Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. ágúst 1981 Föstudagur 28. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Möskvastækkunin hefur haft mjög mikiö að segja” „Hve mikið er heppiiegt að taka úr stofnum? Þvi meira sem veitt er úr stofnunum þeim mun hraðar vex fiskurinn, en hvað gerir náttúran og hvað get- um við gert sjálf? Á siðastliðnum áratug höfum við íslendingar nánast orðið brautryðjendur i að stækka möskva og útbúa poka betur en áður, og ég held að þessar að- gerðir hafi haft aiveg gríðariega mikla þýðingu”, segir Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur og sér- fræðingur i veiðarfæragerð, i samtali við Þjóðvilj- ann. Guðni var fyrst beðinn að segja litilsháttar frá þeim veiðarfærum sem helst hafa verið notuð hér- lendis. Veiöarfæri eru flokkuö niöur i eina 15 flokka og er skemmst frá þvi aö segja aö viö notum öll þau algengustu, nema þá helst háfa ýmiss konar sem eru notaöir meö ijósum Miöað við aðrar þjóðir held ég, aö viö notum fjöl- breyttari veiðarfæri en flestir aörir. Dragnætur hafa ekki komist i notkun i mörgum löndum og nótaveiöar eru ekki nærri alls staöar stundaðar og jafnvel ekki linuveiðar. Hins vegar má geta þess aö meö hækkandi oliuverði hafa ýmsar þjóðir i kringum okkur verið að taka meira i notkun þessi svokölluðu stað- bundnu veiðarfæri. Þjóðverjar og Danir hafa til að mynda farið mikið út i netaveiðar og linu- veiðar. Stórtækustu veiðarfærin i not- kun nú eru annars vegar nótin, sem hefur ávallt haft vinninginn i aflatölu, en aflinn er þá oft fiskur sem veiddur er i bræðslu. Hins vegar trollið, bæði sem botnvarpa og flotvarpa, sem hefur minni þýðingu, en þó eru undantekn- ingar á þvi. Hollendingar veiða sáralitið i botnvörpu. Hérumbil allan sinn afla taka þeir i flottroll, jafnvel þær tegundir sem viö köllum botnlægar. Þá má telja til netin, bæði iag- net og reknet sem ekki henta alls staðar. t hitabeltinu eiga þau mjög illá við þvi að annars vegar rotnar fiskurinn i netunum, og svo er mikið um afætur sem hreinlega éta fiskinn úr netunum. Netaveiðar erlendis eru viða bundnar við stöðuvötn frekar en sjó, nema þá á norölægari slóðum. Þá eru það krókarnir, linan og handfærin, og þau veiðarfæri - hafa sjálfsagt óviða meiri þýðingu heldur en einmitt hjá okkur. Þú minnist á það i bók þinni um veiðar og veiðarfæri að rafmagn sé notað til veiða. Hefur slikt aidrei þekkst hér? ,,Ég held að það sé ákaflega litið. Rafmagnsveiðar henta ekki nema i ósöltu vatni. Sjórinn leiðir rafmagnið svo vel að rafsviðið dreifist um allan sjó, og verður þvi veikt. Þess vegna er þessi tegund veiða ekkert notuð i sjó, nema alveg niður við botn, til þess að lama fiskinn sem þar er. Þá syndirhann upp úr sandinum. Þetta á einkum við um kola, sem grefur sig niður, og humar- og rækjutegundir, em haga sér á sama máta. Þetta eru þó aðeins tilraunaveiöar. En stingir voru þeir mikið notaðir hér? ,,Já,stingirvoru notaðir nánast alveg fram á okkar daga, og þá aðallega til aö veiða hrognkelsi og koia. Það erekki mjöglangt siðan hrognkelsi voru stungin í Onundarfiröi. tsiendingar hafa þá gengið i gegnum flest veiðistigin? „Já við byrjuðum upphaflega i þvi sem við köllum „veiði án veiðarfæra”. Þar kemur ýmislegt tíl, sem á viö enn i dag, eins og það sem hirt er úr fjörunni og hvalreki.Annars er veiöarfærum oft skipt i tvo flokka. Hreyfanleg veiðarfæri og staðbundin veiðar- færi. Trolliö og nótin ásamt drag- nót eru hreyfanleg, en þau stað- bundnu sem við einkum notum eru lagnet og reknet og svo allir krókarnir. Trollið var algert morðtæki Spurningin snýst kannski aðal- lega um hvaða veiðarf. eru æski- leg og hvaða veiöarfæri eru ekki æskileg. 