Þjóðviljinn - 12.06.1981, Page 11
Föstudagur 12. júní 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
i|>róttir [A
íþróttir
„Stjörnuhátíðin í Laugardal":
Valur leikur gegn
Stjömuliði Asgeirs
„Þaö kom upp að knattspyrnu-
deildin myndi sjá um eitthvert
stórt og mikið atriði I 70 ára af-
mlishátíö Vals og stefnan var
fijótlega sett á að koma I kring
leik meistaraflokks félagsins og
atvinnumanna tslands erlendis.
Þetta hefur slðan verið að mótast
smátt og smátt I höndunum á
okkur og nú má segja að nær öll
smáatriðin séu komin á þurrt
land,” sagöi Baldvin Jónsson, en
hann á sæti I undirbúningsnefnd
vegna fyrirhugaðrar „Stjörnuhá-
tlðar I Laugardal” á vegum Vals-
manna 17. júni.
Aðalatriöið á hátlðinni verður
leikur Vals og svokallaðs Stjörnu-
liðs Asgeirs Sigurvinssonar, en
Ásgeir hefur verið potturinn og
pannan I mörgu þvi er litur að
framkvæmdum vegna þessa
leiks. Hann varð fyrir þvi óláni að
meiða sig i úrslitaleiknum i
belgisku bikarkeppninni fyrir
skömmu og getur þvi ekki leikið
sjálfurmeö. I staöinn mun Asgeir
stjórna liöinu utan vallar.
Stjörnulið Ásgeirs verður þann-
ig skipað:
Simon Tahamata, Standard Liege
Ralf Edström, Standard Liege
Dardenne, Standard Liege
Jupp Pauli, Fortuna Köln
Sænski landsliðsmaðurinn Ralf Edström er I Stjörnuliðinu, hér er hann
i leik með Standard Liege allur vafinn i andlitinu vegna nefbrots.
Asýndin er ekki beint frýnileg.
Fleming Nilsen, Fortuna Köln
Hans Joachim Wagner, Borussia
Dortmund
Teitur Þóröarson, Öster/Lens
Janus Guðlaugsson, Fortuna
Köln
Atli Eðvaldsson, Borussia
Dortmund
Magniis Bergs, Borussia
Dortmund
Arnór Guðjohnsen, Lokeren
Albert Guðmundsson, Drillers
Karl Þóröarson, La
Louviere/Laval
Pétur Pétursson, Anderlecht
Sigurður Dagsson, Val
Þá kemur Arnór að öllum lik-
indum meö vinstri bakvörð
Lokeren-liðsins, en hann er
belgi'skur unglingalandsliösmað-
ur. E kki var fullvist I gæ r aö Pét ri
takist að komast i leikinn, en það
kemur I ljós um helgina.
Eins og sjá má af upptalning-
unni hér að ofan eru engir smá-
karlar I Stjörnuliðinu. Edström
og Tahamata eru lykilmenn I
Standard, sá siðarnefndi einn af
bestu Utherjum i Evrópu. Nilsen
er danskur landsliðsmaður og
lákur með Janusi hjá Fortuna
Köln, Pauli er markvöröur liös-
ins. Dardenne er fastamaöur i
Standard. Sömu sögu er hægt aö
segja um Wagner, hann er einn af
miðjumönnum Dortmund. Um is-
lensku strákana þarf vist ekki að
fara mörgum orðum. Og þó, Siggi
Dags tekur skóna (og mark-
mannshanskana) fram aö nýju og
verður varamarkvöröur.
Stjörnuhátiðin hefst kl. 17.30 á
Laugardalsvellinum með leik
rokkhljómsveitarinnar Start. Þá
kemur Laddi fram og tekur nokk-
ur nýleg lög, m.a. eittglænýtt um
Skiila okkar óskarsson. Um kl.
18.15 hefst slöan sjálfur stórleik-
urinn.
Forsala hefst i dag kl. 12 '’ið
Karnabæ i'Austurstrætiog fá þeir
sem kaupa miða fyrstu 2 timana
fritt Kók, sem hinn nýi Kókheili
framleiöir. Verð er kr. 60 I stiíku,
40 í stæði og 20 fyrir börn.
— IngH
Þórsarar með
knattspyrnu-
skóla
Knattspyrnudeild Þórs á
Akureyri starfrækir I sumar i
annað sinn knattspyrnuskóla
fyrir stráka og stelpur 10 ára og
yngri.
Aætlað er að halda fjögur
námskeið i sumar og eru tvö
fyrstu þegar hafin. Þau fóru
mjög vel af stað — fullbókað er i
bæði og komust færri að en
vildu. Kennarar eru þrir
iþróttakennarar, Þröstur Guð-
jónsson, Valþór Þorgeirsson og
hollendingurinn Cees van de
Ven.
Hannes, Björgvin, Geir og Ragnar á EM, en...
Átta kylfingar keppa
um tvö laus sætí
Kapparnir hér að ofan, Björgvin, Geir og Ragnar eru þegar komnir I
golflandsliðið ásamt Hannesi Eyvindssyni.
Kjartan L. Pálsson,
landsliðseinvaldur í golfi,
tilkynnti í gær val sitt á 4 af
6 keppendum íslands á
Evrópumeistaramótinu,
sem f ram fer í St. Andrews
vellinum í Skotlandi um
aðra helgi. Hinir heppnu
eru Hannes Eyvindsson,
Geir Svansson, Ragnar
Ólafsson og Björgvin Þor-
steinsson.
