Þjóðviljinn - 29.07.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 29.07.1981, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. júli 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Allheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . l.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgrciösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. I’ökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Heykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Heimatilbúin álitamál • Margt hefur verið skrifað um viðskipti íslenska ríkisins og Alusuisse á síðustu vikum, og þar hef ur upp- lysingamiðlun m.a. verið til umræðu. Iðnaðarráðherra er í andstæðingablöðum ýmist skammaður fyrir að „hlaupa með málið" í fjölmiðla, eða að „halda leynd- um" upplýsingum f yrir almenningi. Hið rétta er að eina leyndin, sem enn ríkir um skýrslu Coopers og Lybrand, er til komin að kröf u Alusuisse. • Iðnaðarráðherra af henti á f undi með f réttamönnum skýrslu um ferð Inga R. Helgasonar til Astralíu og Eng- lands í nóvember 1980. Þjóðviljinn birti þessa skýrslu í siðustu viku. Blaðamönnum var einnig afhent lögfræði- leg álitsgerð D. J. Freeman og Co um súrálsmálið og lagalega stöðu íslenska ríkisins gagnvart Alusuisse. Þjóðviljinn birtir í dag hluta úr þeirri skýrslu. Enda þótt þessi gögn séu opinber, hefur engum f jölmiðli öðrum en Þjóðviljanum dottið í hug að greina frá þeim þannig að almenningur geti glöggvað sig á þeim. • Þess í stað skortir ekki á að ýmsir skriffinnar sjái sig tilknúna að láta Hta svo út sem hér séu dularf ull mál á ferðinni. Einn af dálkahöfundum Vísis spyr margra spurninga um það hvort skýrsla Inga R. Helgasonar sé opinbert plagg, eða hvort Þjóðviljinn hafi fengið einka- rétt á birtingu hennar. Hvort verið sé að hygla einu dag- blaðanna, og hvort hæstaréttarlögmaðurinn hafi einka- rétt á birtingu skýrslunnar. Dálkahöf undurinn kýs að bera þessar spurningar upp opinberlega í stað þess að fullvissa sig um hið rétta með einu símtali, eða viðtali við næsta f jölmiðlamann. Hvort eru hér riddarar sann- leikans á ferð, eða sjálfkjörnir málsvarar Alusuisse? • Annað dæmi af hliðstæðu tagi er grein þekkts lög- fræðings í Morgunblaðinu á laugardaginn. Þar er dylgjað með spurningum um allskyns lögfræðileg álita- mál tengd súrálsmálinu. Hingað til hafa alþjóðlegir auðhringar verið einfærir um lögf ræðilegar flækjur, og svo sannarlega hafa þeir á sínum snærum snjöllustu lagarefi. En íslendingar mega eins og fyrri daginn ekk- ert aumt sjá og þessvegna er ekki nema sjálfsagt að hjálpa Svisslendingum á sporið með heimatilbúnum álitamálum. Jaf nvel þó að það kosti rangfærslur eins og þá að „útreikningar á yf irverði upp á 16.2 til 18.5 milljón- ir Bandaríkjadollara séu byggðir á viðmiðun við lægsta þekkta verð á markaðnum." Þessi fullyrðing lög- fræðingsins er röng, því að Coopers og Lybrand ákvarða verð í viðskiptum óskyldra aðila með hliðsjón af öllum þekktum samningum af því tagi um allan heim, bæði þeim hæstu og þeim lægstu. • Annað mál er það að samkvæmt aðstoðarsamningi sem gerður var milli ÍSAL og Alusuisse tekur móður- félagið að sér, gegn ákveðnum hundraðshluta af heildar- veltu, að útvega dótturfyrirtækinu súrál og önnur hráefni á bestu kjörum sem þekkjast í viðskiptum óskyldra aðila. Þetta er ekki sú viðmiðun sem Coopers og # Lybrand nota þegar þeir reikna yfirverð á súráli til (SALS. Ef svo væri, mætti ætla að umframgreiðslur l'SAL fyrir súrál hefðu verið metnar á 25 til 30 millljónir Bandarikjadala. • I viðræðum við Alusuisse hlýtur að vera f jallað um