Þjóðviljinn - 29.07.1981, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.07.1981, Qupperneq 3
Miövikudagur 29. júli 1981 ÞJÓDVILJINN — SIDA 3 Hrefnuveiðar: Kaldar skutlur bannaðar Eyþór Einarsson formaður Náttúruverndarráös, sagöi aö hann væri ánægöur meö sam- þykktir alþjóöa hvalveiöiráösins um takmarkanir á hvalveiöum. Eyþór sagði, að takmarkanir á veiðum á langreyðum væru að visu ekki jafn miklar og visinda- nefnd ráðsins hefði lagt til. Hing- að til hefðum við mátt veiða 254 að meðaltali á ári, en samþykkt ráðsins hljóöaöi upp á 194 lang- reyðar. Þaö væru fleiri lang- reyðar en visindanefndin hefði lagt til, aö yrðu veiddar. Þá benti Eyþór á að nú hefði verið bannað að nota kaldar skutlur á hrefnu og væri það i samræmi við skoöun Náttúru- verndarráðs. Þess i staö verði notaðar stórar byssur. Margir hrefnuveiðimenn hafa sjálfir tekið upp byssurnar við hrefnu- ■ veiðará miðunum við Island. Við erum einnig ánægðir með bann við búrhvaladrápi. Almennt má segja, að niður- stöðurnar hjá Alþjóða hvalveiði- ráðinu séu i samræmi við það sem, Náttúruverndarráð lagði til á siðasta Náttúruverndarþingi, sagði Eyþór enn fremur. Loks sagði Eyþór, að hvalveiðar væru ekkert einangrað fyrirbæri. Frið- un hafsins væri sérstakt hjartans mál íslendinga og við ættum að fara meö skynsemi og gát á al- þjóða vettvangi. I þvi samhengi væri fráleitt að við segðum okkur úr Alþjóða hvalveiðiráöinu. —óg Forstjóri Hvals hf. Engin alvara lengur — Það er enginn alvara I þessu lengur, sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. þegar blaöiö spurði hann álits á samþykktum Alþjóða hvalveiðiráðsins á dög- unum. — Fjöldi landa kemur inn i ráðið til þess eins að samþykkja beint bann við hvalveiðum. Þaö er ekki unnið af jafn mikilli al- vöru og áöur hjá Alþjóða hval- veiðiráðinu, og mér finnst koma verulega til álita að Island eigi að segja sig úr ráðinu.- — Tæki fyrirtækið þá ekki mark á samþykktum hvalveiöiráösins um takmarkanir? — Nei,þá yrðum við ekki háðir einum né neinum. fig veit ekki hversu þolinmóðir Islendingar ætla aö vera gagnvart þjóðum sem ekki eiga hagsmuna að gæta i hvalveiðum. Þetta er orðið svo mikið tilfinningamál að flestir taka þannig afsöðu til hvalveiða. Hvalurinn er orðinn svo gáfaður, að það má ekki veiða hann.- Enn hvaöa áhrif hafa tak- markanirnar núna á rekstur fyrirtækisins? — Það er vist að þær þrengja svigrúm okkar til hvalfanga. En hins vegar veit maöur ekki hvað þetta þýðir til lengri tima. Það verður skoðað betur nú i vetur,- —óg ' Mu.mii - Ljósm. —gel- : Opið bréf vegna breikkunar Hafnarfjarðarvegarins: n jFjölfarnasta veglnn | !í gegnum byggðlna?! I ..Bæjarbúar þurfa aö fylgjast , vel meö og átta sig á hvernig bæ Iþeir vilja eiga aö heimkynni. Vilja bæjarbúar eiga heima í bæ, þar sem fjölfarnasti vegur á , tslandi liggur i gegnum byggö- Iina? Vilja bæjarbúar taka því orðlaust aö þrjóska fárra ein- staklinga veröi þess valdandi aö , skemmdir á okkar umhverfi Ihaldi áfram, isama stilog menn sjá nú við Ilafnarfjaröarveg?”