Þjóðviljinn - 22.05.1981, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. mal 1981
Umbætur í 1------1
vegamálum nauð-
synlegustu og arð-
bærustu fjárfesting-
ar í þjóðfélaginu
Eins og greint hefur veriö frá
hér á þingsíðunni þá var vega-
áætiunin til afgreiðslu á Alþingi
nylega. Geir Gunnarsson, (AB),
formaður fjárveitingarnefndar
mælti fyrir nefndaráliti meiri-
hluta nefndarinnar þar sem hann
greindi helstu atriði vegaáætlun-
arinnar. Hér fer á eftir hluti af
ræöu hans sem hann flutti við
þetta tækifæri.
Eitt af viðkvœm-
ustu þingmálunum
Það er jafnan svo við afgreiðslu
vegáætlunar að glöggt kemur i
Ijós, að þar er f jallað um það mál-
efni sem hvað viðkvæmast er
þingmönnum. Ég hefi þá reynslu,
að enda þótt afgreiösla fjárlaga
sé að sjálfsögðu umfangsmeiri og
spanniyfirfjölþættara svið en af-
greiðsla vegáætlunar, þá sé af-
greiðsla vegáætiunar þó að ýmsu
leytierfiðariog vandrataðri leiðir
til þess samkomulags um skipt-
ingu fjármagns og heildaraf-
greiðslur, sem jafnan er leitað
eftir. Enda taka allir háttvirtir
alþingismenn þátt i þeirri skipt-
ingu fjármagns innan einstakra
kjördæma sem f járveitinga-
nefndin leggur siðan fram sem
sinar tillögur, og nákvæmlega er
vegið og metið hvert hver einasta
króna fer.
í greinargerð með þeirri þings-
ályktunartillögu um vegáætlun,
sem hér er til afgreiðslu, var tdc-
ið fram að nauðsynlegt kynni að
reynast að taka rammaskiptingu
vegáætlunarinnar til endurskoð-
unar ef verðlagsforsendur rösk-
uðust. Þjóðhagsstofnun hefir nii
sent frá sér nýja spá um þróun (
verðlags 1981 og er samkv. henni
talið að meðalhækkun verðlags
milli áranna 1980 og 1981 verði
52% f stað 42%, sem var forsenda
i þingsályktunartillögunni. Jafn-
framt er nií viö það miðað að
meðalverðlagshækkun frá
1981—1982 verf* 35% i stað 30% i
þingsályktunartill.
Þessar breytingar á forsendum
valda 7% hækkun á grunni áætl-
unarinnar fyrir árið 1981 og 15.2%
hækkun árin 1982—1984.
Afleiðingar þessara breyttu
verðlagsforsend na koma
óhjákvæmilega fram i bundnum
liðum vegáætlunarinnar og
myndu valda skerðingu á fram-
kvæmdaliðum áætlunarinnar ef
ekki væri séð fyrir hliðstæðri
hækkun tekna frá þvi sem gert er
ráð fyrir i þingsályktunartill.
Breytingartillögur nefndarinn-
ar eru miðaðar við þessar breyttu
verðlagsforsendur, og ennfremur
er nii gert ráð fyrir greiðsluhalla
á vegáætlun frá 1980 sem reyndist
3.300 þUs. I vetrarviðhaldi og 1.350
þUs. kr vegna lakari innheimtu
markaöra tdcna en gert hafði
verið ráð fyrir eða samtals 4.650
þús. kr.
