Þjóðviljinn - 22.05.1981, Page 9
S SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudafiur 22. maí 1981
Föstudaftur 22. maí 1981 ÞJÓDVILJINN — StDA 9
Heimsókn t
Svartsengi:
rj
Svartsengisstööin, alislensk hönnun. (Ljösm. eik).
Islensk hönnun sem
vekur heimsathygli
Ef þaö vatn, sem Suöurnesiamenn keyptu af Hita
veitu Suðurnesja í Svartsengi á árinu 1980 hefði verið
hitað upp með olíu/ hefði þurft til þess um 20.000lestiraf
því svartagulli. Og miðað við olíuverð og þá upphæð sem
Suðurnesjamenn greiddu fyrir vatnið frá hitaveitunni
1980 spöruðust um 4 miljaðar gkr.
Tölurnar eru þær að Suðurnesjamenn greíddu 1/5
miljarð gkr. 1980 fyrir heitavatniðen 20.000 lestir af oliu
kosta nærri 5,5 miljarða gkr. Hér er því ekki um neina
smápeninga að ræða.
Það sem meira er: Hitaveitan og rafmagnsframleið-
slan í Svartsengi er algerlega íslensk hönnun, sem vakið
hefur heimsathygli. Rafmagnsframleiðslan í Svartsengi
kostar nákvæmlega ekki neitt, umfram stofnkostnað i
tækjum til hennar, vegna þess að sama gufan og fer til
hitaveitunnar er notuðtil að snúa rafal og framleiða raf-
magn, allt að 8 megavött.
Bragi Eyjólfsson, yfirvélstjóri í Svartsengi, fyrir framan lfkan af stöö-
inni í anddyri stöðvarhússins. (Ljósm. -eik-)
Hitaveitan í
Svartsengi
sparar Suð-
urnesja-
mönnum
nærri 4
miljarða
gkr. á ári
Tiðindamenn Þjóðviljans sóttu
hitaveituna i Svartsengi heim
fyrir nokkru og það var yfirvél-
stjórinn á staðnum, Bragi
Eyjólfsson sem geröist leiðsögu-
maður okkar og útskýrði starf-
semina. Þvi miður skortir undir-
ritaðan kunnáttu til aö koma frá-
sögn Braga á tæknihlið mála til
skila svo eitthvert vit verði i. En
Sjórinn og gufan eru skilin að,
18% gufa og 82% sjór (Ljósm. -
eik-)
úr borhoiunum kemur upp heitur
sjór, sem með sérstökum tækjum
er skilinn að þannig, að eftir
verður 18% gufa og 82% sjór og er
gufan um 155 til 160 gráðu heit.
Sjórinn er svo leiddur i lágþrýsti-
skilju og breytt þar i gufu, sem
skilar 50 til 65 gráðu heitu vatni Ur
forhitaranum, en öfugt við Hita-
veitu Reykjavíkur er Hitaveita
Suðurnesja forhitunarstöð.
Rafmagnsframleiösla er sem
fyr.rsegir8 megavöttog 7 mánuði
ársins kaupir Landsvirkjun 6
megavött af Svartsengisstöðinni,
en i 5 mánuði er ekki um aðra raf-
magnsframleiðslu að ræða en þá
sem stöðin sjálf þarf á að halda.
Botnhiti i borholunum er 240
gráöuroger þar um „massa” að
ræða, sem skilst siðan i gufu og
sjó á leiöinni upp. Mikil kisilgúr-
felling verður i holunum og þvi
þarf að loka þeim með vissu
miilibili og hreinsa þær út. Nú
hafa verið gerðar tilraunir með
að hreinsa þær meðan á blæstri
þeirra stendur og hafa þær til-
raunir gefist vel. Þannig gæti svo
fariö, að i framtiðinni þyrfti ekki
að loka þeim meðan verið er að
hreinsa burtu kisil.
Orkuverin i Svartsengi eru tvö
og framleiðir orkuver 1. 50 mega-
vöttog aðauki 2 megavött af raf-
magni. Orkuver 2. er ekki full-
byggt, en þegar svo verður mun
það framleiða lOOmegavötti hita
og 6 í rafmagni. Orkuþörf fyrir
Suðurnes og Keflavikurflugvöll er
talin vera 92 megavött af heitu
vatni.