1 stórum dráttum leggj- um við það mat á, að þau veiðar- færi sem veiða fisk af heppilegri stærð, sem sagt ekki smáfisk, þau séu æskileg, en hin, sem taka smáfiskinn, séu þá miður æski- leg. Þetta fer einnig eftir þvi hve stórtæk veiðarfærin eru. Við verðum að hafa stórtæk veiðar- færi til að fá mikinn afla, að sjálf- sögðu. Ef þau taka smáfisk um leið, þá er hætta á ferðum. Varðandi trollið, sem hefur mesta þýðingu fyrir okkur, var lengi svo búið um hnútana, að þetta var algert morðtæki, möskvarnir voru þaö litlir. Þegar veiðar voru sem mest stundaðar við V-Grænland, þá reikna ég með að stundum hafi ekki veriðhirtur nema þriöji hver fiskur. Þarna voru stórir flotar frá mörgum fiskveiðiþjóðum á sjötta áratugnum. Stofninn var mjögstór.en nýtingin mjög léleg. Þá komum við aftur að sömu spurningunni: Hve mikið er heppilegt að taka úr stofnunum? Þvi meira sem veitt er úr stofn- unum, þeim mun hraðar vex fisk- urinn, en hvað gerir náttúran og hvað getum við gert sjálf? A siöastliðnum áratug höfum við Islendingar nánast orðið brautryðjendur i að stækka möskva og útbúa poka betur en áður. Við byrjuðum á tilraunum með þetta áriö 1972, en þá höfðu ýmsar þjóðir gert margvislegar tilraun- ir i svipaða átt. 1974 var siöan tek- in ákvörðun um að stækka möskva i trollinu, úr 120 mm i 135 bili vegna karfans. Þó aö þessi ákvörðun hafi verið tekin i ráð- herratið Lúðviks Jósepssonar 1974, kom hún ekki til fram- kvæmda fyrr en i mai 1976, það var það langur aðlögunartimi. Nefnd starfaði i þessum möskvastærðarmálum á árunum 1973 og 4 og þar kom upp sú hug- mynd aö hafa sérstakan riðil fyrir þorskinn, eöa þau svæði sem þorskur veiðist einkum á. Sam- kvæmtþessum hugmyndum, fór- um við að athuga með ýmsar möskvastærðir fyrir þorsk, og þeim athugunum lauk árið 1975. Við komumst að þeirri niður- stöðu, að fyrir þorsk væri 155 mm möskvastærð nokkuð heppileg. Þessi niðurstaða var sett fyrir nefnd alþingismanna sem var að endurskoða allt landhelgismálið, og þeir samþykktu þessar tillög- ur. Llú, Fiskifélagið og Sjávarút-. vegsráðuneytið samþykktu þess- ar tiilögureinnig. Hins vegar kom þá upp spurningin um ýsuna, i hvorum flokknum hún ætti að vera, en þorskfiskasérfræðing- arnir hérna á Hafrannsókn reikn- uðu út, að 155 mm möskvastærð væri einnig mjög heppileg fyrir ýsuna. Þess vegna var 135 mm möskvinn einskorðaður við karfann. Stækkunin hefur skilað sér Ég held að þessi stækkun á möskvunum hafi haft alveg grið- arlega mikla þýðingu, eins og sést á meðfylgjandi linuriti (sjá myndi.Fram til 1976 notuðum við 120 mm riðil og smáriðna klæðn- inguyfir. Þaðséstglögglega að af þorski sem er ekki nema 30 cm að stærð, sleppur ekki nema um 10% úr pokanum. 90% þessa smáfisks situreftir. Aö visu voru ekki allir bátar með þennan útbúnað, þann- ig að þetta er kannski versta kúrfan sem hægt er að draga af ástandinu eins og þaö var þá. 1976 verður algjör 'bylting, þegar ekki einungis 135 mm riöill er tekinn til notkunar, heldur og stórriðin klæðning, svokölluð „póisk klæðning”. Þá sést greinilega á linuritinu, að aðeins 20% af 30 cm fiski situr eftir i netinu en 80% sleppur, i stað þess að 10% slapp og 90% sat eftir. Stökkið sem kemur árið eftir 1977, þégar 155 mm riðillinn er tekinn upp, er vissulega mikið og gott, en samt ekki eins mikiö og var tekið 1976 og ákveðiö 1974. Mér finnst þetta linurit skýra mjög vel út það sem gerðist. Af þriggja ára fiski