Þjóðviljinn - 12.06.1981, Qupperneq 3
Aukaþing
Sjálfsbjargar
hefst á morgun:
Útifund-
ur á
Lækjar-
torgi á
laugar-
dag
A morgun, laugardaginn 13.
jUni' hefst tveggja daga aukaþing
Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaöra í Reykjavik. í tengslum
við þingið verður haldinn útifund-
ur á Lækjartorgi á laugardag kl.
13.30.
Meginmál þingsins verða, al-
þjóðaár fatlaðra, með sérstakri
áherslu á atvinnu- og lifeyrismál.
Stefán Jdnsson, formaður
tryggingaráðs, ræðir lifeyrismál
og svarar fyrirspurnum.
Framsögumenn verða Þórður
Ingvi Guðmundsson, sem ræðir
frumvarp til laga um málefni
fatlaðra, Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, ræðir samstarf Sjálfs-
bjargar og ASl og Theodór A.
Jónsson, sem hefur framsögu um
alþjdðaár fatlaðra.
Norrænir
skurðlæknar:
Þinga í
Reykjavík
í gærmorgun hófst í Reykjavík
40. þing norrænna skurðlækna
(Nordisk Kirurgist Forening).
Setningarathöfnin fór fram 1
Þjóðleikhúsinu. Manuela Wiesler
og Helga Ingólfsdóttir léku sam-
an á flautu og sembal, Garðar
Cortes og Ólöf K. Harðardóttir
sungu en setningarræðu flutti
Friðrik Einarsson, forseti Skurð-
læknafélags Norðurlanda.
A ráðstefnunni verða fluttir 108
fyrirlestrar um læknisfræðileg
efni og auk þess verða fimm sinn-
um pallborðsumræður.
Norrænu gestimir komu til
landsins með rússnesku
skemmtiferðaskipi „Mikhail
Lermontov” og á leiðinni til Is-
lands fluttu dr. Gylfi Þ. Gislason
og Páll Imsland jarðfræðingur
erindi um islenska menningu og
náttúru. Þátttakendurnir búa um
borð i skipinu á meðan á dvöl
þeirra stendur og sigla með þvi til
Gautaborgar að ráðstefnunni lok-
inni.
Ný stjórn
Sambandsins
Á aðalfundi Sambands
islenskra samvinnufélaga sem
haldinn var nýlega var kosin ný
stjórn. Valur Arnþórsson form.
Akureyri var endurkjörinn með
yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða. Ólafur Sverrisson og Jón-
as R. Jónsson voru einnig endur-
kjörnir , en þessir þrir áttu að
ganga úr stjórn. Aðrir i stjórninni
eru Finnur Kristjánsson, Húsavik
varaformaður, Gunnar Sveins-
son, Keflavik, Hörður Zóponias-
son, Hafnarfirði, Ingóifur ólafs-
son, Reykjavik, Óskar Helgason,
Höfn Hornafirði, og Þórarin
Sigurjónsson Laugardælum.
Varamenn i stjórn voru kosnir
þeir Helgi Rafn Traustason,
Sauðárkróki, Þorsteinn Sveins-
son, Egilsstöðum, og Ólafur
Ólafsson Hvolsvelli, allir kosnir
til eins árs.
Föstudagur 12. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Hátíðarhöldin 17. júní:
Dansleikur
í höllinni
um kvöldið
Strœtóferðir út í hverjin
að honum loknum
miðbænum og veröur skemmti-
atriðum dreift um miðbæinn. I
Arbæ og Breiöholti verða
skemmtanir i samvinnu við
ýmis félagasamtök I hverfun-
um.
Hin hefðbundu atriöi þjóð-
hátiðarinnar eru fyrir hádegi i
kirkjugarðinum við Suðurgötu
og á Austurvelli. I guðsþjónust-
unni i Dómkirkjunni predikar
biskupinn, herra Sigurbjörn
Einarsson. Þá leika lúðrasveitir
við sjúkrastofnanir fyrir
hádegið, en hátiðarhöldin i
hverfunum hefjast kl. 13.00 með
skrúðgöngum.Dagskrár hefjast
kl. 13.45 viö Arbæjarskóla og kl.
14.00 við Fellaskóla.
Kl. 14.00 hefst frjálsiþrótta-
mót viö Laugardalsvöll og á
sama tima Reykjavikurmótið i
sundi I Laugardalssundlaug. 1
miðbænum verða skátar með
leiki og útistörf við Tjarnarflöt-
ina frá kl. 13.00-17.00, en kl. 15.00
er safnast saman við Hlemm-
torg og siðan gengiö niður
Laugaveg undir fánum.
A torginu hefst skemmtidag-
skrá kl. 16.00, en kl. 16.40 leikur
skólalúðrasveit Arbæjar og
Breiðholts við MR, Stjúpbræður
syngja á Austurvelli kl. 16.45 og
Jasshljómsveit úr Tónlistar-
skóla FlH leikur á
Hótel-tslandsplani kl. 16.50. Kl.
17.00 verður svo götuleikhús við
Bernhöftstorfu.
Um kvöldið verða hátiðartón-
leikar i Bústaðarkirkju, en þá
syngur Kór Langholtskirkju is-
lensk lög. Hefjast tónleikarnir
kl. 21.00, eða um leið og dans-
leikurinn i Laugardalshöll. 1
höllinni skemmta hljómsveitir-
nar Brimkló og Grýlurnar, en
að loknum dansleik kl. 01 um
nóttina verða sérstakar strætis-
vagnaferðir út i hverfin. Fram-
kvæmdastjóri þjóðhátiðar-
nefndar er ómar Einarsson.