Potturinn sem heiti sjórinn er
tekinn úr, er fremur litið þekktur
og þvi standa nú yfir vatnsborðs-
mælingar á svæðinu. Hafa verið
boraðar 3 tilraunaholur i þessu
skyni. Eitt aöal atriðið er að
kanna hve ört hann fyllist fyrir
það sem tekið er i orkuverið.
Ljóst er að háhitasvæði það,
sem orkuverið i Svartsengi
stendur á, en það nær þvert yfir
Reykjanesskagann, gefur mikla
mtfeuleika á margskonar iðnaði.
Saltverksmiðja er á leiðinni, sem
kunnugt er og hugmyndir um il-
ræktarver á þessu svæöi hafa
verið viöraðar. Saltverksmiðjan,
ilræktarver, eða hvaða starfsemi
sem þarna myndi nýta jarðhit-
ann, getur um leið verið sjálfu sér
nóg hvað rafmagn snertir, þvi
eins og áður segir kostar raf-
magnsframleiðslan ekkert nema
stofnkostnað I tækjum til raforku-
framleiðslu.
Við orkuverið i Svartsengi
vinna nú 11 menn, þar af 6 vél-
stjórar. Orkuver 2. er i byggingu
og er nú unnið við það af fullum
krafti. Eittatriði veldur mönnum
dálitlum heilabrotum, en það er
sú mikla kisilmyndun, sem
verður i lóni þvi sem úrgangs sjó
frá stöðinni er dælt i. Kisilmynd-
unin er svo mikil, að kisillinn
lokar hrauninu og vatnið rennur
ekki niður. Enn sem komið er, er
ekki um vandamál að ræða og
eins er bent á að alltaf megi opna
rennu úr lóninu út i sjó. Eins
kemur til greina að reyna að nýta
kisilinn eitthvaö og verður þetta
mál allt kannað betur, þegar frá
liður.
Það er dáli'tið furðulegt að á
sama tima og menn tala um
ævintýrið i Svartsengi, skuli
menn tala um martröðina við
Kröflu. —S.dór
Möguleikar á að nýta þáorkusem fæstúr jöröu á Iteykjanesskaganum eru miklir,en
ekki full kannaðir (Ljósm. -eik-)
á dagskrá
r
Utflutningsvandi vegna mjólkurafurda
viröist úr sögunni i bili a.m.k.,
innanlandsneyslan 1980 var 105,2
miljónir litra, og mjög verulegar likur
eru á mjólkurskorti i haust,
ef svo fer sem horfir.
Ahrif framleiöslutak-
markana í landbúnaði
Nú er liðinn fyrsti vetur eftir að
svokallaðar samdráttaraðgerðir i
landbúnaði sáu dagsins ljós.
Þessar aðgerðir voru tvenns-
konar eins og margir muna ef til
vill.
1 fyrsta lagi var sett aukagjald
á kjarnfóður, svokallaður kjarn-
fóðurskattur, sem nam 200%, en
þó þannig að tryggt átti að vera
að bændur gætu fengið ákveöið
magn með lægri skatti, eöa 33%.
Með þessu átti tvennt að vinnast.
Hækkað verð á kjarnfóðri var
talið draga úr notkun þess og
um leiö framleiðslu, og með
skattinum næðust inn peningar til
að standa undir útflutningi.
Skatturinn er umdeildur,
bændum i hinum harðbýlli
héruðum þótti sem hann legðist á
þá vegna takmarkaðra mögu-
leika á heimaöflun fóðurs. Svina-
og alifuglabændum þótti hart að
búa við skattinn, og fóðursalar
eru afar óhressir meö alla þá
skriffinnsku sem fylgir fram-
kvæmd skömmtunarinnar.
Framkvæmdin hefur reynst erfið
og viröist ekki enn fullleyst.
I öðru lagi var ákveðið að taka
upp svokallað kvótakerfi, þannig
að hver bóndi fái fullt verð fyrir
ákveðið framleiðslumagn, kvóta,
en útflutningsverð fyrir það sem
umfram er. Kvótinn er i meginat-
riðum miðaður við framleiðslu
undangenginna ára, þó þannig að
smærri býlum er ivilnað nokkuð,
einnig frumbýlingum og þeim
sem staðið hafa i fjárfestingum.
