Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 28. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Tækni-
áhugi,
matur
og
heimillð
Jim Roman, 36 ára Banda-
rikjamaöur, tæknihönnuður
aðatvinnu, leitar pennavina á
tslandi. Hann segist aðeins
tala og skrifa á ensku og vera
kaþólskur, en áhugamálin eru
hin margvislegustu, svo sem
varðandi lasergeisla, „optik”,
raunvisindi, véltækni og nýt-
ingu vind-, sólar- og jarð-
varmaorku og svo lika sjávar-
réttir og ísland! Eiginkonan
Dorothy hefur áhuga á mat-
reiðslu og hefur gefið út mat-
reiðslubók, og ennfremur
köttum, handavinnu,
garðrækt og stofublómum,
húsgögnum og brúðuhúsum.
Jim óskar eftir pennavini eða
-vinkonu og utanáskriftin er:
James Roman,
One Chalden Court,
Huntington Station,
New York, U.S.A. 11746.
Lyfturnar
líka of
hraðar
Einn roskinn hringdi vegna
skrifa hér i Lesendadálkinum
að undanförnu um að ljósin
skiptu of ljótt við gangbrautir
og fók kæmist þvi vart yfir-
götuna á grænu ljósi áður en
bilarnir hefðu forgang á ný.
Ég veit ekki við hvað er
miðað, sagði sá roskni, en á-
reiðanlega ekki við þá sem
komnir eru til ára sinna. í
þessu sambandi vildi ég benda
á fleira: I flestum stórhýsum
eru lyftur þannig, að dyrnar
opnast og lokast sjálfkrafa
þegar stigið er inn og farið út.
En sumsstaðar gerist þetta
svo hratt, að sé maður ekki þvi
snarari i snúningum skellast
lyftuhurðirnar i axlirnar á
manni. Ég þekki þetta vel, þvi
ég vinn við innheimtu og kem
daglega i mörg svona hús.
Nú vill svo tii, að ég veit að
hægt er að stilla ganginn i
hurðunum og hefur verið gert i
sumum ibúðarhúsum aldr-
aðra t.d. viðDalbraut. Langar
mig að beina þvi til ráða-
Lyftur eru nauðsyn I há-
hýsum, en opnast og lokast
þær of hratt?
manna, að þessu sé kippt i lag,
og til þeirra af yngri kynslóð-
inni sem alltaf eru að flýta sér,
að þeir sýni okkur hinum svo-
litla þolinmæði.
Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
Barnahornið
Dragið línu frá a og áram til að finna hvað er á myndunum
Af G rímseyj arf ara
eða Grímseyjardraug
Einar Kristjánsson frá
Hermundarfelli sér um þátt,
þar sem segir frá merkilegri
sjóferð bónda af Tjörnesinuu
um miðja siðustu öld.
Benjamin Sigvaldason skráði
söguna og studdist við annála.
1 stuttu máli gerðist það að
vetrar lagi árið 1849 að Kristján
bóndi sem bjó á Tjörnesi fór i
róður á kænunni sinni. Ekki
hafði hann lengi dorgað, þegar
vernsa tók i veðri og svo fór að
hann skall á með hávaða roki og
snjókomu.
Kænuna rak æ lengra á haf út
og allt til Grimseyjar, en það
vildi Kristjáni til lifs, að hann
bar að eyjunni á þeim eina stað,
þar sem lendingarhæft var i
þviliku veðri.
Kristján tekur að klöngrast
upp sjávarkambinn magnþrota
og sýlaður eins og klakadrumb-
ur eftir sjóvolkið. Þá ber að
Grimseyinga og þegar þeir sjá
þessa hvitu, ólöguiegu þúst
þokast upp kambinn halda þeir
að þetta sé annað tveggja,
draugur eða sædjöfull, og vilja
skjóta. '
Einar Kristjánsson frá Her-
mundarfelli
. „Hér látum við staðar numið
við að rekja þessa merkilegu
frásögn þar sem spennan er i
hámarki og látum Einari
Kristjánssyni frá Hermundar-
felli eftir að bæta um betur.
Útvarp
kl. 11.00
Undir-
heimar
Ameríku
t kvöld er á dagskrá sjón-
varpsins stórmerk gangstera-
myndfrá árinu 1961 eftir banda-
riska kvikmyndaleikstjórann
Samuel Fuller (Underworld
U.S.A.).Þó Samuei þessi Fuller
sé þekktur fyrir ameriska þjóð-
ernishyggju og afturhaldsemi i
skoðunum þá er túikun hans á
bandarisku þjóðlifi á margan
hátt sérstök.
A ða 1 s ö g u h e t j u r n a r i
gangsteramyndum hans eru
hvorki leynilögreglumaðurinn
né súpernjósnarinn.heldur utan-
garðsfólkið, svo sem gangster-
inn sjálfur, mellan eða flæk-
ingurinn. Þessi túlkunarein-
kenni Fullers koma t.d. lram i
þeirri mynd hans sem fyrst
vakti verulega alhygli, „Pick-
up on Fourth street”.
I annarri af frægari myndum
Fuliers, „Shock Corridor”, lýsir
hann rannsóknarblaðamennsku
á geöveikrahæli. Geðveikra-
hæliö mun eiga að tákna
ameriska þjóöfélagið: blaða-
maðurinn berst þangað nokkurn
veginn heill á sönsum og sturl-
ast siöan smátt og smátt.
Fuller naut töluverðar hylli
frönsku nýbylgjukvikmynda-
gerðarmannanna, t.d. fékk
Godard Samuel Fuller til þess
að koma fram i timamótamynd
sinni „Pierrot le Fou” svona
rétt til þess að segja eitthvað á
þessa leið:
„Kvikmy ndagerðin er
orrustuvöllur þar sem menn
vegast meö tilfinningunum”.
i fyrra lauk Samuel Fuller við
gerð stórmyndar, sem heitir
„Thebig red one” og von er á til
sýningar i Regnboganum i
Reykjavik á næstunni.
Sjónvarp
kl. 22.05
Meðal Afríkuþjóða
í kvöld mun Helgi Eliasson
lesa valda kafla úr bókinni Sól
yfir Blálandsbyggöum eftir séra
Felix Olaísson. Séra Felix
Ólafsson og Kristin Guðleifs-
dóttir eiginkona hans dvöldust
um fjögurra ára skeið
(1954—1957) meðal Afrikuþjóða
og stunduðu kristið trúboö og
hjúkrunarstörí.
1 þeim köflum sem Helgi
Eliasson hei'ur valiö til upp-
lestrar er einkum dvalið við
Konsó-þjóðílokkinn i Eþiópiu.
Þar segir frá lifnaðarháttum,
siðvenjum og átrúnaði ásamt
ýmsum íróðleik úr sögu þessa
fólks.
Útvarp
kl. 22.35
ékIIrrasíí fIIs
Columbia
Námumenn í Columbíu
i kvöld er á dagskrá sjón-
varpsins seinni hluti bresku
heimildarkvikmyndarinnar „Að
Sjónvarp
kl. 21.15
duga eða drepast” sem
fjallar um erfiða lifsbaráttu al-
þýðunnar i Suður-Ameriku.
Að þessu sinni fáum við að
kynnast lifi og kjörum námu-
verkamanna i Columbiu þar
sem eiturgrænn smaragarður-
inn er grafinn úr jörðu.