Þjóðviljinn - 04.07.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.07.1981, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. júlí 1981 Tímaritið Sagnir Sagnfræðinemar byrj- uðu á síðasta ári að gefa út tímarit er þeir nef na Sagn- ir og kom 2. árg. þess ný- lega út. Margra grasa kennir í riti þessu, stórra og smárra, og er útlit og uppsetning öll með lífleg- asta móti. Ritnefnd blaðs- ins skipa þau Auður Olafs- dóttir, Eggert Þór Bern- harðsson, Helgi Ingólfs- son, Jón Viðar Sigurðsson, Sveinn Agnarsson og Valdimar Unnar Valdi- marsson. Meðal efnis í 2. árg. Sagna er þetta: Áform um (slandskaup eftir Gísla Kristjansson, Sagan og grunnskólinn eftir Braga Guðmundsson og Ingólf Á. Jóhannesson. Staða alþýð- legrar sagnfræði í sagna- ritun íslendinga á 19. og 20. öld eftir Inga Sigurðsson, „Blessaðir verið þið, ég er enginn sagnf ræðingur" viðtal við Bergsvein Skúla- son, Hvað aðgreinir sagn- fræði leikra og lærðra eftir Gunnar Karlsson, Yfir- kominn af gigtarveiki og tannpínu eftir Sigurgeir Þorgrímsson, „Fræðileg verk þurfa ekki að vera leiðinleg", viðtal við Jón Gíslason, . „Skagfirsk sagnfræði í breiðasta skilningi", viðtal við rit- stjóra Skagfirðingabókar, Fræðimenn og f róðleiksf ús alþýða eftir Helga Þor- láksson, Utangarðsmenn í einhæfu samfélagi eftir Valdimar Unnar Valdi- marsson, Draumórar um samþættingu inngangs- fræði og sögu eftir Gunnar Karlsson, Nokkur orð um sjón og sögu eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Kjarval 1918—1923 eftir Eggert Þór Bernharðsson, og „Við- reisn" í 12 ár eftir Gunnar Þór Bjarnason. —GFr Grein úr tlmaritinu Sagnir Geysir.the boiling springs of Iceland are much larger and hotter than are those of Alaska.” (Mr. Loan I bandariska þinginu I júli 1868). Áform Eftir Gísla Kristjánsson Brennisteinsnáma i Krýsuvik. Beinn hagur af töku Islands var aö mati Peirce og Walkers einkum fóiginn i brennisteinsnámunum og fiskveiöum viö landiö. um íslandskaup Aform Bandarlkjastjórnar um landakaup eftir borgarastrlöið 1861—64 eru vel þekkt. Kunnust eru kaupin á Alaska af Rússum, samkvæmt samningi i april 1867, samþykktum af þinginu i júli 1868. 1 nóvember sama ár var einnig geröur samningur við Dani um kaup á eyjum þeirra i Vestur- Indium. Sá samningur fékk aö visu aldrei samþykki þingsins og féll þvi niöur. William H. Seward utanrikisráðherra Bandarikj- anna stóö aö gerö beggja þessara samninga. 1 ágdst 1867 var Benjamin M Peirce námaverkfræöingur ráö- inn á vegum Bandarikjast jórnar til aö taka saman skýrslu um landkosti á Islandi og Grænlandi. Lauk Peirce viö skýrsluna i desember sama ár. Inngang aö skýrslunni ritar Robert J. Walk- er, náinn samstarfsmaöur Se- wards, og greinir svo frá tildrög- um þess aö skýrslan var samin: begar þU /Seward/ veittir mér þann heiöur siöasta sumar aö vekja athyglimínaá samningi,: sem viðræöur stóöu um við Danmörku, en með honum fengum viö hinar mikilvægu eyjar St. Thomas og St. John, leyfði ég mér aö benda á gildi þess aö fá frá sama riki Græn- land og e.t.v. Island einnig. bU taldirþessa tillögu einnig veröa alvarlegrar athugunar, og baöst mig aö gera skriflega grein fyrir skoöunum minum varöandi máliö, svo þær gætu veriö i' skjölum ráðuneytisins og tfl bUnar tfl notkunar hvenær sem þetta mál kæmihér eftir til athugunar hjá rlkisstjórninni. (Peirce, bls 1) Skýrslan um ísland og Græn- land skiptist i þrjá hluta. Fyrst er inngangur Walkers, þar sem hann gerir Seward grein fyrir skoðunum sinum (bls. 5). Tveir siöari hlutarnir eru teknir saman af Peirce. Fjallar sá fyrri um Is- land (bls. 7—37) og sá siðari Grænland (bls. 37—60). Aftan viö skýrsluna er heimildarskrá, tölu- legar uppiýsingar um löndin og tvö kort. Verulegur munur er á umfjöll- un Peirce um Island og Græn- land. Um Island hefur hann mun rækilegri heimildir og fjaliar um flesta þætti islensks þjóölifs og landshátta, alls yfir 30 efnisatriði. Hann leggur sérstaka áherslu á aö á Islandi séu brennisteinsnám- ur, góöar hafnir og sömuleiöis