Þjóðviljinn - 28.07.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Qupperneq 8
S StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. júli 1981 Þriðjudagur 28. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 erlendar bækur Göran Therborn: Science, Class and Society On' the Formation of Sociology and Historicai Materialism. NLB — Verso 1980. Göran Therborn er sænskur marxisti og hefur m.a. sett saman þessa bók og What Does the Ruling Class Do When it Rules, sem kom út 1978. Þessi bók kom i fyrstu útgáfu 1976 og er þetta þriðja endurprentun. Höfundurinn leitast við að bera saman klassiska félagsfræði og marxisma, þ.e. kenningar Comtes, Durkheims, Max Web- ers og Paretos annars vegar og hins vegar Marx og Engels. Fyrst fjallar hann um kenningar Talcott Parsons, Wright Mills, Alvin Gouldners og Robert Friedrichs um félagsfræöi, en þessir höfundar hafa uppi gagn- rýni á ýmsar kenningar félags- fræðinnar út frá skilningi þeirra sjálfra á greininni. Siöan rekur höf. upphaf og forsendur félags- fræðinnar i hagkenningum upp- lýsingartimabilsins og þær samfélagslegu forsendur sem þessar hagkenningar voru reistar á og framvindu þeirra kenninga, þar koma til Smith og Ricardo og siðar Jevons og Keynes. Þegar félagsfræðin er skoðuð i sambandi við hina klassisku hag- fræði þá verður félagsfræðin af- sprengi og tilraun til tjáningar „timabilsins milli tveggja byltinga”, þ.e. hugmyndakerfi sem kemur upp eftir frönsku byltinguna og nær fyllri mynd skömmu fyrir rússnesku bylt- inguna. Therborn markar þetta út frá kenningum Durkheims og Webers og kenningum Michels og Paretos um „eliturnar”. Hann telur aö þessar félagsfræðilegu kenningar milli byltinganna hafi haft þann tilgang að skýra átök og baráttu innan iðnaðarsamfélaga Evrópu á 19. öld og finna lausn á þeim málum. Bókinni lýkur með umfjöllun þeirra félagslegu og te- oretisku ástæðna fyrir kenning- um Marx. Rit þetta er þegar talið meðal marktækari rita um marx- ismann. J.M.Roberts: The Pelican History of the World Penguin Books 1980. Höfundurinn starfaði við Ox- ford háskóla og hefur verið gesta- prófessor viðbandariska háskóla, hann starfar við Southampton háskóla frá 1979. Roberts hefur sett saman nokkrar bækur og staðið að útgáfu annarra. Þessi bók hans kom i fyrstu út 1976 og hlaut einróma lof fræðimanna og gagnrýnenda. Hún er nú gefin út i Penguin, gerðar hafa verið smá- vegis breytingar, en að mestu er þetta óbreyttendurprentun fyrstu útgáfu. Penguin hefur einnig gef- ið út styttri útgáfu, myndskreytta og bundna. Ritið er ætlað almenningi til lesturs og skrifað i þeim tilgangi. Höfundurinn hefur ekki fallið i þá gryfju að útþynna og lækka frásögnina þessvegna, eins og ýmsum hættir til, einkum þó þeim sem halda að almenningur i Evrópu og á Bretlandseyjum sé eitthvað vitlausari en þeir sjálfir. Hér áður var stundum talað um upplýsta alþýðu og henni er þessi bók ætluð. Þar með er ekki sagt að fræðimenn i sagnfræöi geti ekki haft gagn af lestri bókarinn- ar eða nemendur i þeirri grein. Þetta er viðamikið rit, rúmlega 1000 blaðsíður i gerð stærra brots Penguin útgáfunnar. Þetta er ein þeirra bóka sem full ástæða er til að þýöa á islensku og gefa út. Þótt enska sé skyldufag i skólum hér á landi, þá viröast textar, sem notaðir eru við kennsluna af þeirri gerð, að oröaforöi er frem- ur knappur eftir margra ára nám, svo að nemendur eru litt færir um að lesa meðal enska texta; þvi eru þýðingar verka sem þessa nauðsynlegar. önnur mynd úr saf ninu. Þekkir einhver fólk eöa hús? Krukkurnar eru víða að komnar, og enn hálffullar af