í islenska liðinu eiga að vera 6
kylfingar og þeir 2 keppendur
sem eftir eru valdir um næstu
helgi. Um þessi 2 lausu sæti keppa
Sigurður Hafsteinsson, Siguröur
Pétursson, Þorsteinn Kærbo,
Eirikur Jónsson, Sigurjón Glsla-
son, Jón Haukur Guðlaugsson og
Július Júllusson. Þessi föngulegi
hópur mun keppa á Dunlop-mót-
inu um helgina næstu og leika sið-
an 18 holur I tvigang. Aö þvi búnu
mun Kjartan tilkynna hverjir 2
kylfingar úr hópnum fara til Skot-
lands...
-IngH
Kennd eru undirstööuatriði I
knattspyrnu, fariö i almenna
leiki, sýndar kvikmyndir og
hressingar eru ávallt veittar á
staðnum. Hverju námskeiöi
lýkur þannig aö farið verður I
eins dags ferö og keppt við jafn-
aldra i einhverjum nágranna-
bæjanna.
Boltinn kemur
úr háloftunum
Fyrirhugað er að knötturinn
sem leikið verður með I Stjörnu-
leiknum komi af himnum ofan, i
orðsins fyllstu merkingu.
Siguröur Bjarklind fallhllfa-
stökkvari mun henda sér út úr
flugvél með boltann undir hend-
inni nokkru áöur en leikurinn
hefst og lenda á Laugardalsvell-
inum. - —
Valsmenn leika í Eyjum
Stórleikur helgarinnar I fótbolt-
anum verður I Vestmannaeyjum,
á morgun, laugardag, þegar
heimamenn leika gegn Val. Viö-
ureignin hefst kl. 15 og er hægt að
bóka skemmtilegan baráttuleik.
A morgun leika einnig i 1. deild-
inni Breiöablik og FH og sam-
kvæmt siöustu leikjum ættu Blik-
arnir að vinna sigur. Þó er vist
aldrei hægt að bóka sigur fyrir-
fram I fótboltanum. Leikurinn
hefst kl. 14 á Kópavogsvelli.
. Heil umferð verður i 2. deild og
hefjast allir leikirnar þar kl. 14. I
Borgarnesi leikur Skallagrimur
gegn Völsungi frá Húsavik. Stór-
leikur verður á Melavellinum þar
sem Þróttur leikur gegn IBK,
sem hefur unnið alla leiki sina til
þessa. Á Neskaupstað mæta
heimamenn Haukum og i Sand-
geröi leikur Reynir gegn IBl, en
bæöi liðin eru I toppbaráttunni.
Loks fá Selfyssingar Fylkismenn
i heimsókn austur fyrir fjall.
A sunnudagskvöldiö leikur Vlk-
ingur gegn KA á Laugardalsvelli
og verður þar vafalitiö hvergi
gefið eftir. A mánudagskvöldið
veröur siöan siðasti leikur um-
feröarinnar i Laugardalnum.
„Lið hinna brostnu vona”, KR og
Fram, leika.
—IngH
Ur einu
í annað
Atviimumaður í
Dunlop-
keppninni
Dunlop-keppnin I golfi verður
háð á Ilólmsvelli I Leiru um
næstu helgi. Það telst til tiðinda,
að á mótinu keppir enskur at-
vinnumaöur, Barry Cattridge,
en hann hefur kennt golf hér á
landi undanfarið á vegum Dun-
lop umboðsins.
Mótið um helgina gefur stig til
landsliðs og verða leiknar 36
holur, með og án forgjöf. Há-
marksforgjöf verður 23 og eru
væntanlegir keppendur áminnt-
ir að taka meö sér félagsskir-
teinin.
—IngH
Kokteilpartí
Sá leikmaður sem fyrstur
skorar mark I Stjörnuleiknum
fær i verðlaun heljarmikiö
kokteilpartý i Hollywood þar
sem hann getur boðiö útvöldum.
Þá fá þeir leikmenn sem skora
mörk 10 kassa af Kók i verö-
laun, fyrir 2 mörk koma 20 kass-
ar I verölaun o.s.frv..
•
Búið að bjóða
Bolt
Frjálsiþróttasambandið hefur
gengið frá formlegu boði til kana-
díska hástökkvarans Arnold Bolt
um að keppa á Reykjavikurieik-
unum í sumar.
Bolt er einfættur, en hefur samt
stokkið 2.04 m, sem er einstakt af-
rek. Þaö yröi vissulega gaman ef
af keppni hans viö islenska há-
stökkvara verður.
•
Verðraætir
fótboltamenn
Stjörnulið Asgeirs er skipað
mörgum af þekktustu knatt-
spyrnumönnum Evrópu og er
áætlað söluverð þeirra á milli 3
og 4 miljónir nýkr eöa 3 til 4
miljarðar gamalla króna.
Leiftur i 16-liða
úrslit
Tiu leikir voru i 2. umferð
Bikarkeppni KSII fyrrakvöld og
urðu úrslit þeirra leikja þessi:
Víðir—ÍK................3:0
Fylkir—Snæfell..........2:0
Haukar—UMFG.............2:3
Armann—Afturelding......1:3
ÍBK—Skallagrimur........7:0
Reynir—Þróttur..........0:3
Leiftur—Tindastóll......2:1
KS—Árroðinn.............1:2
Þróttur NK—Leinir.......8:0
Huginn—Austri...........3:0
Noröurlandsliðin Leiftur og
Arroðinn eru þegar komin I
16.-liða úrslitin og er það I
fyrsta sinn sem það tekst hjá
þessum liöum. Oll hin sigurliðin
hér að ofan eiga eftir að fara i
gegnum eina umferð enn áður
en í 16-liða úrslitin verður kom-
ið.
•
Heimsmet
Breski hlauparinn Sebastian
Coe setti i fyrrakvöld nýtt
heimsmet i 800 m hlaupi á
frjálsiþróttamóti i Feneyjum á
Italiu. Timi hans var 1:41.72
min.