Þjóðviljinn - 12.06.1981, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. júnl 1981
Föstudagur 12. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Þing-
kosning-
arnar í
Frakklandi
Giscard? Hver er Giscard?
Mitterrand býr sig til lokaátaka: þaö þarf tvennar kosningar, fjórar
umferðir til að sækja völdin i greipar hægri blakkarinnar.
Mauroy forsætisráðherra: bráðabirgðastjórnin hefur ekki látið hrak-
spár á sér rætast
Chirac: ég er foringinn!
Marchais: hafði glutrað niður
sinum póiitiska höfuðstól
F ramb j óðendur
vinstri manna
hafa góðan byr
Þdtt vinstri menn I Frakklandi
séu nú kampakátir mjög og hyggi
gott til glóöarinnar, rlkir talsvert
óvissuástand i landinu. Leikregl-
unum er nefnilega þannig hagað
aö vinstri menn þurfa að vinna
tvennar kosningar i röö — for-
setakosningar og þingkosningar
— til aö komast til valda, og enn
hafa þeir aöeins sigraö i forseta-
kosningum.
Stjórnarskrárflækjur
Eftir stjórnarskárbreytingu,
sem gerö var 1962, eru bæði for-
seti og þingmenn kosnir beinum
og almennum kosningum og
skipta meö sér völdum þannig aö
forsetinn Utnefnir forsætisráð-
herra og ræður stjórnarstefnunni,
en þingmenn fara með löggjafar-
vald og geta fellt rikisstjórn með
vantraustsyfirlýsingu (þótt stjórn
þurfi reyndar ekki d beinu trausti
þingsins að halda). Frakkar hafa
jafnan túlkaö þessi ákvæöi þannig
aö bæöi forseti og þing séu beinir
fulltrtíar þjóðarinnar, raunveru-
legt vald sé i höndum forsetans en
þingiö eigi aö vera honum til
halds ogtraustsiog samþykkja lög
sem stuðli aö framgangi þeirrar
stefnu sem hann mótar. En gall-
inn viö þetta kerfi er sá að það
getur naumast virkaö átakalaust
nema forseti og þingmeirihluti
séu Ur söm u fl okkum eða úr sam a
flokkabandalagi, þvi aö annars er
hætt viö meiri háttar árekstri
milli forseta og þings — þingið
getur lamaö forsetavaldið ger-
samlega meö þvi aö samþykkja
vantraust á rfkisstjórn, neita að
samþykkja lagafrumvörp eöa þá
samþykkja lög sem eru andstæð
stefnu forsetans, en þaö getur
engan veginn knúö forsetann til
aö mynda stjdrn, sem sé honum
ekki aö skapi — og st jórnarskráin
hefur engin ákvæöi um þaö
hvernig leysa skuli slikan árekst-
ur.
Grýlur
Hingaö til hefur aldrei reynt á
þetta, því aö þrir fyrstu forsetar
fimmta lýðveldisins voru hægri
menn og höföu öruggan þing-
meirihluta sér til stuönings. Þess
vegna hafa hægri flokkarnir
aldrei þurft aö vinna nema einar
kosningar i hvert skipti til aö
halda vifldunum. En hættan á
átökum og kreppu hefur jafnan
verið notuö sem grýla til að fæla
kjósendur frá þvi aö greiöa
vinstri mimnum atkvæöi: t for-
setakosningunum 1974 sögðu
s t u ð ni n g sm e n n Giscard
d’Estaing að nauösynlegt væri að
kjósa frambjóöanda þeirra, þvi
aö hann einn heföi öruggan þing-
meirihluta og gæti þegar tekiö til
óspilltra mdlanna að stjórna
landinu. 1 þingkosningunum 1978
var þaö eitt helsta vfgorö hægri
manna að þaö yröi að „kjósa
meirihluta handa forsetanum”. 1
bæði skiptin var þvi haldiö fram
að valiö væri milli öryggis og
upplausnar —það þýddi ekkert aö
vera að kjósa vinstrimenn, þvi að
þeir heföu hvort sem er ekkert
olnbogarúm til aö stjórna land-
inu. Ekki er óliklegt aö þessi rök-
semdafærsla hafihaft mikil áhrif,
ekki sist 1974, þegar munurinn á
Giscard og Mitterrand var aöeins
rúmt prósentustig.
