Þjóðviljinn - 12.06.1981, Side 7
Föstudagur 12. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7
MORMÓNSBÓK
Frásögn skrifuð á
TÖFLUR
MEÐ HENDI MORMÓNS
FENGIN AFTÖFLUM NEFÍS
Mormónsbók cr þess vegna útdráttur úr heimildum N'efiþjóóarinnar og einmg
Lamanita - Skrifuó fyrir Lamanita. sem eru leifar af ísraelsætt. og einnig fvrir
Cívóinga og Þjóóirnar Skrifuó eftir boói og einmg meó spádóms- og opinber-
unaranda Skrifuó og innsigluó og falin Drottni. svo aó heimildunum vrói ekki
tortimt Til aó koma fram f\rir gjöf og kraft Ciuós og veróa þvdd Innsigluö níeö
hendi Moronis og falin Drottni til aó koma fram á sinum tima meö Þjóöunum.
Þvöing hennar varö fvrir gjöf Guös.
Mormónsbok er einnig útdráttur úr Bók Eters. sem er heimild um þjóð Jareds.
sem var dreift á þeim tima. er Drottinn spillti máli fólksins. þegar þaö var aó
byggja turn til aö ná til himins En þetta á aó svna leifum ísraelsættar. hve mikiö
Drottinn hefur gjört fvrir feöur þeirra. og til þess aó þeir fái þekkt sáumála
Drottins og viti. aö þeirii er ekki aö eilífu visaö frá Þetta er einnig til aö sannfæra
Ciyöingana og Þjóöirnar. aö JESÚS er KRISTUR. hinn EILÍFl GL’Ð. er opin-
berar sig öllum þjóóum En séu gallar hér á. þá eru þeir mistök manna. Dæmiö
þvi ekki þaö. sem Ciuös er. svo aö þér veröiö flekklaus fundin \ iö dómstól Krists.
Joseph Smith. \ ngri. þvddi af frummáli yfir á enska tungu
Titilblaö Mormónsbókar.
Mormónsbók
er komin
út á íslensku
Starf
einstakra félaga
Skýrslurkvenfélaganna 17 voru
fróölegar og skemmtilegar aö
vanda. Ollleggja þau fram stóran
skerf til f jölbreyttara félagslifs i
sinum heimahögum, og leggja
ótal góöum málefnum liö.
Kvennadeild Verkalýösfélags
Akraness er stærsta aöildarfélag
S.B.K. Deildin hefur sérstööu aö
þvi leyti, aö htln er stéttarfélag.
Umfangsmikil samningagerö
stóö yfir hjá deildinni allt s.l. ár.
Þó gaf hiln sér tima til aö halda
skemmtun fyrir eldri bæjarbda
og fara iskemmtiferö meö félaga
70 ára og eldri.
Kvenfélag Akraness hefur jafn-
an veriö ötult viö aö safna fé til
SjUkrahUss Akraness. Rekur fél-
agiö nU verslun i sjúkrahúsinu og
rennur allur ágóöi af henni þang-
aö. öll vinna viö sölubUöina er aö
sjálfsögöu sjálfboðavinna eins og
annað, sem kvenfélögin vinna.
Kvenfélag Reykdæla aflar f jár
til byggingar á sundlaug viö
barnaskólann á Kleppsjárns-
reykjum og notar ýmsar fjár-
öflunarleiðir til þess. önnur kven-
félög á skólasvæöinu hafa einnig
gefið fé til sundlaugarbyggingar-
innar.
Kvenfélögin i Hálsasveit og
Hvi'társiöu hafa lagt fram stórfé
til byggingar félagsheimilisins i
Stóra Asi, eða 10% af byggingar-
kostnaðinum hvort félag.
Kvenfélag Stafholtstungna
keypti á s.l. ári pianó i félags-
heimilið á Varmalandi og Kven-
félag Þverárhliðar gaf háa fjár-
hæðtil stólakaupa i sama heimili.
Kvenfélag Lunddæla keypti elda-
vél f félagsheimiliö i Brautar-
tungu. Konur úr Kvenfélagi Borg-
arhrepps máluðu félagsheimiliö
Valfell aö utan. Þannig mætti
lengi halda áfram að telja upp,
hvernig kvenfélögin hlynna að
félagsheimilunum i héraöinu.