ákvæði aðalsamnings um súrálsverð einsog í viðskipfum óskyldra aðila og einnig um ákvæði aðstoðarsamnings um súrálsver, eins og það er lægst í viðskiptum óskyldra aðila á hverjum tíma. Skuldbindingar Alusuisse samkvæmt aðalsamningi og aðstoðarsamningi eru ótvíræðar • Um þetta hefði hinn kunni lögfræðingur, sem stráir fræjum efans í Morgunblaðinu, getað sannfærst, ef hann hefði útvegað sér lögfræðiálit D. J. Freeman. Það hefði verið fengur að því fyrir umræðuna, ef hann hefði birt rökstutt álit um þá skýrslu, vegið hana og metið, sagt á henni kosti og galla. Þess i stað kýs hann að vekja efa- semdir með spurningum og rangfræslum. Til hvers? Fyrir íslenskan málstað eða útlendan auðhring? — ekh Ocean Venture 81 NATO-æfmgar: Norðmenn og Danir taka þátt Kmpu.uWn. 27. j*IL - AP. SKÝRT var frá því af opinberri hálfu í Danmörku i dag, að bæöi Norömenn og Danir myndu taka þátt í umfangsmiklum flotasfing- sidustu daga hafa gengið i aöra átt. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins norska staöfesti að Norðmenn myndu taka þátt i Qma mi tsi niii msaMéMnstmioi) BHB UTEH Fra vAr N«w York-fcormpond«nt SVEN A. ELLEFSEN Amerflumeme cr initert over at Norjte ikke vil dcha i dcn gi- Rantiskc fliteovclsen «Ocean VentUTe 81* fordi fcm Utin- amcrikanskc land cr mcd i en ar fasenc. I WashinRton %er en det- te som cn overdrevcn tranj; til politisk markcrinx og scttcr dct i cnhenu mcd ondrc norskc SETTER DFTI SAMHENG MED ATOM- FRIE SOÍHER Atlantcrcn Dcnnc dclcn har p.V gatt sidcn iiim og \ il varc i • ks mancdcr Sjeslag I ra S.u-Atl.intcrcn gðr ovclsen I 'ulcrc til Dct Kanhiskc Hav og, I gicnnom dct trangc strcdct som I 'killcr Kcy Wcst i Flonda og. I C uha Dcn forlsctter langs dcn I amcrikanskc ostkystcn og kryss- I cr s.l Allantcrcn i Spama licr vil I klipp* ■ Að vera með I eða ekki > A forsiðu Morgunblaðsins i I gær segir frá þvi að Norðmenn I muni taka þátt i miklum flota- | æfingum á vegum Nató i ■ september. Þetta kemur nokkuð I á óvart, þvi fyrr höfðu borist I fregnir um að Norðmenn neit- I uðu að taka þátt i slikum • æfingum vegna þess, að nokkr- I ar illræmdar herforingja- I stjórnir i Suður-Ameriku eiga | aðild að þeim og vegna þess, að • þeir eru, eins og Thorvald Stolt- I enberg varnarmálaráðherra I hefur komist aö orði, andvigir | þviað stækka það svæði beint og ■ óbeint sem Nató telur sig bera I ábyrgð á. I fréttinni i Morgunblaðinu | kemur þessi afstaða Stolten- • bergs reyndar fram, en það er | haft eftir talsmanni vamar- málaráðuneytisins norska, að Norðmenn muni engu að siður taka þátt i heræfingum þessum, ogþá að þvierbest verður skilið — i seinni hluta þeirra, sem fram fara á Norður-Atlantshafi án Suður-Amerikuskipanna. Mestu flotaœfingar NATO Fyrr hafði komið fram i fréttum að hér er um að ræða mestu flotaæfingar Nató eftir stri’ð. Þær hefjast i byrjun ágdst og standa alltfram i nóvember. í þeim taka þátt um 120 þds- undir hermanna, 250 skip og meira en 1000 flugvélar. Æfing- arnar hefjast i Atlantshafi sunnanverðu og þá eiga herskip frá Brasiliu, Argentinu, Kól- umbiu, Uruguay og Venezuelu að vera með. Siðan munu æfing- arnar þokast norður eftir, og ljúka við strendur Noregs. Ekki hafa verið staðfestar fregnir um að þær muni senda anga út frá sér inn á Eystrasalt áður en lýkur. Hátindur æfinganna verður eftirliking af sjóorrustu á Norðursjó. Afstaða i Stoltenbergs Norska blaðið Aftenposten . birti þann 23. júli frásögn af máli þessu og viðtal við Stolten- berg, hermálaráðherrann j norska. Hann sagði þá meðal ■ annars: ,,Við höfum neitað þvi að vera með í þessum