var landað 31 miljón fiska 1975, en 4,9 miljónum 1978, þrátt fyrir að þorskaflinn væri þá meiri i heildina. Hér er það möskvastærðin sem ræður úrslitum. Þegar fiskifræð- ingar sem eru að fást við þorsk- rannsóknir eru að reikna út ár- gangastærðirnar aftur i timann, er ég ekki viss um að þeir taki nægjanlegt tillit til þess sem drepið var án þess að þvi væri landaö. Vegna hins stóra riðils er smá- fiskinum hlift og kann þaö að vera skýringin á hve siðasti þorskár- gangar eru stórir að tiltölu. Ýmis- ar aörar aögerðir, svo sem svæöalokanir og fleiri friðunar- ráðstafanir, komu vissulega einn- ig við sögu, en auðvitað gefur náttúran okkur þó mismikið. All- ar okkar aögerðir miðast hins vegar að þvi að nýta gjafir nátt- úrunnar sem best. Smáfiskadráp Þegar mikill afli kemur i troll- ið, fer ekki eins mikið út og ella, en þó misreikna menn sig á þessu. Þeir sjá kannski nokkra tugi þorska i pokanum sem ættu að sleppa. Þá segja þeir sem svo, aö það sé takmarkað gagn af þessari breyttu möskvastærð, en gæta ekki að þvi, að kannski 10 sinnum fleiri fiskar af sömu stærð hafa þá sloppið. Þó að þær kúrfur, sem ég hef dregið hér upp á linuritinu, séu sumar ljótar, merkir það ekki, að Islendingar hafi veitt svo mikinn smáfisk, þvi að þeir hafa jafnan forðast þau svæöi þar sem mikiil smáfiskur er. En Englendingar geröu það ekki, þvi að þeir gátu losnað við smáfiskinn, og þótt þeir hentu einhverju af honum var þeim það ekki alveg sárs- aukalaust. Þjóðverjarnir voru hinsvegar miklu dýpra og gátu sömuleiðis aldrei komið þessum smáfiski i verð að gangi, þannig mm. Hærra gátum við ekki farið i Rætt við Guðna Þorsteinsson fiskifræðing um þróun veiðarfæra, áhrif þeirra á fiskstofna og stækkun möskva í botnvörpum að þeir voru ekki eins stórtækir i smáfiskadrápinu. Þú talaðir áöan um heppilegan riðil og tókst þá dæmi af 155 mm möskvastærð. Miðaöir þú þá við hlutfailið af þriggja ára fiski sem sleppur i gegn? „Nei, það sem ég athuga er hvaö mikið fer út. Hvernig litur þessi kúrfa út? Ég er meö finrið- inn poka yfir aöalpokanum, þann- ig að glöggt sést hvaö sleppur út. Það er um margar tegundir aö ræða og hver tegund hefur sina ákveðnu möskvastærð sem er heppileg fyrir nýtingu stofnsins. Að sjálfsögðu er þó ekki hægt að hafa sérstaka möskvastærð fyrir allar tegundir.” Þaö er þá greinilegt að sá fiskur sem slapp i gegn sem smáfiskur á fyrstu árunum eftir breytta og stærri möskvastærö er að skila sér til baka núna sem stór fisk- ur? „Já, nú er spurningin, hvað af þessu er moskvastærðin, hvað af þessu er friöuö og lokuð svæði og hvaö náttúran sjálf. Þvi getur náttúrulega enginn svarað, en einhvern veginn held ég, að möskvastærðin og klæðningin sé þarna mikiö atriöi, eins og kúrf- urnar gefa til kynna. Viö höfum komið þessum rann- sóknum okkar á framfæri hjá al- þjóöa hafrannsóknarráðinu og Norðmenn leggja mikiö upp úr þvi að koma 155 mm möskva- stærö i gagniö i Barentshafinu, en það hefur strandaö á öörum þjóð- um sem veiöa þar einnig, eins og Sovétmönnum.” Erum við þá sú þjóð sem hefur stærstu möskvastæröina? „Já, ég held að það fari ekki á miíli mála. Viöast annarsstaöar eru veiddar margs konar nytja- tegundir sem eru miklu smá- vaxnari, þannig að okkar möskvi mundi aldrei henta. Allt skipulag okkar við veiðarn- ar, eftirlitsmenn, lokun svæða og skipting veiðisvæöa milli ein- stakra veiöarfæra, þetta hefur i mörgum löndum vakiö mikla at- hygli. Einkum i Bandarikjunum og Kanada. Þessar þjóðir eru enn á eftir okkur viö að stjórna sinum fiskveiðum. Viö erum samkvæmt