Hjá þvi varð ekki komist aö
samayröiuppiá teiningnum fyrir
forsetakosningarnar að þessu
sinni. Mitterrand kaus að verða
fyrri til og til að taka af öll tvi-
mæli lýsti hann því yfir að vegna
deilna Giscards og Chiracs væri
ekki lengur til neinn öruggur
þingmeirihlúti, hvorki fyrirsig né
aöra, og ef hann væri kjörinn for-
seti myndi hann þvi leysa upp
þing þegar í stað og efna til nýrra
kosninga. Giscard greip þetta
vitanlega þegar á lofti, hann
sagðist sjálfur hafa tryggan
meirihluta,en hélt þvi svo fram að
meö þssu hefði Mitterrand reynd-
ar játaö aö hann gæti ekki stjórn-
að landinu. Taldi hann aö meö þvi
aöleysa uppþing væri Mitterrand
aö brjóta gegn vilja kjósenda og
eiginlega misvirða lýöræöiö, en
siöan reiknaði hann Ut að þing-
kosningar gætu ekki fariö fram
fyrr en siðast í júni: fram aö þeim
tima væri landið stjórnlaust, þvi
að hann dró i efa aö bráöabirgöa-
stjórn Mitterrands hefði nokkur
raunveruleg völd til aö mdta
stjdrnarstefnu, og hætta á hvers
kyns upplausn og ólgu.
Kommúnistar geröu sitt til aö
renna stoðum undir þessa rök-
semdafærslu.Enhvortsem menn
l:rúöu henni eða ekki var sú skoð-
un Utbreidd aö það væri of mikið
aö framlengja kosningabaráttuna
enn um eina tvo mánuöi og hafa
itvennar kosningar meö svo stuttu
millibili.
Hvaö kom á óvart?
Þaö er sjálfsagt efni I mikla
rannsdkn hvers vegna svo fór aö
þessi rök, sem áöur höföu gefist
vel, hrifu ekki i þetta skipti, og
Mitterrand náði kosningu. Vist er
aðóánægjan með stjórn Giscards
og hægri manna var gifurlega
mikil, sennilega enn meiri en
menn höföu haldið, en þaö eitt er
ekki næg skýring: til þess aö
óánægja almennings gæti haft
áhrifá sviði stjórnmálanna þurfti
allf lókin þróun að verða og ýmsar
tilfærslur, bæði i herbúöum hægri
manna og vinstri, og Urslit kosn-
inganna, sem nú eru framundan,
velta mjögá þvihvort þessi þróun
heldur áfram, eöa snýst viö, og
hvaöa áhrif hún hefur á þeim nvia
vettvangisem þingkosningar eru.
I fyrri umferð forsetakosning-
anna komu Ursiit bæði hægri
manna og vinstri manna mjög á
dvart. Munurinn á hægri
frambjóöendunum var talsvert
minni en spáö haföi veriö, þvi að
Giscard fékk um 28% en Chirac
18%, en menn höfðu gert ráð fyrir
að tölurnar væru I kringum
32—15. Munurinn á vinstri fram-
bjóöendunum var hins vegar
meiri en nokkrum haföi komið til
hugar, þvi að Mitterrand fékk
26% en Marchaisaöeins rúm 15%,
en yfirleitt haföi verið bUist við
þvi aö frambjóðundi sósialista
fengi um 23%, og frambjóöandi
kommUnista varla minna en 19%.
1 ljós kom aö þessi staða var i
heild mjög hagstæö fyrir Mitter-
rand — mikiu hagstæðari en töl-
urnar sjálfar segja til um.