æfingum vegna , þess að þær fara einnig inn á ■ svæði sem eru greiniiega fyrir utan það svæði sem Nató ber ábyrgð á. Ég tel það mikilvægt [ að fylgja skýrum linum i , þessum efnum bæði landfræði- legum og að þvi er varðar I grundvallarsjónarmið. Þessar [ æfingar setja á dagskrá . grundvallarspurningar um I umsvif bandalagsins utan við I upphaflegt ábyrgðarsvæði. Ég [ tel að þetta verði stórmál á J næstu árum og að tilraunir tfl að I stækka það svæði sem Nató ber I ábyrgð á, séu ekki fallnar til að • auka samstöðu, héldur geti þær J leitt til klofnings. SU afstaða sem við I (Norðmenn) höfum tekið, er ■ einnig ísamræmivið alia okkar J stefnu í málefnum Suður og I Noröurs (þ.e. sambUðar iðn- I rikja og þróunarrikja), þvi að 1 þegar allt kemur til alls geta yf- J irsjónir einmitt á sviði sam- I skipta Norðurs og Suðurs leitt til I aðstæðna sem kalla á beitingu ' hervalds. Það er einmitt i þvi skyni að forðast slíkar upákom- ur, aö við fylgjum þeirri norður- suður-stefnu sem við höfum mótað.” Blaðamaður spurði þá Stoltenberg varna rm ál a- ráðherra hvortNorðmenn hefðu ekki getað verið með i seinni hluta æfinganna. Hann svaraði á þessa leið: ,,Jú, þaö er rétt. En það hefði getað skapað óvissu, bæði hernaðarlega og pólitiskt, sem hefði getað skaðað bandalagið þegar til lengri tima er litið”. Mjög gramir A þessa leið mæltist varnarmálaráðherra Noregs fyrir aðeins fáum dögum. Hitt vitum við ekki, hvaðsiðar hefur gerst — nema hvað i þvi sama norska blaði, Aftenposten, birt- ust fregnir frá fréttaritara blaðsins i New York á þá leið, að Bandaríkjamenn væru mjög „gramir” yfir þvi að Norðmenn hefðu skorist Ur leik. Hann segir meðal annars: ,,1 Washington lita menn á þetta sem viðleitni, sem of langt gengur, til að skapa sér pólitiska sérstöðu, og er þetta sett i samband við aðra norska leiki i sömu veru — til dæmis mál einsog kjamorkuvopnalaus svæði”. Suður-Afrika? Danska blaðið Information fjallar um þetta sama mál i leiöara nú um helgina. Þar seg- ir, að Norðmenn hafi einnig haft áhyggjur af þvi, að floti Suður- Afriku mundi kannski koma við sögu æfinga Atlantshafsbanda- lagsins á hafinu sunnanverðu. Blaðiö telur bersýnilega að það sé ekki óliklegt, að með ein- hverjum hætti verði reynt að lauma þeirri illræmdu stjórn inn um bakdyrnar á flotasam- starfivið Nató. Enda hafi Vest- urveldin i raun ekki gengið sér- lega hart fram til þess að fá Suður-Afriku til stefnubreyt- ingar, hvorki i' kynþáttamálum né í málum Namibiu. Um allan heim Information fjallar þó mdra um Suður-Amerikurikin fimm, sem vist er að verða m eð i flota- æfingunum miklu. Blaðið 1 minnir á, að það verði heldur betur erfitt að réttlæta það „hvernig nokkur illræmd rómönsk.amerisk einræðisriki” eigi að fara að þvi að taka þátt i vörnum heims sem vill kalla sig frjálsan. Blaðið stingur upp á þeirri útskýringu, að Bandarik- in séu enn eina ferðina að reyna að gera svokallaða Carterkenn- ingu að Natómálefni. Carter- kenningin felur það i sér, að allur heimurinn er bandariskt hagsmunasvæði hvernær sem hagsmunum Bandarikjanna er ógnað. Bandarikin hafa fyrr og siðar látið i ljós áhuga á þvi, að J bandamenn i Nató liti svipuðum augum á málin, og taki kannski hver um sig á sig viss hemaðar- umsvif eins og i umboði allra Vesturvelda utan við hefð- bundið yfirráðasvið Nató. Slikt hernarlegt „lénsfyrirkomulag” hefur reyndar verið i gildi að vissu marki — og má þar til nefna það hlutverk sem Frakkland þeirra de Gaulles, Pompidous og Giscards hefur gegnt i Afriku. — áb. —op skoriö

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.