Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 1
O 9 Föstudagur 28. ágúst 1981— 189. tbl. 46. árg. Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur: Efla ber veiðar- færarannsóknir að mun Sjá opnu Arnmundur Backman um niðurstöðu Félagsdóms: Tel dóminn fráleitan Höfða þarf launakröfumál fyrir almennum dómstólum og fá úrskurð Hæstaréttar Þjóöviljinn sneri sér i gær til Arnmundar Backman lögfræö- ings, sem er sérfróöur um vinnu- réttarmál, og spuröi hann álits á niöurstöðum Félagsdóms, sem geröur var að umtalsefni i for- siöufrétt i Þjóöviljanum i gær. Málið snerist um rétt starfsfólks til uppsagnarfrcsts og túlkun á ákvæöum i lögum um kauptrygg- ingu og féli dómurinn atvinnurek- andanum i vil. „Þetta er mikið mál,” sagði Arnmundur, ,,og dómsniðurstöð- urnar eru áfall fyrir verkafólk. Eins og flestir vita þá getur verkafólk áunnið sér uppsagnar- frest allt að þrem mánuðum. Eina undantekningin er sú að at- vinnurekandi getur, við alveg sérstakar aðstæður, sagt fólki upp kauptryggingu með 7 daga fyrirvara. Þessar aðstæður eru til dæmis skipstapi, hráefnisskortur o.s.frv. Þegar þessu undantekn- ingarástandi lýkur tekur ráðning- arsamningur fólksins aftur gildi og venjulegur uppsagnarfrestur. Annað er alveg fráleitt. Það sem segir i dómnum að viðurkenna verði að þaö hráefni sem atvinnurekandinn átti kost á heföi verið óhagkvæmt um skör fram að nýta, er alveg furðulegt og þetta álit dómsins getur ekki átt að neinu leyti við þau lög sem hann styðst við. Eiga þá atvinnu- rekendur að hafa leyfi til að loka fyrirtækinu og senda fólkið heim eftir þvi hvernig bókhaldsstaöan i fyrirtækinu er? Þaö myndi þá hver meta eftir eigin geðþótta og það færi eftir landshlutum, fisk- veröi á innlendum og erlendum markaði o.s.frv. bessi dómur virðist opna þann möguleika að atvinnurekandi geti framkallaö hráefnisskort þegar honum sýn- ist. Það má spyrja hvort þaö eigi að flokkast undir hráefnisskort, ef atvinnurekandi ákveður að það sé nauðsynlegt fyrir hag fyrir- tækisins aö láta bátana sigla. Það aö lögin séu svo opin að ekki sé hægt aö setja nein mörk um það hversu lengi vinnslu- stöðvun má vara án þess að lög- bundinn uppsagnarfrestur taki gildi, er fráleitt. Þarna er um al- ger undantekningarákvæði, frá almennum lögum að ræða og til- gangur og vilji löggjafans er aug- ljós, að atvinnurekandanum beri að taka fólkið aftur á launaskrá strax og þessu undantekningar- ákvæði lýkur. Annar skilningur striðir gegn anda iaganna. Ég tel að eftir þennan dóm sé fólk réttminna en það var, ef það undirritar kauptryggingarsamn- ing. Ég tel einnig að það verði að endurskoða lögin eftir þennan dóm, þrátt fyrir að ég áliti skiln- ing Félagsdóms fráleitan. Dómi Félagsdóms verður ekki áfrýjað, en það er að minni hyggju nauðsynlegt að reka þetta mál sem launakröfumál fyrir al- mennum dómstólum til að fá fram úrskurð Hæstaréttar. Lögin um þriggja mánaða upp- sagnarfrest eru eina atvinnu- trygging islensks verkafólks og þann rétt má ekki skeröa,” sagði Arnmundur að lokum. — j Eina atvinnutrygging islensks verkafólks eru lögin um þriggja mánaöa uppsagnarfrestinn og þann rétt má ekki skeröa. Hér eru þær aö störfum i frystihúsi BÚR i gær, Sigriöur Jónsdóttir (t.v.) og Halla Sig- uröardóttir. — Ljósm. —gel— r Niðurstaöa félags- og heilbrigöismálaráöherra Noröurlanda: j Sérstakur fundur fjallii um ávana- og fíkniefnii Máliö rœtt á rikisstjórnarfundi i gœrmorgun — A fundi félags- og heil- brigðisráðherra Norðurlanda var meöal annars ákveðið að undirbúa sérstakan norrænan fund vegna ávana- og fikniefna og ört vaxandi útbreiöslu þeirra á Norðurlöndunum. Þá var samþykkt að veita islenskum stjórnvöldum heilbrigðis- og félagsmála allar upplýsingar um þessi efni sem safnað hefur verið saman á hinum Norður- löndunum. Þetta kom fram i viðtali Þjóðviljans i gær við Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra en hann sat á þriðju- dag og miðvikudag fund félags- og heilbrigðisráöherra