Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. júli 1981 DIOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Sigurðardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. iþróttafréttamaöur: Ingólíur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Eiias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. BBstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Að hálfnuðum bráöabirgðalögum • Við síðustu áramót markaði ríkisstjórnin þá stefnu, með bráðabirgðalögunum, að færa verðbólguna niður í 40% á árinu, án þess að láta það koma niður á atvinnu- ástandi í landinu. Jafnframt var því lýst yfir að með þessum aðgerðum væri stefnt að því að kaupmáttur launa yrði ekki verri í árslok en hann hefði orðið án við- námsaðgerða gegn verðbólgunni. • Meginuppistaðan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar var að gengi krónunnar var sett fast fram til 1. maí, verð- stöðvun sett á um sama skeið, og felldar voru niður 7% vísitölubætur þann 1. mars gegn hærri vísitölubótum síðar á árinu og ýmsum öðrum hliðarráðstöf unum, sem eins og fyrr segir eiga að tryggja að kaupmáttur verði í árslok ekki lakari en hann hef ði orðið án þessara bráða- birgðalaga. Með þessum aðgerðum hugðist ríkisstjórnin ná þeim árangri að verðbólga yrði um 40% á árinu 1981 i stað 70—80% sem hún hefði orðið án viðnámsaðgerða. • Nýlega hefur Þjóðhagsstofnun sent frá sér yfirlit yfir helstu þætti efnahagsmála og framvindu þeirra á fyrra helmingi ársins. • Að því er verðlag varðar tekur Þjóðhagsstofnun miðaf þróun byggingavísitölu.Hækkun hennar jafngildir 38% verðbólgu á árinu 1981. Og eins og segir í áliti stof n- unarinnar þá eru þetta „mun lægri tölur en útreikningur byggingavísitölu í mars gaf til kynna". Þótt líklegt sé að verðhækkanir verði heldur meiri á seinni hluta ársins virðist engu að síður f lest benda til þess að ríkisstjórnin muni fara mjög nálægt því markmiði sínu að halda verð- bólgu við 40% markið á árinu þvert ofan í hrakspár stjórnarandstöðunnar sem taldi víst að verðbólga færi ekki niður fyrir 50% á árinu. • Ein meginforsendan fyrir hinum þokkalega árangri í viðureign við verðbólguna er sú ákvörðun að festa gengi krónunnar; að hverfa frá gengisfellingarstefn- unni, sem hlóð nýjum vandamálum upp hraðar en hún leysti gömul. Frá áramótum og til miðs árs hef ur verð á erlendum gjaldeyri hækkað um 4%. Munar þar auðvitað langmest um verulega hækkun dollars, en íslenska krónan hefur hinsvegar farið hækkandi gagnvart flestum evrópugjaldmiðlum. Og einhvern tíma hefði slíkt þótt saga til næsta bæjar. Hinu er ekki að leyna að festing gengisins hef ur valdið þeim iðnaði sem keppir á Evrópumörkuðum erfiðleikum, en þá erfiðleika ber að reyna að leysa með öðrum aðferðum og varanlegri en þeim að fella gengið. • í fyrra varð verulegur bati á rekstri ríkissjóðs frá því sem áður hafði verið, og í fyrsta sinn um langt skeið var ríkissjóður rekinn án halla. Margir óttuðust að við- námsaðgerðirnar gegn verðbólgunni myndu leika ríkis- sjóð mjög illa, að „verðbólguvandi yrði rikisf jármála- vandi" eins og það er stundum orðað. Svo hefur ekki orðið. Skv. upplýsingum Þjóðhagsstofnunar nam rekstrarhallinn í júnílok um 2.4% af tekjum ríkissjóðs, en það er svipuð af koma og í f yrra, og mun betri en um margra ára skeið þar áður, þegar hallinn var oftast um og yfir 10%. • Og þá er þess ógetið sem kannski er mikilvægast: Samkvæmt skýrslu Þjóðhagsstofnunar um framvindu efnahagsmála þá var atvinnuleysi í júní 0.2% af heildar- mannafla, og 0,5% á öllum fyrra helmingi ársins. Slíkar atvinnuleysistölur myndu í nálægum löndum teljast til kraftaverka. • Af þessu yfirliti Þjóðhagsstofnunar verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin