Þjóðviljinn - 04.07.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.07.1981, Blaðsíða 10
10 SÉDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. júll 1881 ritiögeristþegar hiin fer noröur á Akureyri til aö halda uppá 10 ára stUdentsafmælið sitt. Þar lendir hún i uppgjöri viö foreldra sina og dóttur en þó einkum viö sjálfa sig og samband sitt viö karlmenn. Af hverju hafa svo fáar konur hérlendis skrifaö leikrit? — Ætli þaö sé ekki meðal ann- ars vegna kjarkleysis. Eittaf þvi sem einkennir konur er hve þær vantreysta sjálfum sér. Það er ekki bara allt of fáar konur sem skrifa leikrit, heldur allt of fáar konur sem skrifa. Ein af ástæöunum fyrir þvi aö ég reyndi, var kannski einfald- lega sú, að mér fannst of fáar konur skrifa. Stundum getur ver- iö gagnlegt að hugsa einfalt, eins og t.d.: Það sem karlmenn geta, það get ég. — Og þó öllu heldur: Það sem karlmenn geta ekki, þaö get ég. Það er mjög mikilvægt að lifinu séekki bara lystfrá annarri hliðinni, og kannski þekkir enginn hina hliðina betur en við. Ef ekki er fyrir að fara barnaómegð eða almennu aura- og aöstöðuleysi, þá ættu konur ekki að láta kjark- leysi aftra sér frá þvi að skrifa. Það veit enginn hvað hann getur fyrr en hann reynir. Eru leikritaskriftir alveg að færast yfir á starfandi leikara? — Leikarar hafa alltaf skrifað leikrit. Shakespeare, Moliere, Dario Fo, Kroetz, Kjartan Ragnarsson. Ég geri annars ráð fyrir, að sU þjálfun sem leikarar hafa fengið i leikhUsi komi þeim að góðum not- um við að skrifa leikrit. Það þýðir samt ekki að allir leikarar geti skrifað leikrit. En leikari sem getur skrifað og liggur eitthvað á hjarta getur kannski skrifað leik- rit. Ertu búin að segja það sem þarf, eða megum við eiga von á framhaldi? — Ætli sé ekki löngu bUið aö segja allt sem þarf. En ástæðan fyrir því að fólk heldur samt áfram aö skrifa, er sU að maður þarf sifellt aö vera að prófa gaml- an sannleika á nýjum tima. Hvernig standast goðsagnir um manninn og konuna i nUtiman- um? Þetta er leikrit um nUtima- fólk. Annars er best að gefa engin fyrirheit,við sjáum fyrst hvernig þetta tekst til. Kviðir þú fyrir haustinu? — Nei, ég hlakka til! — lg- Nýtt leikrit eftir Steinunni Jóhannésdóttur frumsýnt í haust. — Astæðan fyrir því að ég samdi þetta leikrit? — Kannski allt mitt lif, einhver innri þörf, löngun til að kanna hvað maöur getur. Reyna að spreyta sig. Það er Steinunn Jdhannesdóttir ieikari sem hefur oröiö.ien I haust verður frumsýnt á aðalsviði Þjóö- leikhdssins nýtt leikrit eftir Stein- unni sem hlotiö hefur nafnið ,,Dans á rósum”. Æfingar á leikritinu hófust i vor.og fékk blabamaður Þjóðvilj- ansab fylgjast með siðustu æfing- um fyrir sumarhlé, sem i raun var fyrsta æfingin á Stóra svið- inu. Níu leikarar koma fram I sýningunni og fer Saga Jdnsdóttir meö aðalhlutverk hjá Þjóðleik- hdsinu. Lárus Ýmir óskarsson leikstýrir og er þaö hans fyrsta leikstjdrn hjá Þjóðleikhúsinu, en Þórunn Sigriöur Þorgrimsdóttir gerir leikmynd. Aðrir leikendur eru Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Sigurður Skúlason, Þorhallur Sigurðsson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Guðjón Pedersen, Július Hjörleifsson, þau þrjú sfðasttöldu eru nýútskrifuð frá Leiklistar- skóla tslands, og höfundurinn sjálfur Steinunn Jóhannesdóttir fer með hlutverk i leiknum. Að- stoðarmaður leikstjóra er Inga Bjarnason. Að aflokinni siðustu æfingu vorsins var Steinunn spurð hvernig henni fyndist að byrja æf- ingar á verkinu i vor en hvila það siðan yfir sumarið fram á haust og frumsýna það