Þaö sem mest vakti furöu i
fyrri umferð kosninganna vai
tvimælalaust fylgishrun
kommUnista. Aratugum saman
hefur nefnilega enginn flokkur
haft jafn stöðugt fylgi og þeir.
Eftir heimsstyrjöldina siöari
fengu þeir jafnan um 25% at-
kvæða (komust einu sinni upp i
28%) og hélst það til loka fjóröa
lýöveldisins. Þegar de Gaulle tók
viö völdum hrundi fylgi þeirra
niöur I 19%, og þóttu þaö þá mjög
mikil umskipti, en siöan hefur
flokkurinn æíinglega fengiö i
kringum 20% þangað til nú. Leiö
togar flokksins skýrðu þetta fylg
istap meö þvi að stuðningsmenr
þeirra hefðu óttast þaö fyrst og
fremstaðChirac lentii öðru sæti:
fyrri umferð kosninganna
þannig að vinstri menn félli
þá hreinlega úr leik, og þv
hefðu þeir tekiö þann kostinr
að gana þá þegar til stuönings
viö Mitterrand. Þessi skýrin^
er eflaust að nokkru leyti rétt
en hún er þó engan veginr
nægileg. Svo viriðist nefniiegs
sem talsveröur hluti þeirra
fylgismanna kommúnista sem
kusu ekki Marchais i fyrri um
ferðinni hafi heldur ekki kosif
Mitterrand I þaö skipti heldur
hreinlega setiö hjá. Þess vegna
getur enginn vafi leikiö á þvi að
þessi Urslit voru fyrst og fremst
'ddmur kjósenda yfir sundrunar
stefnu nUverandi leiötoga
kommUnistaflokksins. Eölilegt er
aö menn spyrji hvers vegna
stuðningsmenn flokksins hafi
ekki mótmælt svo rækilega fyrr,
or svarið er einfalt: lengi veí
munu þeir yfirleitt hafa haldið að
leiðtogarnirhefðu réttfyrir sér að
einhverju leyti, sósialistar hefðu
sveigt til hægri og nauðsynlegt
væri aö beina þeim aftur inn á
rétta braut, og væri stefna
kommUnistaflokksins i samræmi
við einhverja djUpvitra hernaðar-
iist. Andófsmenn innan flokksins
fengu litinn hljómgrunn, þvi að
leiðtogarnir hafa gamalreynda
tækni tilaðlakmarka áhrif þeirra
og gera þá óskaðlega. Þvi héldu
stuöningsmenn flokksins lengi
tryggö viðhann og léðu leiötogum
hans eyra. En barátta flokksins
fyrirforsetakosningarnar nU mun
hins vegar hafa komið allveruleg-
um hluta kjósenda hans endan-
lega i skilning um aö aðgeröir
leiötoganna stjórnuðust ekki af
neinni djUpviturri hernaðarlist,
heldur vildu þeir einfaldlega gera
allt sem unnt væri til að koma i
yeg fyrir aö Mitterrand næöi
kjöri, og reyna um leiö aö stöðva
vöxt sósialistaílokksins. Þá stóð
ekki á viðbrögðum k jósenda: þeir
fordæmdu mjög rækilega stefnu
flokksins siðan 1977 og sýndu það
jafnframt að þeir voru hiyntur
vinstra samstarfi.
