Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 28. júli 1981 ÞJOÐVILJINN — SIÐA Í5 Hringid i símu 81333 kl. 9-5 alla virka daga, cóa skrifu) Ujoóvitjanum lesendum paii H;idiK:i Peningahrekkir ÞriBjudaginn 21. júli ritar Dagblaðs-Jónas einkar athygl- isverða grein i blað sitt um Alu- suissemálið, sem hefur svo sannarlega skartað breiðsiður dagblaöanna nú að undanförnu. Ég ætla að leyfa mér að taka nokkra pósta úr áðurnefndri grein, þegar þessi skeleggi og kjaftfori ritstjóri tekur sig til og hirtir álfurstana , sem löngum hafa sett upp sakleysissvip þeg- ar fjármál álversins hafa borið á góma. Ritstjórinn segir orðrétt i blaði sinu umræddan dag: Alu- suisse segist hafa greitt Isal 14 miljónir dollara fyrir tilbúið ál umfram eðlilegt markaðsverð. Iðnaðarráðuneytið segir hins vegar, að tsal hafi fengið rétt markaðsverð fyrir ál i þessum gæðaflokki. Auk þess ætti að vera i lagi þótt tsal fengi rúm- lega markaðsverð fyrir tilbúið ál, þvi Alusuisse tekur 1.5% af öllu söluverðmæti tsal fyrir að sjá um að Islenska verksmiðjan fái gott verð fyrir álið. Svo mörg eru þau orö. En það er gaman að tengja þetta grein- arkorn Jónasar ritstjóra um ál- máliö við annaö greinarkorn er birtist I Þjóðviljanum sama dag þ.e. 21.7, en þar á ég viö gamla timaritsgrein úr Timariti Máls og menningar er ber nafnið Starfsemi auöhringanna eftir Jónas Harals núverandi bankastjóra, og einn af forkólf- um Sjálfstæðisflokkins i fjár- málum, er hann skrifaöi hér á árum áður en hann var eldrauð ur kommi, og meira að segja þingmaður þeirra um skeið. Og hvað segir nú þessi gáfaði og fjölhæfi fjármálamaður um hátterni hringavaldsins fyrir þrjátiu og fimm árum? Bankastjórinn hefur oröið: „Hátterni og siðalögmál þess- ara auðhringa er i eðli sinu engu frábrugöið þeim aðferöum léns- herra miðaldanna að setja slár yfir vegi og neyða alla vegfar- endur að greiða sér skatt eöa brúartoll, og ekki er heldur hægt að gera nokkurn greinar- mun á þeim alþekktu bófum, sem láta friðsama borgara greiða sér skatt fyrir að fá að fara óáreittir á götunum. Nef- skatturinn til hringanna eru þó smámunir i samanjöfnuöi við þær ógnir og skelfingar, sem áhrif hringanna á stjórnmál og alþjóöamál geta dregið yfir mannkyniö.” Þetta voru orð bankastjórans, og eru vissulega orð til varnað- ar enn þann dag i dag. Auð- hringar nútimans eru svo sann- arlega ekki neinar góðgerðar- stofnanir. Þetta eru harösviruð gróðraöfl sem svifast einskis til að ná tökum á þeim stööum, sem gróðavænlegust eru hverju sinni. Það sem hefur veriö að gerast hér siðustu dagana er næg sönn- un þess að við verðum að vera á varðbergi fyrir úrtölumönnum er raunverulega vilja að ekki sé skert hár á höföi Auöhringsins sem hefur búið hér við svivirði- lega lágt raforkuverð sem kunnugt er og er svo þar að auki grunaður um skattsvik.Svovilja þessi skriðdýr koma upp 20 nýj- um Alverum i umsjá þessara herra og spinna þannig kónguló- arver erl. fjármálabraskara ut- an um athafnalif og sjálfstæði landsmanna. Minna má það ekki