Hlutur kvenfélaga i gjöfum til
kirkna er einnig stór. Kvenfélag
Hraunhrepps gaf 1?2 milj. g.kr. til
styrktar vatnsveitu i hreppnum.
Of langt mál yröi að telja upp
gjafir kvenfélaganna til styrktar
ýmsum mannúöarmálum, svo
margar eru þær.
Skallagrímsgarður
Allmörg kvenfélög gróöursettu
trjáplöntur s.l. vor t.d. Kvenfélag
Borgamess, sem setti niður 840
trjáplöntur i kirkjugaröinn i
Borgarnesi. Félagiö á og sér al-
gerlega um skrúögarö Borgnes-
inga, Skallagrimsgarðinn, sem er
hin mesta bæjarprýði. A s.l. ári
endurnýjaði félagiö gróöurhús
sitt i garðinum.
Kvenfélögin skiptast á um að
heimsækja elliheimilin i héraðinu
með veitingar og skemmtiatriöi.
Þau standa fyrir fjölbreyttu
samkomuhaldi heima fyrir. S.l.
ár héldu borgfirsk kvenfélög 56
samkomur og 152 félags- og
stjórnarfundi. Sýnikennsla og
námskeiö voru 19. Fariö var i 5
leikhúsferöir og 7 önnur feröalög.
Gestir úr Kvennadeild Borg-
firðingafélagsins i Reykjavik
skýröu frá störfum sins félags,
sem eru talsvert lik störfum ann-
arra kvenfélaga. Deildin leggur
áherslu á aö viöhalda tengslum
við sitt gamla heimahérað, og
hefur gefið margar góöar gjafir
þangaö. Þá gefa félagskonur jóla-
gjafir til Borgfiröinga á elli- og
hjúkrunarheimilum i Reykjavik
og viðar.
Hættum að telja
konur hluta
af maka sínum
Mörg mál komu til umræöu á
50. aðalfundi S.B.K. Uröu f jörug-
ar umræður og almenn þátttaka i
þeim. Meðal tíllagna, sem sam-
þykktar voru, voru eftirfarandi:
„50. aöalfundur Sambands
Borgfirskra kvenna haldinn 1 Bif-
röst iBorgarfiröi2. og 3. mai 1981,
beinir þeim eindregnu tilmælum
til Heilbrigöis- og Tryggingar-
málaráöuneytisins og til Jafn-
réttisráös, aö endurskoöa lög um
sjúkradagpeninga til heimavinn-
andi húsmæöra og einnig um ör-
orkubætur þeirra, svo aö þessar
konur njóti til fulls jafnréttis i
þessum málum á viö aöra þegna
þjóöfélagsins, en séu ekki taldar
hluti af maka sinum og fái bætur
eftir tekjum hans”.
„Aðalfundurinn fagnar þvi, aö
jafnréttismál eru tekin til um-
ræöu á Alþingi og vonar, að það
veröi til þess, að raunverulegt
jafnrétti veröi komiö á fyrr en
ella.
Fundurinn lýsir stuöningi viö
frumvarp Jóhönnu Sigurðardótt-
ur um timabundin forréttindi
kvenna tíl aö leiðrétta þá skekkju,
sem átt hefur sér staö f sambandi
viö stöðuveitingar, og telur þaö
vera skref i rétta átt, og nauösyn-
legt til aö vekja fólk til umhugs-
unar og afskipta um þessi mál.
Um leið varar fundurinn viö
breytingartillögu Guðrúnar
Helgadóttur um enn meiri for-
réttindi karla um skeið, en þeir nú
búa viö”.
Úttekt á stöðu
kvenna í héraðinu
„50. aöalfundur S.B.K. sam-
þykkir að koma á jafnréttisfélagi
á sambandsvæöinu, sem hafi það
hlutverk að gera úttekt á stööu
kvennaihéraðinu, skapa umræöu
um jafnréttismál og sinna hverj-
um öörum verkefnum varöandi
jafnréttismál, semfram kunna aö
koma. Aðalfundurinn kjósi
þriggja kvenna nefnd, sem annist
undirbúning að félagsstofnun-
inni”.
