Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. ágúst 1981 Óski Reagan-s tjtírnin i Washington eftir falB vestur- þýska kanslarans var varla hægt að taka skynsamlegri pól i hæðina en hin einhiiða ákvörðun bandarikjamanna um fram- leiðslu nifteindasprengjunnar ber vott um. Schmidt kanslari og Genscher utanríkisráöherra eiga þegar I miklum vandræðum inn- an flokka sinna vegna stuðnings stjórnarinnar við áætlanir um nýjar vesturheimseldflaugar i Evrópu, og er ætlaö að hin nýju sprengjuáform Reagans muni gera þeim lifið enn leiðara. Margir fréttaskýrendur finna raunar nálykt af þvi stjómar- samstarf i krata og frjálslyndra, sem staðið hefur óslitiö slðan 1969. Að hinu margumrædda efnahagsundri steðjar nú ýmis vandi, þótt Vestur-Þýskaland sé að visu betur á sig komið í krepp- unni en flest nágrannalönd. Kreppueinkennin stefna i hættu þeim samfélags-,,samningi”, sem felst i samvinnu bitlausrar verkalýðsforystu við ráöamenn þýska auðvaldsins. Vestur- þýskur verkalýður hefur gengið til þeirrar samvinnu vegna bættra kjara á uppgangstimum, en nd eru hafðar uppi áhyggjur af harðari verkalýðsbaráttu, og má minna á langvinn verkföll I iðn- aöarhéraðinu Ruhr i fyrra. Að auki rikir mikil ókyrrð meðal Schmidt og Reagan. Sá mæiir fagurt er fiátt hyggur sprengjurnar yrðu aðeins settar upp i Bandari'kjunum, en sú yfir- lýsing varð litils virði þegar þvi var hnýtt aftani aö sprengjurnar mætti reyndar flytja á fáum klukkutimum hvert á land sem vill. 1 Bonn eru nefndar tvær ástæður mögulegar fyrir hegð- un Reagans. önnur sú að ráða- menn i Washington viti sáralitið um stjórnmálaástand i Vestur- býskalandi, og er talin ólikleg. Hin sennilegri er talin, að ákvörðunarmönnum bandarisk- um hafi verið fullljóst um afleiðirigar þessa i Vestur-Þýska: landi, en sé ósárt um framtið stjórnar Schmidt i Bonn, og reyni i og með að bregða fyrir hana fæti. Reaganmenn hafi ákveðið að þeim væri meiri akkur i her- skárri ihaldsstjórn kristilegra i Bonn. Enda hafi ihaldsmenn vesturþýskir lýst yfir að þeir séu reiðubúniraðhækka mjög útgjöld til hermála i Vestur-Þýskalandi á kostnað annarra rikisútgjalda, svosem til tryggingakerfis og annarra félagsmála, en útá þetta gengur einmitt leiftursóknar- stefna Reagans i Bandarikjunum sjálfum. Sú stefna að fella Schmidt er ekki talin án áhættu fyrir Reagan. Ef ihaldið kæmist að stjdrntaum- um í Bonn er útlit fyrir mjög Illt er að leggja ást við þann sem enga kann á móti Reagan bregður fætl fyrir Schmldt þýskrar æsku, sem einkum hefur beinst að hörmungarástandi i húsnæðismálum og brotist út i miklum götubardögum i vor og sumar vegna þess að húsnæðis- lausir hafa flutt inni þær Ibúðir sem voldugir eigendur láta standa auöar langtimum saman i von um aukinn gróða. Þessutan bendir ýmislegt til að frjálsir demókratar séu aö endur- meta þátttöku sina i rikisstjórn Schmidts og hyggist haga seglum eftirvindi, einsog gerst hefur i Vestur-Berlin þarsem stuöningur þeirra skýtur stoðum undir nýlega minnihlutastjórn kriti- legra. Þyngst á metum gæti þó reynst sú hreyfing sem nú berst gegn aukinni þáttöku vesturþjóðverja i vigbúnaðarkapphlaupinu, og er mestur þyngdarpunktur hinnar evrópsku friöarbaráttu sem i sumar hefur verið eitt aðalefni frétta. Vestur-þýski herinn ræður ekki yfir kjarnorkuvopnum svo vitað sé, og ráða sögulegar ástæður þar mestu. En þó er fjöldi kjarnorkuvopna I Vestur- Þýskalandi, þar sem enn eru bandariskir, breskir og franskir herir, og óttast vesturþjóðverjar mjög, aö þessi vopn muni enn auka li'kur á að möguleg styrjöld muni háö hvaö æðislegust á þýsku landi.Beiöni bandariskjastjórnar um uppsetningu svonefndra Pershing-eldflauga i Evrópu vakti mikla andstöðu og lentu flokksforingjarnir Schmidt og Genscher báðir i miklum mótbyr á siðustu flokksþingum og komu sinu i gegn aðeins vegna hótunar um afsögn. Bonn-stjómin hefur samþykkt viðtöíu þessara flauga með þvi skilyrði, að áður en þær verði settar upp, sem á að gerast árið 1983, muni bandarikjamenn setj- ast aö samningaborði með rúss- um um afvopnunarmál, og liggur sú von að baki að aldrei komi til uppsetningar flauganna. Schmidt tókst að fá loðið loforö frá Reagan um bandarískan vilja til samn- inga, og var þvi ioforði mjög hampað innan og utan krata- flokks. Akvöröunin um framleiðslu nifteindasprengjunnar dregur mjög úr þessum sigri Schmidts. Kjarnorkueldflaugarnar eru ætlaðartil árásaá sovéskar borg- ir, og eru hættulegar þjóðverjum vegna væntanlegra