Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 3 íþróttir (3 íþróttir (3 íþróttir [J NM í badminton haldið hér 1 nýjasta hefti TBR-frétta- blaösins kemur fram, aö Noröur- landamótiö i badminton veröur hér á landi aö þessu sinni. Nánar tiltekiö 21-22. nóvember nk. Veröa þar aö sjálfsögöu margir af bestu badmintonleikurum Noröurlanda meöal keppenda. Ekki er vitaö hvort Morten Frost og Lene Köppen frá Dan- mörku, núverandi Noröurlanda- meistarar, veröi meöal keppenda. Er þaö einkum vegna þess, aö hér er um áhugamót aö ræöa. A öörum staö i áöurnefndu blaöi segir frá komu kinversks badmintonleikmanns, sem koma mun i september, og starfa viö þjálfun á vegum BSl næstu sex mánuöi. Náungi þessi heitir You Zuorong, og er 31 árs gamall. You þessi ku vera mjög góöur i sinni grein, og varö hann m.a. Kinameistari i tviliöaleik 1978. Nú er hann þjálfari liös, sem er margfaldur Kinameistari. Aö vonum eru badmintonmenn ákaf- lega ánægöir meö gest þennan, og ekki siöur aö samstarf hafi tekist milli þessarra tveggja þjóöa. Ný 01- ympiunefnd Á vorfundi Sambandsráös Iþróttasambands Islands 1981, var gengiö frá skipan nýrrar Ólympiunefndar Islands, er undirbúa skal og sjá um þátttöku tslendinga i næstu Ólympiuleik- um, sem veröa áriö 1984. A fyrsta fundi hinnar nýskipuöu Ólympiunefndar var Gisli Halldórsson kosinn formaöur, Sveinn Björnsson varaformaöur, Bragi Kristjánsson ritari, Gunn- laugur J. Briem gjaldkeri og örn Eiösson, fundarritari. — Þessir fimm menn mynda fram- kvæmdanefnd Olympiunefndar tslands. • Enn eitt met Guðrúnar A kastmóti sl. þriöjudag setti Guörún Ingólfsdóttir enn eitt met i kúluvarpi. Kastaöi hún kúlunni 14,21 m. og bætti eigiö met um 10 cm. Ovett með heimsmet A frjálsiþróttamóti i V-Þýska- landi i fyrradag bætti breski hlauparinn Steve Ovett heims- metiö i miluhlaupi um þrettán hundruðustu úr sekúndu. Fyrra metið átti landi hans Sebastian Coe. Sá siðarnefndi sagöist ætla aö bæta heimsmetiö strax i næstu viku, þegar hann frétti af meti Ovetts. Heimsmetstimi Ovetts var 3:48,40 min. Þorsteinn heiðurs- gestur Þorsteinn Einarsson, sem nýlega lét af störfum sem iþrótta- fulltrúi rikisins i fjöldamörg ár, veröurheiöursgestur á úrslitaleik Fram og IBV i Bikarkeppni KSl á sunnudaginn. KR stendur I mikilli þakkarskuid viö þessa ungu stúlku, en hún hefur veriö á viö margar I Bikarkeppninni undanfarin ár, og safnaö fjöl- mörgum stigum i sarpinn fyrir féiag sitt. Hér er aö sjálfsögöu átt viö Helgu Halldórsdóttur, sem hér sést i 100 m grindarhlaupi I keppni fyrir Island. / Bikarkeppni FRl um helgina: Nú verður hún spennandi NU um helgina veröur Bikar- keppni FRl 1. deild háö I Reykja- vik. Keppni hefst á laugardag kl. 14.00 og veröur framhaldiö á sunnudag kl. 10.00. Bikarkeppni FRI er nú háð í 15. skipti, en hún var fyrst haldin 1965. IR-ingar, núverandi Bikarmeistarar, hafa oftastoröiö Bikarmeistarar eöa 9 sinnum.KR hefur unniö 4 sinnum og UMSK einu sinni. t ár veröa þaö liö fra 1R, KR, UMSB, FH, KA og Ármanni sem leiða saman hesta sina. Búist er við hörkukeppni, og aö baráttan um efsta sætiö muni standa á milli tR og KR, en botnbaráttan vcrði milli FII, Armanns og KA. UMSB viröist hins vegar nokkuö öruggt meö þriöja sætiö. I þessari keppni veröur saman- komiö flest af besta frjálsiþrótta- fólki landsins, og má þvi búast viö góöum árangri og hörkukeppni eins og áður segir. Karlagreinar: 1 spretthlaupunum (100 og 200m) má gera ráð fyrir mikilli keppni milli þeirra Odds Sigurös- sonar KR, og Siguröar Sigurös- sonar Armanni og Þorvaldar Þórssonar 1R. 1 400 metrunum veröa sömu menn eflaustieldlinunni