Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. ágdst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Bókaforlag Iðunnar gefur út í haust 5 frumsamdar barnabækur Myndir Pilkingtons njóta sln ekki I svart-hvftri prentun en hér má sjá tröllskessuna Flumbru með sinn friða flokk. Litprentuð tröllasaga á 6—8 tungumálum „Ef bókakaupendur taka ekki við sér i vetur og láta af þeirri kröfu sinni að barnabækur verði að vera ódýrari en minnsti plast- bill þá er ég ansi hræddur um að það verði ekki mikið um útgáfu á frumsömdum islenskum barna- bókum á næsta ári. En þá er ekki viö útgefendur að sakast”. Það er Jóhann Páll Valdimarsson i lð- unni, sem þetta segir, en i haust gefur Iðunn út fimm frumsamdár og myndskreyttar barnabækur eftir fslenska höfunda. Og Jóhann Páll heldur áfram: „Eftir allar þær umræður sem orðið hafa um stöðu Islensku barnabókarinnar og samkeppn- ina við innfluttar myndabækur sýndi þaö sig i fyrra að islenskir útgefendur hafa fullan vilja til þess að gefa út góöar islenskar barnabækur. Þá kom út meira af slikum bókum en nokkru sinni fyrr en hins vegar kom i ljós að fólk sem kaupir barnabækur er ekki tilbúið til þess að borga fyrir frumsamið islenskt efni. Það kaupir heldur ódýrar teikni- myndasögur. Þetta er sorgleg staðreynd og ef fólk tekur ekki viö sér i ár verður ekki framhald á þessari útgáfu er ég hræddur um”. Fimm frumsamdar bækur Barnabækur Iðunnar i ár eru „Ástarsaga úr fjöllunum” eftir Guðrúnu Helgadóttur, teikningar eftir Brian Pilkington, „Eins og I sögu” texti og teikningar eftir Sigrúnu Eldjárn, „Lamba- drengur” eftir Pál H. Jónsson, teikningar eftir Sigrid Valtingojer, „Tvær sögur um tunglið” eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur, teikningar eftir Gylfa Gislason, og Gleymmérei" texti i bundnu máli eftir Þórarin Eldjárn og teikningar eftir Sigrúnu Eldjárn. Að auki kemur út þýðing dr. Kristjáns Eldjárns á þulunni um Max und Moritz eftir Wilhelm Bush sem talinn hefur verið höfundur teiknimyndasög- unnar. Heyrst hefur að „Astarsaga úr lslenskir útgefendur hafa fullan vilja til að gefa út góðar frum- samdar barnabækur, segir Jó- hann Páll. Ljósm. —gel. fjöllunum” sé dýrasta barnabók sem gefin hefur verið út á Islandi en allt sem Jóhann Páll vildi segja var aö hún væri óhemju dýr. Bókin er sett, litgreind og filmuunnin hér á landi, en prentuð og bundin i Belgiu og sagði Jóhann Páll ástæðuna þá aö það hefði munað helmingi á verði. „En ég er mjög stoltur af þessari bók” sagði hann. „Við leyfum okkur annars ekki þann munað að litmyndskreyta bækur, þegar við eigum kost á er- lendum myndabókum þar sem ekki þarf að borga fyrir teikn- ingar og litgreiningu. Iðunn gaf siðast út litmyndskreytta barna- bók 1977, Helgi skoðar heiminn” eftir Njörö P. Njarðvik með teikningum Halldór Pétursson. Barnabækur eru venjulega gefnar út i 3—4 þúsund eintökum en ég verð að vera bjartsýnni á sölu á þessari bók enda er hún það dýr i vinnslu að ég verða að láta prenta hana i ansi stóru upplagi, til að halda verðinu niðri”, sagði hann. Nútíma tröllasaga — En um hvað fjallar svo þessi saga? Framhald á bls. 13 Örn Hjaltalín forstjóri: „Þeir stela frá okkur” Ragnar