svara sovét- manna, en nifteindasprengjan er framleidd beinlinis i þvi skyni að nota i svæðisbundinni styrjöld, á að sögn að stööva framrás skrið- drekasveita, og er framleiðsla hennar þvi miðuð við að Evrópa verði leiksvið kjarnorkustyrjald- ar, og þar færu þjóöverjar nauð- ugir viljugir með hlutverk þol- andans. Hinni einhliða ákvöröun Reagan-stjórnarinnar um nift- eindasprengjuna hefur verið likt við blauta tusku framani vest- urþýsku stjórnina. Kanar reyndu að visu að draga úr vonbrigðum evrópskra bandamanna sinna með þvi' að lýsa þvi yfir, að snarpa stjórnarandstöðu krata, þarsem andstæðingum vigbún- aðar og kjarnorkustyrjalda yxi enn fiskur um hrygg innanflokks, og friðarhreyfingin þýska styrkt- ist til muna. Hinsvegar gæti svo farið, að áætlanir Reagans misheppn- uðust, og eftir sæti stjórn krata, eftilvill án Schmidt og þarmeð veikari en ella, en þeim mun gagnrýnni á utanrikispólitik Bandarikjanna, sem einna tærast speglast i þeim ummælum Wein- bergers varnarmálaráðherra, að valdajafnvægi séþá og þvi aðeins hugnanlegt könum aö þeir séu fyrirfram öruggir um sigur i mögulegri styrjöld. — m. Suðurafrískar hersveitir í Angóla: Undanfari stærri tíðinda? A mánudag réðust tvær suð- ur-afrískar skriðdrekahersveit- ir inni Angóia sunnanvert frá Namibiu, nýlendu þeirri sem Suður-Afrika neitar að sleppa tökum á þrátt fyrir alþjóðiegan þrýsting, sem nú fer reyndar dalandi eftir valdatöku ihalds- manna f Bretlandi og Banda- rikjununt. Fréttir hafa borist af miklum átökum suður-afrikumanna og angólabúa við bæinn Xangongo rétt við landamærin. Aö sögn 'ángólamanna eru suðurafrisku hersveitirnar hluti af 45 þúsund manna her sem á að hernema hluta af angólsku landsvæði. Þessu neita suður- afriskir talsmenn, og segja um- svifum sinum i Angóla einungis beint gegn bækistöövum SWAPO, frelsishreyfingar Namibiu, sem angólamenn styðja. Þegar John Vorster lét af em- bætti forsætisráðherra i Suður-- Af'riku vöknuðu ýmsar vonir um breytingar á stefnu suöur- afriskra stjórnvalda. Hinn nýi frammámaður, Botha, lýsti yfir þeim vilja sinum aö draga úr aðskilnaðarstefnunni og bæta sambúö Suður-Afriku við granna sina, sem þrátt fyrir eindregiö hatur við kynþátta- misréttið i Suöur-Afriku eru henni á ýmsan veg efnahags- lega háðir. Þær vonir hafa nú endanlega brugðist. Innávið heldur kúgun svarta meirihlutans áfram sem aldrei fyrr, enda vöktu varfærn- ar tilraunir stjórnvalda til að draga úr augljósustu merkjum misréttisins hin verstu viöbrögö hjá hvitri valdstétt landsins. Einu sjáanlegu merkin um yfir- lýstan breytingarvilja Botha- stjórnarinnar eru blönduð iþróttalið til auglýsingar útávið og afnám nokkurra af hinum frægu suðurafrisku garðbekkj- um meö áletruninni „Aðeins fyrir hvita”. Botha hefur ótrauður haldið áfram þeirri stefnu Vorsters að einangra blökkumenn i sárafá- tækum smárikjum innan landa- mæra Suður-Afriku, þarsem suðurafriskir hvitingjar bera formlega enga ábyrgð á eymd- inni, en sækja þangaö ódýrt vinnuafl. En stjórnvöld hafa einnig mætt vaxandi mótspyrnu af hálfu hins svarta meirihluta, og miklar sprengingar i oliu- hreinsunarstöðvum, herbúðum og lögreglustöðvum undanfarið ár bera vott um þokkalega skipulagða skæruliöahreyfingu innan landamæranna. 1 utanrikismálum hefur af- staða Suður-Afriku fremur harðnað seinni ár en hitt. Stjórnin i Pretóriu þykist nú hafa eignast nokkurn vin i aft- urhaldssömum bandarikjafor- seta, og þykir ekki siöra, að stjórnvöld i hinu gamla móður- riki, Bretlandi, skuli eiga i erj- um bundnum kynþáttavanda- málum i eigin borgum, að ekki sé minnst á frammistöðu breska heimsveldisins i Noröur-lrlandi. Aætlað er að hækka fjárveit- ingar til hermála I Suður-Afriku um tæpan þriöjung, — sem þyk- ir jafngilda striösyfirlýsingu á hendur nágrannalanda. — Botha hefur sjálfur lýst yfir, að ekki komi til greina að Suður- Afrika gefi neitt eftir af veldi sinu i Namibiu. Hann áskilur sér rétt til að ráðast á öll þau lönd sem ANC, andspyrnu- hreyfing blökkumanna i Suöur- Afriku, nýtur i aðstoðar, og ógn- ar þannig Zambiu og Zimbab- we. Hann hefur lýst þvi sem stefnu suðurafriskra stjórn- valda að koma róttækri stjórn i Mósambik frá. Innrás skriðdrekanna i Ang- óla gæti þvi reynst upphaf viða- meiri átaka um alla sunnan- veröa Afriku. Einkum þarsem allt bendir til að bandarikja- stjórn áliti Botha og félaga „sina tikarsyni” á svæðinu. (DN, Guardian) — m P.W. Botha

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.