Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 28. júli 1981 Þ.JÓÐVILJINN — StDA 5 Raunir Verkamannaflokksins breska: Áfallið í Warrington Hið mikla og óvænta fylgi hins nýfædda flokks sósialdemókrata i aukakosningunum tii breska þingsins sem fóru fram i kjör- dæminu Warrington fyrir skömmu, hefur valdið nokkru uppnámi i veröld breskra stjórn- mála. Þó Verkamannafiokkurinn hafi haidið sætinu, þá tóku krat- arnir talsvert fylgi af honum, og teljast hinir raunverulegu sigur- vegarar. Þeir hlutu 42% atkvæða, þó þetta væri i fyrsta sinni sem þeir buðu fram. Ihaidsfyigið hrundi gersamlega. Það er af andstæðingum Thatchers túlkað sem harður áfellisdómur yfir stjórn hennar, en réttmæti þeirrar túlkunar er óvist. Og þegar upp er staðið, er næsta ljóst, að þyngsta höggið buldi á búk verkamannafiokksins. Hefðbundið kjördæmi Verkamannaflokksins. Warrington tilheyrir iðnaðar- beltinu i norðurhluta Englands, þar sem fylgi Verkamanna- flokksins hefur staðið föstum fót- um. Þingmenn kjördæmisins hafa um áratugaskeið tilheyrt Verkamannaflokknum, sem við siðustu þingkosningar hlaut vel yfir 60% atkvæða, meðan thaldið varð að sætta sig við slétt 29% og Frjálslyndi ekki nema 9%. 1 upp- hafi vöktu kosningarnar þvi ekki mikla athygli, enda talið nánast formsatriði að kjósa frambjóð- anda Verkamannaflokksins. Frá þvi krataflokkurinn var stofnaður fyrir fjórum mánuðum, hafa skoðanakannanir sýnt, að einungis með þvi að ganga til samstarfs við Frjálslynda á hann von um varanlega fótfestu i breskum stjórnmálum. Viðræður um samstarf standa nú yfir með flokkunum. Sameiginlega ákváðu þeir að bjóða Shirley Williams, fyrrum ráðherra Verkamanna- flokksins og skærustu stjörnu krata, að vera i framboði. En það er til marks um tök Verkamanna- flokksins á kjördæminu, að Shirley afþakkaði kurteislega og vildi ekki hætta sér i hendur fyrri félaga sinna. Ljóst var að kratar myndu biða álitshnekki ef þeir þyrðu ekki i framboð og þvi var fengið annað þekkt andlit til framboðs, Roy Jenkins. Roy er vel þekktur stjórnmálamaður i Bretlandi, og er fyrrum yfirmaður Efnahags- bandalagsins og var eitt sinn f jár- málaráðherra fyrir Verka- mannaflokkinn. Straumur til kratanna. Markmib kratanna var fyrst og fremst að sýna, að þeir gætu höggið sæmilegt skarð i fylgis- múr Verkamannaflokksins, möo. að sýna að þeir ættu sér lifsvon. Þeir lýstu yfir, að 20-25% myndu þeir telja gott, en yfir 30% myndu þeir telja verulegan sigur. Sömu- leiðis var ljóst, að Verkamanna- flokkurinn varð að vinna afger- andi sigur, til að sýna heiminum framá að honum stafaði engin hætta af krötunum. En það fór á annan veg. Kratarnir hlutu 42% atkvæða, en Verkamanna- flokkurinn hrapaði niður i 46% og Ihaldið niður i 7%. ihaldiö studdi kratana. Flestir — nema kratarnir — eru sammála um að stuðningur fjöl- miðla við Roy Jenkins hafi valdið miklu um gengi kratanna, ásamt Roy Jenkins: okkur eða komm ana. þvi hversu þekktur Jenkins er úr stjórnmálum Breta. Þegar aukakosningar eru haldnar á miðju kjörtimabili, þá er það regla fremur en undan- tekning að sá flokkur sem er i rikisstjórn þá stundina tapar fylgi. Slikt fylgi sveiflast hins vegar sjaldnast lengra en yfir á miðjuna, sem skýrir m.a. hina miklu velgengni sem Frjálslyndi flokkurinn nýtur yfirleitt i auka- kosningum. Menn voru þvi vissir um fyrirfram, að talsvert af fylgi thaldsins mundi flytjast yfir á kosningabandalag krata og Frjálslyndra. Sú sveifla varð hins