Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. ágúst 1981 DJOÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyffingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgrciðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Gjörbreytt stefna • ( upphafi þessa árs var horf ið frá þeirri gengissigs- stefnu sem á árinu 1980 leiddi til um 54% hækkunar á meðalgengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krón- unni. Auðvitað var öllum Ijóstað genginu yrði ekki haldið óbreyttu út árið meðan áætlað var að verðgildi krón- unnar rýrnaði um 40% á árinu af völdum verðbólgu. En eftir að nærri átta mánuðir voru liðnir af árinu var meðalgengi krónunnar aðeins 3.85% lægra en það var í upphafi árs að því er Seðlabankinn upplýsir. Gengis- breytingin nú er aðeins smávægileg, um 5% og Seðla- bankinn hyggst halda því stöðugu út árið. Allir mega því sjá að hér hafa orðið snögg umskipti í gengisstefnunni. 0 Einn af sérfræðingum Þjóðhagsstofnunar lýsir áhrifum gengisbreytingarinnar með þessum orðum í Tímanum: „Þessi gengislækkun kemur mjög seint á ár- inu, og þaö líða alltaf nokkrir mánuðir áður en öll áhrif hennar á verðlagið verða komin fram. Þó verður lang- stærstur hluti áhrifanna kominn fram fyrir áramót. En þetta er þaö litil lækkun aö áhrifin á framfærsluvísitöl- una verða ekki umtalsverð. Miðað við óbreyttar horfur þá verður verðbólgan á bilinu 40% fyrir þetta ár í heild". • Þröstur Ólafsson hagfræðingur ritaði grein í Þjóð- viljann fyrir nokkru þar sem hann lýsti þeirri grund- vallarbreytingu sem átt hef ur sér stað í þessum ef num. Hann sagði m.a. að eftir að gengissig- og hrun var stöðvað hafi batnandi ytri skilyrði skilað sér sem aukin hagsæld til þjóðarinnar, i stað þess að valda efnahags- legum glundroða eins og reyndin var áður. • Hinsvegar lýsir Þröstur reynslu síðustu tveggja ára- tuga, sem hagfræði Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, mótaði m.a. með þessum orðum: „ Eftir að islenskt hagkerf i var opnað upp á gátt af við- reisnarstjórninni 1959/60 og gengisbreyting íslensku krónunnar orðin aö einni allsherjar patentlausn allra efnahagslegra umsvifa, fór að halla verulega undan fæti i allri efnahagslegri stjórnun, þrátt fyrir góð ytri skil- yrði. Mannlegri hugsun og skipulegu aðhaldi var fórnað á altari skefjalausra markaðsafla. • Ef litið var til verðbólgunnar, þá,skípti það engu máli, hvort ytri skilyrði voru hagstæð eða ekki. Þegar aukning varð á útf lutningstekjum jókst peningamagn og tekjur sem leiddi til enn meiri þenslu og spennu í hag- kerfinu. Þegar samdráttur átti sér stað, var gengið fellt og sömu þensluáhrif f ramkölluð á þann hátt. Með nokk- urri einföldun má því segja að alltaf hafi árað illa undir slíkri efnahagsstjórn, hvort sem ytri skilyrði voru okkur hagstæð eða ekki. Búið var að eyðileggja stýrisbúnaðinn og skútuna rak stjórnlaus undan veðri og vindum". • Vilmundur Gylfason alþingismaður hefur löngum vitnaðtil viðreisnaráranna sem hinnar gullnu aldar í ís- lenskum stjórnmálum, og Alþýðuflokkurinn hefur undir stjórn nýkrata verið á langri leið í íhaldsfaðminn á ný. Það heyrir því til tíðinda þegar dr. Kjartan Jóhannsson oddviti nýkrata gefur gengisfellingarstefnu viðreisnar- áranna hina verstu einkunn í einu af málgögnum Al- þýðuf lokksins. Hann virðist vera komin á sömu skoðun og Þröstur Ólafsson þó að það haf i verið ein helsta krafa Alþýðuf lokksins í stjórnarmyndunarviðræðum 1978 að gengið yrði rækilega fellt. Á því strönduðu viðræður undir forystu Benedikts Gröndals á sínum tíma. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Heyr boðskap dr. Kjart- ans: • „Gengisfelling flokkast auðvitað ekki undir neins konar efnahagsaögerð. Hún er einfaldlega og eingöngu afleiöing af þvi, aö ríkisstjórnin hefur ekkert aðhafst i tæka tið til þess að hafa stjórn á efnahagsmálunum". Þetta eru verðug eftirmæli um stefnu Alþýðuf lokks og Sjálfstæðisf lokks í nær 12 ára samstarf i. Stefnan var að mati dr. Kjartans að aðhafast ekkert f yrr en of seint. — ekh klippt Vor á hausti Anders Hansen annar tveggja höfunda Valdatafls í Valhöll rit- ar hástemmda grein um veöur- fræöi i Sjálfstæöisflokknum i Morgunblaöiö I gær. Þaö er eftir ööru aö árstiöarsveiflur þar i sveit fylgja ekki venjulegu is- lensku veöurfari heldur lúta ókennilegum lögmálum. „Þaö vorar f Sjálfstæöisfiokknum” rétt i þann mund þegar nú er komiö hrimkalt haust, og horfin sumarbliöa i náttúrunni. Raun- ar