framköllunarefnum. Fyrstu Ijósmyndararnir blönduðu allt sjálfir^— Ljósm. —gel. Þessi mynd er úr safni þeirra frænkna og tekin fyrir aldamót að öllum líkindum, og sýnir Teigarhorn í Djúpavogi Þar bjó Weywadtf jölskyldan, og i viðbyggingunni var vinnustofa fyrsta kvenljósmyndarans á islandi. Matthias Þórðarson Islensk fram- sýni Það er Matthias Þórðarson, þjóðminjavörður, sem af mikilii framsýni setur á stofn það sem’nú er Ljósmyndasafn Þjóðminja- safnsins. Hann hefur söfnun mannamynda árið 1908. og er þá safnað auk Ijósmynda mál- vérkum og öðrum andlitsupp- dráttum. Verkinu hefur verið haldið áfram jafnt og þétt æ siðan, og eru nú i safninu um. 30.000 kópiur, auk „negativanna” úr plötum og filmum sem skifta hundruðum þúsunda. Þetta er skráð á spjöld, og leitað upplýs- inga um myndefnið, þegar það er óvist. Annar hluti safnsins er siðan svokallað Ljósmynda- og prent- myndasafn sem einnig er að stofni til frá Matthiasi: það verk hefst nokkru siöar, og er upphafið söfnun gamalla grafiskra mynda, koparstungna og tréristna, en það verður einnig fyrst og fremst ljós- myndasafn þegar fram dregur. Hér er um að ræða aðrar myndir en mannamyndir.af stöðum, nátt- úru, atvinnuháttum. A skrá hér eru á fimmta þúsund myndir, en talsvert eftir ókóperað, og er nú verið að hefjast handa um átak i þeim efnum með stuðningi Þjóð- hátiðarsjóðs. Umsjónarmaöur Ljósmyndasafns á Þjóðminja- safninu er Halldór Jónsson. Það er langstærsta safn sinnar tegundar á landinu, og nýtur framsýni Matthiasar, en viða i nágrannalöndum mun þessu ekki vera sýndur áhugi fyrren undir seinna strið. Auk þessa safns eru myndarleg ljósmyndasöfn á byggða- og skjalasöfnunum á Akureyri, tsa- firði, Sauðárkróki, Húsavik, Skógum og viðar. Þess utan má neina einka- fyrirtækið Ljósmyndasafnið h/f., sem rekið er af tveimur reykvik- ingum, og er sennilega eina til- raun hins frjálsa einkaframtaks til að græða fé á söfnun islenskra þjóðminja. Haildór Jónsson Inga Lára viö baktjaldið. Það kemur frá Frankfurt f Þýskafandi, og er ögn kostulegt að fmynda sér austfirska bændur i þessum bakgrunni. Ljósm. —gel. MUNIR fyrsta kven- ljósmyndarans á lslandi Þau gömlu Ijósmynda- og plötusöfn sem ekki eru þegar i opinberri eign þurfa að verða það hið fyrsta. Þó að núverandi eigendur sýni flestir ágæt- an skilning á margháttuðu verðmæti þessara hluta, sögulegu og listrænu gildi þeirra, er aldrei að vita um afdrif þessara þjóðminja í framtiðinni. Ég hef heyrí margar ævintýralegar sögur um örlög ómetan- legra safna, þau hafa hafnað í ám, verið kastað á haf út, og jafnvel verið notuð til uppfyllingar í húsgrunn. Þetta segir Inga Lára Bald- vinsdóttir nýkomin úr ferðalagi um hálft landið að leita upplýs- inga um sögu ljósmyndunar á Is- landi, en hún vinnur nú að lokarit- gerð i sagnfræði um það efni. Eins og handritin örlög þessara safna minna helst á meðferðina áhandritunum áður. En viðhorf til þessara minja hafa breyst mikið á siðustu tiu til fimmtán árum, hér og erlendis, segir Inga Lára. Raunar hefur verið unniö betur að varðveislu plötusafna og ljósmynda á tslandi en viðast i nágrannalöndum. Inga Lára, sem áður stundaði sagn- og fornleifafræöinám i Dyflinni, fékk i vor styrk úr Þjóö- hátiðarsjóði til þessarar ferðar, sem ennfremur er studd af Þjóð- minjasafninu. Hún hefur þegar farið um Suðurland, Austfirði og hluta Norðurlands, og leggur von bráðar aftur af stað, þá fyrst til Vestfjarða. Þetta felst fyrst og fremst i söfnun heimilda og upplýsinga um ljósmyndun, segir hún Þjv. Eg þarf aö fá nánari upplýsingar um þá atvinnumenn, sem þekktir eru fyrir, og