þá. — Ég held að það sé gott og gagnlegt að fá aö vinna á þennan hátt við nýtt verk. Ég get þá hugsað málið betur I sumar og gert þær breytingar sem ég tel Höfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir og leikstjórinn Lárus Vmir óskarsson á fyrstu sviðsæfingunni á leikritinu ,,Dans á rósum”, sem frumsýnt verður I Þjóðleikhúsinu ihaust. Ljósm. eik. nauösynlegar, en I raun er svið- setningin komin mjög stutt i vinnslu. Þetta voru okkar fyrstu skref á sviöinu sem þú sást i dag. Var erfitt að skrifa þetta leik- rit? — Já voðalega erfitt! Báið að brjótast lengi um f þér? - Já. Varstu lengi að skrifa það? — Hvaö er lengi? Ég var bæöi lengi og ekki lengi. Byrjaði og lagði það siðan til hliðar og þorði ekki að lesa það I langan tima. Siðan tók ég það fram aftur og þá var ég ekkert m jqg lengi að ljúka þvi. Eftir að leikstjóri að verkinu var valinn hef ég siöan gert nokkrar breytingar i samráði viö hann, en samstarfið við Lárus Ýmihefur veriðmjög gagnlegt og hann reynst mér óvæginn gagn- rýnandi. Um hvaö f jallar leikritið? — An þess aö ég reki söguþráð- inn þá má segja að leikritið fjalli fyrst og fremst um tilfinningaleg- an vanda einnar konu (eða kannski konunnar með greini) fremur en félagslegan vanda. Þetta er leikrit sem fjallar um baráttu kynjanna uppá lif og dauöa. Þetta er leikrit sem fjallar um fjölskyldu. Sjá áhorfendur Steinunni Jó- hannesdóttur Ijósli fandi sem abalpersónu leikritsins? — Ég vona að þeir sjái Astu Harðardóttur ljdslifandi. Hver er Asta Harðardóttir? — Ásta Harðardóttir er ung menntakona i góðri stööu og leik- Árni Bergmann skrifar stjornmál á sunnudegi Hver á Mitterrand? Fvia og fögnuður Þeir á Alþýðublaðinu hafa verið I mikilli fýlu undanfarna daga. Ástæöan er sú að Þjóðvilj- inn hefur fjallaö mjög ýtarlega um frönsk stjórnmál og fagnað þeirri vinstrisveiflu sem I Frakklandi hefur orðið meö miklum sigri Mitterrands og Sósialistaflokks hans. Meira að segja hefur Vilmundur Gylfason fundið sig knúinn til að skrifa langlokur um að það sé ,,mis- visun” og hérumbil rangfærsla að kalla Sósialistaflokk Frakk- lands sósialistaflokk, vegna þess að á fslensku er til orð eins og jafnaöarmaöur, sem hefur hlotið nokkuð önnur örlög en orðið sósialisti. Samkvæmt þessu ættu t.d. danskir kratar að vera æfir yfir þvi að blöð og útvarp hjá þeim kalli flokk Mitt- errands Téttu nafni, og heimta aö hann sé kallaður sósialdemó- krataflokkur — með tilvisan til þess að f.Danmörku eru starf- andi Sósíalíski alþýðuflokkurinn og Vinstri sósialistar. Það er ekki öll vitleysan hálf, sagöi karlinn. Tækifærisstefna? Jón Baldvin ritstjóri telur þaö háöulega tækifærisstefna bæði hjá Frökkum og Þjóðviljanum að fagna sigursælum sósfalista- foringja og lætur sem Þjóövilj- inn hafi kastað franska komm- únistaflokknum fyrir róða fyrir sakir einmitt þessarar tækifær- ishyggju — að vilja elta sigur- vegarann. Hér svikur minnið rilstjórann herfilega. Þjóðvilj- inn hefur reyndar allar götur frá þvi' að franskir kommúnist- ar sneru bakinu við þvi vinstra- bandalagi sem áður hafði verið gert milli þeirra, sósialista og vinstriradikala, gagnrýnt þá hikstalaust fyrir að bregöast vonum og nauðsyn franskrar al- þýöu. Hér i' blaði hefur aö sjálf- sögðu lika birst gagnrýni á end- urupptöku náinnar samstöðu þessa kommunistaflokks við Sovétrikin i stórmálum eins og Afganistan sem og lágkúrulega afstöðu hans til erlendra far- andverkamanna. Allt þetta var að sjálfsögöu löngu fyrir sigur sósialista. Margbreytileiki Ogsemsagt: vitaskuld fagna islenskir sósfalistar sigri