Ekkert svigrúm
Þessi kosningaUrslit höföu
tvenns konar afleiöingar. í fyrsta
lagi urðu þau þess valdandi, að
leiðtogar kommUnistaflokksins
höföu ekki lengur nokkurt
minnsta svigrUm: þeir uröu að
hætta árasum sinum á sósialista
og ganga til stuðnings viö Mitter-
randán nokkurra skilyröa, þvi aö
annars varlitil von til þess aö þeir
gætu unniö aftur þaö sem tapast
haföi og jafnvel hætta á enn
mára hruni. Þetta gerðu þeir
strax daginn eftir fyrri umferðina
og mátti þá heita að vinstra
bandalagiö væri endurreist svip-
aö þvi' sem veriö hafði fyrir
haustið 1977. En sá var þó munur-
inn að kommUnistar höföu nU
mun veikari stööu en áður og
harla titinn styrk til aö hafa nokk-
ur raunhæf áhrif á gang mála, og
eru sennilega fá dæmi til þess að
leiötogar stjórnmálaflokks hafi
glutrað jafn álappalega Ur hönd-
um sér þeim pólitíska höfuöstól
sem þeir höfðu. I öðru lagi má svo
ekki gleyma þvL að Urslitin uröu
til þess að erfitt var að halda þvi
fram i alvöru að Frakklandi staf-
aði einhver „hætta” af
kommUnistum og Mitterrand
væri „gisl” eða „fangi” þeirra.
Þóttleiðtogar hægri manna héldu
þeim vana sínum að slá á 'slfka
strengi var mikið tómahljóð i
þeim áróðri og hann gat naumast
fæltóánægða miöflokkamenn frá
stuöningi viö frambjóöanda
sósialista.
Væringar til hægri
í herbUöum hægri manna urðu
einnig miklar breytingar, og þótt
þær væru af öörum toga spunnar,
stuöluðu þær lika aö sigri Mitt-
errands. Þaö er ekkert laun-
ungarmál aö undanfarin ár hefur
Chirac haft þaö markmiö helst aö
bola Giscard burtu, setjast sjálf-
ur í forsetastól og endurreisa
veldi Gaullista. Margir frétta-
skýrendur hafa lengi gert þvi
skóna að Chirac væri innst inni
þeirrar skoöunar aö besta leiöin
til aö losna við G iscard væri sU aö
Mitterrand og sósialistaflokkur-
inn ynnu sigur i kosningum: þá
væri Giscard nefnilega endanlega
Ur leik, hann sjálfur óumdeildur
leiðtogi hægri manna og fram-
bjóöandi þeirra i næstu forseta-
kosningum á eftir. Það ýtti aö
sögn undir þessa skoðun Chiracs
að honum þótti liklegt að
sósialistum myndi heldur betur
bregðast bogalistin við stjórn
landsins, þannig aö hann gæti
komið fram sem nýr lausnari...
En fréttaskýrendur álitu þó aö
Chirac heföi lengi veigrað sér viö
svo miklum „machiavelisma”
sem þeim, aö stuðla beinlinis að
sigri Mitterrands til að ryðja
sjálfum sér veg, og væri það
skýringin á tvistigingi hans og
hálfkæringi undanfarin ár.
Hvernig sem þessu er háttaö, er
engu líkara en Urslit fyrri um-
feröar forsetakosninganna hafi
losað Chirac undan þvi þunga
fargi aö þurfa að velja: hann virt-
ist nefnilega komast á þá skoöun
aö Giscard væri þá þegar bUinn
að tapa og hann gæti sjálfur átt
næsta leikinn á hægri vængnum.
Þá var vandinn sá einn aö vera
nógu myrkur í máli og tviræður
svo aö ekki yröi hægt aö kenna
honum um ósigur Giscards, og
Giscard tæki hann heldur ekki
með sér i fallinu. Chirac vissi það
sennilega betur en flestir aðrir að
óánægja með forsetann var svo
mikil i herbUðum Gaullista, aö
þaö nægöi að gefa þeim frjálsar
hendur og hvetja þá ekki beinlinis
Einar Már Jónsson
skrifar frá París
til aö styöja Giscard til að veru-
legur hluti þeirra sæti hjá eða
kysi Mitterramd. Eitthvað missté
Chirac sig i þessari erfiðu stöðu,
en niðurstaöan varð þó sU sem
hann hafði bUist viö: nokkur hluti
Gaullista gekk til stuðnings við
frambjóðanda sósialista og mun
vafalaust hafaátttalsverðan þátt
i sigri hans.
