Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 28. júli 1981 Borðstofuhúsgögn Til sölu borðstofuhúsgögn úr álmviði — borð 6 stólar og skápur. Verð kr. 5.000,- Ennfremur simastóll og nokkrar Hansa- hillur. Upplýsingar i sima 82432 eftir kl. 18 i dag. NÁM i'STJÓRNUN FYRIR- TÆKJA í SJÁVARÚTVEGI VIÐ HÁSKÓLANN í TROMSÖ Við Sjávarútvegsdeild Háskólans i Tromsö, Noregi, verður stofnuð ný náms- braut i haust. Námið tekur 4 1/2—5 ár og mun að nokkru leyti byggja á þeim námsgreinum, sem kenndar eru við sjávarútvegsdeildina, en meiri áhersla verður nú lögð á rekstrar- hagfræði og stjórnun. Inntökuskilyrði eru að mestu leyti þau sömu og við aðrar deildir Háskólans, en að auki verða umsækjendur að geta vottað reynslu við störf i sjávarútvegi. Markmið- ið er að taka inn allt að 15 stúdenta i haust. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 1981, og er þeim, sem áhuga hafa á að hefja námið i haust, bent á að hafa samband við Háskól- ann sem fyrst. Nánari upplýsingar gefa: Odd Handegaard eða Magne Wrengsted, i sima (083) 70011, Tromsö. Umsóknareyðublöð fást hjá: Universitetet i Tromsö Institutt for Fiskerifag Postboks 488 9001, Tromsö Norge Húsnæði óskast til kennslu i sérgreinum, helst i ná- grenni Vesturbæjarskóla við öldugötu. Tilboð með lýsingu á þvi húsnæði sem i boði er og leigukröfum, sendist fræðslu- skrifstofu Reykjavikur, Tjarnargötu 12, fyrir 8. ágúst n.k. Fræðslustjóri Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun óskar aö ráða fulltrúa eða skrifstofumann nú þegar. Góðr- ar islensku og vélritunarkunnáttu er krafist. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi vald á ensku og einu Norðurlanda- máli og geti unnið sjálfstætt að verkefnum. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar fjármálaráðuneytinu, fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, Arnarhvoli. • Blikkiðjan Asgaröi 7» Garöabæ önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötiiboö SIMI 53468 Kjúklingasláturhúsið ísfugl 2ja ára Ymsar nýungar á döginni Alifuglasláturhúsið ís- fugl hefur nú veriö rekiö i nær tvö ár eða frá 8. ágúst 1979. Af því tiletni boðuðu forráðamenn hússins til fréttamannafundar/ þar sem greint var m.a. frá byggingu hússins, tækja- búnaði og rekstri. Við uppbyggingu hússins var stuðst viö ströngustu heilbrigðis- kröfur, enda hafði slátrun fram að þeim tima verið framkvæmd við skilyrði, sem engan veginn samrýmdust nútima kröfum um heilbrigði og hollustuhætti. ísfugl var fyrsta fyrirtæki sinnar teg- undar á landinu til að hljóta full- gilt leyfi heilbrigðisyfirvalda til slátrunar og sölu alifugla. Fullkominn tækjabúnaður Fyrirtækið var byggt upp með fullkomnasta tækjabúnaði, sem valinn var i samráði við heil- brigðisyfirvöld innanlands og sérfræðinga á þessu sviði er- lendis. Til dæmis má nefna, að keypt var sjálfvirk þvottavél fyrir flutningakassa undir lifandi fugla, þ.e. til að þvo kassana og sótthreinsa strax eftir notkun. Sérstakt tæki er notað, sem af- lifar fuglinn á sekúndubroti, með raflosti. Nefna má og tæki fyrir sjálfvirka reitingu, sem heppilegt var talið miðað við afköst húss- ins. Stöðugt er