. Svo spyrja bæjarfulltrúar , minnihlutans i Garðabæ, þeir IEinar Geir Þorsteinsson, Hilmar Ingólfsson og örn Eiös- son i opnu bréfi til bæjarbúa i , Garðabæ, sem ber yfirskriftina I,,Hvað viltu vita um veginn? Spurningar og svör frá þremur bæjarfulltrúum.” , Bréfinu hefur verið dreift i öll Ihús I Garðabæ, en þar i bæ hafa verið allháværar deilur um fyrirhugaða brcikkun Hafnar- fjarðarvegar I gegnum byggð- Iina i bænum. 1 svörum við þeim spurning- um sem bæjarfulltrúarnir bera fram til bæjarbúa er oftlega I’ vitnað tilummæla bæjarfulltrúa meirihlutans, sem hafa hlaupist undan merkjum og vilja knýja breikkun Hafnarf jarðarvegar- I" ins igegnum miðbæinn, án þess að nokkurt staðfest skipulag liggi fyrir af þessum fram- kvæmdum.Einnig þrátt fyrir að 1’ sami meirihluti sjálfstæöis- manna hafi samþykkt i bæjar- stjórn Garðabæjar 14. septem- ber 1978 þá einróma samþykkt J ásamtminnihlutanum aö hafna breikkun Hafnarfjarðarvegar- ins, m.a. vegna mótmæla 1057 ibúa vegna þeirra framkvæmda sem þá voru fyrirhugaðar. Hvers vegna vilja bæjarbúar ekki veg gegn um bæinn sem á að bera meiri umferð en nokkur annar vegur á Islandi? spyrja bæjarfulltrúarnir. „Svarið er augljóst. Við þessa breikkun Hafnarfjarðarvegar yrði hann um ófyrirsjáanlega framtið, aðal umferðaræð til Reykjavikur og annarra lands- hluta, fyrir yfir 25 þús. manna byggð i Hafnarfirði, á Suður- nesjum og á Keflavikurflug- velli.auk allra þeirra flutninga, sem flugvellinum fylgja. Yfir þennan veg yrði talsverður hluti skólabarna að f ara daglega, allt niður í 6 ára gömul börn. Nem- endur i Gagnfræðaskólanum ættu erindi yfir þennan veg oft á dag”, segir m.a. i svarinu. 1 spurningunni um hvort rétt sé að þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar við Hafnar- fjarðarveg séu ólöglegar, er vitnað til ummæla eins af ibúum bæjarins Jóns Sigvaldasonar en hann sagði i sjónvarpsviðtali 3. júni sl. „Við byggjum kröfuna á þeirri skoðun okkar að þetta sé ólögleg framkvæmd, það sé ekki fariö eftir skipulagslögum, það sé i raun og veru verið aö hlunn- fara ibúa bæjarins. Við fáum ekki að fjalla um þessi mál á þann hátt sem okkur er tryggt samkvæmt skipulagslögum. Það er ekki farið eftir neinu staðfestu skipulagi; það var | meira að segja byrjað á þessari , aðgerð áður en kort af fram- i kvæmdunum voru lögð fyrir I bæjarstjóm. Meira að segja | bæjarstjóm var ekki búin að , fjalla um þetta þegarbyrjað var ■ á þessu”. Hvers vegna fer bæjarstjórn | ekki að skipulagslögum? Þvi , svaraði Jón Sveinsson forseti ■ bæjarstjórnar á eftirfarandi hátt i sjónvarpsviötali: „Við höfum ekki viljað stað- ■ festa það, þvi að þegar búið er ■ að staðfesta skipulag, þá er mikið mál ef eitthvað þarf að | laga til og við höfum hér sam- ■ þykkt skipulag hér i bænum og i siðan höldum við þvi opnu að staðfesta það, þvi að þegar það | er búið þá er orðiö heilmikið ■ mál að fá þvi breytt. Það er | málið”. Lokaorð bæjarstjórnarfull- trúa minnihlutans i bréfi sinu til • bæjarbUa eru þessi: ,,Við viljum að horft verði á þetta mál án tillits til þess i hvaða stjórnmálaflokki menn ■ standa. Við viljum að ekkert | verði aðhafst i vegalagninu, fyrr en samþykkt skipulag liggur fyrir. , A þann hátt einan er Garð- I bæingum tryggður lýðræðis- legur réttur til aö hafa áhrif á umhverfi sitt. Koma verður i , veg fyrir að meirihluti bæjar- ■ stjórnar troði á frelsi einstakl- ingsins