Samstarf
Eins og Mitto-rand hafði jafnan
lýst yfir varö þaö eitt fyrsta em-
bættisverk hans að leysa upp þing
og boða til nýrra kosninga 14. og
21. júni. Hann átti ekki annarra
kosta völ, þvi að ljóst var aö þing-
meirihluti hægri manna myndi
fyrreöa siöarsetja honum stólinn
fyrir dyrnar og neyða hann til að
leysa upp þingið og þá var best
fyrir hann að hafa frumkvæðið
sjálfur. En enginn vafier á þvi að
meö þessu tekur hann talsverða
áhættu. Þaö er nefnilega alls ekki
vist að sú staöa sem kom upp fyr-
ir kosningarnar 10. mai og
tryggöi sigur hans þá, virki á
sama hátt i þingkosningunum.
Um ástandið i vinstri herbUð-
unum rikir þó litilóvissa. I byrjun
jUni' hófust samningaviöræður
milli sósialista og kommUnista til
að skapa grundvöll fyrir
kosningasamstarfi og hugsan-
legri stjórnarsamvinnu.
Sósialistar lýstu þvi yfir þegar i
upphafi að ekki væri hægt að láta
eins og allir þeir atburöir sem
gerst hafa siðan 1977 hefðu aldrei
oröiö og settu þeir fram ákveðnar
kröfur. KommUnistar höfðu ekki
meira svigrUm þá en fyrir kosn-
ingarnar 10. mai til að standa
gegn þeim, og það þvi siður sem
margaraf þessum kröfum virtust
ekki óeölilegar i augum ýmissa
stuöningsmanna flokksins sjálfs:
sósi'alistar kröfðust þess m.a. aö
kommúnistar létu af fylgispekt
sinni við aðgerðir Kússa i Af-
ghanistan og þeir hættu að túlka
atburöina i Póllandi i samræmi
við viöhorf Sovétstjdrnarinnar
einnar, en afstaöa flokksins i
þessum tveimur málum hafði
mælst heldur illa fyrir meðal
flokksmanna. Leiötogar
kommUnista eru þvi hljóöir og
hógværir menn um þessar mund-
irog geta að svo stöddu varla gert
sér vonir um annað en aö veröa
e.k. hornkerlingar i væntanlegri
samsteypustjórn. Ýmsir frétta-
menn hafa það fyrir satt að þeir
séu því reiðubUnir að ganga að
kröfum sdsfalista, þeirséu aðeins
aö leita aö einhverri leiö til þess
að komast Ut Ur þessari sjálfheldu
án þess að þurfa aö éta of berlega
ofan i sig það sem þeir hafa áður
sagt. En ýmsir sósialistar munuþó
hafa talsverðar áhyggjur af því
hversu liprir kommUnistar eru
viö pólitiskarkUvendingar og vilji
foröast of náið bandalag nema
unntsé að bUa svo um hnUtana að
þeirláti af þessari akrobatik sinni
um stund. Litill vafi er þó á þvi að
bandalag vinstri manna muni
takastaðlokum og þeir fái a.m.k.
sama atkvæöamagn og i fyrri
umferð forsetakosninganna. En
ekki er þó víst að þaö eitt nægi til
sigurs.
Hvar er Giscard?
1 hægri herbúðunum er hins
vegar talsverö upplausn. Chirac
greip fyrsta tækifærið, þegar
kvöldiö 10, mai tilaö lýsa þvi yfir
aö nU væri hann leiðtogi st jórnar-
flokkanna fyrrverandi og ættu
allir stuöningsmenn þeirra aö
fylkja sérumhann.Enþettagekk
ekki snurðulaust, þvi að skömmu
siðar fóru bæöi Giscard og Ray-
mond Barre, fyrrverandi for-
sætisráðherra, hinum höröustu
oröum um Chriac og ásökuðu
hann nánast um aö hafa „svikið”
málstaö hægri flokkanna i þágu
eigin hagsmuna. Var þá allt Utlit
fyrir meiri háttar klofningi á
hægri vængnum milli Gaullista og
Giscard-sinna. En þessar deilur
uröu endasleppar, þvi að Giscard-
sinnar sáu þaö brátt aö tilgangs-
laust væri aö halda á lofti merki
hins fallna foringja? þvi brast
flótti I lið þeirra fyrr en varði og
köstuöu þeir sér flestir hver um
annan þveran i náðarfaðm
Chriacs til aö reyna aö bjarga
þingsætum sinum. Innan tiðar
stóðu Giscard og Barre eítir einir
og yfirgefnir og varð þaö góð
lenska að gera gys að þeim i stiln-
um „fallinn er Giscard fígUra”
eða „Giscard? hver er Giscard?”
