Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 1
Arangur efnahagsaðgerða fyrri hluta árs UOBVIUINN Þriðjudagur 28, júli 1981 — 162. tbl. 46. árg. V erðbólsan undir 40% í stað 60% tvö undanfarin ár. Stefndi í 70-80% án efnahagsaðgerða Visitala by ggingakostnaðar sem gildir frá 1. júil var 739 stig. Þetta er 8.4% hærra en I mars, en þá var hún 682 stig. Þessi hækkun byggingavisitöl- unnar jafngildir 38% verðbölgu á ári, ef mið er tekið af bygginga- visitölunni. Þessar upplýsingar koma m.a. fram í nýju fréttabréfi frá Þjöð- hagsstofnun, sem heitir: Fram- vinda efnahagsmála á fyrri árs- helmingi 1981. Skv. upplýsingum Þjóðhags- stofnunar er þessi hækkun bygg- ingavi'sitölu, og sti ábending sem hún er um almenna verðlagsþró- un, mun hagstæðari en reiknað var með og Utreikningar i mars gáfu til kynna. Þessar tölur benda til þess að rikisstjórnin nái þvi markmiði sinu að halda verðbólgunni i kring um 40% á árinu 1981. Undanfarin tvö ár hefur verðbólgan verið um 60% á ári, og undir lok siðasta árs virtist stefna i yfir 70% verðbólgu árið 1981. Aárinu 1980hækkaði bygginga- visitala um 57%, en svo sem fyrr segir. A fyrri helmingi þessa árs hefur hún hækkað um 18%, og ef sU hækkun er framreiknuð Ut árið jafngildir það 38% hækkun á ári. — eng. Þjóðhagsstofnun um atvinnuástandið: Frændurnir Siggi og óli og hundurinn Tinni hvila sig frá heyskapnum á Blikastöðum, en þar er sláttur nú háifnaður, einsog annarsstaðar í Mosfellssveitinni. — Ljósm.: — gel —. Forseta Skáksambandsins synjað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna Taliitn óhæfur umsækjandi af því að ég er félagi í Alþýðubanda- laginu, segir dr. Ingimar Jónsson ,,Ég fékk bréf uppá það að ég sé ekki æskilegur ferðalangur i Bandarikjunum, vegna þess að ég er félagi i Alþýðubandalaginu”, sagði dr. Ingimar Jónsson forseti Skáksambands tslands i samtali við Þjóðviljann i gær. Ingimar sem huggðist sækja aðalfund FIDE sem hefst i At- lanta i Bandarikjunum siðar i þessari viku, sótti um vegabréfs- áritun til Bandarikjanna i sendi- ráði þess hérlendis en fékk synj- un. . „Ég hafði fengið áritun áður til Bandarikjanna fyrir nokkrum árum, þegar ég þurfti að hafa þar sólarhringsviðdvöl á leið til Mexico. Þar sem það vegabréf var fallið úr gildi sótti ég um að gamla áritunin yrði yfirfærð i nýja vegabréfið. Ég fékk siðan sent bréf þar sem segir að ég sé óhæfur umsækjandi þar sem ég er félagi i Alþýðu- bandalaginu.” Ingimar sagðist hafa sent skeyti til Friðriks Ólafssonar for- seta FIDE vegna þessarar synj- unará vegabréfsáritun. Miðnefnd Dr. Ingimar Jónsson: Hiklaus móðgun við tslendinga. FIDE hafi siðan tekið þetta mál fyrir á fundi sinum þar sem sam- þykkt var að fá yfirvöld i Banda- rikjunum til að endurskoða þessa ákvöröun. Þá hafði ég sjálfur samband við utanrikisráðu- neytið, en það kom ekkert úr úr þvi. Þeir fengu engu um breytt. Þetta eru lög frá Mc-Carty tima- bilinu sem enn eru i fullu gildi hér i sendiráðinu. Aðspurður sagði Ingimar að sér hefði verið boöið upp á undan- þágu á vegabréfsáritun vegna þinghaldsins en slikri undanþágu fylgja margir annarlegir skil- málar sem hann vildi ekki gang- ast undir, auk þess sem honum sýndist fjölskyldumál Kortjnojs vera leyst og þvi minni ástæða til aö halda vestur en ella. Þá væri hann einnig mjög upptekinn vegna Norðurlandaskákmótsins. Hvort