„Aöalfundurinn beinir þeim
eindregnu tilmælum til Mennta-
málaráðuneytisins, að vegna
breyttra neysluvenja barna og
unglinga verði tekin upp kennsla i
næringarefnafræöi i grunnskólum
almennt strax frá byrjun. Náms-
efni i þessu sambandi verði mið-
að viöaldur og þroska nemenda”.
Af öörum tillögum, sem sam-
þykktar voru, má nefna- tillögu
um aö fela stjórn sambandsins aö
vinna aö þvi' aö fá góðan hönnuö
eða hönnuöi til að gera hugmynd-
ir aö skemmtilegum minjagrip-
um úr Borgarfjaröarhéraöi eöa
gangast fyrir hugmyndakeppni
um gerð slikra gripa. Veröi haft
aö augnamiöi, að gerö þeirra geti
orðið heppilegur heimilisiðnaöur.
Þar sem enn eru ekki neinar
beinar áætlunarferðir milli
Akraness og Borgarness, sam-
þykkti fundurinn aö fara þess á
leit við sérleyfishafa að hann
komi á slikum feröum, með tilliti
til skólasóknar unglinga á Akra-
nes, heimsókna á sjúkrahúsið og
m.fl.
A fundinum kom fram sú hug-
mynd að S.B.K. beitti sér fyrir
stofnun heilsuhælis I héraðinu.
Tillaga um blaða-
fulltrúa fyrir Kven-
félagasambandið
Gestir frá Kvenfélagasam-
bandi ísl. sögöu fréttir frá K.í. og
„Húsfreyjunni”. Rætt var um
fjárhagsvandræöi K.l. sem er
mjög illa statt og samþykkt, aö
fulltrúar S.B.K. á næsta lands-
þingi K.l. greiði atkvæöi með þvi
að héraössamböndin leggi K.I. til
árlegan styrk.
Umræður uröu um þaö vanda-
mál, hvaö erfitt er að koma
fréttum af störfum kvennasam-
taka ífjölmiöla. Kom fram tillaga
um aö K.I. réði sér blaöafulltrúa i
þessu skyni.
Sú breyting varð á stjórn S.B.K.
aö Dúfa Stefánsdóttir á Ferstiklu
var kosin í stjórn i staö Kristjönu
Höskuldsdóttur, sem ekki gaf
lengur kost á sér.
Afmælishátíð
Aökvöldi fyrra fundardags var
haldiö hátiölegt 50 ára afmæli
Sambands borgfirskra kvenna.
Hátiöin hófst með veglegri kvöld-
matarveislu, sem á annaö hundr-
að manns sátu.
Meöal boösgesta voru fyrrver-
andi formenn sambandsins gestir
þeir frá K.I. og Kvennadeild
Borgfirðingafélagsins, sem áöur
var getið, og formaöur Stéttar-
sambands bænda Gunnar Guö-
bjartsson og kona hans Asthildur
Teitsdóttir. Þó nokkrar kven-
félagskonur tóku eiginmennina
meö og höföu sumir þeirra á orði,
aö þvi fylgdi dálitiö einkennileg
tiKinning að vera i mannfagnaöi,
þar sem karlmenn væru i miklum
minnihluta og mættu aðeins sem
menn eiginkvenna sinna.
, Magdalena Ingimundardóttir
formaöur stjórnaöi hófinu af
reisn og skörungsskap. Mörg
ávörp voru flutt og heillaóskirnar
streymdu til S.B.K. ásamt blóm
um.gjöfum og skeytum. er. voru
reyndar aö berast allan fundinn.
Fjórir fyrrverandi formenn sam-
bandsins voru gerðir aö heiðurs-
félögum, þær Geirlaug Jónsdótt-
ir, sem þvi' miður gat ekki verið
viöstödd, Þórunn Vigfúsdóttir,
Sigriöur Sigurjónsdóttir og
Helena Halldórsdóttir.
Borö voru fagurlega skreytt og
Oddný Þorkelsdóttir lék ljúfa tón-
list á milli atriða.