vegar mun meiri en menn bjugg- ust við. Þó andstæðingar Thatchers úr öllum flokkum hafi notað þetta sem dæmi um hversu djúptæk óánægjan með rikis- stjórn hennar sé orðin, þá kann fylgishrun ihaldsins i Warrington Rony Benn situr fast við sinn keip. að eiga sér aörar orsakir. Að öll- um likindum skynjuðu margir ihaldssinnar að nokkur straumur lá yfir á kratana, og þar með, að nú væri loks færi á að fella fram- bjóðanda Verkamannaflokksins. Af taktiskum ástæðum hafa þvi margir ihaldskjósendur flutt sig yfir á Roy Jenkins, án þess að ást þeirra á félaga Margréti hafi endilega minnkað. Fjölmiðlarnir gegn Verka- mannaf lokknum. Fylgistap Verkamannaflokks- ins er harðara undir tönn. Sam- kvæmt lögmálinu átti flokkurinn náttúrlega frekar að auka við fylgi sitt en tapa, verandi i and- stöðu gegn óvinsælustu rikis- stjórn frá þvi fyrir strið. En svo virðist sem fjölmiðlum hafi tekist að gera Verkamannaflokkinn að hálfgerðu vigi heimskomm- únismans i augum margra af stuðningsmönnum flokksins. Vinstra arminum i flokknum hefur undanfarið vaxið fiskur um hrygg, og þessa stundina stendur skærasta vinstri stjarnan Tony Benn i baráttu um sæti varafor- manns flokksins, sem Denis Healy gegnir. Fjölmiðlar hafa túlkað þetta sem tilraun kommúnista til að ná flokknum undir sig. Kratar hafa tekið undir þetta og hafa með þvi tryggt sér góðan aðgang að fjölmiðlunum, og þannig tekist að stilla dæminu upp sem: okkur eða kommana! Jafnframt er talið, að hinar stöðugu deilur innan flokksins hafi mjög rýrt traust manna á honum. Úrslitin eru þvi af mörgum túlkuð sem ströng ábending til Verkamannaflokks- ins um að setja niður deilur hvað sem það kosti. Þetta hefur hægri armurinn notað til að skora mjög eindregið á Tony Benn að hætta við framboð sitt til embættis varaflokksformanns. En Tony situr náttúrlega fastur við sinn keip.... Fleiri aukakosningar framundan. Framundan eru sennilega þrennar aukakosningar með haustinu. Takist bandalagi krata og Frjálslyndra að ná „umtais- verðum árangri einnig i þessu þá er ljóst að þeir verða ekki auðveldlega kveðnir i kútinn. Auk Warrington-kosninganna hafa aðrar og ómerkilegri kosn- ingar herjað á taugakerfi brodd- anna i Verkó. 1 Newcastle, á miðju yfirráðasvæði Verka- mannaflokksins fóru fram auka- kosningar um sæti til bæjar- stjórnar. Sætið haföi verið i öruggum höndum flokksins um langt skeið og ekki var búist við breytingum á þvi. Fyrir kosning- arnar höfðu ýmsir flokksbroddar sagt, að frammistaða kratanna þar yrði góður mælikvarði á möguleika þeirra i framtiðinni. Kratar unnu sætið á einu at- kvæði. — ÖS Hefndin er sæt Þegar flokkur sósialdemó- krata var stofnaður (SDP) var fyrir dvergvaxinn flokkur i Manchester með sama nafni. Flokksmönnum þótti eðlilega miður að land- hlauparar úr öðrum flokkum tækju nafnið ófrjálsri hendi og leituðu réttar sins fyrir dómstólunum — en töpuðu. Einn flokksmanna sá sér þvi leik á borði, breytti nafni sinu fyrir kosningarnar i Warrington — en slikt er auðvelt i Bretlandi — og bauð sig siðan fram undir nafninu Roy Jenkins! Sökum formgalla var framboðið ógilt. Hann hefur hins vegar hótað að við næstu aukakosn ingar, þegar Shirley Willi- ams mun að likindum fara fram, þá muni hann aftur bióða sig fram og i þetta sinn heita Shirley Williams! — ÖS Ossur Skarphéðinsson skrifar frá Bretlandi Kosningabaráttan í Noregi: Verkamannaflokkinn vantar meira en 100 þús. atkvæði Verkama nnaf lokk inn vantar rúmlega