Akvörðun kvótans var mikið
verk, en tókst þó. Óhætt er að
segja að Stéttarsamband bænda
og Framleiðsluráð hafa hlotið
nokkra eldskirn og eru væntan-
lega betur i stakk búin til að
takast á við stórverkefni i fram-
tiðinni.
Þegar umræöur um fram-
leiðslutakmarkanirnar voru sem
mestar var ástandiö þannig, aö
umframframleiösla var mjög
mikil, og útflutningur, einkum
mjólkurvara afar kostnaöar-
samur. Þessi halli var hvati að-
gerðanna, og meginmarkmiö
þeirra að minnka útflutnings-
vandann.. Það er þvi ekki óeðli-
legt, að spurt sé hvað hafi gerst,
er þetta jafnvægi milli fram-
leiðslu og markaðar? Sé litið á
framleiðslu kindakjöts og
mjólkur siðustu 3 ár er niður-
staðan þessi:
Dilkakjöt, tonn..........
kjöt af fullorðnu, tonn
Mjölk, miljónii'iitra....
Það sem komið er af þessu ári
hefur mjólkurframleiðslan enn
dregist verulega saman. Sauð-
fjárframleiðsluna er erfiðara að
segja fyrir um, hún fellur tii á
haustin. En þó má fullyrða, að
tölurnar að ofan gefa ekki tilefni
til að ætla framleiösluna 1981
minni en hún var 1980. Slátrun
1979 var mjög mikil að höfðatölu
en fallþungi litill, sumarið var þá
mjög rýrt til heyskapar og
ásetningur litill eins og sjá má af
mikilli slátrun fullorðins fjár.
Sauðfjárafurðir 1980 komu þvi af
tiltölulega litlum bústofni, og
frjósemi var heldur lág, sem er
afleiðing kalda sumarsins 1979. I
fyrrahaust fjölgaði fé nokkuð, hey
voru kappnóg og fé var vænt á
haustdögum, sem leiðir gjarnan
til mikillar frjósemi. Þvi verður
að reikna með aukinni fram-
leiðslu kindakjöts i ár.
Stjórntækin tvö, kvóti og kjarn-
fóðurgjald hafa litil áhrif á sauð-
fjárframleiðsluna. Kjarnfóður
má vera mjög dýrt til að ekki
borgi sig að nota það eftir
þörfum, og fái bændur fullt verð
fyrir t.d. fyrstu 400ærgildin munu
margir treysta sér til að fram-
leiða viðbót á útflutningsverði.
Sauðfjárframleiðslan er lika of
mikill þáttur i byggðaþróun
landsins til að láta þessi stjórn-
tæki ein um að ákveða hve mikið
skuli framleitt og hvar.
Útflutningsvandi vegna
mjólkurvara virðist úr sögunni i
bili a.m.k., innanlandsneyslan
1980 var 105.2 miljónir litra, og
mjög verulegar likur eru á
mjólkurskorti i haust ef svo fer
sem horfir. Hér hafa bæði stjórn-
tækin komið við sögu, enginn mun
treystast til að framleiða mjólk
umfram kvóta sér til hagnaðar og
eins hefur kjarnfóðurverð strax
áhrif á notkun þess til mjólkur-
framleiðslu. Ekki má þó draga úr
1978 1979 1980
.... 13.403 12.540 12.176
.... 1.988 2.615 1.364
... 120.2 117.2 107.0
öðrum orsökum, grasleysi 1979 og
einnig sú mikla óvissa sem var á
timabili um framkvæmd skatt-
heimtu og kvóta.
Þrjú ár eru ekki langur timi, en
samt nógur til að gjörbreyta svo
viðhorfum I framleiðslumálum
landbúnaðarins að það sem áður
sneri upp veit nú niöur. Þetta
itrekar enn að svokallaður vandi
atvinnuveganna verður ekki
leystur meö einu pennastriki,
heldur veröur stöðugt að halda
vöku sinni og láta aðgerðir ráðast
af viðhorfum dagsins i dag og þvi
sem liklegast er á morgun, en
ekki viðhorfum gærdagsins.
