Þjóðviljinn - 29.07.1981, Qupperneq 15
Miövikudagur 29. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 15
Hringid i sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eöa skrifn) bjódviljanum
lesendum
Óþarfar
aðfinnslur
við strætis-
vagnana
Unnur Jörundsdóttir hringdi:
Vegna ummæla konunnar
sem var að kvarta yfir þjónustu
strætisvagnanna, þá verð ég að
segja það að þessi kona er afar
fáfróð um það sem hún er aö
tala um. Ég hef feröast lengi
meö strætisvögnunum og finnst
þjónustan góö, en það er eins og
sumt fólk þurfi alltaf að fá útrás
fyrir ólund sina i blöðum.
I Sviþjóð er kerfið þannig I
strætisvögnum og sporvögnum
að tveir menn eru i hverjum
vagni, annar ekur en hinn skipt-
ir peningum. Einn maður kemst
ekki yfir hvort tveggja. Ef
strætisvagnastjórarnir hér ættu
að skipta peningum fyrir alla þá
myndu þeir aldrei geta ekið.
1 Ameriku ganga vagnar oft-
ast á sjö minútna fresti svo að
fólk hópast ekki eins saman á
biðstöðum eins og hér en þar er
samt ekki skift hærri upphæðum
en 1 dollar.
Þjónustan hjá strætó góð, finnst bréfritara.
Vegferð
Einar H. Guðjónsson sendir blaðinu þessa stöku, sem hann kallar
Vegferð.
Þú gengur hratt um lífsins langasand,
það lækkar sól og boðar komu nætur.
Þína Otópíu — æskudraumaland
aldrei snerta göngulúnir fætur.
•Útvarp
kl. 11.15
_____og 20
Á þjóðhátíð
Færeyinga
Amk. aö málfari er þjóðin
sem byggir Eyjarnar átján
okkur skyldust, en þjóð
hátiðardagur hennar setur
svip sinn á dagskrá útvarpsins
i dag. Ardegis kl. 11.15 les Gils
Guðmundsson frásögu af
Guttormi i Múla i þýðingu
Pálma heitins Hannessonar úr
„Færeyskum sögnum og
ævintýrum”, og i kvöld kl. 20
er Sumarvaka —á ólafsvöku,
þjóðhátið Færeyinga, i
samantekt Baldurs Pálma-
sonar.
Lesið verður úr dagbók
Hannesar Péturssonar
„Eyjunum átján” úr
Færeyjaferð 1965 og syrpu
Jóhannesar úr Kötlum um
þessar 18eyjar. Þá verða lesin
ljóð eftir þrjú skáld, William
Heinesen i þýöingu Hannesar
Péturssonar og Guðmundar
Böðvarssonar, Guðriði
Helmsdal Nielsen i þýðingu
Frá Skansinum i Þórshöfn,
Færeyjum.
Baidurs Pálmasonar og
Aslaugu á Heygum, en hún
var gift á tslandi og ljóð eftir
hana komu út á islensku 1970
hjá Máli og menningu „Við
hvitan sand”.
Ennfremur fáum við að
heyra lýsingu Úlfars Þórðar-
sonar augnlæknis frá
Færeyjardvöl á striðsárunum,
nánar tiltekið veturinn 1941.
Sú frásögn birtist á sinum
tima i bökinni „Læknar segja
frá” og er skráð af Gunnari G.
Schram.
Lífeyrir sjómanna
í þættinum Sjávarútvegur
og siglingar sem er á dag-
skrá útvarpsins kl. 11.30
tekur Guðmundur Hall-
varðsson fyrir nýbreytt lög
um Lifeyrissjóð sjómanna og
ellilifeyri og rétt sjómanna
til að fá greiöslur eftir þessu
kerfi við 60 ára aldur.
Viðmælandi Guðmundar i
þættinum er Kristján
Guðjónsson lögfræðingur
Lifeyrissjóðs sjómanna og
ætla þeir að rekja ýtarlega
m.a. hvaða gögn það eru sem
menn þurfa að koma með til
að þeirra mál nái fram að
ganga i þessu sambandi, en
eftir þvi hefur mjög verið
spurt eftir að lögunum var
breytt, segir Guðmundur.
Útvarp
kl.11.30
Úr Blandaða blaðinu
Hugsunarblöðrusaga
Haf ið þið lesið söguna hennar Sigrúnar Eldjárn um
hugsunarblöðruna? Sagan heitir Allt í plati og er um
margt skemmtilegt m.a. undarleg dýr sem heita
Krókófílar. Krakkarnir f Blandaða bekknum skrif uðu
heilmikið um bókina í vetur eftir að Sigrún kom í
heimsókn og sagði þeim frá bókinni. Þetta er sagan
sem Alda skrifaði.
Barnahornið