hundrað þúsund atkvæði til að geta haldið völdum eftir þingkosningarnar i Nor- egi, sem verða um miðj- an september. Flokkur- inn þarf 43—44% at- kvæða til að vera ör- uggur um völdin, en sið- ustu skoðanakannanir gefa flokknum 36—38%. Ef að gert er ráð fyrir þvi, að um 2,5 miljónir Ncffðmanna gangi að kjörborði getur þetta þýtt að Verkamannaflokkinn vanti 125—170 þúsund atkvæða til að halda völdum. Og Sósialiski vinstriflokkurinn, sem hefur sveiflast upp og niður fyrir 5% i skoðanakönnunum, hefur ekki getaðbættþað upp á vinstriarmi norskra stjórnmála sem stjórnar- flokkinn vantar. Arið 1977 fengu þessir tveir flokkar 42,3% og 4,2% atkvæða. Út á það fylgi fékk Verkamanna- flokkurinn 76 þingsæti og SV tvö (kosningaskipan í Noregi er m jög óhagstæð smærri flokkum). Borgaraflokkarnir fengu hins- vegar samtals 77 þingsæti svo að litlu munaði. Hægrisókn. Síðan hefur Hægriflokkurinn verið I allmikilli sókn. Um ára- mót hafði það gerst, sem miklum tiðindum þótti sæta, að þessi borgaraflokkur naut jafnmikils fylgis einn og Verkamanna- flokkurinn. Þeir þrir borgara- flokkar sem liklegir eru til að standa að stjórn — Hægrimenn, Kristilegi þjóðflokkurinn og Mið- flokkurinn, voru þá komnir með meira en 50% atkvæða, en Verka- mannaflokkurinn og SV voru komnir saman niður fyrir 40% NU voru góð ráð dýr. Verka- mannafldckurinn fann upp á þvi snjallræði að skipta um leiðtoga og skipa konu i embætti forsætis- ráðherra: Gro Harlem Brundt- land varð reyndar fyrsta konan til að gegna þeim starfa á Norður- löndum. Þetta mæltist velfyrir og flokkurinn fór upp á við I vinsæld- um — fór að nálgast 40%. En nú svnist „Gróutiminn” liðinn og flokkurinn hefur um skeið setið i ca 36% fylgi. Þvi benda allar likur til þess, að borgaraleg stjórn taki við völdum eftir kosningarnar i september. Yrði þá Kare Willoch tiundi for- sætisráðherra hægrimanna á nærri hundrað ára ferli flokks þeirra. M in n ih lu ta s t jórn ? Sem fyrr segir þarf slik stjórn á einhverskonar samþykki Mið- fldcksins og Kristilega þjóðar- flokksins að halda. Lfklegt er talið að sá stuðningur komifram i stuðningi þessara miðflokka við minnihlutastjórn Hægri manna. Miðflokkurinn, sem hefur séð fifil sinn fegri i norskum stjórnmál- um, a mjög erfitt með að ganga i stjórn undir forystu hægrimanna og þá allra sist Káre Willochs, sem hefur orð á sér fyrir að vera erfiður i' samstarfi. Þeir mein- fýsnu segja hann einn af þeim stjórnmálamönnum sem eigi erfittmeð að vinna með öðrum en auðmjúkum aðdáendum. Kristi- legi þjóðflokkurinn hefur svo fyrirsittleyti lýst þvi yfir að hann fari ekki i riidsstjórn nema að samstarfsflokkarnir fallist á afnám frjálsra fóstureyðinga, sem hefur verið eitt höfuðmál kristilegra á þingi. Það treysta hægrimain sér ekki til að gera. Miðflokkurinn fékk 8,6% at- kvæða i síðustu kosningum og mun nú kominn niður i tæp sjö prósent að þvi er skoðanakann- anirherma. Kristilegi flokkurinn fékk 12,4% atkvæða og lagði reyndar til forsætisráðherrann i siðustu samstjórn borgaraflokk- ana. Hann heldur enn tæpum ellefu prósentum atkvæða. Kosningabaráttan hefur annars snúist mjög um tvo helstu leið- toga, rétt eins og i bandariskum fwsetakosningum — Gro Harlem og Káre Willoch hirða mesta athygli og aðrir eiga fullt i fangi með að láta heyrast til sin. byggtá Info. Káre Willoch og Gro Harlem Brundtland; kosningabaráttan hefur mjög snúist um tvo leiðtoga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.