vera. Það er ekki annað hægt að segja en aö rikisstjórnin hafi staðið sig vel i þessu af- drifarika máli, sérstaklega Hjörleifur Guttormsson iðnaðarmálaráðherra, er hefur staðið i eldlinunni svo sómi er að. Og nú herma siðustu fréttir, að hilli undir að auðhringurinn sé fús til samninga, og jafnvel búið að boða samningadag, og er það vel, og nú ríður á að skapist þjóðareining um þetta mál þvi að beittar klær auð- hringsins láta ekki aö sér hæða. Já, það þarf vissulega að skapa þjóöareiningu um þetta mál. Við skulum sýna það eins og I þoskastríðunum forðum að þó við séum smáir þá stöndum við á réttinum en lútum aldrei valdinu, heldur berum höfuðið hátt og sýnum reisn okkar og hættum aldrei að eilifu fyrr en við höfum breytt þessum smán- arsamningi er gerður var i tið viðsreisnarherranna sálugu, i nýjan og betri samning sem hæfir sjálfstæöri þjóð. #Útvarp kl. 20.30 Af króknum Undir heitinu ,,Nú er hann enn á norðan” ætlar Guð- brandur Magnússon blaða- maður að ræða við tvo fyrir- menn á Sauðárkróki, þá Jón Hjartarson skólameistara og Hjálmar Jónsson sóknarprest. Fyrstog fremst verður fjallað um nýtt blað sem almennings- hlutafélag á Sauðárkróki gefur út og nefnist „Feykir”, og mun vera fyrsta tilraun til reglulegrar blaðaúteáfu óháða flokkunum á Norður- landi vestra. En það verða ýmis framhjáhlaup tengd Króknum og starfi þvi sem viðmælendur Guðbrands gegna i þeirri skagfirsku byggðaperlu. Þátturinn hefst kl. 20.30 Lotte Lehmann i titilhlutverk- inu i Fidelio Bethovens. Wilhelm Miiller fór sér hæg- ar, hann var oft kallaður Grikkja-Muller vegna frægra ljóða sinna um uppreisn grisku þjóðarinnar gegn yfir- ráðum Tyrkja. Eftir hann eru ljóð við mörg ástsælustu söng- lög Þjóðverja og þarmeö okk- ar (fjárlögin!). Lotte Lehman var fræg óperusöngkona og leikkona og söngm.a. mikið I Englandi og siðan Bandarikjunum, þangað sem hún að lokum flutti og vann siðustu æviárin sem mikilsvirtur kennari. Útvarp >kl. 23.00 Lotta Lehma les ljóð A hljóðbergi hjá Birni Th. i kvöld er þýska söng- og leik- konan Lotte Lehman og mun lesa ljóö eftir landa sina reyndar öldinni eldri (f. 1794 og 1797, en hún 1888), Wilhelm Miiller og Heinrich Heine. Báðir tilheyrðu þeir siðróm- anti'ska timabilinu, en voru harla ólikir að þvi leyti, að meðan Mlíller hélt sinu rómantiska striki var Heine bæði kaldhæðinn og æ róttæk- ari og byltingarsinnaðri með aldrinum og er hann af mörg- um talinn mesta skáld þýskr- ar tungu. Hann barðist fyrir einingu stjórnmála og listar og undir sterkum áhrifum vin- ar sins, Karls Marx. varð hann æ meðvitaðri um hlut- verk skálda og rithöfunda i pólitiskri þróun. Úr Blandaða blaðinu Voru Meif>uh Vor\j Aé le/hsérúii I 'ýSréi þd h>m Pu9l 09 Sþeit á eina steipung. þá réJSt 5te)Pan 3 h>n3 súteiPunQ bó 3(J hún Get-c// Gkki &6'tt, 0$ ÓQyéi h>v3é 3í 9 er3 e 9 Gr ddt lemjd A'9 Dú Averju fi-P bv, (PJ þtj- heniir I /T)«'9 Stcin/j h/eí l/Qr Pu9l Sem \S^ fol 6keit d A‘3 hd-hd-hd-kd-V/d- Barnahornið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.