og virði að vettugi lög- legan rétt og skoðanir ibU- , anna”. . _ig. | ! Lögfrœðikgur ttðsauki \ IJón Baldur Sigurösson einn andstæðinga vegageröarinnar ! um Garöabæ sagði i viötali við blaöið i gærkveldi aö þeir vega- fjendur heföu fengið i hendur ' lögfræðiiega álitsgerð Jónatans J Þórmundssonar um máliö. Sú álitsgerð væri þeim and- I stæöingum mjög hagstæö. Sagði Jón, að Jónatan benti á ' mörg lögfræðileg álitsefni sem I væru i samræmi við málflutning þeirra og styrkti enn forsendur kærunnar, sem þeir hefðu lagt fram. Jón Baldur sagði óljóst hvert yröi næsta skref and- stæðinga vegageröarinnar. Það kom einnig fram i fréttunum i gærkvöldi að ágreiningurinn stendur aðal- lega um það hvort bæjarbúum hefði verið gefinn kostur á að fjalla lögformlega um skipulag bæjarins. Bæjarstjórnin hefði á sinum tima sent tillögur aö I aðalskipulagi til Skipulags- , stjóra, en fengið i hendurnar at- i hugasemdir upp á 30 siður. Siðan hefði skipulagið ekki j verið tekið fyrir. Alitsgerö , Jónatans hefur verið dreift til ■ þingmanna kjördæmisins og verður fróðlegt að sjá hvað næst I gerist i þessu hitamáli , Garðbæinga. ■ -óg. / Ovissu- ástand hjá Sigló- síld Tímabundin framleiðslustöðvun Fólk hér á Siglufiröi hefur miklar áhyggjur af þessu óvissu- ástandi, sagði Pálmi Vilhjálms- son framkv.stj. hjá Siglósild er blaðið innti hann eftir ástandinu hjá fyrirtækinu. Viö veröum nú strax að segja upp um 50 manns, þvi það er þegar búið að vinna upp i samninga viö Sovétrikin, sagöi Pálmi enn fremur. Þá sagöi Pálmi, að samning- arnir hefðu verið verri i ár en á siðasta ári. Núna hljóðuðu þeir upp á 27 þúsund kassa af sild en til samanburðar um 60 þúsund i fyrra. Það væri verið að leita hóf- anna um frekari samninga við Sovétrikin nú i ár, en þau eru eini magnmarkaðurinn sem Siglósild hefur komist á. Fjöldauppsagnir á Siglufirði hafa verið árviss viö- burður af sömu ástæðum undan- farin ár og hefði verksmiöjan orð- ið að loka um tveggja mánaða skeiö i fyrra. Ef uppsagnirnar verða að veruleika eins og allt bendir til, þá verða einungis eftir 8 manns við nauðsynlegustu viö- haldsstörf og gæslu hráefnis hjá Siglósild. Kolbeinn Friöbjarnarson for- maður Vöku lýsti einnig yfir áhyggjum sinum vegna þessa máls. Verkalýðsfélagið þekkti til erfiðleikanna viö rekstur fyrir- tækisins og væri vant timabundn- um uppsögnum á hverju ári. — Stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins hafa upplýst ráðuneytið nú nýveriö um stöðuna, sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra þegar blaðið leitaði álits hans á þessari slæmu stöðu Siglósildar. — Mér list þunglega á þetta mál sem kemur sér svo illa fyrir byggðar- lagiö. Markaðsstaða fyrirtækis- ins er slæm. Málið er nú á athug- unarstigi hér i ráöuneytinu, sagði Hjörleifur Guttormsson að lok- um. — óg 75 ára I dag 75 ára er i dag Ingunn Guöjóns- dóttir, Hringbraut 60, Hafnar- firði. Ingunn er fædd 29. júli 1906 i Súluholti, Villingaholtshreppi, Arnessýslu. Hún hefur alla tiö verið dyggur stuðningsmaður Þjóðviljans og sósialiskrar hreyfingar, og sendir Þjóðviljinn henni kveöjur sinar i tilefni dagsins. Ingunn veröur að heiman i dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.