Þjóðviljinn - 04.07.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.07.1981, Blaðsíða 15
Helgin 4.-5. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 náttilruna haida niöri i sér and- anum I ljósaskiptunum. Alger kyrrö og hálfbirtan undurfögur, ótal litir himins og lands i daufu skini. Tungl hátt á lofti og jók á morgunstemmninguna. Siöar tóku hanarnir til viö skyldu- störfin, svo lifnaöi náttúran, svin- in tóku aö róta og hundarnir skokkuöu um i ætisleit. Viö fórum á morgungöngu um hálf átta og drógumst brátt aö kirkjunni, en þaöan barst siendurtekiö stef tveggja trompeta milli þess sem mjó kvenrödd skarst Ut i sunnudags- sólina. Síöar bættist viö trumbu- slagari og áfram silaöist stefiö aftur og aftur, ekki alltaf ails kostar hreint. Trúaöir voru mætt- ir til morgunbæna, gömul, og falleg kona kraup á miöju stein- gólfi kirkjunnar og hélt á logandi kerti, slæöan féll þétt aö andlitinu beggja vegna, varirnar bæröust i sifellu. Svo röltum viö heim þvi þar beiö okkar morgunveröur, svina- kjöt i rauöri diile-sósu af mexi- könskum styrkleika. Þegar gest- um haföi veriö veittur beini var bömunum gefinn árbiturinn. Tvö barnanna, Gloria Isidora og Benedicto, 3 og 7 ára, sátu á moldargólfinu með skál á milli sin, veiddu kjötbitana upp úr meö fingrunum og vættu tortillas I sós- unni. Þegar þau höföu lokið sin- um skammti fékk Feliz ,,el mudo” skálina eftir aö hafa laumast tilað ræna bita og bita af krökkunum viö hávær mótmæli þeirra. Siöast fékk svo hundurinn skálina og eitthvert slums aö lepja. Eftir morgunverö tjáöu Pedro og Mari'a okkur aö elsti sonur þeirra Isidoro ætlaöi innan tiöar aö kvænast Mariu heitkonu sinni 13ára, sem þegar var fluttinn á heimiliö og vann þar fulla vinnu viö heimilisstörfin. Var fyrra brúökaup þeirra, borgaralegt, ráögert 18. mars, en hiö siðara, kirkjulegt, þann 6. mai. Var okk- ur boðiö að koma og taka þátt I miklum hátiöahöldum báöa dag- ana. Þvl miöur vildi svo til að brúökaupin voru bæöi á miöviku- dögum og gátum viö ekki þegiö boðiö, en brUökaup i Ameyaltepec eru örugglega forvitnileg og skemmtileg. Reyndar haföi Pedro talsveröar áhyggjur af kostnaöi þeim er brúökaupunum hlyti aö fylgja, en okkur skildist aö flestir þorpsbúar tækju þátt auk fjölda aökomugesta og aö Pedrokæmitilmeö aö bera mest- allan kostnaö af brúökaupinu auk brúöarskartsins, sem væri bæöi mikið og dýrt. Tvö naut áttu aö vera i' aöalrétt, og ef annaö hefur veriö i samræmi undrar engan þótt vinur vor hafi veriö áhyggju- fullur. Og Ur þvf minnst er á brúökaup viröast stUlkur ganga i þaö heil- aga ótrúlega ungar, 12 til 14 ára. Einhver tjáöi okkur aö þaö þætti sjálfsagt aö stúlkur giftu sig strax eftir fyrstu tiöir, þá væru þær til- búnar til inngöngu i heim hinna fullorðnu, og enda þá engar áhættur teknar á „slysum”. Vafalaust kunna stúlkurnar vel til allra heimiiisstarfa á þeim aldri þvi börn eru vanin til vinnu frá frumbernsku. Bnlðkaupin munu hafa tekist vel i alla staöi og oröiö Mariu og Pedro til sóma og álitsauka i þorpinu. Ekki bar margt til tiöinda á sunnudeginum. Einhverjir stöðvuöu okkur og buöu listvarn- ing falan. Höfum viö siöan fengið heimsókn manns eins er bauö okkur varning á þorpsgötunni. Er við héldum á brott eftir skemmtilega helgardvöl i Ameyaltepec vildu allmargir fá meö okkur far til Iguala eöa alla leiö til Mexikóborgar. Tókum viö tvo feöga meö er vildu til Mexikó. Nokkru neöar i hliöinni bættist i hópinn gamall maöur sem sat i til Iguala. Feögarnir tveir sögöust fara til borgarinnar i atvinnuleit, þvi ekkert væri aö gera i