Þetta var allt heldur napurlegt
dæmi um heimsins fallvaltleika
og vanþakklæti og efni i margar
stólræöur uppi I afdölum, enda
uröu jafnvel ýmsir vinstri menn
hneykslaðir. Áður en langt um
leið mynduöu Chirac og Le-
canuet, leiðtogihinna fyrrverandi
Giscard-sinna, kosningabandalag
með sameiginlegu heiti og stefnu-
skrá. Þrátt fyrir þetta mun vera
grunnt á beiskju og sárindum
meðal fylgismanna hins fráfar-
andi forseta og þótt leiðtogar
þeirra og þingmenn fylki sér um
Chirac er óvist hvort kjósendur
þeirra fylgja. Margir hugsa
Chirac þegjandi þörfina.
NU er mjög óvist hvaða áhrif
þessi klofningur hægri manna
hefur á þingkosningarnar, en
sennilega munu þau ráöa tirslit-
um aö verulegu leyti. Ljóst er að
þau atkvæði Gaullista, sem stuöl-
uðu aö sigri Mitterrands 10. mai,
munu aö mestu leyti skila sér
aftur heim til föðurhtisanna i
þingkosningunum. Þó er ekki
loku fyrir það skotið að ýmsir
Gaullistar vilji heldur greiða
sósíalista atkvæði en fyrrverandi
Giscard-sinna, þar sem einungis
er um slika frambjóðendur að
velja. Hins vegar má bUast við
þvi að ýmsir Giscard-sinnar snU-
ist nU hreinlega til fylgis við hinn
nýja forseta. Flokkur hins fráfar-
andi forseta er tiltölulega nýleg
samsteypa hægri manna og
miðjumanna og margir flokks-
mannanna voru alltaf andvigir
Gaullistum og voru i stjórnarand-
stööu þangað til Giscard var kjör-
inn forseti og fól stuðnings-
mönnum sinum forystu innan
meirihlutans. Þessir menn kunna
að hallast meira aö sósialista-
flokki, sem ekki er hægt aö kalla
háðan kommtinistum, en að
endurnýjuöum Gaullistaflokki.
Loks má ekki gleyma þvi aö
ýmsir gamlir vinstri sinnaðir
Gaullistar eru ekki fullánægðir
með forystu Chiracs og kunna að
halla sér að Mitterrand i staðinn.
Dæmi um slika menn er Michel
Jobert, sem var utanrikisráð-
herra Pompidous en gekk til
stuðnings við Mitterrand fyrir
fyrri umferð kosninganna og er
nU utanrikisviðskiptaráðherra i
stjórn Mauroy.
Kosningahorfur
Allar atkvæðatilf ærslur af
þessu tagi eru nU orðnar auðveld-
ari fyrir þá sök aö eitt helsta vig-
orð hægri manna, sem áöur var
nefnt, hefur nU alveg sntiist við.
G am la á róðursstef nið: , ,k jósiö
þingmeirihluta handa forset-
anum svo aö hann geti fram-
kvæmt stefnuskrá sina og ekki
komi til kreppu og upplausnar”
virkar nU meö Mitterrand. Og
sigur hans þefur komið af stað
mikilli hreyfingu sem lyftir undir
frambjóðendur vinstri manna.