Sumarsýningar Kjarvalsstaða hefjast á morgun. t gær var unnið
kappsamlega aö uppsetningu sýningar 13 listamanna I vestursalnum.
Þar er listiðnaður á ferðinni, sýning sem er nýkomin til landsins eftir
mikla sigurgöngu meðal Svia. A myndinni er Guðrún Auðunsdóttir að
ganga frá einu verka sinna. Ljósm.:gel.
Ýmis nýmæli eru i hátiðar-
höldunum á 17. júni i ár og má
þar fyrst geta kvölddansleiks
sem verður i LaugardalshöII frá
kl. 21-01. Er þetta I fyrsta sinn
sem dansleikur er innánhúss á
vegum þjóðhátiðarnefndar og
er aðgangur ókeypis eins og að
öðrum skemmtunum á vegum
nefndarinnar. Formaður Þjóö-
hátiðarnefndar er Þorsteinn
Eggertsson og sagði hann á
fundi með blaðamönnum að
fjárhagur nefndarinnar hefði
ekki leyft kvölddansleik i fyrra
en i ár heföi verið ákveðið að
halda dansieik og hafa hann
innandyra.
Þá eru einnig nokkur nýmæli i
aðalskemmtuninni sem verður i
Hluti af félagsheimilinu verður tekinn I notkun I sumar sem þjónustumiöstöö fyrir orlofsgesti.
1 sumar verður tekinn i not-
kun hluti af félagsheimili sjó-
manna sem verið er að ijúka
smiði á að Hraunborgum i
Grimsnesi.
Heimilið er byggt af eigend-
um orlofshúsa i Hraunborgum
og sjómannadagssamtökunum,
en það stendur skammt frá
barnaheimili Sjómannadagsins.
Húsin eru tvö og samtengd,
samtals 250 ferm. að stærð, og
verða nýtt sem þjónustumiðstöö
fyrir orlofsgesti og fyrir margs
konar félagsstarfsemi til funda
og ráðstefnuhalds.
Barnaheimili Sjómannadags-
ins tekur til starfa i lok þessa
mánaðar, og ennþá eru nokkur
pláss laus.
-lg.
r------------------>
jGöngudagur FI
iá sunnudaginn
I 40 norrænir gestir ganga með
IGöngudagur Feröafél-
ags Islands, hinn þriðji í
, rööinni, verður á sunnu-
Idaginn. Ungmennafélag
islands var með almenn-
an göngudag í fyrra-
j sumar sem þótti takast
vel, en í þetta sinn standa
þessi félög að göngudegi
• sameiginlega, Fl annast
Iframkvæmdina í Reykja-
vík, en ungmennafélögin
. úti á landi með aðstoð Fl
Iá þeim stöðum sem deild-
ir þess eru starfandi.
, Tilgangur beggja
Ifélaganna mun vera hinn
sami, að kenna fólki að
lifa með þessu landi, sem
þrátt fyrir kuldalegan
svip á stundum er dýr-
gripur sem við megum
aldrei skemma.
Göngudagurinn á að vera
fyrir alla, unga sem aldna, ein-
staklinga og fjölskyldur. Þess
vegna eru þær leiðir sem valdar
eru ekki erfiðar, heldur léttar.
Fyrir okkur sem á
Stór-Reykjavikursvæöinu búum
hefur Ferðafélagið valið að
þessu sinni afar fagurt land.
Ekið verður suður fyrir Hafn-
arfjörð, um Krísuvikurveg að
Sveifluhálsi og farið suður með
honum aö vestan þar til komiö
er aö Djúpavatni. Hér eru næg
bilastæði, enda veröa þeir skild-
ir eftir hér bílarnir, hvort sem
eru rúturnar eða einkabllar ,
sem fólki er frjálst að koma á.
Gengið verður norður fyrir
vatnið sem er afar fagurt inná
milli hraungiga, upp á
Grænavatnseggjar og um Sog
og Spákonuvatn að Sogaselsgig
þar sem verður áð. A þessarri
leið er margt að sjá og skoða,
litrik fjöll og merkilega giga,
gömul hverasvæði og landslag i
hrauni og mosa.
Gangan að þessu sinni er dá-
litið sérstök fyrir það að yfir 40
gestir frá norskum og sænskum
feröafélögum taka þátt i henni
og koma reyndar til landsins
fyrst og fremst i þeim tilgangi.
A Norðurlöndunum hefur slikur
göngudagur fyrir löngu unnið
sér fastan sess og taka þúsundir
þátt i göngunum þar.
Safnast verður saman á hin-
um hefðbundna stað Ferðafél-
agsins við Umferðarmiðstöðina
að austanveröu, kl. 10.30 um
morguninn og svo aftur klukkan
13.00. Þarna er semsé um tvær
göngur að ræða og geta þátttak-
endur þeir hinir árrisulu sem
leggja af stað kl. 10.30 lengt
ferðina og treint sér daginn og
tekið seinni rúturnar til baka.
Áætlaður göngutimi er 3
stundir.
Varaforseti F.I., Sveinn
Jakobsson jarðfræöingur, mun
flytja stutt ávarp við upphaf
Göngudags, 81 en siðan munu
fararstjórar Ferðafélagsins
taka við og leiða gönguna og
fræða þátttakendur eftir föng-
um um aðskiljanlegar náttúrar
Reykjanesfjallanna.
Mætum Öll, glöð og hress i
gönguna.