Birgisson og Páll Jónsson. Þeir þola illa aukna samkeppni. ,V ið hlógum dátt’ — segir Pétur Björnsson hjá Kók /,Þeir stela. frá okkur", sagði Örn Hjaltalin, for- stjóri ölgerðarinnar, sem svar við áburði Sanitas um þjófnað Ölgerðarinnar á glerjum frá Sanitas. örn sagði að þeir frá ölgerðinni biðu rólegir eft- ir úrskurði Samkeppnis- nefndar út af kærum i gos- stríðinu. „Við höfum haldið því fram að Sanitas hafi stolið okkar glerjum, í ,gegn um árin. Ég talaði við forstjóra Sanitas í sl. viku. Hann sagði mér að þegar þeir hefðu byrjað með „diet pepsi" (sykursnautt kóla) þá hefðu þeir pantað aðeins 100 þúsund flöskur, sem er ekki neitt, neitt. Þetta var flöskustærð sem við erum lika með. Þannig að þeir hafa orðið að fá verulegt magn glerja frá okkur", sagði örn. Þá sagði hann að i siðustu viku hefði ölgerðin sentbil til að sækja 300 plastkassa í Sanitas. í þeim hefði ekki verið éin einasta flaska, þannig að auðsætt væri hverjir fengju gler frá hverjum. Sanitas notar sams konar gler og ölgerðin bæði undir öl og gos - drykki. örn Hjaltalin sagöi að auglýs- ingakostnaður hjá ölgerðinni væri svona tvö til þrjú prósent af söluverði drykkja. „Ég gæti trúað aö kostnaðurinn væri svona á milli 15 og 20% hjá þeim”. Vaninn er sá að móðurfyr- irtækin erlendis borgi fyrir auglýsingar i hinum ýmsu lönd- um. „Það er lika skitt”, sagöi örn „að viö þurfum aö standa undir öllum kostnaði við gerð auglýs- ingamynda á meöan að hinir fá myndir innfluttar á engu verði, svo aðstöðumunurinn er gifur- legur”. örn sagði að lokum, aö öl- geröin héldi sinum velli á öl- og gosdrykkjamarkaðnum, og væri framleiðslan frekar að aukast en hitt. — óg. Hjá gosdrykkjaframleiöendum er allt við sama heygarðshorniö. Klögumálin ganga á vixl. Nú hef- ur Sanitas kært ölgerðina og Vifilfell fyrir atvinnuróg. 1 fréttatilkynningu, sem Sanitas afhenti á blaöamanna- fundi i fyrradag, segir að sam- keppnisaðiljarnir hafi sent frá sér „niðrandi auglýsingar um Sanitas, vegna Þjóöhátiðarinnar”. Enn fremur að ölgerðin hafi hafiö „ófrægingarherferð á hendur Sanitas á heldur ósmekklegan hátt i öllum fjölmiðlum”. A blaðamannafundinum sögðu for- stjórar Sanitas, þeir Ragnar Birgisson og Páll Jónsson, aö þessu hefðu fylgt gróusögur og kjaftasögur jafnvel af persónu- legu tagi. Pétur Björnsson, forstjóri Vifilfells, sagði aö þeir hefðu einfaldlega hlegið hjá Vifilfelli, þegar þeir lásu blööin i gærmorg- un, þvi fréttirnar um njósnir væru svo fjarstæðukenndar. Pétur sagði að slikt væri einfaldlega alltof dýrt — þó ekki kæmi annaö til. Sagði Pétur aö þeir hjá Sanitas væru að þyrla upp mold- viðri sennilega til þess aö auglýsa betur upp framleiðslu sina. Þá sagði Pétur, að Sanitas þekkti ekki muninn á einokun og sam- keppni, en meö einokun næði einn markaðsaöili undir sig markaðin- um og ýtti samkeppnisaöiljum sinum út af honum. Það væri Sanitas aö reyna að gera. Að lokum sagði Pétur, aö Kóka-kóla menn hefðu ekki oröið varir við samdrátt i sölu á sinni framieiöslu. Að visu væru ekki öll kurl komin til grafar enn i þeim efnum, þvi skýrslur um fram- leiðslu og sölu gosdrykkja og öis liggja ekki fyrir. — óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.