en Einar P. Guðmundsson FH kemur þó vafah'tiö til meö að blanda sér i baráttuna. I 800 og 1500 m hlaupunum veröur keppnin eflaust ekid slöur spennandi. Gunnar P. Jóakims- son, sem ekki hefur tapað keppni hér á landi í sumar, fær nú verðugan mótherja, þeas. Jón Diöriksson UMSB, en hann kemur hingaö frá æfingum er- lendis, gagngert til aö vera meö i keppninni. Magnús Haraldsson FH mun þó að likum velgja þeim köppum undir uggum, en þessi piltur hefur sýnt miklar fram- farir í sumar. Jón Diöriksson lætur sér ekki duga aö keppa i 800 og 1500 metr- unum, heldur veröur hann meðal þátttakenda i 400 og 500 m hlaup- unum og 400 m grindahlaupi. Hvergi banginn kappinn sá. Sig- uröur P. Sigmundsson FH mun sjá til þess, að Jón D. hafi fyrir sigri i 5000 metrunum, og allt eins vist aö sá siöarnefndi verði að sætta sig viö annaö sætið. 110 m og 400 m grindahlaupin ættu þeir Hjörtur Gislason og Stefán Hallgrimsson KR að vera nokkuö öruggir með, og hver veit nema nýttmetliti dagsins ljós hjá Hirti i 110 m grindahlaupinu. KR-ingar virðast nokkuö öruggir meö sigur i boöhlaupun- um. I öörum greinum (þe. stökk og köst) virðast úrslit hins vegar nokkuð ráöin, og einstakir menn nokkuö öruggir um sigur. Má þar nefna Jón Oddsson KR I lang- stökki, Guömund R. Guömunds- son FH i hástökki, þó svo Stefán Stefánsson IRog Jón Oddsson láti ekki sinn hlut eftir átakalaust. 1 þristökki mætir gamla brýniö Friðrik Þór 1R og sigrar ef aö lik- um lætur, og Siguröur T. Sigurðs- son ætti að fara létt með stangar- stökkiö. Kannski fáum viö þar nýttmet?,en herslumuninn hefur vantaö upp á aö Siguröur færi 5.30 undanfarið. Hreinn færvarla mikla keþpni i kúluvarpinu, og sömu sögu er að segja um Einar Vilhjálmsson UMSB i spjótkastinu. Erlendur Valdimarsson 1R ætti aö sigra i sieggjukasti og kringlukasti, þó gæti Guöni Halldórsson KR veitt honum keppni i siöast nefndu greininni. Þá má geta þess, aö Óskar Jakobsson mætir til leiks i spjótkasti. Kvennagrcinar: Þar verður keppni ekki siður spennandi. ömögulegt er aö spá fyrir um úrslit i spretthlaupum frekar en fyrr i sumar. Nýi Is- landsmethafinn i 100 og 200 m hlaupi, Oddný Arnadóttir 1R mætir galvösk til leiks, en Helga Halldórsdóttir KR, sem virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik, Geirlaug Geirlaugsdóttir Ar- manni og Sigurborg Kjartans- dóttir, koma ekki til með aö gefa neitt eftir. I 400 m hlaupi veröa sömu keppendur i sviösljósinu nema Geirlaug. 1 staö hennar kemur Sigurborg Guömundsdót’t ir. Ögerlegt er aö spá um hver þess- ara stúlkna muní sigra i hlaupinu. Helga Halldórsddttir virðist örugg meö sigur i 100 m grinda- hlaupi. Sömu sögu er að segja meö Ragnhildi ólafsdóttur FH I 800 og 1500 m hlaupunum. Langstökkskeppnin verbur jöfn, og þar berjast tvær stúlkur um sigur.Helga Halldórsdóttir og Svava Grönfeldt UMSB. Þórdis Gisladóttir gerir sjálf- sagt haröa hriö aö nýju Islands- meti i hástökki, og slikt hiö sama er aö segja um Guörúnu Ingólfs- dóttur KR i kúluvarpi og kringlu- kasti. Spjótkastinu lýkur væntan- lega meö sigri Irisar Grönfeldt eöa Dýrfinnu Torfadóttur FH. Aö framansögöu má vera ljóst, að um hörkukeppni veröur aö ræöa iflestum greinum, og mörg Islandsmet i lifshættu. Er þvi fyllsta ástæöa til aö hvetja fólk til aö fjölmenna á völlinn og horfa á flest allt okkar besta frjáls- iþróttafólk i keppni. Nú er hvert stig dýrmætt. K/B Erlendur Valdimarsson ætiar aö hala inn amk. 17 stig fyrir IR I Bikar- keppninni. Hann ætti aö vera nokkuö öruggur meö sigur I sleggju- og kringlukasti, og annaö sæti i kúluvarpi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.