hann liti á þessa synjun sendiráðsins sem mannréttinda- brot, svaraði Ingimar að þaö væri hiklaus móðgun við okkur Islend- inga, að hægt væri að banna mönnum að fara til tiltekins rikis nema þeir hefðu einhverja æski- lega stjórnmálaskoðun. „Mér finnst skrýtið að islensk stjórn- völd skuli ekki vera búin að kippa þessum málum i lag fyrir löngu siðan”, sagði Ingimar að lokum. -Ig Enginn samdráttur sjáanlegur í nýlegu yfirliti Þjóðhagsstofn- unar um þróun efnahagsmála á fyrri hluta árs 1981 kemur fram að skráð atvinnuleysi hérlendis i júni jafngildi 0.2% af heildar- mannafla I atvinnulifinu, og er það svipað og undanfarin ár. I yfirliti Þjóðhagsstofnunar segir: Skráð atvinnuleysi á fyrra ársheljningi svarar til 0.5% af heildarmannafla. Skráð atvinnu- leysi á fyrra árshelmingi hefur siðastliði n 5 ár numið að meðaltali 0.45% af heildar- mannafla og áriði ár er þvi næsta svipað og undanfarin ár.” Um horfurnar segir Þjóðhags- stofnun: „Atvinnuástand má tel ja m jög gott um þessar mundir og viöa virðist sem skortur sé á fólki i vinnu. Engin merki eru nú i sjáanleg um almennan atvinnu- í samdrátt”. — eng. ; Morgunblaðið lýsir andstöðu við kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum: i „Fleygur 1 varnarsamstarfið” Rangfærir afstöðu Alþýðubandalagsins IMorgunblaðið tekur opinber- lega afstöðu gegn hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði ■ á Norðurlöndum i Reykjavlk- Iurbréfi um helgina. Segir blaðið þetta sé „sá fleygur I vestrænt varnarsamstarf, sem kallaður hefur verið „kjarnorkuvopna- 1 laus Norðurlönd”.” Með þessari Iafstöðu hefur blaðið, sem að öllum jafnaði túlkar skoðanir Geirsarmsins i Sjálfstæðis- " flokknum, skipaö sér á bekk með Haig utanrikisráðhcrra Bandarikjanna og Carrington utanríkisráðherra Breta, á móti fors ætisráðherru m Norður- landanna allra, og almennings- álitinu viðast á Norðurlöndum. Eins og kunnugt er hafa um 70% kjósenda I Noregi lyst fýlgi við hugmyndina og cr meirihluti fyrir henni jafnvel innan Hægri flokksins I Noregi. Morgunblaðið rangfærir einnig þær yfirlysingar sem gefnar hafa verið af forsvars- mönnum Alþyðubandalagsins i þessu máli. Formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins hef- ur lagt áherslu á að hefja þyrfti almenna umræðu á Islandi um þá hugmynd að stofna kjarnorkuvopnalaust svæði á Ncrðurlöndum i þvi skyni að stjórnmálaflokkar á tslandi gerðu sameiginlega kröfu til þjóðþinga og rikisstjórna annarra Norðurlanda um að Islendingar yrðu með i undir- búningi og stofnun kjarnorku- vopnalauss svæðis. Alþýðubandalagið hefur enga afstöðu tekið til þess hvernig staðið skuli að þvi að hrinda málinu i'framkvæmd, né heldur með hvaða skilyrðum kjarnorkuvopnalaust svæði yrði stofnað. Aldrei hefur verið rætt um „einhliða yfirlýsingu”, og siður en svo hefur veri mælt á móti þvi' að norræn samstaða myndaðist um þá kröfu, „að Sovétmenn viki kjarnorkuvopn- um Ur nágrenni Norðurlanda”, eða að kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum yrði aö tengjast „stærra evrópsku samhengi”, eins og stundum kemur fram af hálfu norrænna jafnaðarmanna. Höfuðáhersla hefur af hálfu norrænna jafnaðarmanna verið lögð á að tslendingar hæfu umræðu um málið og tækju fullan þátt i henni ásamt öðrum N orðurlandabúum. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.