þorpinu. Seima kom fram 1 samtali viö Pedro aö næsta fáir þorpsbúar hafa umráö á ræktarlandi og á þurricatimanum er ekkert að gera á ökrunum. A hverju lifir fólkið, spuröum viö. Jú, margir leita vinnu f stærri bæjunum eöa á bú- um stórlandeigenda niöri i daln- um. Og svo lifum viö á sköpun listmuna. Taldi hann aö alltaö 150 manns liföu eingöngu á sliku i þorpinu. Eru listmunir þessir, auk áöurnefndra barkamynda, af eðalgrjóti margs konar, grimur og styttur, en einnig leirmunir, ker, Ilát og grimur sem allt er listÚega málað og skreytt. Grim- ur af tré er ein tegund listsköpun- ar en þær grimur þjóna enn veigamiklu hlutverki I trúardöns- um heimamanna. I trégrimunum blandast kostulega saman heiöin og kristin hefö enda eru dansarnir blanda þessara tveggja menn- ingarheima. Pedro sagöi ástandiö svipaö i' mörgum þorpum i grenndinni, I fjöllunum upp með Balsas-ánni. Kaupir hann gripi i öllum þessum þorpum og selur 1 Mexikóborg. Hlutskipti listafólksins I þorp- unum er ekki öfundsvert fremur en annara alþýöumanna i þessu landi. Þaö getur tekið listamann vikur og mánuöi aö höggva eina grimu eöa styttu af steini. Tók Pedro dæmi af einum nágranna sinum sem fundiö haföi forláta „capulin” — stein. Haföi hann næstum lokiö viö tvær grimur af steininum þegar önnur hrökk i tvennt. Fór þar nokkurra vikna strit til einskis. Og þaö er ekki nóg aö skapa verkiö, þaö þarf lika aö selja þaö, og er oft mikil þrautaganga aö losna viö gripina, markaöurinn yfirfullur, framleiöendur greini- lega fleiri en kaupendur. Verö varningsins veröur þess vegna oft hlægilega lágt og uppskera lista- mannsins rýr. Ljósteraö fólkiö i Ameyaltepec sem og fjölda annara þorpa i landinu býr viö hörmungarkjör, og lifir á mörkum eöa utan viö „kerfiö”. Land er enn mjög i höndum stórlandeigenda og þó aö mörg þorp hafi fengið lönd sin til baka á undanförnum áratugum dugar landiö ekki þvi fólki f jölgar mjög ört i Mexikó. örbirgöin er og veröur þvi hlutskipti þorrans. Fólkiö skrimtir af sjálfsþurftar- búskap eða „artesanias”, list- munum, er ekki þátttakendur i efnahagskerfi landsins og nýtur afar takmarkaörar þjónustu hins opinbera. Þeir sem leita brott veröa arörændir verkamenn i sveit eöa borg ellegar fylla fátækrahverfi stórborganna, at- vinnulausir, vannæröir og von- lausir. Pedro og Maria hafa heimsótt okkur nokkrum sinnum eftir för okkar til Ameyaltepec og nU siö- ast I dag er þetta skrifast. Kynnin veröa ánægjulegri hverju sinni og okkur er afar hlýtttil þessa fólks, sem enn geymir eitthvað af barnslegri sál þrátt fyrir slit, armæðu og basl hins ómjúka hversdagslifs i þessu landi. Vcxi- andi eigum viö rftir aö heimsækja þau ööru sinni i þorpiö og kynnast þeim og þeirra heimaslóöum bet- ur. Myndi það vissulega auövelda okkur skilning á þessu þjóöfélagi sjarma og misréttis. örlítill eftirmáli. Eitt af þvi er viö uppskárum I AmeyaltepecfÖrinni voru hundr- uð eöa þúsundir moskitóbita. Viö heimkomuna tókum viö aö bólgna illilega á fótum og uröum viö hjónin verst Uti. Sögöu börnin að viö liktumst helst flóöhestum niö- ur, að þvi frátöldu aö litir okkar fóta voru rauðir og fjólubláir. I þrjá daga vorum við nánast rúm- föst, stauluöumst um húsiö meö harmkvæhim. Siöan tók bólgan að hjaöna og eftir tvær, þrjár vik- ur haföi flóöhestalagiö aö mestu horfiö, en enn i dag berum viö nokkur hundruö ör sem dofna hægt og hægt og hverfa væntan- lega meö timanum. Og eftirstööv- arnar gera Ameyaltepecförina ennþá eftirminnilegri. Mexikó, 29. mai Jóna og Siguröur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.