Þjóðviljinn - 25.06.1981, Page 16
mÐVIUINN 1 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná iáfgreiðslu blaðsins isima 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Fimmtudagur 25. júni 1981
m
Fridargangan leggur
upp frá Kaupmannahöfh
Þessi mynd var tekin á fyrsta áfanga Friðargöngunnar frá Kaup-
mannahöfn til Parfsar. Skipulcggjendur búast við þvi að 300 karlar og
konur inuni ganga aila leið, en tugir þúsunda muni ganga með, lengri
eða skemmri tima. Lögreglan sagði að um 3000 manns hefðu fylgt
göngunni af stað frá Ráðhústorginu, en göngumenn sögðust hafa verið
5-0000 þá. Kannast menn við hliðstæður?...
Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd:
_
Island verði
tekið með
Segir norska friðargöngunefndin
Norska friðargöngunefndin
hefur sent samtökum Herstöðva-
andstæðinga bréf i tilefni Friöar-
göngunnar hér 20. júni og vegna
friðaraðgerðanna út i Evrópu.
I bréfinu kemur fram stuðning-
ur við þá kröfu islenskra her-
stöðvaandstæðinga að tsland
veröi tekið meö Norðurlöndunum,
þegar fjallað er um kjarnorku-
vopnalaust norður.
Aðdragandi bréfsins er sá að
þegar fréttir bárust hingað af
friðargöngunni ytra og hugsan-
legri þátttöku Islendinga, skrif-
uðu herstöðvaandstæðingar bréf
til höfuðstöðvanna i Noregi sem
skipuleggja gönguna og sögðust
vilja fá skýr svör varöandi það
atriöi hvort island verði tekið
meö i kröfuna um kjarnorku-
Norsku síld-
veiðarnar
150 þús.
hektóL
Þau mistök voru i frétt i blaðinu
i gær, um fyrirhugaðar veiðar
Norðmanna úr vorgotssildar-
stofninum, að tvitalin var 50 þús.
hektólitra viðbótarveiðin sem
Fiskimálastjórnin hefur gefið
heimild fyrir, auk áður ákveðins
100 þús. hektólitra hámarksafla.
Samtals er hámarksaflinn þvi
áætlaður 150 þús. hektólitrar en
ekki 200 þús. eins og sagt var i
fréttinni i gær.
vopnalaus Norðurlönd. Það atriði
hefur vafist fyrir ýmsum þar úti
einkum Norðmönnum, sem virð-
ast lita á Island sem mótvægi við
herstöðvar Rússa á Kólarskaga.
Þetta mál var tekið upp á þingi
Norðurlandaráðs sl. vetur og hafa
fulltrúar Alþýðubandalagsins þar
beitt sér fyrir umræöum um
kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd
við fulltrúa vinstri flokkanna þar,
i von um stuðning þeirra og sam-
stöðu. Stuðningur norsku friðar-
göngunefndarinnar sætir þvi tið-
indum en þar segir:
„Við gerum okkur fyllilega
grein fyrir þeirri erfiðu aðstöðu
sem land ykkar er i, þar eð það
gegnir lykilhlutverki i alþjóðleg-
um kjarnorkustriðsáætlunum, og
okkur er ljóst að friðaröflin á Is-
landi verða að beita sér af öllu
sinu afli, hugrekki og útsjónar-
semi i baráttunni fyrir friði. Þessi
hernaðarlega og landfræðilega
staða landsins leggur ekki aðeins
á ykkur gifurlega ábyrgð vegna
ykkar eigin öryggis, heldur einnig
vegna öryggis Evrópu, vegna
öryggis alls heimsins.
Þess vegna telur Friðargangan
1981 framgang islensku friðar-
hreyfingarinnar mjög mikilvæg-
an, þess vegna viljum við enn
einu sinni láta i ljós samstöðu
okkar með kröfu ykkar um að
verða fimmta landið á kjarnorku-
| lausu svæði Norðurlanda, þess
vegna viljum við, af hálfu norsku
friðarnefndarinnar og fyrir hönd
Friðargöngunnar 1981, veita ykk-
ur allan þann stuðning sem
mögulegur er, við réttláta
baráttu ykkar fyrir friði.
Velkomin i friðargönguna i
Kaupmannahöfn 22. júni.
Norska friöargöngunefndin.
