Þjóðviljinn - 22.05.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.05.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. inai 1981 DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóöfrelsis l Igeíandi: Utgáluiélag Þjóöviljans. l'ramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ititstjórar: Arni Bergmann. Einar Kari Haraldsson, Kjartan Olafssoii. Auglvsingastjóri: Þorgeir olaisson l msjónarmaöur suuniidagsblaös: Guöjón Kriöriksson. Afgreiöslusljóri: Valjior Hlööversson Klaóumenn: Allheiftur Ingadóttir, Ingibjörg Haraidsdóttir, Kristin Aslgeirsdottir, Magnus H. Gislason. Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttalréttamaöur: Ingoliur Hannesson i tlit og liönniin: Guöjon Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. l.jósmvndir: Einar Karlsson. Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prólarkalestur: Andrea .Jonsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhtldur Bjarnadóttir Skrifstofa: Guðrun Guövaröardóttir. Jóhannes Harðarson. Algreiösla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: olól Halldorsdottir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Baröardóttir. Fökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Fálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, algreiðsla og auglýsingar: Síöumúla (i, Keykjavik. simi 8 13 iiii. Frentun: Blaðaprent hf.. Út úr vítahringnum • Opinber bandarísk stofnun, I nternational Communications Agency hefur nýlega gert könnun á skoðunum íbúa Vestur-Evrópu á öryggis- og varnarmál- um. Niðurstaðan er í stórum dráttum sú, að Vestur - Evrópumenn séu i vaxandi mæli að snúa baki við þeirri stefnu sem nú ræður húsum Washington: en hún er, eins og kunnugt er, fólgin í þvf að mæta sambúðarvanda við austurblökkina með stóraukinni hervæðingu og þeirri hörku í samskiptum, sem i raun gerir allt tal um slökun og samvinnu yfir landamerki tvískiptrar álfu mark- leysu. • Vinir Natógeta huggaðsig við það, að drjúgur meiri- hluti íbúa Vestur-Evrópu telur hernaðarbandalagið nauðsyniegt. Þeir geta einnig vísað til þess, að sam- kvæmt könnun I CA er andúð á Sovétríkjunum jaf nvel enn útbreiddari en stuðningur við Natóaðild. Mjög fáir hafa trú á friðartilboðum sovéskra ráðamanna, þeim hefur f jölgað stórlega og eru nú í algjörum meirihluta í flestum löndum sem könnunin nær til, sem telja Sovét- ríkin háskasamleg heimsfriði. Er þá vitnað til hernaðar þeirra í Afganistaa tvísýnu um framtíð Póllands og einnig það, hve nálægt sovésk hernaðarmaskína er olfu- lindum Persaflóans. Það kemur einnig fram, að aldrei hafa Sovétríkin verið jafnf jarri því og nú, að vera pólitísk f yrirmynd verulegum hluta íbúa Vestur-Evrópu. • En um leið leiðir þessi bandaríska könnun það greinilega í Ijós, að þeirri hreyfingu er mjög ört að vaxa fiskur um hrygg, sem gengur gegn vilja þeirra sem ráða ferðinni í Nató og Bandaríkjunum. Það er aðeins lítill minnihluti sem vill fara að óskum þessara aðila um-auk- inn vígbúnað, meiri útgjöld til hermála, ný vopnakerfi. Þessi minnihluti er stærstur í Bretlandi járnfrúarinnar, — þar vilja um 33% efla herinn. I öðrum löndum eru slíkir menn sýnu færri. Yf irgnæfandi meirihluti vill ann- aðhvort óbreyttan vígbúnað (en það finnst Nató hvergi nærri nóg) eða frumkvæði til niðurskurðar. Þessir skoðanahópar eru 72% Vestur-Þjóðverja og 82% Hollendinga, svo dæmi séu nefnd. • Þetta finnst mönnum Reagans forseta óskiljanlegt. Af hverju, spyrja þeir hvað eftir annað, vilja Evrópu- mennekki mæta þeim Sovétrfkjum sem þeim í mörgum greinum stendur stuggur af með hervaldi? Eru þeir svona hræddir? Ætlaþeirað„f innlandísera sig" eins og það heitir? • Aðrar skýringar eru þó nærtækari. Og verður sú efst á blaði sem segir, aðeftirmeira en þrjátíu ára vígbúnað- arkapphlaup við austurblökkina