Norður- landa. v Aðalverkefni fundarins var að sögn Svavars að fjalla um félags- og heilbrigöisþjónustu á þeim ti'mum þegar hagvöxtur fer minnkandi. Ráðherramir héldu allir stutt erindi um það efni. í sinu erindi lagði Svavar áherslu á að spurningin væri á þessu sviði um pólitiskan vilja og hvort rikjandi væri sú póli- tiska stefna sem tryggir fjár- magninu takmarkalaust frelsi til gróðamyndunar eða hvort tekið væri mið af félagslegum sjónarmiöum fyrst af öllu. Ritt Bjærregaard félagsmálaráö- herra Dana flutti framsögu þama á fundinum og greindi hún meðal annars frá þeirri vinnu sem Danir hafa lagt i þaö að meta „félagslegar tekjur” (social inkomst). Akvaö ráð- herrafundurinn að fara þess á leit við embættismannanefnd- ina i félagsmálum að taka þetta mái ..sérstakrar athugunar. Ég lagði fram þá hugmynd, sagöi Svavar, að kannaðir yrðu möguleikar á þvi að setja af stað vinnu viö samanburö á llfs- kjörum almennings á Norður- löndum, en það er mikið rætt hér og brýnt aö reyna að skapa Svavar Gestsson: Kom þeirri hugmynd á framfæri aö gera samanburö á lifskjörum al- mennings á Noröurlöndum. samstööu um það hvaða kvarði er notaöur þegar borin eru saman lifskjör fólks á milii landanna. A fundi ráöherranna á mið- vikudagsmorgun var siðan rætt um vaxandi notkun fikniefna á Noröurlöndum. Var þá ákveðið að efna til sérstaks fundar til þess að fjalla um þau mál, eins og áður getur. Ég beindi þvi til hinna ráðherranna hvort unnt væri að fá sérstakan.aðgang að upplýsingum þeim sem liggja fyrir i' félags- og heilbrigöis- ráöuneytum Noröurlandanna hinna um þessi efni. Sam þykktu ráðherrarnir það fyrir sitt leyti I og það á að geta orðiö styrkur að J starfi að þessum málum hér á • landi. A fundi rikisstjórnarinnar i ! gærmorgun greindi Svavar frá | þessum undirtektum félags- ■ málaráðherra Norðurlanda. I Var ákveðið að taka þessi mál J til sérstakrar meðferöar á vett- ■ vangi rikisstjórnarinnar á I næstunni. I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ ■ I ■ I Albert Guömundsson: Engin flokksákvöröun um aö Daviö sé borgarstjóraefni. Albert Guðmundsson: „Okkar logn er ekki veik leika- merki” ..Þaöer enginn biibugurá nein- um mönnum, en þaö er sáttavilji annars vegar, en ekki hins vegar milli fylkinga. Þaö ér aö koma betur i ljós núna þegar SUS fundurinn á isafiröi stendur fyrir dyrum, og kannski landsfundur- inn sé farinn aö hafa tauga- strekkjandi áhrif á þá. En þaö mega menn passa sig á, aö taka ekki sáttavilja og sáttfýsi, bæöi hjá mér og Gunnari og öiium ráö- herrunum og Eggert, sem veik- leikamerki. Þaö er ekki klókt", sag’öi Albert Guömundsson i sam- tali viö Þjóöviijann i gær. Liggur einhver flokksleg ákvöröun fyrir um aö Davíö Odd- son veröi næsta borgarstjóraefni Sjálfstæöisflokksins? ,,Ekki það ég veit”. Hvaö viitu segja um þau um- mæli Andcrs Hansen I Morgun- blaöinu, aö þaö sé nánast heilög skylda hvers Sjálfstæöismanns aö leggja sitt af mörkum tii þess uö Daviö veröi kjörinn borgarstjóri? „Það er bara mat Andersar Hansen. Hann er ekki i neinum trúnaöarstööum á þeim vettvangi þarsem ákvaröanir um þessi mál eru teknar. Ég veit ekki til þess að hann sé neinn trúnaðarmaöur neins staöar i flokknum. Hann er blaðamaður á Morgunblaðinu. Það er kominn timi til aö fólkiö i landinu geri sér ljóst aö f lokknum má ekki lengur stjórna frá skrif- stofum Morgunblaðsins. Valda- stofnanir flokksins verða að taka sinar ákvarðanir, og svo náttúru- lega er prófkjör, og útkoman i prófkjöri hlýtur að hafa véruleg áhrif á framgang mála”. Ert þú sammáia mati Andersar? „Ég hef ekki lesið þessa grein, en mér hefur verið sagt frá henni. Eftir þvi sem ég kemst næst, þá virðast þessir menn taka það logn sem verið hefur frá mér og öðrum, logn sem hefur verið vilj- andi unnið aö, til að reyna aö skapa einhvern sáttagrundvöll i flokknum. Þeir taka þetta logn, sem veikleikamerki og þvi mega þeir vara sig á”, sagði Albert Guðmundsson. ~lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.