þessu greinilega nokkuð á undan öðrum þjóðum i stjórnun fiskveiða og þróun möskvastæröar á trolli. En á það sama við um önnur veiðar- færi? „Já, þetta gildir lika um möskva i dragnót og reyndar um lagnet og reknet lika. Við erum i öllum tilvikum með það stóra möskva aö viö þurfum ekki aö óttast smáfiskadráp. Hins vegar kemur alltaf eitthvaö af smáfiski á krókana, handfæri og linu, en það er minna magn og þvi ekki tekiö strangt á þvi. Áhrif á fiskinn Hins vegaT eru ýmis önnur vandamál samfara þessum veið- Tl arfærum. Það er ekki einungis hægt að lita á aflann á dekkinu, heldur hafa menn i auknum mæli verið að velta fyrir sér hvaða áhrif þessi mismunandi veiðar- færi hafa á fiskinn i sjónum. Skilja þau eitthvaö eftir i sjónum sem er dautt? Viö vitum um drauganetin. Þau eru dálitið ann- ars eðlis þvi þar er fiskurinn fast- ur viö veiöarfærið. Við höfum hins vegar áhyggjur af siidinni i sambandi við nótina. Þegar sildin er smá, er heilu köstunum sleppt, og viö það getur sildin misst þaö mikið hreistur aö hún drepist, ef oft er kastað á sömu sildina. Þetta kemur fram i fleiri veiöar- færum. Lax sem sleppur i gegn- um net getur farið mjög illa og jafnvel drepist. Það kom fram i norsku erindi á vinnufundi Alþjóöahafrannsókn- arráðsins i vor, að Norðmenn hefðu drepiö talsvert af sild i þorskanetum i vetur. Þetta kom vissulega á óvart, þvi að möskva- stæröin á þessum netum er um 180 mm. Viö athugun kom i ljós, aö sildin hafði fest kjaftabeinin i netunum og veiddist aö nokkru marki. Þeir voru með neðansjávarmynda- vélar og i ljós kom aö töluvert af sildinni hafði losnað úr netunum, kjaftbeinin greinilega rifnaö af, og lá hún dauð á botninum. Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur hér heima. Hvernig virka t.d. reknetin? I þau viröist vissu- lega ekki nema stór sild, en hvað verður um smáu sildina sem sleppur i gegn? Hún gæti af- hreistrast, og það er hugsanlegt að eitthvað af henni drepist. Vart var við dauða sild hjá lagnetun- um i fyrra, og sjálfsagt dettur eitthvað úr reknetunum þegar mikið veiðist. Ég hef engar áhyggjur i þess- um efnum af þorskinum, en þó nokkrar af ýsunni, þvi eins og menn vita afhreistrast hún miklu frekar en þorskurinn. Viö erum með stóra möskva fyrir ýsuna, 155 mm., og það er vitaö mál að þar fer nokkuö sæmileg ýsa i gegn, og jafnvel talið aö eitthvaö af henni kunni að drepast. Ég hef heyrt, að við suðurströndina hafi komið upp eitthvað af dauðri ýsu. Þá er spurningin hvort þessi möskvastærð, 155 mm, sé heppi- leg fyrir ýsuna, þó að útreikning- ar sýni það. En ef eitthvaö af henni drepst vegna þessa er e.t.v. eins gott að nota smærri möskva, en beita frekar . svæöalokun á móti, til að gar.ga ekki of nærri stofninum. Neðansjávar- sjónvörp og tilraunatankar Þegar við vorum aö ákveða umræöuefni fyrir næsta vorfund stakk ég upp á aö ræöa um þessi óæskilegu áhrif veiðarfæranna á fiskinn. Þær þjóðir sem best eru útbúnar tii að kanna þetta, m.a. með neöansjávarsjónvörpum og köfurum, tóku vel i þaö og var þá ákveðiö að þetta yrði m.a. um- ræðuefni á næsta fundi.” Erum við illa i stakk búnir til sllkra rannsókna miðað viö þess- ar þjóðir? „Já, i sambandi við veiðar- færarannsóknir erum við þaö. Þaö er einkum tvennt sem við höfum ekki aðstöðu til að fram- kvæma. Annars vegar eru til- raunir með likön i tönkum. Verið er að ræöa hér, að koma upp slik- um tanki. Þessi útbúnaður hefur hjálpað til aö þróa upp ný veiðar- færi og breyta gömlum. En þaö mikilvægara, er aö sýna skip- stjórum og netageröarmönnum hvernig trollin