Þjóðviljinn - 02.09.1981, Side 8

Þjóðviljinn - 02.09.1981, Side 8
8 síÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 2. september 1981 Mibvikudagur 2. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA Likanið af Alhambra höllinni. Samúel Jónsson á tali við Guðrúnu Þórðardóttur frá Skeiði I Selárdal. Myndin er tekin I júli 1962, og er fengin hjá Bergljótu Björnsdóttur. Aðrar myndir teknar af — vh. Lítill pistill í tilefni mistaka við myndbirtingu Myndbirting I Þjóðviljanum nýlega meöan undirrituð var i sumarfrii, rifjaði upp gamlar, óljósar minningar. Birt var mynd af altaristöflu, sem nú er til sýnis á Listasafni ASl og er vel viö hæfi, þvi hún er eftir einn af þess- um gengnu alþýöulistamönnum, sem þráðu svo heitt, en máttu sin svo litils I krefjandi lifsbaráttu heimsins, Samúel Jónsson I Sel- árdal, sem reyndar var alltaf kallaður Sammi gamli I Krossa- dal i minni sveit. Við þessar óljósu minningar hefði setið ef ekki hefðu komiö til mistök viö myndbirtinguna, til- komin af skiljanlegri vanþekk- ingu, með altaristöflunni var semsé birt mynd af leifum ibúð- arhúss Samúels á Brautarholti I Selárdal og sagt, að þarna væri komin kirkjan sem Sammi gamli byggöi utanum altaristöfluna. Vökulir lesendur sem til þekktu, bentu ritstjórn á þetta og þá rifj- aðist upp, að einhverntima, ekki alllöngu eftir fráfall listamanns- ins hafði ég komið þarna, skoðað og ekki getað látið vera að smella af nokkrum myndum. Filmunnar var leitað og ákveðið aö leyfa fleirum að sjá. Sitthvað var skrifaö um Samma gamla einsog aðra og áreiðanlega þótti hann smáskrýt- inn að vera að fást við svona alls- konar dútl sem engar voru tekj- urnar af. En vel séður gestur var hann ÍTálknafiröinum og smiöaöi sitthvað smálegt fyrir heimasæt- ur og húsmæöur, svosem hillur undir puntuhandklæði sem þá voru f tisku í eldhúsum, og fleira þessháttar, og útsaumsmynstur og stafi dró hann upp marga. Fyrirsjómennina gerði hann skil- iri af bátunum þeirra og prýða margar slikar myndir stofuveggi þar vestra. Sjálf á ég einn hlut sem Sammi smiðaði, smokköng- ul, sem ég læt kertin min hanga i. Þaö var ekki fyrr en ég kom i Selárdal, að þaö rann upp fyrir mér hver ævi þessa manns heföi raunverulega verið. En eftir aö hann fluttist þangað og fór aö fá fyrstu föstu tekjurnar, ellistyrk- in.i, gat hann leyft sér að kaupa léreft og liti, byggingarefni og fleira, og ekki sist gat hann leyft sér að gefa hugðarefnunum allan sinn tima. Nú skyldi byggt og mótað.jhúsiö átti að vera i hallar- liki, — þar átti aö koir.a listasafn, altaristaflan i tilheyrandi kirkju, myndastyttur i garöinn. Stytturn- ar eru úr steypu, —- sjómaður, selur rostungur, svanur...., slðast en ekki sist eftirmynd ljónagos- brunnsins við Alhambra höllina á Spáni. Þvi Samúel dáði fagra byggingarlist og inni listasafninu sem verða átti voru líkön sem hann hafði smiðað af tveim feg- urstu byggingum i heimi að hans áliti: Alhambra höllinni og Pét- urskirkjunni i Róm. Amboðin og annað sem Sammi hafði notað við styttusteypuna og hallarsmiðina lá enn þarna i kring, vaskaföt, dollur allskonar, gróf mót smiðuð úr tré.... Það var með kökk i háls sem ég yfirgaf staðinn og hugsaði um ófullnægða feguröar- og sköpun- arþrána, menntunarmöguleika sem ekki gáfust, vanmáttinn, en fyrst og siðast drauminn, — drauminn stóra. — vh Cr húsi Samma. A boröinu er Ilkan Péturskirkjunnar. Tvö Alhambra ljónanna. Rjstungurinn freistar ungra... Sjómaður horfir til hafs. Listasafniðáttiaðvera I hallarliki, með hvolfþökum, súlum og skreytingum. Cr listaverkagarðinum iSelárdal — fjærstljónagosbrunnurinn. Kirkjan var smiðuð utan um altaristöfluna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.