— ká
Ráöuneytiö stórskaöar
hagsmum iönaöarins
Davíö Scheving Thorsteinsson
formaður félags islenskra iðn-
rekenda hefur lýst því yfir að
andstaða embættismanna við-
skiptaráðuneytisins við vernd-
arra'ðstafanir vegna innfluttra
inöaðarvara hafi stórskaðað
hagsmuni islensks iðnaðar und-
anfarin 6—7 ár og að betur sé
tekið f þau mál i aðalstöövum
EBE og EFTA en I viðskipta-
ráðuneytinu í Reykjavfk. Þessi
yfirlýsing Daviðs sem kemur
fram hér í viðtalinu á eftir kem-
ur í kjölfar þess að Tómas Áma-
son viðskiptaráðherra hefur
skýrt frá þvi að mikil andstaða
sé gegn 2% aölögunargjaldi f
Brussel og Genf. Eins og kunn-
ugt er liggur fyriri rikisstjórn-
inni tillaga frá Hjörleifi Gutt-
ormssyni iðnaðarráðherra um
setningu sliks aðlögunargjalds.
Þjóöviljinn spurði Davíð
Scheving að þvi i gær hvort
hann væri með þessu að segja
að Tómas Arnason fara meö
ósannindi, en Davið svaraði þvi
tilaö bæði blaöamaöur Morgun-
blaðsins og Jafet ölafsson deild-
arstjóri f iðnaðarráðuneytinu
væru til vitnis um að sá maður
sem færi með málefni Islands
hjá EBE hefði lýst þvi yfir að-
spurður að EBE myndi ekki
samþykkja aölögunargjaldið en
láta kyrrt liggja. Hefði þessi
embættismaður meira að segja
bent á hvaða rök Islendingar
ættu að færa fram máli sinu til
stuönings til að ná sem bestri
aðstöðu. „Þannig var hann i
-rauninni að kenna okkur hvern-
ig við ættum að halda á máli
okkar gagnvart EBE, þ.e. með
því að leggja áherslu á hinn
gífurlega viðskiptahalla Islands
við EBE, sem nam 40 miljónum
dollara á siðasta ári.
„Það er nú búið að sjóða svo
lengi á manni út af þessu máli
að það hlýtur aö koma að þvi að
maður springi”, sagði Davið
Scheving. Ég skal rekja fyrir
þér hvernig andstaða embættis-
mannanna hjá þessu ráðuneyti
hefur komið fram gagnvart
okkur.
Þegar hugmyndin um tíma-
bundið aðlögunargjald til handa
iönaðinum fæddist var Svavar
Gestsson viðskiptaráðherra en
Hjörleifur Guttormsson iðnað-
arráðherra. Þá lögðust embætt-
ismenn í viðskiptaráðuneytinu
eindregiö gegn hugmyndinni og
börðust gegn henni. Svavar
hafðihins vegar pólitfskan kjark
tilaðgera útsendinefnd tilGaif
og Brussel undir forustu Inga R.
Davfð
Þórhallur
Styrjöldin
um aðiögun-
argjaldiö
Helgasonar. Sendinefndin
komst aö þvi að það væri hægt
að set ja þetta gjald á og það var
gert vorið 1979. Það haföi komið
uppúr dúrnum að það var rangt
sem þeir ráðuneytismenn höfðu
haldið fram, EFTA samþykkti
gjaldið formlega, EBE sam-
þykkti það ekki en lét kyrrt
liggja.
Annað dæmi eldra: 1 tengsl-
um viö samninga 1974 þá skaut
sú hugmynd upp kollinum að
vegna vandræða af völdum upp-
safnaðs söluskatts, þá yrði sett
á svonefnt jöfnunargjald til að
bæta samkeppnishæfni iðnaðar-
ins á innlendum og erlendum
mörkuðum. Embættismenn
iðnaðarráðuneytisins snerust
algerlega öndverðir við þessari
hugmynd og sögðu hana öfram-
kvæmanlega vegna andstöðu
EFTA og EBE. Þar við sat þar
til 1977 en þá fór ég á ráðgjafar-
nefndarfund hjá EFTA i Genf.
Þá komst ég að þvi að Finnland
hafði haft slikt jöfnunargjald
siðan 1972, með fullu samþykki
bæði EFTA og EBE. Þegar
þessar ipplýsingar bárust þáv.
rikisst jórn, þá leiddi það til þess
að lög um jöfnunargjald voru
sett. Þau voru samþykkt i
Reykjavik, i Genf og i Brussel.
En embættismönnum i við-
skiptaráðuneytinu hafði tekist i
fjögur ár að koma i veg fyrir að
islenskur iðnaður yrði aðnjót-
andi þessa sanngirnismáls.
Menn skulu bara reyna að gera
sér íhugarlund hvað þetta hefur
skaðað hagsmuni iönaöarins I
öll þessi ár.
Hvað varðar þau rök aö EBE
muni fella úr gildi „Bókun 6”,
um tollfríöindi af islenskum
fiskafurðum á EBE markaði þá
er það með öllu fráleitt að EBE
muni gri'pa til nokkurra hefn-
darráðstafana gegn íslending-
um vegna setningar aðlögunar-
gjalds. Þaö er auðvitað enginn
vandi að halda þannig á málum
að menn fái nei ef þeir vilja
endilega £á nei. En það var ekki
með því hugarfari sem Ingi R.