Eftir kvöldveröinn streymdu
enn aö gestir á hátíðarkvöldvöku.
Kvöldvökuna sóttu á 4. hundraö
manns og kom sér vel, aö húsa-
kynni i Bifröst eru rúmgóð og
vistleg.
Flutt og samið
af konum
A kvöldvökunni rakti Þórunn
Eiriksdóttírhelstu þættii störfum
Sambands borgfirskra kvenna i
50 ár. Var þetta efni flutt i sam-
felldri dagskrá meö aðstoö
skemmtinefndar og fleiri. A eftir
fóru fram fjölbreytt skemmti-
atriði undir stjórn Freyju Bjarna-
dóttur. Þarf varla aö taka fram,
aö öll voru þau flutt og flest samin
af konum.
Þórunn Vigfúsdóttir flutti
frumort kvæöi, Dóra Marinós-
dóttír og Björk Halldórsdóttir
lékuá harmonikkur og söngtrióið
Valkyrjur skemmtu meö baráttu
söngvum. Nokkur afmælisávörp
voru flutt. Þá var danssýning,
upplestur, feguröarsamkeppni og
loks einsöngur Teódóru
Þorsteinsdóttur meö undirleik
Oddnýjar Þorkelsdóttur, sem
einnig lék undir almennan söng.
öll kvöldvökuatriöin fengu hinar
bestu undirtektir enda voru þau
vel undirbúin og æfö.
Var komið framyfir miðnætti
þegarsest var aö veisluboröi á ný
og drukkiö kaffi með alls kyns
kræsingum, sem þrjú kvenfélög
höfðu sameinast um aö baka.
Olga Sigurðardóttir formaöur
Kvenfélags Norðurárdals var yf-
ir-veitingastjóri á meðan á aöal-
fundinum stóö, og var allur viður-
gerningur meö hinum mestu
ágætum.
Núverandi stjórn S.B.K. skipa
þær Magdalena Ingimundardótt-
ir, Akranesi, formaöur Hildur
Þorsteinsdóttir, Borgarnesi,
varaformaöur Guörún Bergþórs-
dóttir Varmalandi, ritari Dúfa
Stefánsdóttir, Ferstiklu, meö-
stjórnandi og Gréta Gunnarsdótt-
ir, Akranesi gjaldkeri.
Una því ekki lengur
að sitja bara heima
Að loknu stórglæsilegu af-
rnælishófi og tveimur ánægjuleg-
um fundardögum i Bifröst var
undirritaöri, sem sat aöalfundinn
i boði S.B.K. ofarlega i huga að-
dáun á, hvaö bæöi afmælisveislan
og fundurinn höföu veriö skipu-
lögð vel og undirbúin fyrirfram,
hugsað fyrir hverju atriði. Til
sliks þarf mikla vinnu og góða
skipulagshæfileika, og hin dug-
mikla stjórn S.B.K. hafði aug-
sýnilega lagtsig alla fram til þess
aö hvaöeina gengi sem best fyrir
sig.
Annað, sem vekur bjartsýni er,
hvað fundurinn var málefnalegur
og jákvæöur. Fundarkonurnar
voru ófeimnar að taka til máls og
láta f ljósi sinar skoöanir og þær
höföu margt athyglisvert að
segja. Þetta leiðir hugann að þvi,
að konur öölast sjálfstraust og
félagsþroska innan kvenfélag-
anna og veröa þar meö hæfari til
afskipta af þjóöfélagsmálum á
breiðari grundvelli.
Ætli hin mikla umræða um
jafnréttismál, sem fram fór á
fundinum, sé ekki visbending um
að borgfirskar konur uni þvi ekki
lengur að sitja heima og þegja, en
láta körlunum eftir ölláhrifastörf
og stjórnsýslu? Ég vona þaö
a.m.k. Svo góöum hæfileikum eru
þær gæddar.
