefði kynnst. Hann krefðist þess að fyrirspurnum væri svarað en svo hlustaði hann ekki á orð af þvi sem sagt væri. Orðrétt sagði Gunnar Thoroddsen að lokum: Það er augljóst hverjum manni, sem eitthvað vill hugsa um þessi mál hleypidómalaust og án þess að það sé eins og frosið fyrirskilningarvitin á þeinyað við það mat, sem mun fram fara á fyrirtækjunum á næstunni, þurfa fyrirtækin misjafnt miklar hækk- anir og ég mótmæli þvi gersam- lega þeirri kenningu hv. siðasta Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.