fiskimiö viö landiö. bá liggi land- iö vel viö lagningu sæsima frá Ameriku til Evrópu. Upplýsingar slnar hefur Peirce einkum Ur feröabókum og eru bækur Mac- kenzie og Hendersons aöal heim- ildimar. Grænlandsþátturinn er aö mestu Uttekt á leiööngrum til Grænlands og Ishafsins. Heimild- ir um landkosti Grænlands hefur Peirce fáar aö undantekinni nokkurri vitneskju um námur. Aö öðru leyti hvetur hann til frekari rannsóknar á Grænlandi af hálfu Bandarikjamanna. Hluti Græn- landsþáttarins er þýðing á grein eftir Dr. A. Petermann frá árinu 1867 (bls. 52—60). Greinin styður þá skoöun aö Grænland eöa eyjar frá þvi' noröan Kanadisku eyj- anna, nái allt til Beringsunds. A þessari landafræöi reisti Walker skoöanir sinar um mikilvægi Grænlands. Skýrsla Peirce r í • r • 1 IjOSl bandarískrar utanríkisstefnu I innganginum aö skýrslunni segir Walker m.a.: „Ég hef hér aö framan haldiö fram þeirri skoðun aö viö ættum aö kaupals- land og Grænland, en þá sérstak- lega þaö siöarnefnda. Astæöurnar eru pólitiskar og verslunarleg- ar.” (Peirce, bls. 3). Hér verður samhengi skýrslunnar viö utan- rikisstefnu Bandarlkjanna athug- Áhugi Bandaríkja- manna á aö kaupa ísiand og Grænland aö með þessu viöfangsefni i huga. Um legu tslands kemst Peirce aö þeirri niöurstööu aö landið liggi á vesturhveli jaröar, og sé amerisk eyja, en ekki evrópsk (Peirce, bls. 9). Walker er sama sinnis og leggur áhersiu á þetta I upphafi máls sins um Island. Samkvæmt þessu tekur Monroe- kenningin til Islands. 1 Banda- rikjunum var á 7. áratug 19. ald- arinnar aukin áhersla lögö á aö halda fast viö Monroe-kenning- una. I ræðu, sem Seward hélt 1868, skýrir hann stefnu slna I landakaupamálunum með tilliti til Monroe-kenningarinnar og segir: „biö skuluð ekki gera ráö fyrir, eins og margir ætla aö ég vilji kaupa á kostnað rikisins, öll föl landsvæöi I heiminum eöa vilji að viö eignumst lönd nokkurstað- ar utan þess svæöis sem Monroe- kenningin tekur til.” (Paolino. bls 9). Ef Seward hefur fallist á þá skoðun Peirce og Walkers aö Is- land félli undir Monroe-kenning- una, hefur hann vafalaust taliö kaup á Islandi koma til geina. Aö mati Walkers hefur þó verið pólitískt ábatasamara aö kaupa Grænland, og ályktar svo um þaö: ... rikisstjórnin sem nýlega var sett I bresku Amerlku, kölluö „Dominion of Canada” er runnin undan rifjum Englend- inga I anda ógnunar viö Banda- rikin / ... / Meö þessum kaup- um /Alaska/ höfum viö lokaö bresku Ameriku af við Ishafiö og Kyrrahafiö, /.../ NU mun með kaupum á Grænlandi veröa hægt aö loka bresku Amerilcu af á svæöi sem nemur þdsundum milna I noríri og vestri, og auka þannig mögu- leikana á aö hUn muni meö friö- sömum hætti veröa hluti af Ameriska sambandinu. (Peirce, bls 3—4). (Walker gengur hér Ut frá að Grænland nái allt til Beringssunds). Seward haföi þá skoöun á ráö- herraárum sinum aö taka Kan- ada væri ekki æskleg og sýndi enga tilburöi i þá áttaö ná land- inu. (Paolino, bls. 14 og Warner bls. 95—96). Aftur á móti taldi Se- ward aö Kanada mundi af fUsum og frjálsum vilja ganga I Banda- rikin, ef samskiptilandanna væru aukin, einkum I verslun. (Pao- lino, bls. 15—16). Hér er greinilegt að Walker er mun ákafari en Seward i afstöðunni til Breta og landa þeirra i Ameriku og vill þrengja aö þeim. Samt heldur hann I þá skoöun aö sameining Bandarikjanna og Kanada eigi aö fara fram meö friösamlegum hæ tti. Einnig má geta þess aö Walker taldi siglingarleiöina fyrir noröan Amerlku (norö-vesturleiðin) færa aö sumri til og þvl væri mikilvægt fyrir siglingar Bandarikja- manna, aö ráöa höfunum og kola- námum Grænlands. Beinn hagur af töku Islands var aö mati Peirce og Walkers einkum fólginn 1 brennisteinsnámunum hér og fiskveiðum viö landiö (Peirce, bls 1—2 og 31—34). Mikilvægt var aö ráöa brenni- steinsnámum ef tíl hernaðar- átaka kæmi. Þá töldu þeir Walker og Peirce aö Island og Grænland lægju vel við lagningu sæsima til Evrópu. (Peirce, bls. 2 og 36).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.