Mormónakirkjan á Islandi hef-
ur nú látið þýða og gefa út Mor-
mónsbók, en sú bók er mormón-
um jafnhelg og biblian. Bók þessi
er þýdd af Jósef Smith upp af
gulltöflum sem hann lann
samkvæmt tilvisun engils nokk-
urs iCamora hæöum i New York
fylki i Bandarikjunum. Hin enska
þýöing JósefsSmiths kom fyrst út
i Bandarikjunum 1829. Söfnuöur
mormóna hraktist siöan undan
ofsóknum til hins fyrirheitna
lands i Utah fylki og þar eru þeir
enn i meirihluta meðal ibúa
fylkisins. Er öll þessi saga islend-
ingum vel kunn vegna feröasögu
Eiriks bónda á Brúnum, eða ef
menn vilja heldur, af sögu Stein-
ars bónda undan Steinahliöum.
Hefur þessi yngsta kirkja verald-
ar liklega ekki annars staðar orð-
iö stærri í bókmenntum en á Is-
landi.
Á blaðamannafundi sem hald-
inn var i tilefni útkomu Mor-
mónsbókar var m.a. spurt um
stööu konunnar innan kirkjunnar
og þvi svarað til aö konur heföu
ekki prestdæmi ai að öðru leyti
nytu þær jafnræöis á við karl-
menn. Fjölkvæni tiðkaðist i eina
tið meöal mormóna en var aflagt
fyrir siöustu aldamót. Hjóna-
bandið er heilög stofnun i augum
Nú fer i hönd sá timi ársins sem
blómin og býflugurnar vakna af
vetrarlöngum dvala og hljóm-
sveitin FRIÐRYK tekur aö rjúka
um landið.
En viö efnagreiningu á nefndu
FRIÐRYKI hefur komið i ljós aö
þaö inniheldur I nokkuð jöfnum
hlutföllum þá Pálma Gunnars-
son, Pétur Hjaltested Tryggva
Höbner og Sigurð Karlsson.
Hljómsveitin hefur aö undan-
förnu unniö að upptökum á sinni
fyrstu hljómplötu sem mun koma
út seinnipart júlimánaöar. Tölu-
vert deiluefni hefur veriö rokk-
mormóna og hjúskaparbrot varö-
ar brottrekstri úr söfnuðinum.
Þaö kom fram að þegar mormón-
ar voru ofsóttir sem haröast i
Bandarikjunum fyrir trú sina
hefðu fjölmargar ekkjur staðiö
uppi einar með börn sin eftir að
menn þeirra höföu veriö drepnir
og liklega hefði fjölkvænið komiö
til vegna þessa ástands, enda
gengust menn börnum kvenna
sinna i' fööurstaö sem þeirra eigin
væru og þvi aöeins máttu menn
ástunda fjölkvæni að þeir gætu
séö tryggilega fyrir konum sinum
og börnum þeirra og sinna.
Þýðing Mormónsbókar er mik-
iö verk en hana annaðist aö mestu
Halldór Hansen læknir yngri.
Þess má geta aö Mormóna-
kirkjan i Utah blandaöist óvænt
inn i stjórnmálaátök i Bandarikj-
unum nýverið er forseti Mor-
mónakirkjunnar snerist öndverö-
ur viö fyrirætlunum Reagans for-
seta um aö koma kjarnorkuvopn-
um fyrir i Utah fylki. Var ákvörð-
un i mátínu frestaö vegna viö-
bragöa trúarleiötogans, en taliö
er að orö hans vegi þungt þegar
hún veröur tekin.
Um 5 miljónir manna i heimin-
um teljast til Mormónakirkjunn-
ar en mormónar á Islandi eru um
70 talsins. —í
fræöingum hvernig skilgreina
skuli tónlist FRIÐRYKS á plöt-
unni og hafa fræöingarnir einkum
nefnt Heliumrokk, kirtlarokk og
kúltúrsjokkrokk i þvi sambandi.
En meðan rokkfræöingarnir
karpa, tekur FRYÐRYK sér fri
frá hljómplötugerö aö sinni og
tekur til við dans- og tónleika-
hald.
Fyrstu leikirnir veröa á Akra-
nesi i kvöld, föstudag, 12. júni og
Miögaröi laugardag, 13. júni, en
siöan mun RYKIÐ rjúka um
Noröur- og Austurland.
Sagt frá starfi Sambands
borgfirskra kvenna og
50. aðalfundi þess
Friðryk af stað