muni ná áætluðum mark- miðum sínum í efnahagsmálum á þessu ári. Og verður gott aðteljast, því skilyrði til árangurs í ef nahagsmálum eru ekki sérlega hagstæð, þrátt fyrir Ijósa punkta. Þannig munar verulega um það að missa að mestu tekjur af loðnuafla fyrri hluta árs. Viðskiptakjör eru einnig mjög erf ið, þrátt fyrir að þau haf i batnað lítið eitt á undanförnum mánuðum. Mikið vantar upp á að þau séu enn jafn góð og á árunum 1977 og 1978. Jafnf ramt er allt svigrúm í efnahagsmálum lítið þegar ástand er þannig í helstu samkeppnislöndum okkar, að þar er haldið uppi styrktaraðgerðum við atvinnurekstur til að reyna að vinna bug á atvinnuleysi. • Þrátt fyrir góðan árangur ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum á fyrri hluta ársins er samt enn of snemmt að fagna. Erf ið sigling er f ram undan á seinni hluta árs. En ef svo heldur fram sem horfir er engu að síður ástæða til að vera bjartsýnn á þróun efnahagsmála næstu misseri. — eng. [Eg ér’ ekki framleiðandi (eins og Davíð Scheving) [— ekki innflytjandi [eins og Rolf) Mt? L— se \ sunnudagsleiðari: Pérsónuárásir ÚTER VAR KÓMENÍ INNARTÍÐAR klðppt : Komeini og I biskupskjörið * Þaö er margt kyndugt i I Alþýöublaðinu um þessar I mundir. I Til dæmis fjallaði sunnudags- ■ leiðari blaðsins um Lúter karl- I inn. Vilmundur sumarritstjóri I tekur sér það fyrir hendur, að I minna á ýmislegt það sem mjög ■ hæpið var í kenningu Lúters og I framgöngu — ekki sist á það að LUter brást herfilega þýskum I bændum sem gerðu uppreisn ■ gegn herrum sinum á hans tið. I Allt er þetta verðugt rannsókn- I arefni eins og þar stendur. En I hittererfiðaraað skilja, hvernig • Vilmundur ætlar að tengja guð- I fræðilegar og aðrar syndir Lút- I ers við biskupskjör á tslandi, | eins og hann reynir i inngangs- > málsgrein Ieiðarans. ' Málið | verður svo enn óskiljanlegra Iþegar búið er að blanda Komeini, erkiklerk i tran i málið, til að minna á „trúar- brögð i sinni verstu mynd”, eins og i' leiðara segir. Það er vissulega oft og einatt freistandi að ,,taka sögulegan samanburð” eins og leiðarahöf- undur stingur upp á að menn geri. En þegar upp er stillt heiftarlegum lúterskum sextándualdarrétttrúnaði og múhameðskri bókstafshyggju ásamt með þeim aftökum og blóðsúthellingum, sem verða þegar svo hörðum kenningum slær inn á pölitiskt lif — og hins- vegar tveim islenskum þjóð- kirkjuklerkum sem keppa um biskupsembætti, þá eru saman- burðarliðirnir orðnir svo geig- vænlega óskyldir, að dæmið fellir dautt niður. Eða tekur á sig þess fáranleika, sem stund- um er lýst með athæfi þeirra, sem skjóta á spörfugla úr fall- byssum. / milliliðaleit Hinar sögulegu lykkjur sem Vilmundurleggurá leið sina eru þó hátið hjá annarri uppákomu, en það er ástriðumikill áhugi Alþýðublaðsins á þvi, i hverju megi greina mun á ritlaunurn islenskra rithöfunda og um- boðslaunum heildsala, sem flytja inn áfengi, tóbak eða eitt- hvað þessháttar. Hvað eftir annað hafa nýkratarnir hvesst brýrnar, hvorft yfir götuna og beint að Þjóðviljaliðinu þessari stórfenglegu spurningu: hver er munurinn á Guðrúnu Helgadótt- ur og Rolf Johansen? Svarið þvi, eða heitið hundar ella. Alþýðublaðið orðar þetta svo i spurningu til Guðrúnar Helga- dóttur: ,,Er tóbaksinnflytjandinn einkabraskari en barnabóka- höfundurinn eitthvað annað? Er sá siðarnefndi ekki „óþarfa milliliður” sem græöir ár eftir ár á bók, sem selst jafnt og þétt mörgum árum eftir að hún er skrifuð”. betta er alveg afbragð. Við höfum satt að segja ekki séð neitt jafnfrumlegt að undan- förnu og að kalla bókahöfund óþarfa millilið. Milli hverra? Milli útgefenda og lesenda lik- lega? Eða kannski milli hinnar sameiginlegu undirvitundar mannkynsins og einstakra les- enda? Spyr