Þjóðviljinn - 22.05.1981, Side 10

Þjóðviljinn - 22.05.1981, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. mai 1981 Umboðsmann vantar í Ytri-Njarðvík Þjóðviljann vantar umboðsmann i Ytri- Njarðvik frá og með næstu mánaðamót- um. Þeir sem áhuga hafa snúi sér vinsam- lega til framkvæmdastjóra blaðsins, s. 81333, Reykjavik. DJOÐVIUINN Siðumúla 6 s. 81333. V erkamanna- félagið Dagsbrún Reikningar verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrir árið 1981 liggja frammi á skrifstofu fé- lagsins. Aðalfundur verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn i Iðnó, sunnudaginn 31. mai 1981 kl.2 e.h. Stjórnin. Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verð- ur haldinn súnnudaginn 24. mai kl. 14 i Iðnó. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Félagskonur fjölmennið og sýnið skir- teini við innganginn. Stjórnin. Blaðberabíó! Teiknimyndasafn ásamt ævisögu Bensa, skemmtileg mynd fyrir fólk á öllum aldri. Sýnd i Regnboganum sal A, laugardag kl. 1 e.h. Góða skemmtun! DiúÐvmm Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu i Verslunarmannafélagi Reykjavikur um kjör fulltrúa á 13. þing Landssambands islenskra verslunar- manna. Kjörnir verða 59 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR Hagamel 4 fyrir kl. 12.00 mánudaginn 25. mai n.k. Kjörstjórnin. Herstöðva andstœðingar í Stokkhólmi: islenskir herstöðvaandstæðing- ar i Stokkhólmi efndu til aðgerða við opinbera heimsókn Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra fyrr i þessum mánuði. Var honum afhent bréf samtaka herstöðva- andstæðinga og dreift var kynn- ingarriti til vegfarenda á Sergels- torgi eftir að aflýst hafði verið boðuðum útifundi þar vegna þess að ekki fékkst lögregluleyfi fyrir honum. Við móttöku bréfsins lét for- sætisráðherra þess getið, að hann væri ósammála efni þess, en myndi leggja það fyrir rikis- stjórnina eftir heimkomuna. Bréfið er svohljóðandi: „Herra forsætisráðherra 1 dag eru liðin þrjátiu ár frá þvi að hernám Bandarikjanna hófst á tslandi. t tilefni þess viljum við, herstöðvaandstæðingar i Stokk- hólmi og nágrenni, vekja athygli yðar á þeirri hættu sem islensku þjóðinni stafar af þvi. Engin þjóð heldur uppi her-' stöðvum i öðrum löndum með ærnum tilkostnaði öðrum til varnar en sjálfri sér. Tilgangur herstöðvarinnar á tslandi er sá, að hvorki varnarstrið eða árásar- Ottumst kjamorkuvopn á Islandi strið Bandarikjanna verði nokkru sinni háð á heimavelli þeirra. Þetta leiðir til þess, að tsland yrði eitt af fyrstu skotmörkunum i kjarnorkustriði stórveldanna. I sliku striði, herra forsætisráð- herra, mun meirihluti islensku þjóðarinnar tortimast. Vaxandi vonleysis gætir um það að takast muni að stöðva vig- búnaðarkapphlaupið og koma i veg fyrir gereyðingarstyrjöld. A siðasta fundi Norðurlandaráðs hlaut krafan, að banna staðsetn- ingu kjarnorkuvopna á Norður- löndum, almennt fylgi meðal full- trúa hinna Norðurlandanna. All- ir, sem eru á rnóti vigbúnaðar- kapphlaupi stórveldanna, hljóta að styðja þá kröfu. Við óttumst, herra forsætisráðherra, að Bandarikin hafi nú þegar kjarn- orkuvopn á íslandi eða muni flytja þau til íslands ef til átaka kemur milli stórveldanna. Hersetan hefur haft mikil áhrif á islenska menningu og stefnir sjálfstæði hennar i bráða hættu. Natóaðild og hersetan hafa einnig bundið Island efnahagslega á þann veg, að sjálfstæðinu stafar hætta af. Við skorum á yður, herra forsætisráðherra, að láta einskis ófreistað að bægja frá þeim hættum er ógna sjálfstæði landsins. Að svo mæltu óskum við yður og islensku þjóðinni allra heilla. íslenskir herstöðvaandstæðing- ar i Stokkhólmi og nágrenni”. Samtök herstöðvaandstæð’inga i Stokkhólmi boðuðu til fjölda- fundar á Sergelstorgi i miðbæ Stokkhólms þann 9. mai s.l. til