að þvi unnið að bæta vélakost og auka hagræðingu til að fá fram meiri hagkvæmni i vinnslu og aukin vörugæði og má t.d. benda á, aö nýlega var sett upp sérstakt kæliker, sem snögg- kælir og þvær fuglana strax eftir slátrun. A döfinni eru kaup á frekari tækjakosti, sem enn eykur hagræðingu og auðveldar flokkun fugla, en öll viðbótarfjárfesting i tækjabúnaði er að sjálfsögðu háð mati á þvi hvað hentar fyrir þá stærðareiningu, sem hér er um að ræða. , Forsendur brugðust Aðalfundur félagsins var hald- inn i april sl. Samkvæmt reikn- ingum var reksturinn i jafnvægi. Hluthafarnir, 50 að tölu, eru flestir úr hópi alifuglabænda en alls hafa um 70 aðilar lagt inn af- urðir sinar eða nýtt sér þjónustu hússins en séð sjálfir um söluna. Mikill minnihluti þessara 70 eru þó kjúklingabændur heldur t.d. eggja framleiðendur. Þeir sem Isfugl sér um sölu fyrir, greiða 10% i sölulaun. Ekki er þvi að neita, að ýmsar mikilvægar forsendur, sem gengið var útfrá i upphafi hafa brugðist, hvað varðar verkefni fýrir húsið. Gert var ráð fyrir þvi, þegar á uppbyggingunni stóð, að til stæði að anna allri slátrun fyrir Suður- og Vesturland, en nú eru, eins og kunnugt er, rekin 4 ali- Ekki stóð á rausnarlegum veitingum hjá þeim tsfugis mönnum. Hér er örn Garðarsson hjá Brauðbæ að bera fram hrokaðan bakka af allskonar lostæti. Mynd: —gel. Fjölbreytt vöruval ísfugia selur nú þrjár gerðir kjúklinga: Glóðarkjúklinga 800—1000 gr. Holdakjúklinga 1000—1200 gr. og Holda-Regin- kjúklinga 1200—1500 gr. Kjúkl- ingahlutar hafa einnig reynst geysivinsælir og eru boðnir fram fuglasláturhús á þessu svæði. Sýnist sú þróun ganga i öfuga átt við það, sem gerist um önnur siáturhús. I þessu sambandi má benda á að i mai 1979, skipaði þá- verandi landbúnaðarráðherra, Steingrimur Hermannsson, sér- staka sláturhúsanefnd, sem m.a. skyldi fjaila um slátrun alifugla. Niðurstaða nefndarinnar varð sú, að hagkvæmast yrði að þetta sláturhús sæi um alla alifugla- slátrun á Suður- og Vesturlandi. Stjórnvöld hafa hinsvegar ekki framfylgt þessari stefnu, enda 4 slik sláturhús starfandi á Suður- landi, eins og áður sagði. Fyrir- tækið hefur þvi orðið að haga sér i samræmi við þessar breyttu að- stæður. Til dæmis var fram- kvæmd gagnger endurskoðun á rekstri þess, sem miðaði að þvi, að hægt væri að reka það með nær helmings afköstum. Brugðist við þrengingum Ýmsir örðugleikar i alifugla- rækt, t.d. fóðurbætisskattur og aukin niðurgreiðsla á öðru kjöti, ásamt ört hækkandi fóðurverði erlendis, hafa einnig orsakað, að margir aðilar hafa. dregið saman framleiðsluna timabundið eða hætt. Undirbúningur hefur farið fram til þess, að aukning verði á framleiðslu þessara aðila, þannig að bæta megi afkastanýtinguna von bráðar. Örðugleikunum hefur yfirleitt verið mætt með þvi að stækka einingarnar og auka á hagkvæmni i rekstrinum. Strangt gæðaeftirlit er fram- kvæmt með þeim vörum, sem seldar eru undir merki Isfugls, enda nauðsynlegt til að koma i veg fyrir gæðamismun. A þetta er lögð rik áhersla enda einn mikil- vægasti þátturinn i starfsemi fyrirtækisins. Framhald á biaðsiðu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.