ekki siður um áhugaljósmyndara, sem margir hverjir eru litt þekktir utan heimabyggðar. Það þarf upplýs- ingar um hvenær þessir menn voru að, meðal annars til að geta timasett myndirnar nákvæm- lega. 1 þessari ritgerð minni er ætlunin að verði skrá yfir alla fyrstu ljósmyndarana, starfstima þeirra og það sem varðveist hefur af plötusöfnum þeirra, ljósmynd- um og öðrum munum. Munnleg geymd Það er litið til af skriflegum heimildum; litið um að þessir menn héldu eitthvert bókhald eða Rætt við Ingu Láru Baldvins- dóttur, sem hefur verið á ferð um landið að safna upplýsingum um sögu íslenskrar Ijósmyndunar færslur, þó eru til skrár frá ýms- um ljósmyndaranna um þá sem teknar voru af myndir. Manna- myndatökur var atvinnuvegur þeirra, en aðrar myndir tóku þeir fyrir sjálfa sig, án borgunar, og minna um að þeir hafi haldið skrár um þær, eða skrifað niður hvert myndefnið var og hvenær tekið. Þarámeðal eru útimyndir ýmsar, og margar þeirra gull- vægar heimildir um byggðaþróun og atvinnuhætti, auk hins listræna þáttar málsins. Þetta ferðalag hefur þessvegna falist aðallega i söfnun upplýs- inga úr munnlegri geymd. Ég hef talað við aldrað fólk, það sem lengst man aftur, og við afkom- endur ljósmyndaranna, og auk þess við safnamenn og aðra fræðimenn I héraði. Söfnun minja hefur þvi ekki verið megintilgangurinn. Margt er þegar komið á ýmis byggða- söfn og skjalasöfn, auk þess sem er á Þjóðminjasafninu sjálfu. NicolineWeywadt Merkasti afrakstur þessarar ferðar þykir mér nú samtsemáð- ur að Þjóðminjasafnið hefur fest kaup á öllum varðveittum mun- um fyrsta kvenljósmyndara á landinu, Nicolinu Weywadt. Eg ók þessu i bæinn, og fór mjög varlega! Þetta er plötusafn hennar, næstelsta plötusafn sem til er og er nú komið allt á safniö, en áriö 1943 var meginhluti þess fluttur á Þjóðminjasafnið. Ennfremur tjald sem notaö var bakvið mannamyndir, hlutar úr ljós- mynda- og framköllunartækjum, og safn af efnaglösum, sem er einstætt, en á þessum timum þurftu ljósmyndamennirnar að blanda þetta allt sjálfir. Nicolina var dönsk, en alin upp á Djúpavogi, dóttir Nielsar Wey- wadt sem var faktor i verslun ör- um og Wulf þar eystra, þarsem þessi ætt er enn kunn. Hún fór til ljósmyndunarnáms i Kaup- mannahöfn árið 1872, og starfaði á Djúpavogi árin 1872 - 1902. Hún hafði ljósmyndun að atvinnu, og var fyrsti kvenljósmyndarinn á Islandi. Það er raunar eftilvill ekki eins merkilegt og ætla mætti. Ljósmyndun var ekki kynbundinn atvinnuvegur, öllu heldur stétt- bundinn. Þetta var dýr iðn, mikill tækjabúnaður, og ekki miklir gróðamöguleikar. Það mætti segja að ljósmyndun hafi verið framanaf einskonar yfirstéttar- iþrótt hér á landi. Ég veit um þrjár faktorsdætur austfirskar, sem höfðu þetta að atvinnu. Nicolina þessi ól upp systur- dóttur sina, Hansinu Björnsdótt- ur, sem tók við ljósmyndun af henni, og þessir munir eru þvi einnig hennar. Það merkasta við þetta plötusafn eru um það bil 70 plötur af staðar- og atburðar- myndum frá Austfjörðum, mest frá Djúpavogi og Eskifirði, og sýna vel upphaf þorpsmyndunar á þessum stöðum. Þessar myndir hafa þvi mikið heimildagildi, og nú er að skrá þær og safna upp- lýsingum um myndefnið. Elsta varðveitta plötusafnið er safn Sigfúsar Eymundssonar. Þá er þetta, en þau tvö sem eldri voru hafa glatast. Það er vitað um tvo eöa þrjá enn eldri ljós- myndara, en þeir tóku á málm, en ekki gler, og gátu þvi engin varð- veist af þeirra gögnum nema ein- stöku myndir. Draumurinn er náttúrlega að halda sýningu á myndum úr safni Nicolinu... —m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.