Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. júni 1981 ÞJÓÐVItJINN — SÍÐA 7 Avarp Guðrúnar Helgadóttur á útifundi 20. júní Við viljum fá að lifa Góðir féiagar, göngumenn allir og aðrir tilheyrendur: A þessu ári eru liðin 37 ár frá þvi að Island varð fullvalda rlki. A þessu sama ári eru 30 ár siðan landið var eftirlátið erlendu stór- veldi undir vopn og heri. öll þessi ár höfum við, sem hér stöndum, ásamt þiisundum annarra íslend- inga talað, skrifað, ort og sungið, og farið i f jöldagöngur til að mót- mæla þessu athæfi. Til þessa höf- um við haft minna erindi en erfiði, en þrátt fyrir allt það erindi, að Bandarikjastjórn hefur díki fengið að leika hér lausum hala með fulltingi afturhaldsafl- anna i landinu. Og hér erum við enn einu sinni saman komin til að mótmæla. Eigum við eitthvaðósagt, sem við höfum ekki sagt oftsinnis áður? Hvað get ég sagt hér, sem bestu listamenn þjóðarinnar, hafa ekki þegar sagt miklu betur? Hafa þeir félagar okkar Guðmundur Böövarsson, Jóhannes Ur Kötlum, Snorri Hjartarson, svo að ein- hverjir séu nefndir, ekki sagt allt um þann smánarblett sem þátt- taka okkar i hernaðarbandalög- um og vígbUnaði er? Nei, við eigum margt ósagt. Með hverju þessara þrjátiu ára hefur ógnin af herstöðinni á Mið- nesheiði orðið geigvænlegri. Með hverju þessara ára hafa stórveld- in hert kverkatak sittá löndum og þjóðum i vitskertu vigbúnaðar- kapphlaupi sinu og hafa til þess æ skelfilegri dráps- og eyðingar- tæki. Með hverju ári hefur orðið ljósara, að Evrópulöndin eru fyr- irhugaður leikvangur stórveld- anna, ef til átaka kemur milli austurs og vesturs. Legu sinnar vegna hefur Island verið talið ákjósanlegur stökkpallur fyrir drápstæki Bandarikjamanna, enda sækjaþeir stöðugt á um full- komnari aðstöðu fyrir þau. Það þarf varla mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir, hver yrðu örlög okkar hér i þéttbýliskjarnanum, ef tilátaka kæmi. önnur stórveldi viluðu varla fyrir sér að tortima þessum stökkpalli, þó að nokkrir eyjaskeggjar fylgdu með. Sist af öllu þar sem við erum aðilar að hernaðarbandalaginu NATO með fullri ábyrgð. önnur hernaðar- bandalög skulda okkur enga miskunn. öll þessi 30 ár, sem við höfum hrópað og kallað, hefur þögnin ein rikt i sölum Alþingis Islendinga ef undan eru skildir þeir örfáu main, sem alltaf hafa barist. Al- þingismönnum hefur vis vitandi verið haldið utan við upplýsingar um hernaðaraðgerðir Banda- rikjamanna i þeirra eigin landi, og jafnvel ráðherrar i rikisstjórn- um hafa ekki fengið upplýsinga- gögn. Það var fyrst á siðasta þingi, að alþingismaður Alþýðu- bandalagsins I utanrikismála- nefnd þröngvaði utanrikisráð- herra tilað afla ákveðinna gagna um framkvæmdir Bandarikja- manna i okkar eigin landi. Fjöl- miðlar hafa alla tið sýnt málefn- um Bandarikjahers i landinu al- gjört áhugaleysi, og einungis þeir sem lesa erlend timarit geta haft aðgang að upplýsingum um hern- aðarbröltstórveldis i landi okkar. Slikja hefur verið dregin á sjónir landsmanna með stööugum áróðri um að baráttan gegn her- setunni sé fláræði kommUnista til að koma RUssum i þeirra stað. Fjölmiðlum þótti til dæmis ekki tíðindum sæta þegar upp komst s.l. vetur, að Awacs flugvélum hefði beinlinis verið hleypt inn I landið án þess að þáverandi utan- rikisráðherra hefði vitneskju um, hvers konar tæki þær eru. Fá- fræði og upplýsingaskortur hefur reynst hér brUklegur til vondra verka eins og svo oft, oft áður. Að einu leyti hefur áróður aft- urhaldsaflanna nokkuð til sins máls. Smám saman hafa sósialistar nær einir haldið áfram baráttunni gegn hernum. Það góða fólk Ur öllum stjórnmála- flokkum, sem stóð saman i þess- ari baráttu, hvarf smáttog smátt. Eftilvilláttum viðeinhverja sök, ef til villekki. EnnU er þetta sem betur fer að breytast. Netið er óð- um að þrengjast um Evrópulönd- in, og fólki Ur öllum stjórnmála- hreyfingum er að skiljast, að um h'f og dauða að tefla. öll önnur stjórnmálastörf verða svo skelf- ing litilmótleg I samanburöi við baráttuna