Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 7
Þjónustumiðstöð
aldraðra
Föstudagur 28. ágdst 1981 ÞjöÐVILJINN — StÐA 7
Aðstoð
við þá
sem vilja
hluta-
störf
Könnun á þörf slíkra
starfa fyrir aldraða
Meöal þjónustustarfa sem
Samtök aldraðra hafa sett sér að
sinna er aðstoð við þá, félags-
menn og aðra, sem óska cftir og
hafa heilsu til að sinna hlutadags-
störfum. Er mælst til þess að allir
lifeyrisþegar á Reykjavikur-
svæðinu, sem áhuga hafa, láti
vita, bæði til að hægt sé að reyna
að aðstoða þá og eins til að kanna
hver raunveruleg staða þessa
máls er á svæðinu.
Þjónustumiðstöð samtakanna
er nýflutt af Skólavörðustignum i
hús Brunabótafélags Islands á
Laugavegi 103, 4. hæð, en siminn
er 26410. Skrifstofaner opin kl. 10-
12 og 13 - 15 virka daga og tekið
skal fram, að góð lyfta er i hús-
inu. Starfræksla þjónustumið-
stöðvarinnar hefur gert mögulegt
að sinna margvislegum og tima-
frekum verkefnum vegna bygg-
ingaframkvæmda samtakanna
svo og upplýsinga- og þjónustu-
störfum við aldraða.
Sjötugs-
afmæli
A morgun, laugardaginn 29. ágúst
verður Guðriður Kristjánsdóttir,
Markaflöt 1, Garðabæ sjötug.
Hún tekur á móti gestum á
hcimili sinu eftir kl. 4 siðdegis.
Ensk
mál-
fræði og
æfingar
tJt er komin á vegum IÐUNN-
AR Ensk málfræði og æfingar eft-
ir Sævar Hilbertsson kennara.
Bókin er ætluð byrjendum og
sniðin við hæfi nemenda I efstu
bekkjum grunnskóla og neðstu
bckkjum framhaldsskóla. — llöf-
undur er enskukennari við
Kvennaskólann i Reykjavík. Bók-
in hefur að geyma fjölmargar æf-
ingar fyrir nemendur og prýdd er
hún mörgum myndum sem Berg-
Ijót Jakobsdóttir hefur gert. Aft-
ast er skrá um heimildir og atrið-
isorðaskrá. 136 blaðsiður, Oddi
prcntaði.
1
Tökum þetta aftur. Ljósm: — Keth
Hinn hreini tónn fæst ekki átakalaust.
í fimmta sinn:
Tónleikar að loknu
Zukofsky-námskeiði
Að undanförnu hefur staðið
yfirsérstakt námskeið á vegum
Tónlistarskólans i Reykjabik.
Tilgangur þess er að stefna
saman i ár eins og undanfarin
fjögur ár ungum tónlistar-
mönnum, er kynnast vilja tækni
og túlkun samtimatónlistar
undir leiðsögn reyndra og viður-
kenndra kcnnara. Bandariski
fiðlusnillingurinn Paul
Zukovsky hefur verið aðalleið-
beinandi á námskeiðunum frá
þvi þau fyrst hófust, en til liös
við hann hafa komið aðrir
mikilhæfir kennarar, á siðasta
ári t.d. hinn heimsfrægi kana-
diski flautusnillingur, Robert
Aitken.
Er námskeiðin hófust um
sumarmál fyrir fjórum árum
siðan, skráðust 12-14 tónlistar-
menn til þátttöku, að þessu sinni
voru þeir u.þ.b. 100 flestir is-
lenskir þó margir útlendingar,
Evrópubúar og Bandarikja-
menn, hafi nú sem endranær
slegist i hópinn.
„Þessi stórmerka sumar-
starfsemi i islensku tónlistarlifi
er tveggja vikna þjálíunarnám-
skeið i hljómsveitaleik og hafa
margiraf okkar efnilegustu tón-
listarmönnum tekiö þátt i þvi.
1 gær voru kammer-tónleikar
i iþróttasal Hagaskólans á
vegum námskeiðsins og á
laugardag veröa svo lokatón-
leikar námskeiðsins kl. 14:00 i
Háskólabió. Eftir viku veröa
einnig tónleikar i Háskólabió.
Þá leika margir al' þátttak-
endum námskeiðsins meö Sin-
fóniuhljómsveit islands undir
stjórn Zukovskys”, sagði Jón
Nordal i viðtali við Þjóðviljann i
gær.
A dagskrá íyrri tónleikanna,
laugardaginn 29. ágúst verða
verk eftir Anton Bruckner
(1824-1896), Anton Webern
(1883-1945) og Paul Hindemith
(1895-1963). Á seinni tón-
leikunum laugardaginn 5.
september verða svo leikin verk
eftir Arnold Schönberg (1874-
1951) og Gustav Mahler (1860-
1911).
Kringum 100 tónlistarmenn sóttu Zukofskynámskeiöiö. Ljósm: Keth
i£U