Fylgi$menn forsetans eru nU
mjög vongóðir, enda benda skoð-
anakannanir til þess aö vinstri
flokkarnir geti fengiö um 52% at-
kvæða, hægri flokkarnir aðeins
rétt rUmlega 40% en önnur at-
kvæði fari til umhverfisverndar-
m anna og slikra sem hneigjast nU
fremur til vinstri. Ef tirslit kosn-
inganna fara eftir þessu má bUast
við því aö vinstri flokkarnir fái
allrUman meirihiuta, og getur
Mitterrand þá látiö hendur
standa fram Ur ermum. En haldi
hægri flokkarnir meirihluta
sinum á þingi, er komin upp sti
staða að framkvæmdavaldið er
lamað og erfitt verður aö forðast
þá kreppu, sem oft hefur borið á
dagskrá og menn hafa hugsaö til
með skelfingu.
e.m.j.
a dagskrá
>Herstöðvaandstæðingar á íslandi efna til
Keflavikurgöngu þann 20. júni n.k. en
l það er liður i fjöldaaðgerðum sem
hefjast i Kaupmannahöfn 21. júni og
lýkur i Paris 6.-9. ág., en þá eru liðin
36 ár frá kjarnorkuárásinni á Hirosoma.
Rósa
Steingrimsdóttir/
læknaritari:
Friðarganga
Aldrei fyrr hefur mannkyniö
búið yfir slikri tækniþekkingu
sem nú og þvi ætti að vera auövelt
að leysa öll þau vandamál, sem i
mannlegu valdi er aö leysa til far-
sældar fyrir allt mannkyn. En þvi
miöur er þvi svo farið, að þeir
sem mestri þekkingu ráöa og
ráða yfir mestum fjármunum
hafa kosið að verja þeim til auk-
ins vigbúnaðar fremur en mann-
kyninu til heilla. Sá vigbúnaður
mun aðeins leiða til tortimingar
alls mannkyns, ef ekki verður við
spornað. Hver er þá ávinningur af
öllu striti horfinna kynslóða, auk-
inni þekkingu á sviði heilbrigðis-
mála, landbúnaðar, fiskveiða og
framleiðslu á matvælum svo að
eitthvað sé nefnt, ef slikt skal á
einu augnabliki að engu gert og
útþurrkast vegna valdagræðgi,
striðsæsinga og gróðasjónarmiöa
þeirra, sem vopnin framleiða. Að
visu ætti þaö að vera skammgóö-
ur vermir þeim, sem gróðann
hljóta þar sem þeirra biður ekk-
ertannaðen tortiming engu siður
en allra annarra jaröarbúa, ef til
styrjaldar dregur. Þótt einhverjir
kunni e.t.v. að lifa af tortimingar-
hernað meö kjarnorkuvopnum og
geti i krafti fjármuna og valda
komið sér upp sprengjuheldum
byrgjum Utbúnum öllum lifsins
þægindum þá verða þeir varla
öfundsveröir að lifa á þeirri jörð,
sem þá blasir viö. Hver er þá orö-
inn hlutur þeirra, sem mest höföu
völdin og ábyrgir voru fyrir tor-
timingunni? Ekki getur hann orð-
ið fýsilegur.
Siðan Bandarikjamenn
sprengdu kjarnorkusprengjuna
yfir Hiroshima 6. ágúst 1945 og
nokkrum dögum siðar yfir
Nagasaki hafa allir jarðarbúar
lifað i skugga helsprengjunnar.
Kjarnorkusprengjur þær, sem nú
eru tilbúnar til aö varpa á óvin-
inn, hver sem hann er,eru miklu
skelfilegri en þær sem áður var
minnst á. Herstöövaandstæðing-
ar hafa ætið barist fyrir þvi aö
losa landið undan erlendri her-
setu og veru i hernaðarbandalagi.
Vera okkar i hernaöarbandalagi
og erlend herstöð hlýtur aö kalla
á árás, ef til styrjaldar dregur.