gegn kjarnaorkuvopn- unum. Ungirsem gamlir hefja nU á morgun friðargöngu i fyrsta sinn frá Kaupmannahöfn til Parisar i örvæntingarfullri bæn um að fá aö lifa hér á jörð i friði og eindrægni. Fegurri bæn er varla hægt að bera fram. Við fulltrUar Alþýöubandalags- ins i Norðurlandaráöi höfum haft nokkurtfrumkvæðium, að friðar- mál verði rædd á þeim vettvangi. Viö höfum fariö þess á leit, að ts- land verði tekið inn i hugmyndina um kjarnorkulaus Norðurlönd. Fram til þessa hafa bræður okkar og systur á Norðurlöndum ekki talið okkur með vegna herstöðv- arinnar I Keflavik. Viö erum enn i þeirra hugum liður I uppskiptingu Evrópu á Jaltaráðstefnunni forð- um, Utvörður veldis Bandarikja- manna og mótvægi við Kola - skagann i austri. A raddir okkar hefur verið hlustað og von er til, að ráðstefna verði haldin að okk- ar beiðni og nokkurra félaga á Ncrðurlöndum um kjarnorkulaus Norðurlönd fyrir næsta þing Norðurlandaráðs. Og sU tið kem- ur, að Alþingi tslendinga verður tilneytt að hlusta á mál okkar. Ef við fáum að lifa. En þvi aöeins getur það gerst, að sem flestir Islendingar fylki sér um þennan málstaö, hvar i flokki sem þeir standa. AUir ts- laidingar vilja lifa i friði i her- lausu landi. Enginn tslendingur vill láta eyða þessu landi. Hvers vegna eru þá ekki allir Islending- ar með okkur I þessari baráttu? Vegna þess aö „augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð. af hefð og löggrónum vana, að ljúga sjálfan sig dauðan”, eins og Jóhann skáld Jónsson sagði. Risum upp Ur doðanum og fálæt- inu og berjumst fyrir tilveru okk- ar, fyrir friði. Konur gera nú vaxandi kröfur tilpólitiskra áhrifa. Til hvers vilj- um við konur komast til áhrifa? Ætlum viðað berjast fyrir öðrum markmiðum en karlaveldið hefur gert? Ég vona það. Þess vegna viljum við taka þátt i ákvarðana- töku. Hljótum við sem fæöum af okkur lif, ekki einnig að vernda þessi li'f? JU, og það hafa konur á Nírðurlöndum sýnt I verki með þvi að stofna samtökin „Konur fyrir friði”. Ég skora á hverja einustu islenska konu að taka þátt I þessari baráttuaf heitu hjarta, hvar i' flokki sem hún stendur. Sýnum félaga okkar Berit Aas, sem hér er með okkur i dag, að við verjumst við hlið hennar. Félagar: Þessari göngu er lok- ið. Kröfur okkar um frið i heimin- um, um kjarnorkuvopnalausa Evrópu, um herlaust tsland, um að tslaidingar gangi úr Nato og verði eiliflega utan hernaðar- bandalaga, hljóma þó áfram. SU rödd má aldrei þagna, meðan okkur er málið gefið. Vid eigum samieið A • Avarp Berit As á útifundi Herstöðvaandstœðinga Góðir félagar: Erum við ein um að mótmæla yfirgangi stórveldanna þegar við förum i mótmælagöngur ár eftir ár? Erum við ein þegar við andæf- um „gömlum” herstöðvum eins og i Keflavik, eða nýjum eins og þeirrisem bandariski flotinn fékk nýlega i Noregi, þvert ofan i vilja þjóðarinnar? Nei. Friðarhreyf- ingunni vex alls staðar fylgi, en hún kemur málstað sinum á framfæri með mismunandi hætti. Hinn 17. nóvember i fyrra réð- ust 2000 konur i Bandarikjunum á Pentagon. Seinna 8. mai sl. sam- þykkti norska verkalýðshreyfing- in að berjast fyrir kjarnorku- vopnalausum svæðum á fjórum Norðurlandanna. Við eigum sam- eiginlegar baráttuhefðir, við för- um i göngur þvi slikar aðgerðir skiljast Ut yfir óll landamæri. Hvað var það sem kom friðar- hreyfingunni af stað i Evrópu? Var það nifteindasprengjan sem áætlað var að staðsetja i hjarta Evrópu? Sprengjan sú drepur allt lif, en skilur „verðmætin” eftir, allt frá þvottavélum til verk- smiðja. Hún getur sparað Banda- rikjamönnum alla Marshallhjálp eftir næsta strið. Varnarmálaráðherra Hollands læknirinn Kruisinga kallaði nift- eindasprengjuna viðurstyggileg- asta vopn veraldarinnar. Ein mil- jón Hollendinga mótmæltu henni og fékk vilja sinum framgengt — engar sprengjur i Hollandi, það var lika okkar sigur. Þegar alþýðan tekur málin i sinar hendur, meö þrautseigju og sýnir vilja sinn i verki á götunum ár eftir ár, verða stjórnmála- mennirnir að taka tillit til vilja fólksins. t