Hdgason fórtilGenf og Brussel
á sínum tíma. Við verðum bara
aö halda fast á okkar máli. Ætli
það eigi ekki hér við sem hæst-
virtur forsætisráðherra sagði I
áramótaræöunni að „vilji er allt
sem þarf”.
Það stendur eftir að iðnaðar-
ráðherra sendi deildarstjóra úr
sinu ráðuneyti til Brussel með
sendinefnd frá okkur og hann
spurði þann embættismann sem
ég hef áöur vitnað til hvað EBE
tæki til bragðs ef aðlögunar-
gjald yrði sett á hjá okkur og
hann svarað „Við myndum
harma það en við myndum ekki
gri'pa til neinna gagnráðstaf-
ana”. -j
Þórhallur Ásgeirsson ráöuneytisstjóri:
Furöuleg ósvífni
aö væna ráöherra um ósannindi
„Túlkun Daviðs Scheving er
aigerlega út i hött”, sagði Þór-
hallur Ásgeirsson ráðuneytis-
stjóri i viðskiptaráðuneytinu,
þegar Þjóðviljinn bar undir
hann uminæli Daviðs um að
ráðuneytið hefði unnið gegn
hagsmunuin islensks iðnaðar.
„Okkar skylda er að sjá til að
unnið sé samkvæmt gerðum
samningum. Við höfum gert
samninga við EFTA og EBE og
við verðum að standa við þá.
Samkvæmt þeim samningum er
leyfiíegt að gripa til timabund-
inna verndar ráðstafana fyrir
einstakar iðngreinar sem eru i
sérstökum vanda ellegar þá
landshluta sem eins er ástatt
fyrir. Það er af og frá að til
slikra ráðstafana sé leyfilegt að
gripa vegna iðnaðarins i heild,
en það hafa forsvarsmenn
Félags islenskra iðnrekenda
aldrei getað skilið. Landsam-
band islenskra iðnaðarmanna
hefur sýnt þessu mun meiri
skilning. Davið Scheving og þeir
sem hann er fulltrúi fyrir hafa
ævinlega krafist þess aðallar
slikar ráðstafanir kæmu jafnt
niður á öllum greinum sam-
keppnisiðnaðarins.
Ég held að allur almenningur
skilji okkar sjónarmið og ég
minni á að við höfum sett
innflutningsgjald á sælgæti og
innborgunargjald á húsgögn svo
dæmi séu tekin. Þarna var um
aö ræða einstakar iðngreinar
sem voru i miklum vanda.
Þaö eru furðuleg ósvifni að
halda þvi fram eins og Davið
gerir að viðskiptaráðherra
skrökvi um afstöðu ráðamanna
innan EFTA og EBE. Ráðherr-
ann hefur sjállur i samtölum við
þessa aðila mælst til þess að
samtökin sættu sig við tima-
bundið aðlögunargjald og veit
þvi vel hvað hann er að tala um.
Þessi maður hjá EBE sem vitn-
að er i er nú reyndar ekki að-
stoðarframkvæmdastjóri hjá
EBE heldur fulltrúi. Hann er
okkur mjög velviljaður en það
er af og frá að hann hafi gefið
þær yfirlýsingar sem eftir
honum eru hafðar. Hann hefur
skýrt sendiráði okkar i Brussel
frá þvi að hann hafi aðeins sagt
að þær ráðstafanir kæmu einar
til greina sem leyfðar eru sam-
kvæmt samningum okkar við
EBE. Þessi maður veit það full-
vel aö það er ekki hægtað benda
á viðskiptahalla sem röksemd
fyrir aðlögunargjaldi. I samn-
ingunum er eins og ég sagði
áðan aðeins ákvæði um aö gripa
megi til sérráðstafana vegna
einstakra iðngreina, eða lands-
hluta eða þá vegna gjaldeyris-
skorts. Við erum ekki i neinu
gjaldeyrishraki, við höfum doll-
aratekjur til að greiða þennan
halla.
Það er furðulegt að halda þvi
fram að við i þessu ráðuneyti
vinnum gegn hagsmunum is-
lensks iðnaðar. Við höfum ávallt
verið boðnir og búnir til að
vinna islenskum iðnaði það
gagn sem við höfum getað. Og
menn verða að gera sér grein
fyrir þvi hvað þetta friversl-
unarsamstarf hefur þýtt fyrir
islenskan iðnað. Nú eru miklu
fleiri starfandi i útflutnings-
greinunum en i samkeppnis-
greinunum hér innanlands. Ég
nefni bara prjónaiðnaðinn,
hvernig halda menn að hann
væri á vegi staddur ef við hefð-
um ekki verið i þessu samstarfi
og unnið fyrir hann á þeim vett-
vangi”, sagði Þórhallur As-
geirsson.
— j-