Útgjöldin 2,1 %
þjóðarframleiðslu
Til þess að mæta þessum út-
gjaldaauka jafnframt þvi sem
miðað er við aö heildarUtgjöld til
vegamála nemi 2.1% af vergri
þjóðarframleiðslu og vöxtur
hennar verði 2.5% á ári, er i til-
lögum nefndarinnar gert ráð fyrir
aukningu tekna frá þvi sem
greinir i þingsályktunart illögunni
með þeim hætti, að bensingjald
verði hækkað einu sinni á þessu
ári, þ.e. upp Ur miðjum mai, i
þeim mæli sem lagaheimildir
leyfa, og að þungaskattur hækki
1. jUnf n.k. i' samræmi við hækkun
byggingavisitölu frá 1. jan. — 1.
april á þessu ári. Hækka þá
markaðir tekjustofnar Vegasjóðs
um 13.5 milj. kr 1981, en lántökur
munu hækka um 10.1 milj. kr. frá
þvi sem greinir i þingsályktunar-
tillögunni vegna aukinna lánveit-
inga frá Framkvæmdastofnun
rikisins og lánveitinga frá heima-
aðilum i' Eyjafirði. Lánveitingar
frá Framkvæmdastofnun rikisins
munu þá nema 25.8 milj. kr. i ár,
og gert er ráð fyrir hliðstæðum
lánveitingum á siöari árum veg-
áætlunarinnar.
Vegna breyttra verðlagsfor-
sendna og þeirrar auknu tekjuöfl-
unar sem fyrr er getið hækka
markaðir tekjustofnar frá áætlun
i þingsályktunartillögunni, svo
sem fyrr er sagt, um 13.5 milj. kr.
1981. Arið 1982 hækka þessir
tekjuliðir um 30.8 milj. kr., árið
1983 um 32.2 milj. kr. og 1984 um
33.3 milj. kr., en i þvi sambandi er
þess að geta, að verðlagsforsend-
ur eru þær varðandi árin 1982—’83
og '84, að gert er ráð fyrir 35%
meðaltals veröhækkun milli ár-
anna 1981 og 1982, en útgjalda- og
tekjutölur fyrir árin 1983 og 1984
eru settar fram á sama verð-
grunni og 1982, enda kemur veg-
áætlun til endurskoðunar á árinu
1983.
Þegar verðlagsforsendur hafa
verið endurmetnar nema heildar-
útgjöld til vegamála skv. till.
fjárvn.
á árinu 1981 411 milj.460 þús.kr.
á árinu 1982 582 milj. 300 þús.kr.
á árinu 1983 597 milj. 350 þús.kr.
á árinu 1984 612 milj. 500 þús.kr.
Nýmœli i
tillögunum
Það er nýmæli i tillögum fjár-
veitinganefndar að lagt er til að
halda eftir óskiptu fjármagni til
nýframkværiTda á siðari árum
áætlunarinnar, þ.e. 10% fjár-
magnsins á árinu 1982 og 20% á
árinu 1983, en fjárveiting á síð-
astaári er öll óskipt að öðru leyti
en þvi að framlagi til sérverkefna
er skipt á einstakar framkvæmd-
ir einnig á árinu 1984.
Þessi tillaga að skipta ekki öllu
fjármagni til nýframkvæmda á
árunum 1982 og 1983 er gerð i þvi
skyni að draga úr llkum á þvi að
endurskoða þurfi vegáætlun ár-
lega eins og þurft hefir að gera
undanfarin ár, auk þess sem auð-
veldara ætti að vera ef þessi regla
er notuð að standa aö reglubund-
inni endurskoðun annað hvert ár.
Gert er ráð fyrir þvi að þvi
óskipta fjármagni til fram-
kvæmdaþátta, sem ekki er bundið
við ákveðin kjördæmi verði ráð-
stafað i samráði við fjárveitinga-
nefnd, en óskiptu fjármagni til
stofnbrauta og þjóðbrauta verði
ráðstafað til almennra verkefna i
hverju kjördæmi samkvæmt
ákvörðunum þingmanna viðkom-
andi kjördæmis.
Við gerð siðustu vegáætlana
hafa verið notaðar ákveðnar hlut-
fallstölur tilað ákvarða skiptingu
fjármagns milli kjördæma, ann-
ars vegar i stofnbrautir og hins
vegar i þjóðbrautir og var þá
miðað við umferðog ástand vega-
kerfis eins og það var 1976. Fjár-
veitinganefnd endurskoðaði þær
reglur sem lágu til grundvallar
þessum hlutfallstölum bæði út frá
þvi sjónarmiði að umferð og
ástand vegakerfis innan ein-
stakra kjördæma hefir breyst, og
hins vegar var endurskoðað gildi
einstakra þátta sem áhrif hafa á
hlutfallstölur.