Englandi kröfðust 50.000 manns þess sl. haust með kröfu- göngu að engin kjarnorkuvopn yrðu staðsett þar. Nú hefur enski Verkamanna- flokkurinn sett i stefnuskrá sina kröfu um að kjarnorkuvopnum verði ekki komið fyrir á enskri grund. Oll kirkjuíélögin i Hollandi krefjast hins sama hvað varðar land þeirra. Friðarhreyfingar eins og „Nej til atomvaapen” og „Kvinder for fred” söfnuðu hundruðum þús- unda undirskrifta og danski þing- maðurinn Jytte Hilden lagði til að Bandarikjunum yrði visað úr NATO. Bandarikjamenn sögðu hins vegar við Dani þegar þingið felldi aukin útgjöld til hermála að þeir yrðu að velja um „velferð” eða „öryggi'” Ég ber ykkur kveðju frá 10.000 sænskum konum sem gengu hinn 12. des. sl. um götur Stokkhólms með kyndla og kröfðust kjarn- orkuvopnalausrar Evrópu og gengu gegn kjarnorkunni. Sviar vita að landamæri og hlutleysi er þeim engin trygging gegn geisla- virku úrfelli. Þeir vita að ef kjarnorkuver væri sprengt i loft upp yrðu afleiðingarnar skelfileg- ar fyrir mannkynið. Það vita and- stæðingar kjarnorkuvopna i Þýskalandi og Frakklandi lika og þess vegna er baráttan þar gegn kjarnorkuverum óaðskiljanleg frá baráttunni gegn kjarnorku- vopnum. Bandarikjamenn vita þetta lika, þvi söfnuðust 180.000 manns saman haustið 1979 til að mót- mæla kjarnorkunni vegna þess að úrgangurinn frá kjarnorkuverum er notaður sem hráefni við fram- leiðslu kjarnorkuvopna. Nei, við erum ekki ein um að mótmæla. Við erum mörg. Við eigum sameiginlegt baráttumál, þó að sú barátta taki á sig mis- mundandi myndir. Þegar NATO ráðherrarnir ákváðu aöstaðsetja meðaldrægar eldflaugar á meginlandi Evrópu voru meira en 50.000 manns sam- ankomnir i Brussell til að mót- m'æla. Það fólk tók heim með sér vitneskju sem siðan hefur dreifst frá manni til manns. Til dæmis þá vitneskju að samþykktin um eld- flaugarnar var aldrei rædd i bandariska þinginu né heldur hinu kanadiska. Slikar upplýsing- ar koma ekki fram i fjölmiðlum, en við komum þeim áfram. Það eru nægar ástæður til að ganga frá Kaupmannahöfn til Parisar, lika þær að miðla þekkingu. Hversu margar ákvarðanir hafa stjórnmálamenn og hernað- aröflin tekið án okkar vitneskju? Það vitum við ekki, en við vitum að þegar við göngum gegn her- stöðvum, vigbúnaðarkapphlaup- inu, og kjarnorkuvopnum göng- um við fyrir allt það sem skiptir máli, lýðræðið, sannar upplýsing- ar, sjálfstæði og frelsi. Við göng- um gegn lygunum, þvi það er lygi að hægt sé að vinna kjarnorku- strið. Herforingjar og aðmirálar halda þviliku fram, en eftir að þeir eru orðnir gamlir og komnir á eftirlaun kemur annað hljóð i strokkinn og þeir þora að segja sannleikann, að enginn getur unnið kjarnorkustyrjöld, að það er ekki hægt að takmarka kjarn- orkustrið. Kannski ætti að setja alla herforingja á eftirlaun til að fá sannleikann fram! En hvað var það sem kom frið- arhreyfingunni af stað i Evrópu spyr ég enn? Voru það orð Kiss- ingers um að varnarstefna stór- veldanna væri ekki lengur „sann- færandi”, fyrst hún hlyti að hafa i för með sér dauða báðum megin viglinunnar? Voru það orð hans um að Bandarikin yrðu að þróa tækni til takmarkaös kjarnorku- strið6? Var það eftir að við Evrópubiíar fréttum hvað hann sagði ekki um takmarkað strið i EVRÓPU? Viö rönkuðum við okkur og sáum loks þaö sem við hefðum átt að skilja fyrir löngu, að strið i landi annarra er tak- mark stórveldanna. Viðstöndum saman sem viljum frið og afvopnun. Við byggjum baráttu okkar á grundvelli Sam- einuðu þjóðanna, sem allt frá upphafi hafa fordæmt hernaðar- bandalög, vopnakapphlaupið og takmarkalausa vopnasölu riku landanna. Öll riki eiga að ráða sér sjálf og þess vegna fordæmum við her- stöðvar stórveldanna i öðrum rikjum. Herstöðvarnar burt bæði á ts- landi og i Noregi. Burt með Rússa úr Afganistan og Póllandi. Við viljum ekki vera leiksoppar stórveldanna. Við viljum afvopn- un og frið. Við viljum að kjarn- orkuvopn verði bönnuð. Frið á jörðu, frið meðal þjóða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.