Mikilvægi herstöðvarinnar á Mið-
nesheiöi og hlerunarstöövarinnar
á Stokksnesi verður ekki dregið i
efa og yrðu þær fyrstu skotmörk
ef til átaka kæmi.
Er lslendingum var þröngvaö
til þátttöku i hernaöarbandalagi
30. mars 1949 var landslýður ekki
spurður. Þeir sem þaö geröu
höfðu alls engan rétt til þess. Ekki
veröur sagt aö þar hafi ráöiö stór-
hugur að innlima þjóö i hernaðar-
bandalag, sem nýlega hafði feng-
iðsjálfstæðisitteftir margra alda
yfirráð erlendra þjóða. Minning
þeirra, sem höfðu lagt lif sitt að
veði til þess aö þjóöin mætti öðl-
ast sjálfstæði var svivirt þann
dag. En ekki þótti þá nóg að gert.
7. mai 1951 kom bandariskur her
til landsins og hefur verið hér æ
siöan. Landið var hernumið af
Bretum 10. mai 1940 og Banda-
rikjamenn tóku við 1941, og siðan
hefur veriö erlendur her á Islandi
þótt hann væri dulbtiinn um tima.
Herstöðvaandstæðingar á Is-
landi efna til Keflavikurgöngu
þann 20. júni n.k. en þaö er liöur i
fjöldaaögerðum, sem hefjast i
Kaupmannahöfn 21. júni og lýkur
i Paris 6.-9. ágúst, en þá eru liðin
36 ár frá kjarnorkuárás Banda-
rikjamanna á japönsku borgirnar
Hirosima og Nagasaki. Að
þessum umfangsmiklu aðgeröum
stendur fjöldi félagasamtaka
viðsvegar úr Evrópu undir slag-
orðinu: „Kjarnorkuvopnalaus
Evrópa frá Póllandi til
Portúgals”. Auk þess sem is-
lenskir herstöðvaandstæðingar
taka heilshugar undir þessa kröfu
krefjast þeir tafarlausrar úr-
sagnar úr NATO og brottflutnings
erlends hers af Islenskri grund og
að allar herstöðvar verði lagðar
niður.
Það er spurning um lif og dauða
alls mannkyns hvort kjarnorku-
vopnakapphlaupið heldur áfram
eða hvort tekst að stemma stigu
við þvi. Þessar sprengjur eru til
og tortimingarmáttur þeirra slik-
ur aö mætti mörgum sinnum
þurrka allt lif út á jörðunni. Og á
meðan þær eru til er hætta á að
þeim verði beitt. Jafnvel minnstu
bilanir i tækjabúnaði gætu haft
hina hörmulegustu afleiðingar i
för með sér.
Þetta er mál, sem varðar fram-
tiö mannkynsins og öllum ber
skylda til aö ihuga þaö og taka af-
stöðu til þess. Þann 20. júni n.k.
höfum við tækifæri til að fylkja
liöi með þvi fólki sem sýnir andúð
sina á kjarnorkuvopnum. Fylkj-
um liði i Keflavikurgöngunni 20.
júni. Burt með helsprengjuna. Is-
land úr NATO. Herinn burt.
Fóstrurnar sem útskrifuöust i vor.
Fósturskólanum slitið:
48 nýjar fóstrur
Fósturskóla tslands var slitið
29. mai 1981.
Skólaslit fóru fram i Bústaða-
kirkju að viðstöddum kennurum,
nemendum og aöstandendum
þeirra ásamt öðrum gestum.
Skólastjóri, Gyða Jóhannsdótt-
ir, gaf yfirlit yfir starfsemi skól-
ans á s.l. ári svo og fyrirhugaða
starfsemi á næstu árum.
Fulltrúi 25 ára afmælisárgangs
flutti ávarp og afhenti skólanum
gjöf.
1 Fósturskóla Islands voru á s.l.
skólaári 162 nemendur. 48
nemendur luku burtfararprófi.
Hæstu einkunn hlaut Margrét
Pála ölafsdóttir og hlaut hún
bókaverðlaun frá skólanum.