hafi Evrópumenn týnt trúnni á að vígbúnaður geti nokkurn vanda leyst. Þvert á móti: menn gera sér, ekki síst þeir sem taldir eru f ylgj- ast best með, betur grein f yrir því en oftast áður, að víg- búnaður er kominn á það stig, að þær hindranir sem reynt hefur verið að byggja upp til að draga úr líkum á kjarnorkustyrjöld fara ört lækkandi. • Breska blaðið Guardian vék einmitt að því f leiðara fyrir skömmu, að bresk samtök, sem hafa lengi barist yfir einhliða frumkvæði Breta um kjarnorkuafvopnun, CND, hafi fengiðnýjan byr í vængi. Blaðið minnir á það, að lengi haf i menn sagt sem svo, að slík f rumkvæði væru einungistil skaða — árangur gæti ekki náðst nema með tvíhliða samkomulagi milli risanna tveggja sem um kjarnorkugikkina halda. En, segir biaðið: þessi kenning hefur verið ráðandi í heila kynslóð, og hún hefur ekki skilað neinum árangri: vopnabúrin hafa aldrei verið stærri, viðræður um niðurskurð á þeim aldrei árangurs- minni. Ef aðkenningin um „tvíhliða samkomulag" ber ekki árangur, segir Guardian, ef Evrópumenn geta ekki þvingað risanna til að koma sér að samningaborði, þá getur sú hreyf ing að Vestur-Evrópa fari eigin leiðir í af- vopnunarmálum orðið ómótstæðileg. • Vestur-Evrópumenn trúa hvorki á vopnaskak Reagans né fagurgala Brésjnéfs, þeim finnst stríðs- hætta vofa yfir en hafa tapað trúnni á hefðbundin víg- búnaðarsvör Nató viðslíkum háska. Allt bendir þetta til merkilegrar hugmyndagerjunar, sem vonandi hjálpar mönnum til að móta þá kosti fyrir álfuna sem dugi til að koma henni út úr þeirri stöðu að vera einskonar gfsl á milli tveggja risa og fyrsti vettvangur gjöreyðingartóla þeirra. — áb klippt I Bolabrögð j ihaldsins \ i félagsstatfi IÞað eru einkenni á ihalds- mönnum að beita bolabrögðum i félagsstarfsemi. Þetta þarf svo Isem engum að koma á óvart. Þeir sem vilja byggja þjóðfélag á þeim grunni að fáir útvaldir geti arðrænt allan hinn vinnandi J fjölda, þeir sem leggja þann I skilning i frelsi að það eigi að INafn Matthiasar Johannessen falsaft á félagaskrá Taflfélags ■ Seltjarnarness. Ivera frelsið til að græða, þeir eru lika reiðubúnir að nota • hvaða meðöl sem vera skal i Ipólitisku félagsstarfi. Morgunblaðinu finnst það til marks um þróttmikið starf ■ ungra sjálfstæðismanna, þegar Inokkur hundruð ungmennum er smalað á fund til þess eins að kjósa ákveðinn formann. Fæst • af þessu fólki er i Heimdalli eða Ikærir sig um það. Og þess eru dæmi að borið er fé á unglinga til að taka þátt i þessum hana- * slag i Heimdalli. I" Guftný Jónsdóttir: Skipta þarf um alla forystu Sjálfstæftisflokksins. j Falsaðar ! félagaskrár IEnginn hefur út af fyrir sig verið að fárast út af þessu. Það dettur nefnilega engum i hug að ■ gera félagslegar siðgæðiskröfur Itil ihaldsins. Þeir um það hvort þeir t.d. nota þá aöferð aö fá Pétur og Pál út i bæ til að raða * hjá sér á framboðslista. En 1 þegar þeir flytja með sér félags- legan óþverraskap i samtök sem eru ekki stiórnmálafélöe. eins og til dæmis taflfélögin i landinu, þá er það mál sem alla varðar. Auðvitað hafa ýmsir forkólfar ihaldsins misnotað iþróttahreyfinguna i eigin framapotsþágu, t.d. i próf- kjörum og til auglýsinga á sjálf- um sér. En út yfir gengur þegar farið er að innleiða þau vinnu- brögð ihaldsins i taflfélög að falsa félagaskrár. Matthias Jo- hannessen segir i Morgun- blaðinu i fyrradag að fréttir um að nöfn hans og fleiri hafi að þeim óforspurðum verið færð á félagaskrá Taflfélagsins á Sel- tjarnarnesi flokkist undir skrýtlur með morgunkaffinu. Vinnubrögð sem Matthias kannast við Og vafalaust er Matthias svo vanur þessum vinnubrögðum úr völundarhúsi Geirsarmsins að hann kippir sér ekki mikið upp við það þótt farið sé frjálslega með nafn hans. En þeir sem af alúð og umhyggju vilja byggja upp heilbrigt skáklif á tslandi lita