Þjóðviljinn - 29.07.1981, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 29.07.1981, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mibvikudagur 29. júli 1981 T ónlis t arkennara vantar i byrjun næsta skólaárs að nýstofn- uðum tónlistarskóla i Vogum, Vatnsleysu- strönd. Aðal kennslugreinar: Pianó og blokk- flauta. Ráðið verður til eins árs. íbúðarhúsnæði fyrir hendi. Allar upplýsingar veittar hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur, i sima 92-6651. Sandgerðingar athugið! Þjóðviljann vantar umboðsmann i Sandgerði frá næstu mánaðamótum að telja. Þeir sem áhuga hafa á starfinu snúi sér vinsamlega til framkvæmdastjóra Þjóðviljans i sima 81333. Siðumúla 6 s. 81333 Frá Sjálfsbjörg — félagi fatlaðra i Reykjavik Kveðjusamsæti með Norðmönnunum sem eru hér i heimsókn verður haldið i Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12, 1. hæð, föstu- daginn 31. júli kl. 21.30. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins i sima 17868. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða starfsmann i eftirtaldar stöður sem fyrst: A. Pöntunaríulltrúa til starfa i pöntunar- deild. Verslunarmenntun æskileg. Enskukunnátta nauðsynleg. B. Ritara til starfa við verðútreikninga, reikningsútskrift, telex og fleira. Vélrit- unar- og enskukunnátta nauðsynleg. Laun skv. kjarasamningi starfsmanna- félags Reykjavikurborgar. Umsóknir er greini upplýsingar um fyrri störf, menntun og fleira, skulu sendar for- stjóra Innkaupastofnunarinnar fyrir föstudaginn 7. ágúst n.k. INNKAUPASTOFNUN REYK)AVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Þjóðviljann vantar blaðbera! Oss vantar blaðbera sem fyrst! Granaskjól — Sörlaskjól (1. ágúst) Efstasund — Skipasund (1. ágúst) Brúnastekkur og nágr. (Afleysing i ágúst) UOBUUINN Síðumúla 6 — Slmi 81-333 Eiginmaður minn, Magnús Kjartansson, fyrrverandi ritstjóri, er látínn. Kristrún Agústsdóttir. Skákþing Norðurlanda: Eirai v inningur sldhir að efcía og tkmda mann 5. umferð i úrvalsflokki á Skák- þingi Norðurlanda var tefld á mánudagskvöld. Baráttugleðin virðist nú nokkuð tekin að glæðast hjá keppendum. þvi að fimm skákum lauk með sigri, en aðeins einni með jafntefli. Slagurinn um efsta sætið jafnaðist einnig mikið. Aðeins einn vinningur skilur nú að efsta og tiunda mann og þvf er ógjörningur að spá nokkru ennþá um hverjir muni standa uppi með pálmann i höndunum. Af islend- ingunum virðist Guömundur nú liklegastur til aö blanda sér i toppbaráttuna en hann deilir nú efsta sætinu með Norðmanninum Hclmers og Svianum Ornstein með 3 1/2 vinning. Staðan er nú þessi: 1.—3. Guðmundur 3 1/2 Ornstein (S) 3 1/2 Helmers (N) 3 1/2 4.—5. SchiissIer(S) 3 Kristiansen (D) 3 6.—10. Hcim (N) 2 1/2 Helgi 2 1/2 Hdi (D) 2 1/2 Raastc (Fi) 2 1/2 Rantancn (Fi) 2 1/2 11. Margeir 1 12. Hansen(Fær) 0 Hetja okkar frá þvi i gær, Helgi Ólafsson, virtist alveg heillum horfum i skák sinni gegn Danan- um Kristiansen. Helgi beitti Sikil- eyjarvörn og voru eitthvað mis- lagðar hendur i byrjuninni. Dan- inn náði kröftugri kóngssókn sem Helgi réði ekkert við og lagði hann þvi niður vopnin eftir 29 leiki. Helmers Ekki blés heldur byrlega hjá Margeiri gegn Raaste frá Finn- landi, sem valdi sjaldséð afbrigði gegn Sikileyjarvörn Margeirs. Finninn vann peð i miðtaflinu og siðan annað og þegar Margeir sá fram að Raaste fengi sér nýja drottningu gafst hann upp. Hansen tefldi einnig Sikileyjar- vörn gegn Guðmundi. Guð- mundur gaf Færeyingnum aldrei minnstu færi og innbyrti vinning- inn af öryggi stórmeistarans. Með þessum sigri skaust Guð- mundur upp i efsta sætið. Sviinn SchDssler var enn við sama heygarðshornið og kom jafntefli i höfn eins og venjulega gegn Hcri frá Danmörku sem nú hefur gert jafntefli I öllum skák- um sinum á mótinu. Ekki er þó hægt að sakast við Danann