hinna frönsku, þó nd væri. Vitanlega fagna vinstrisinnar vinstri- stjórn, sem er meira en velkom- in eftir þá köldu hægristrauma sem yfir álfuna ganga. Og það væri vissulega fagnaðarefni, ef jafn liflegur og I raun marg- þættur flokkur og Franski sós- ialistaflokkurinn gæti með for- dæmisinu ýtt við jafn forstokk- uöum hægrikratasöfnúði og hin- um islenska Alþýðuflokki. Þaö er að sönnu ekki liklegt að það verði mikið Ur slikum áhrifum, en eins og þar segir: lengi skal manninn reyna. Ritstjóri Al- þýðublaðsins hefur a.m.k. allt i einu munað eftir „siðleysi” Bandarikjanna i þriðja heimin- um — má vera þar sé um holl áhrif fra utanrikisráðgjafa Mitterrands, byltingavininum Régis Debray, að ræða, hver veit. Régis Debray minnti okkur reyndar fyrir skömmu á það, sem er hollt að hafa i huga þeg- ar menn velta fyrir sér eðli flokka, að hvorki i Frakklandi né Vestur-Evrópu sem heild er um samstæða vinstrihreyfingu að ræöa. Sósialistar i kaþólskri Evrópu eru um margt ólikir Ncrðurlandakrötum. Þaö eru til vinstri kratar og vinstri sósíal- istar, og þaö eru til mismunandi straumar innan kommúnista- flokka. Og sjálfur er Sósialista- flokkur Mitterrands eins konar bandalag, þar sem finna má hefðbundna krata á hægriarmi og róttækan vinstriarm eins og Miðstöð sósi'alískra rannsókna, CERES, þar sem m.a. eru hafð- ar uppi aörar skoðanir um utan- rikismál og kjarnorkumál en af hálfu Cheyssons utanrikisráð- herra. Það er einmitt þessi margbreytileiki, sem Mitter- rand stýrirúr sinni flokksmiðju, sem gerir hinn sigursæla franska flokk gjckólikan Al- þýðuflokknum islenska. Sá flokkur hefur ákaflega lítið svigrúm til nýsköpunar einmitt vegna þess að það vantar á hann ekki aðeins vinstri arminn held- ur miöjuna líka. Hægrikjarninn er einn eftir. Forsetinn hefur orðið Enþeimtilfróðleiks sem vilja skilja viðhorf franskra sósial- ista af þeirra eigin málflutningi skal hér vitnað i tvigang til Mitterrands forseta. Hann legg- ur til að vinstrimenn hafi svo- fellda utanrikisstefnu: „Eina leiðin sem hugsanleg er fyrir Frakkland er sú, aö berjast gegn forræði hinna tveggja blakka (austur og vestur). Allt sem leysir þann tvöfalda hnút er gott isjálfu sér. öll ráð til þess eru góð. Hvaða ráð?: stefna vesturevrópskrar uppbygging- ar, hlutleysi Mið-Evrópu, ráð- stefna allra Evrópurikja, af- vopnun, hernaðarblakkimar tvær séu lagðar niður i áföng- um, stefna vináttu i garð rikja utan hernaðarbandalaga og að- stoðar við þriðja heiminn...” I annan stað skal vitnað til svars sem Mitterrand gefur sjálfum sér við spurningunni um umbætur eða byltingu á þingi Sósialistaflokksins 1971: „Mig langar til að segja: já, bylting... Um leið vildi ég taka það fram, vegna þess að ég vil ekki leiða menn á villigötur um það sem mér býr i brjósti, og án þess aö ég sé I oröaleik, að ég lit svo á aö dagleg barátta fyrir ótviræðum breytingum á kerf- um geti verið byltingarkennd i eðli sinu. En það sem. ég er aö segja gæti veriö fjarvistaraf- sökun ef ég bætti ekki annarri setningu við: hvort sem bylting er gerö með valdi eöa friðsam- legum hætti, þá er hún fyrst og fremst fólgin I þvi að rjúfa tengsli (la rupture)... Sá sem ekki fellst á aö rjúfa tengslin við rikjandi skipulag — hið póli- Uska, þaö segir sig sjálft, og við þjóöfélag kapitalismans, sá hinn sami, segi ég, getur ekki verið fylgismaður Sósialista- flokksins”. Finnst mönnum ræður þessar i ætt viö Natóhjal Benedikts Gröndals eöa stefnulýsingar Kjartans Jóhannssonar? Svari hver fyrir sig. AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.