þetta tiltæki ihaldssmal- anna alvarlegum augum. Sú krafa hlýtur þvi að vera gerð til forráðamanna Taflfélagsins á Seltjarnarnesi að þeir upplýsi hverjir standi að slikum föls- unum. Matthiasar- armurinn Innanflokksátökin i Sjálf- stæðisflokknum eru sifellt að færast i aukana,enda styttist nú i landsfund, ef menn gefast þá ekki alveg upp á þvi að koma fundinum á. Nýlega var haldið landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna i Reykjavik. Á þinginu kom greinilega fram að konurnar skiptust i hina ýmsu arma eftir þvi hvern þær styðja til formanns. Ekki var þó ljóst hvaða armur átti mest fylgi sjálfstæðiskvenna, en hugmyndin um Matthias A. , Mathiesen sem næsta formann átti þar mikinn hljómgrunn. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá þvi að Matthias eigi mikið fylgi i Borgarfirði, en þar dvelur hann löngum á sumrin. Enda er lik- legtað Guðný Jónsdóttir fulltrúi frá Akranesi sé i Matthiasar- arminum, en samkvæmt frá- sögn Morgunblaðsins hefur hún þetta að segja um forystu Sjálfstæðisflokksins: „Skipta þarf um alla forystuna,y ,,Min skoðun er sú, að skipta þurfi um alla forystuna i flokkn- um, ef á að reyna aö sameina hann á ný”. Rér er talað tæpi- tungulaust. Það á sem sagt að reka alla forystuna, hvorki meira né minna. Það er ekki von að hin almenni kjósandi i landinu ljái fylgi sitt við menn sem flokksbundnir menn i trún- aðarstöðum flokksins telji að eigi að reka alla á einu bretti. ----------------------------1 En kunnugir telja þó að með { þessu sé Guðný að taka afstöðu , með Matthiasi i formannskjör- | inu. En það voru fleiri á fundinum sem lögðu áherslu á að „skipta , um alla forystuna i flokknum”. i Einstaka raddir komu fram um það að konurnar ættu að taka þar öll völd. Unnur Benedikts- ■ dóttir frá Sjálfstæðiskvenna- | félagi Árnessýslu benti til dæmis á það hversu miklu úrval* I ágætiskvenna flokkurinn hefði á að skipa, sem gætu tekið við for- , ystunni. Skv. frásögn Morgun- blaðsins segir Unnur: Unnur Benediktsdóttir: Sjálfstæðisfiokkurinn á fjöl margar úrvalskonur brenn- andi af sjálfstæftisáhuga!! Matthiasararmurinn I Sjálf- stæðisflokknum eflist. ,Brennandi af sjálfstæðisáhuga ”\ ,,Við eigum fjölda kvenna sem eru mjög frambærilegar til forystu á ýmsum sviðum og standa þær karlmönnunum ekk- ert að baki nema siður sé. Tök- ! um t.d. þessar glæsilegu konur sem voru með framsöguerindi hér á þinginu. Þær fluttu fram- úrskarandi og ógleymanlegar ! ræður sem voru ekkert þvöglu- mælt fagurgalaskvaldur. Ragn- hildur Helgadóttir og Sigurlaug ] Bjarnadóttir eru þekktar fyrir ! að vera aldrei með neitt öfund- J sýkismærðartal. Svanhildur I Björgvinsdóttir frá Dalvik, I mikil hugsjónakona, og Sigriður J Þórðardóttir, hinn ungi og ■ glæsilegi oddviti Grundar- I fjarðar, allar voru ræður þeirra I rökfastar, og fluttar á kjarn- , góðu og þróttmiklu máli. Slikar ■ konur þurfa að vera i forystu, að I ég tali nú ekki um formann I okkar, Margréti S. Einars- , dóttur, sem mér finnst sköru- ■ legur og traustvekjandi forystu- I maður og svo hinn ötula for- I mann Hvatar, Björgu Einars- , dóttur, sem er alveg brennandi ■ af sjálfstæðisáhuga”. Bó og skorio Samdráttur í bílainnf lu tningi Samkvæmt skýrslu frá Hagstofu islands, hefur orftift samdráttur i bílainnflutningi tslendinga fyrstu þrjá mánuði ársins, ef miftaft er vift innflutning á biium á sama tima i fyrra. t skýrslu þessari kemur fram aft i fyrra voru fluttir inn 2.035 nýir fóíksbilar á tima- bilinu jan. -mars, en nú nær tala þeirra afteins 1.307 þaft sem af er árinu. Mest er flutt inn af bilum frá Japan, Sovétrikjunum og Frakk- landi. Vert er aö geta þess við þennan samanburð aö bilainnflutningur tslendinga var óvenjumikill á fyrstu 6 mánuðum ársins i fyrra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.