Niðurstaðan var sú að sam-
þykkt var i nefndinni með öllum
atkvæðum gegn einu að breyta
þessum hlutfallstölum nokkuð og
nota einn aukastaf i útreikningum
hlutfallstölunnar en áður höfðu
verið notaðar heilar tölur.
Vegna þess að fyrir árið I ár er
um að ræða endurskoðun fjár-
veitinga, sem þegar hafði verið
skipt i fyrri vegáætlun er eldri
hlutfallstala látin gilda áfram i
ár, og ákveöið var að fyrir árið
1982 gilti meðaltal fyrri hlutfalls-
tölu og nýrrar, en síðan ný hlut-
fallstala Ur þvi.
Hér er um að ræða eitt við-
kvæmnismálið við skiptingu
vegafjár, en þess ber að geta, aö
þessar hlutfallstölur ráða þó ekki
skiptingu nema hluta fram-
kvæmdafjárins, þvi að fjárveit-
ingar til bundinna slitlaga, sér-
verkefna og brúa nema talsvert
hærri upphæðum en fjárveitingar
til stofnbrauta og þjóðbrauta.
Brýnustu
verkefnin
Þegar rætt var i fjárveitinga-
nefnd um brýnustu verkefni i
vegamálum komu óhjákvæmi-
lega til sérstakrar athugunar þeir
hlutar vegakerfisins þar sem
vegfarendum stafar tiðum lifs-
hættaaf skriðuföllum, grjóthruni
og snjóflóðum en þar er einkum
um að ræöa ólafsfjaröarmúla,
Ólafsvíkurrenni og Óshlið milli
Bolungarvíkur og Isafjarðar.
Á öllum þessum stöðum standa
nú yfirathuganir og rannsóknir á
þeim valkostum sem til greina
koma til úrbóta og kostnaði við
þá. Meðan þessum störfum er
ólokið er ekki unnt að gera neinar
raunhæfar tillögur um fram-
kvæmdir eða röðun þeirra, en
ljóst er að um er að ræða mjög
kostnaðarsamar framkvæmdir.
Lausleg ágiskun bendir til að
heildarkostnaður yrði um 200
milj. kr. á verðlagi i ár, eða um 20
miljarðar gamalla króna.
Umbœtur í
vegamálum
arðbœrustu
fjárfestingarnar
Óhætt er að fullyrða að sam-
staða er meðal þingmanna um, að
varanlegar úrbætur i vegamálum
eru einhverjar nauðsynlegustu og
arðbærustu framkvæmdir sem
þjóðin getur staðið að, og er þá
ekki einungis um að ræða kalda
arðsemisútreikninga heldur eru
áhrif bættra samgangna mikil-
væg I félagslegum efnum og geta
fremur en flest annað skipt sköp-
um um byggðajafnvægi og fé-
lagslegt jafnrétti meðal ibúa
landsins.
Ýmsar aðstæður geta valdið þvi
að ekki reynist unnt að leggja fé
til þessara nauðsynlegu fram-
kvæmda i' þeim mæli sem al-
mennt er sóst eftir, enda er i
mörg horn að líta um fram-
kvæmdir j heilbrigðismálum
orkumálum, skólamálum og öðr-
um þáttum samgöngumála en
vegamálum, og til skamms tima
hafði sú þróun staðið um alllangl
árabil, að fjárveitingar til ný
framkvæmda i vegamálum rýrn
uðu að raungildi ár frá ári.
Á þessu varð mjög veruleg
breyting meö samþykkt vegáætl
unar 23. mai 1979, þegar fjárveit
ingar til nýbygginga vega voru
auknar svo, að á sl. ári jukust ný
framkvæmdir að raungildi um
52% frá næsta ári á undan.