er þetta vor upprunniö i Heimdalli og á þaöan aö breiöa birtu og yl og bræöa kaldan klaka um allan Sjálfstæöis- flokkinn. Niöurstaöa þessara vorleysinga á samkvæmt kokkabókum Anders Hansen aö leiöa til kjörs Daviös Oddssonar sem borgarstjóra og Friöriks Sophussonar sem varafor- manns Sjálfstæöisflokksins. Vetur að vori Vorleysingar geta veriö viö- sjárveröar. Sérstaklega þegar þær veröa á haustin. Sumariö mun þvi væntanlega standa i Sjálfstæöisflokknum fram undir jól, en þegar ihaldiö kýs borgar- stjóra I vor veröur þaö i fimbul- kulda flokksvetrar og langt til vors. Þaö munu þvi margir Sjálfstæöismenn ganga aö þvi krókloppnir aö kjósa Daviö Oddsson. En hversu kalnir sem þeir veröa á hjartanu viö þá at- höfn mega þeir minnast oröa Anders Hansen hirösagnfræö- ings flokksins og trúnaöar- manns Morgunblaösins: „Þaö er nánast heilög skylda hvers Sjálfstæöismanns aö leggja sitt af mörkum til aö hann (Davib Oddsson) veröi kjörinn næsti borgarstjóri Reykjavikur”. Klappað á kollinn Stuttbuxnadeildin á aö hljóta ýmsa aöra viröing i vorflóöinu. Anders Hansen segir aö til nýs varaformanns Sjálfstæöis- flokksins verði aö gera „meiri kröfur en nokkru sinni”. Þess- vegna kemur aö sjálfsögöu ekki nema einn til greina: Friörik Sophusson. Þessi ágæti tals- maöur leiftursóknar gegn lifs- kjörum, einn fárra sem skildi boöskap Geirsarmsins fyrir vetrarkosningarnar 1979, mun sóma sér vel viö hliö Geirs. Og hirðsagnfræöingurinn klappar góölátlega á kollinn á minni spámönnum eins og Matthiasi Bjarnasyni, Matthiasi A. Matthisen, Styrmi Gunnarssyni, Ellert B. Schram, Ragnhildi Helgadóttur og Þor- steini Pálssyni, og segir aö vist geti þeir oröiö framtiöarfor- menn þótt Frikka veröi leyft aö verma varaformannsstólinn. Ósköp hljóta þeir aö vera fegnir aö geta tottað þessa dúsu sér til hugarhægöar. Varað við andvaraleysi í tilefni af veöurfræöi Anders Hansen hefur klippara borist haröorö ályktun frá endurkjörs- nefnd Geirs Hallgrimssonar innan Alþýöubandalagsins. Seg- ir þar m.a.: „Af gefnu tilefni vill endur- kjörsnefnd Geir Hailgrimssonar innan Alþýöubandalagsins gripa Geir i hönd og vara viö andvaraleysi Anders Hansen. Hann segir á einum staö i grein sinni „Þaö vorar i Sjálfstæöis- flokknum”: „Ekkert getur komiö i veg fyrir endurkjör Geirs Hallgrímssonar, og vissu- lega væri ódrengilegt aö gera þá kosningu tortryggilega á ein- hvern hátt eöa aö neita aö standa aö baki Geirs eftir lands- fundinn.”Endurkjörsnefndin er hjartanlega sammála siöari hluta málsgreinarinnar en telur fyrri hlutann bera vott um vita- vert andvaraleysi. Kratastœlar á Mogga? Þaö heföu liklega fáir búist viö þvi aö óvin okkar sameigin- lega málstaöar, Anders, væri aö finna á siðum Morgunblaösins. Frekar heföi þvi veriö trúað á Þjóöviljann, sem sjaldan tekur skynsamlega á málum. En á þriöju siöu sama tölublaös Morgunblaösins og grein þin birtist I, Anders, getur aö lita óskýra og daufingjalega mynd af Geir Hallgrimssyni yfir fyrir- sögninni „Farþegi frá Luxem- borg handtekinn meö eiturlyf”. Enda þótt annaö samhengi komi fram viö lestur fréttaklausunn- ar er á allra vitoröi hvernig Morgunblaöiö notar fyrirsagnir i pólitiskum áróðri. Hverju er verið aö læöa inn hjá lesendum blaösins? Aö Geir Hallgrimsson sé útlent eiturlyf fyrir Sjálf- ®a stæöisflokkinn. Eöa á að fara aö ' taka upp Alþýðuflokksaöferðir i I ásökunum á forystumenn? Harðorð mótmœli Endurkjörsnefnd Geirs Hall- j grimssonar innan Alþýðu- , bandalagsins leyfir sér að mót- i mæla harðlega þessum sviviröi- | legu vinnubrögðum Morgun- | blaösins. Hún beinir þvi einnig , til stuöningsmanna málstaöar- i ins um allt land aö sýna ekki af | sér slikt andvaraleysi sem | Anders Hansen með þvi aö telja , „aö ekkert geti komiö i veg fyrir i endurkjör Geir Hallgrimsson- | ar”. Morgunblaöiö getur svo | sannarlega gert það meö sinum , áhrifamætti ef þaö fær að halda i áfram á sinni braut. Þaö veröur I aö stööva ósómann.” Klippari getur tekiö undir efni , þessarar skorinoröu ályktunar, i þvi þaö er þjóðarnauðsyn aö 1 slikar aöferðir i stjórnmálum veröi ekki alsiöa I flokkum. Af , endurkjörsnefndinni innan Al- i þýöubandalagsins er þaö helst að frétta að hún mun nú leita | hófanna um inngöngu i Lands- , samband endurkjörsnefndar | Geirs Hallgrimssonar i öllum flokkum. Þaö er skipulagt sam- | kvæmt góöu og gömlu ráöi: « „Þaö er sama hvaðan gott kem- I ur”. — ekh skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.