sem barist hefur vel í öllum skákun- um.Sama verður þó ekki sagt um Schiissler sem nú hefur teflt 18 skákirá íslandi og gert jafntefli i 16 þeirra. Vonandi gefst honum senn tækifæri til þess að komast upp fyrir 20 leiki áður en hann semur jafntefli. Rantanen stöðvaði sigurgöngu Ornsteins sem tefldi opna af- brigðið fspænska leiknum en það var mjög til umræðu i einvigi þeirra Karpovs og Kortsnojs á Filippseyjum. Sviinn fór með drottningu sina i sannkallað feigðarflan inn fyrir viggirðingar Finnans, sem ekici var lengi á sér að króa hana inni og gafst Orn- stein þá upp. Skák umferðarinnar var tvi- mælalaust skák Norðmannanna Heim og Helmers sem tefldi kóngsindverska vörn. Helmers fórnaði riddara i tólfta leik fyrir tvö peð og fékk upp mjög öfluga miðborðsstöðu. Skömmufyrir bið lék hann litillega af sér og gaf Heim kost að fórna riddaranum til baka. Biðstaðan virtist jafn- teflisleg en möguleikar Helmers voru þó i'við betri. Heim tefldi vörnina vel eftir bið og i þann mund sem hann var að koma jafntefli ihöfn lék hann skákinni i tap. Þetta var þvi sannkölluð baráttuskák þótt ekki gæti hún talist galialaus. Með sigrinum er Helmers kominn i efsta sætið ásamt Guðmundi og Ornstein. Hvitt: Svcrre Heim (N) Svart: Knul J. Helmers (N) Kúngsindversk vörn. 1. d4-Rf6 2. c4-g6 3. Rc:$-Bg7 4. g3-0-0 5. Bg2-d6 6. Rf3-Rc6 7. ()-0-a(> 8. h3-Hb8 9. e4-b5 10. ef.-Rd7 11. cxb5-axb5 12. Rg5?! Heim sem hefur teflt byrjunina heldur varfærnislega gefur nú Helmers tækif æri á að hleypa öllu i bál og brand. Svarleikur Helmers er stórskemmtilegur. 12. ...dxe5! 13. Bxc6-exd4 14. Rc2 Ekkigekk aðleika 14. Rxb5vegna 14. -Re5. Svartur hefur nú öll tök á miðborðinu fyrir manninn. 14. —h6 15. Rf3-e5 16. Rel-Rc5 17. h4 ? Slæmur leikur. Hviturskiiur nú eftir holu fyrir svart á c3. Betra var 17. Rd3 með óljósri stöðu eða 17. Bg2. 17. —Ra4 18. Rd3-Bxh3 19. IIel-Bf5 20. f3-Hb6 21. Bc4-Bc8 22. Itc5-f5 23. Bd3-Kh7 24. Kg2-Dd5! 25. Bd2-Rxc5 26. bxc5-Bb7 Hrókurinn á b6 er aö sjálfsögðu friðhelgur vegna 27. -Dxf3+ 27. Rgi-Dxc5 28. Hcl-Dd6 29. Ba5-Hc6 30. Bxb5-Hxc 1 31. Dxcl-c5 32. Bc4-e4? Hér var eflaust betra að leika 32. -f4. 33. Rh3-Bd5 34. Rf4-Bxc4 35. Dxc4-Hc8 36. fxe4-fxc4 37. Rh3-De5 38. Bb6!-e3 39. Bxc5-Hc8 40. Dxd4-Dxd4 41. Bxd4-Bxd4 Hér fór skákini'bið. Heim tókst á siðustu stundu að fórna til baka og hefur nú góða jafnteflismögu- leika. 42. Rf4-g5 43. Rd5-Hc2 + 44. Kf3-Hxa2 45. Rxe3-Ha3 ( 46. Ke4-Bc5 47. R f5- K gö 48. Hfl-hS 49. Kd5-Ha2 50. Hf3-Ha8 51. Kxc5-Ha5+ 52. Kd4-Hxf5 53. Ke4-Hxf3 54. Kxf3-Ke6 55. Ke4? ? Hér varð hvitur að leika 55. Kf2 og heldur þá andspæninu og jafn- teflinu þar með. T.d. 55. -Kf7 56. Kfl! o.s.frv. eða 55. -Ke6 þá 56. Ke2! o.s.frv. 55. —Kd5! rNú nær svartur hins vegar and- spæninu. 56. Kf3-Kd5 57. Ke3-Ke5 58. Kf3-Kd4 59. Kf2-Kd3 60. Kf3-g4+ Hvitur gafst upp. Framhaldið gæti orðið 61. Kf4-Ke2 62. Kg5-Kf3 63. Kxh5-Kxg3 og svartur vinnur. Kvennaflokkur Þremur umferðum er nú lokið i kvennaflokki. Islensku stúlk- urnar raða sér i efstu sætin þegar og sýnt virðist að Norðurlanda- meistari kvenna falli Islending- um i' hlut eins og i þrjú siðustu skipti. Staðan er nú þessi: 1. Aslaug 2 v. af 2 2.—3. Sigurlaug 1 1/2 af 2 Ólöf 1 1/2 af 2 4.—5. Stewart (D) 1 1/2 af 3 Assmundsson (S) 1 1/2 af 3 6.-7. Ebba 1/2 af 3 Grahm (S) 1/2 af 3 Fyrirlestrar Suetins Sovéski stórmeistarinn Suetin, sem þjálfað hefur islenska skák- menn að undanförnu heldur tvo fyrirlestra um skák fyrir almenn- íng i Menntaskólanum i Hamra- hlið. Verður sá fyrri á fimmtu- dagskvöldið kl. 20 og fjaliar um skákathuganir. Seinni fyrir- lesturinn verður á laugardag kl. 14 og fjallar hann um iistina að sundurgreina. Skákáhugamenn i2ru eindregið hvattir til aö mæta. Bra gi Halldórsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.