sá sem ekki veit. Ólikt höfumst við að t annan stað er Alþýðublaðið fyrst málgagna til að hafa áhuga á „gróða” rithöfunda. Blaðinu er vist ókunnugt um, að þau ritlaun eru ekki til hér á landi (nema i einu eða tveim til- vikum kannski) að rithöfundar verði hálfdrættingar á við með- altekjufólk. í annan stað. En jafnvel þótt svo færi, að rithöf- undur fengi sæmilega umbun fyrir sina vinnu — það er af- skaplega furðulegt að leggja það að jöfnu, að búa til bækur ágætarog taka prósentur af inn- flutningi á munaðarvöru, sem ekki er einu sinni lögð vinna i að auglýsa. Ef einhver vottur af pólitiskum ásetningi felst að baki þeim blindingsleik i sam- anburðarkúnst, þá getur hann varla verið fólginn i öðru en menntafjandskap. Lýðskrums- viðleitni til að draga framtak á menningarsviði ofan i fúlan pytt illgimi og tortryggni. Það er að- eins i þvi ljósi, að samanburður- inná starfirithöfundar og þeirri heildsölu sem óþörfust er verð- ur skiljanlegur. Samanburður- inn á Guðrúnu Helgadóttur og Rolf Johansen. Það eru reyndar margir fleiri á þeim buxum en þeir hjá Alþýðublaðinu. Eða hvað segir ekki Rolf Johansen sjálfur i viðtali við Helgarpóstinn: „Þetta á ekki að eiga sér stað, að heiðarlegur skattborgari borgi óhemjufé undir þessa svo- kölluðu listamenn”! Selshaus Og úr þvi minnst var á Rolf. Hann sagði meðal annars þetta i fyrrgreindu Helgarpóstsviðtali: „Ennfremur vil ég hafa nána samvinnu við Bandarikjamenn. Þeirskara fram úr á öllum svið- um. Við eigum eingöngu að snúa okkur að þeim. Þessi skandi- naviska lifsspeki er ekki að minu skapi. Þeir sem fara þangað til náms koma snarrugl- aðir til baka. Það er ekkert sem við getum notað frá þeim nema Volvo og vindla. Norðurlanda- málin finnast mér ljót. Ég hefði viljað að á eyjunni væri töluð enska, helsta ameriska”. Það var og. Flestir munu hrista hausinn yfir svona gusu. Visa þessu frá sér sem sér- viskurausi. En það er hreint ekki vist, að það sé ástæða til þess. Slik verður seint sannað — en margar visbendingar má fá um að Rolfismar þessir (og er þó fátt af þeim hér tekið) séu furðu útbreidd viðhorf. Uppúr striðslokum var hin fyrirvara- lausa aðdáun á Bandarikjunum og sorg yfir þvi aö við ekki töi- uðum amriska ensku eins og alminnilegt fólk gifurlega stór þáttur i viðhorfum yngra fölks. bað tókst siðan að berja þann selshaus niður, svo að hann hef- ur mest haldið sig undir yfir- borði. En vitaskuld er hann á svamli — eins og hreinskilnins- formúlur Rolfs Johansens minna rækilega á. Vörumst oflof Morgunblaðið stekkur upp á nef sér i helgarleiðara út af ein- hverju sem það kallar persónu- árásir i Þjóðviljanum sl. föstu- dag. Þar var greint frá þvi hvaða sérfræðingar hefðu verið á þingflokksfundinum fræga þar sem flokksbrot Geirs gerði Alu- suisse-samþykkt sina. Stuðst var við myndir úr Morgunblað- inu og sögð nokkur deili á ráð- gjöfum Geirsarmsins. Ailt var þar i nafni upplýsingar og að- eins minnst á að þama væru á ferð leiftursóknarstjóri, stjórn- arformaður Járnblendifé- lagsins og fyrrverandi starfs- maöur Alusuisse. Allt saman nýtir borgarar, og vandséð hvernig hægt er að flokka góð- látlega kynningu á þeim sem persónuárás. Hinsvegar er það tilætlunar- semi hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins að við hér á Þjóðvilja förum að hlaða þessa ráðgjafa Geirs lofi, eins og þeir Morgunblaðsmam eru sifelltað hrósa Inga R. Helgasyni, Ragn- ari Árnasyni og fleiri ráðgjöfum Alþýöubandalagsins. Oflof eins og hlaðið er á þá Inga og Ragnar i Morgunblaðinu getur snúist upp i argasta háð. Og svo smekkvisirerum við hér á Þjóð- vilja að sli"kt viljum við ekki gera ráðgjöfum Sjálfstæðis- fldiksins. —áb •s shoríð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.