að vekja athygli almennings á mál- inu. Sótt var um tilskilin leyfi til fundahalds með tæpra tveggja vikna fyrirvara. A elleftu stundu tilkynntu sænsk lögregluyfirvöld að leyfi til fundahalds fengist ekki á umbeðnum tima. Var þá fund- inum aflýst af hálfu samtakanna en fjöldi manns mætti engu að siður á fundarstaðinn. Þar var dreift kynningarbréfi á sænsku til vegfarenda og virtist áhugi þeirra mikill fyrir þessu vanda- máli islensku þjóðarinnar, kemur fram i fréttatilkynningu samtak- anna. Moskvu-mótið Svona tefla heimsmeistarar i þriðju umferð á Moskvu-mót- inu urðu úrslit sem hér segir: Karpov—Geller 1:0 Torre—Smejkal 1:0 Beljavski—Polugajevski 1/2:1/2 Gheorghiu—Balshov 1/2:1/2 Timman—Petrosjan 1/2:1/2 Anderson—Smyslov 1/2:1/2 Portisch—Kasparov 1/2:1/2 Karpov komstupp við hliðina á Smyslov með þvi að vinna sann- íærandi sigur yfir Efim Geller, Sovétmeistaranum frá 1979. Karpov hafði ekki áður unnið sig- Lir á Geller en hafði hinsvegar tapað fyrir honum á Sovétmeist- aramótinu 1976 og náði nú að hefna harma. Þrátt fyrir hin mörgu jafntefli var viða hart bar- ist. Skák Portisch við ungstirnið Kasparov vakti sérstaka athygli þvi Kasparov lét öllum illum iát- um með svörtu. Upp kom Benoni-vörn og i 18. leik fórnaði Kasparov peði og 10 leikjum siðár öðru. Bætur voru alls óljósar en eftir mikinn darraðadans tók Kasparov það til bragðs að fórna fyrst skiptamun og siðan manni til að þvinga fram jafntefli! En litum á heimsmeistarann að tafli. llvitt: Anatoly Karpov Svart:F:fim Geller Ilrottningarbragð >■ d4-d5 4. Rf3-Rf6 2. c4-e(> 5. Bg5 3. Rc3-Be7 (Gegn Beljavski siðar i mótinu lék Karpov 5. Bf4 og vann örugg- lega.) 5- 8. Hcl-Bb7 6. Bh4-0-0 9_ Bd3 7. e3-b(> (Algengara er 9. Bxf6 Bxf6 10, cxd5 exd5 11. b4, en það er leið sem að Geller (og reyndar Karpov lika) gjörþekkir. A Olympiumótinu á Möltu lék hann 11. — c5 gegn Hoi frá Danmörku og vann eftir harða baráttu. Textaleikurinn er kominn frá engum öðrum en Kortsnoj sem lék honum gegn Karpov i 1. ein- vigisskák þeirra félaga i einvig- sHálc UmsjAn: Helgi Ólafsson inu á Filippseyjum. Karpov jafn- aði taflið án nokkurra erfiðleika.) 9. .. Rbd7 (Karpov lék 9. — dxc4 10. Bxc4 Rbd7 11. 0-0 c5 og 7 leikjum siðar sömdu keppendur um jafntefli.) 10. 0-0-C5 (Enn var hægt að komast inni áð- urnefnda skák með 10. — dxc4 11. Bxc4 c5 o.s.frv.) 11. De2-Hc8 13. exd4-dxc4 12. Bg3!-cxd4 14. Bxc4 (Það sem stendur svörtum einna helst fyrir þrifum er hversu ridd- arinn á d7 stendur illa. En traust er staða hans.) 14. ...Bxf3?! (Uppskiptin skemma auðvitað peðastöðu hvits um stundarsakir a.m.k. Gallinn er sá að svartur hefur engin tök á að notfæra sér þessar skemmdir og fer meira að segja beint i það að laga þær með ennfrekari uppskiptum. örugg- ara var þvi 14. — He8 ásamt — Rf8 við tækifæri.) 15. gxf3-Rh5 (Þetta virðist vera þvingað þvi hrókurinn á c8 var kominn i vanda vegna hóturnarinnar 16. Ba6 o.s.frv.) 16. Ba6-Rxg3 18. Hfdl-Rf6 17. hxg3-Hc7 (Svartur virðist hafa komið ár sinni þokkalega fyrir borð en á drottningarvængnum má finna ýmsa veikleika sem Karpov finn- ur þegar.) 19. Rb5!-Hxcl 20. Hxcl-Rd5 (A7-peðið verður ekki valdað t.d. 20. — Db8. 21. Hc7 o.s.frv.) 21. Rxa7-Rb4 22. a3!-Da8 (Endataflið sem kemur upp eftir 22. — Rxa6 23. Dxa6 Dxd4 24. Rc6 Dd7 25. Rxe7+ Dxe7 26. Dxb6 er algjörlega voniaust fyrir svartan. Hann ræður ekki við fripeð hvits á drottningarvæng.) 23. Hc7-Rd5 25. Rc(i-Hc8 24. Hb7-Bf6 26. Re5-Bxe5 (Ekki bæta þessi uppskipti úr skák, en f7-peðið þarfnaðist verndar. 27. dxe5-Hcl+ 29. Bd3-Hal 28. Kg2-Dd8 30. De4-g6 31. Hxf7!-Kxf7 33. Dxh6+ 32. Dxg6 + -Kf8 — Svartur gafst upp. Liklegt framhald væri: 33. — Ke8 34 Bb5+! Kf7 35. Dh7+ Kf8 36. Dh8+ Ke7 37. Dg7 mát.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.