lita út i drætti og hvað gerist ef þeir gera ein- hverjar breytingar á veiðarfær- um eða toghraöanum. Hins vegar eru þaö neðan- sjávarsjónvörp. Skotar hafa tugi manna þjálfaða til að kafa með þessar myndavélar og einnig hafa verið hannaöir sleöar til að draga vélarnar og stýra þeim frá skipum. Meö þessum útbúnaöi er hægtað kynna sér hegðun fiskjar- ins gagnvart veiðarfærinu, og er þvi alveg kjöriö tæki tii að athuga hvaða áhrif veiðarfærin hafa á þann fisk sem sleppur i gegnum netin. Hefur eitthvað verið gert af þvi að útbúa veiðarfæri eða breyta öðrum til að veiða fisktegundir sem hafa verið ónýttar til þessa? „Við gerðum i sumar tilraunir meö veiðar á tveimur kolateg- undum i dragnót, sem hafa ekki veiöst i stóru möskvana. Þær eru þykkvalúra og langlúra sem við fengum i 120 mm möskva. Þessar tilraunir tókust ágætlega, einkum fundum viö góð kolasvæöi við Vestmannaeyjar. Þá hafa einnig verið tilrauna- veiðar á skarkola i Faxaflóanum i sumar með dragnót. Bátarnir hafa komið með 4—5 tonn á dag að landi og aflinn er nánast ein- göngu skarkoli. Allar þessar teg- undir eru vannýttar eins og er. Það má minna á, að sá tækja- búnaður sem ég nefndi hér á undan, einkum neðansjávar- myndavélar, gæti komið aö mjög góðu gagni við að finna ný fiski- mið, t.d. skelfisk i Breiðafiröi, en þessar vélar koma ekki að góðu gagni nema á frekar grunnum sjó”. Smalað saman af kafbátum Hvaða veiðarfæri teiur þú að helst verði notuð hér viö land eftir 50 ár? „Það er ekki gott aö segja, þó held ég að botnvarpan verði áfram okkar aðai veiðarfæri. Þaö hafa fáir velt fyrir sér framtiöar- möguleikum varðandi fiskveiöar, en þó veit ég um einn banda- riskan sem hefur sett fram hug- myndir i þessum efnum. Sá telur að i framtiðinni verði kafbátar haföir til að smala fisktorfur- undir risamikil verksmiöjuskip, sem dæli siðan fiskinum lifandi um borð. Smáfiski verði siðan sleppt útbyrðis aftur. Þetta eru nú ekki beint minar hugmyndir”. Hvert verður helsta starf ykkar veiöarfærasérfræöinga á kom- andi árum? „Ég hef trú á, að það verði ýmislegt sem snýr að hegðun fisksins gagnvart veiöarfærum. Við höfum á undanförnum ár- um einkum beint sjónum okkar að möskvastæröinni og þaö starf hefur að minu áliti boriö riku- legan ávöxt. Hins vegar höfum viö allt of litið getað prófað ný og breytt veiðarfæri þar sem skip stofnunarinnar eru ekki beint út- búin fyrir slikar tilraunir. Þvi skiptir það okkur miklu máli að hér veröi komið upp tilrauna- tanki, sem ég hef trú á að veröi innan skamms. Viö höfum sann- ast sagna verið að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar á þessu sviði, en ég hef fundið góðan byr fyrir þessum málum hjá ýmsum nú aö undanförnu. Það er áhugi bæði hjá sjómönnum og ráðamönnum aö sinna þessum málum betur og þennan meöbyr verður að nýta”. -lg. A þessu llnuriti sést glögglega hver áhrif aukin möskvastærö og pólska klæðningin hafa haft á þorskveiöarnar. 1975 fóru 90% af 30 sm þorski I pokann en aðeins 10% sluppu I gegnum 120 mm riöilinn. Eftir aö riöill- inn var stækkaöur i 135 mm 1976 og pólsk klæöning kom I staö smáriðnu klæöningarinnar snerist dæmiö viö. 20% af 30 sm. þorski uröu eftir I pokanum en 80% sluppu I gegn. Mynd: Guöni Þorsteinsson Þannig leit pokinn út i byrjun sjötta áratugarins. „Þá var svo um hnútana búiö aö þetta var algert morötæki, möskvarnir voru þaö litlir. Ég reikna meö aö þegar sem mest var veitt viö V-Grænland á þessum árum hafi stundum ekki veriö hirtur nema þriöji hver íiskur.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.