Bændasamtökin hafa tekið tillit
til þessa, og samþykkt breytingar
á framkvæmd kvótans fyrir þetta
ár, t.d. verður greitt fullt verð
fyrir m jólkurframleiðslu á
svæðum nokkurra minnstu
mjólkurbúanna.
En ekki er nóg að samtökin taki
rétt mið af atburðum. Hver ein-
stakur bóndi stendur frammi
fyrir þvi vandasama verkefni að
reka sitt bú við mjög svo breyti-
leg markaðsskilyrði frá ári til
árs.
Nú er þvi ef til vill brýnna en
nokkru sinni fyrr að búnaðar-
menntun sé sem mest og best.
Sá hluti henrfar sem veit beint að
búnaðarskólunum tekur miklum
breytingum þessi misseri, og i
haust tekur Hólaskóli aftur til
starfa, vonandi með þeirri reisn
sem sú aldna stofnun á skilið. Þá
má ekki gleyma þeim mikilvæga
þætti sem simenntun bænda er,
og sá visir að námskeiðahaldi
sem reyndur hefur verið undan-
farin ár þarf að vaxa og dafna.
erlendar
bækur
M ichel Foucault:
Power/ Knowledge.
Selccted Intcrviews and Other
Writings 1972—77. Edited by Colin
Gordon. Translated bv Colin
Gordon, Leo Marshall, John Map-
ham, Kate Soper. The Haryester
Press 1980.
Titillinn Vald/Þekking er i
samræmi við inntak ritsins og
einnig megnið af skrifum
Foucault. Helstu rit hans eru:
Historie de la foile a l’age class-
ique, 2. útg. 1972, aukin og breytt,
Naissance de la clinique. Une
archéologie des sciences human-
ies, 1966, L’archéologie du savoir,
1969, Surveiller et punir. Naiss-
ance de la prison, 1975, Histoire
de la sexualité I. La volonté de
savoir, 1978, og fleiri. I þessari
bók eru viðtöl við höfundinn um
inntak og tilgang hinna ýmsu rita
og einnig greinar varðandi vald,
áróður, þekkingu og orðamerk-
ingu og vald orðanna innan
ákveðins kerfis á hverjum tima.
Betrunarhúsin og spitalarnir
votta greinilegast valdbeitingu
samfélagsins og jafnframt rétt-
lætingu þess valds, skynsemi og
stefnu. 1 þessum stofnunum krist-
allast stefna samfélagsins ekki
aðeins i sambandi við heilbrigði
og sjúkdóma og endurhæfingu
brotamanna heldur einnig sá t il-
gangur sem stefnt er að með
samfélagskerfinu og smekkur
þess og meðvitund um sjálft sig.
Þvi verður mikro heimur fangels-
isins og sjúkrahússins spegil-
mynd samfélagskerfisins og þar
er rikjandi vald svo til algjört,
sama gildir fyrir herinn og skóla-
kerfið. Með þvi að rannsaka vald-
beitinguna i þessum stofnunum
leitast höfundur við að finna i
hverju valdið er fólgið og hvert er
inntak þess og hvernig það verkar
utan múranna. Foucault rekur
jafnframt notkun hugtaka, merk-
ingu þeirra og tilgang með notkun
þeirra valdinu til styrktar. Skynj-
unin tengist orðanotkun og sú
samtenging er vitaskuld inntak
og höfuð styrkur hvers viðamiðs
(paradigma) á hverjum tima.
Colin Gordon skrifar efnismik-
inn og greinagoðan eftirmála þar
sem hann drepur á skýringar og
útlistanir höfundarins á samfé-
lagsgerðinni og fjallar almennt
um rit hans. 1 lokin er siðan rita-
skrá og greina Foucaults.
Þessi bók er ágætt inngangsrit
aö verkum þessa snjalla höfund-
ar, en hann er meðal þeirra
mörgu ágætu frönsku höfunda og
hugsuða, sem ávaxta franskan
anda og snilli og gera Frakkland
að höfuðstöðvum andlegt lifs i
Evrópu.